Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 Sandspyrna Bílabúðar Benna Þrjú Islandsmet og glæsilegt brautarmet íslandsmeistarinn í sandspyrnu síðustu fjögur ár, Sigurjón Haralds- son, innsiglaði titilinn fimmta árið í röð á glæsilegan hátt á sunnudag- inn. Hann spyrnti Ford Pinto sínum á nýju íslandsmeti og náði jafn- framt besta tíma sem nokkurt ökutæki hefur náð í sandspyrnu hér- lendis, ók brautina á 3,66 sekúndum en fékk tímann 3,70 skráðan sem íslandsmet. Fyrrnefndi tíminn náðist í akstri í opnum flokki eftir að keppni í hefðbundnum flokkum lauk, en keppt var í átta flokkum og réðust úrslitin í Islandsmótinu í þessari keppni sem haldin var af Kvartmíluklúbbnum og Bílabúð Benna. „Höggið sem maður fær í startinu er örugglega svipað og ef steypubíll keyrir aftan á mann. Ég þrykkist aftur í sætið þegar bíllinn nær góðu gripi og æðir af stað! í tvígang horfði ég í bláan himin þegar bfllinn hrein- lega ptjónaði af stað. Það gerði gæfumuninn að nítróbúnaðurinn á vélinni virkaði hjá mér í þessari keppni," sagði Siguijón Haraldsson sigurreifur eftir keppnina. „Ég hef átt í basli með nítróbúnaðinn og tókst ekki að finna bilunina fyrr en núna fyrir þessa keppni. Ég var nánast búinn að leita mig vitlausan og grá- hærðan. Vélin skilar núna líklega rúmlega 600 hesthöflum og það verð- ur spennandi að prófa hvemig bfllinn virkar í lokamótinu í kvartmflu. Þar hef ég titil að verja og það munar fáum stigum á mér og Auðni Stígs- syni í baráttunni um titilinn. Þá er Jónas Karl Harðarson sífellt að.yerða betri á spymugrindinni og hann stóð sig vel í sandspymunni, vann opna flokkinn eftir keppni við Sverri Þór Einarsson," sagði Siguijón. Hann er einn harðasti kvartmílu- og sandspymuökumaðurinn sem hérlendis hefur keppt, á fjölda verð- launa fyrir sigra á síðustu árum. „Galdurinn við kvartmílu og sand- spymu er að vera snöggur á Ijósun- um og einnig þurfa vélarorka og fjöðrun að virka vel saman svo bíll- inn nái gripi. í sandspyrnu er grip- ið misjafnt, en bfllinn var ljúfur í þessari keppni og lét vel áð stjóm. I vélarsalnum er bæði keppnishedd og millihedd, sem gefur betra loft- flæði og aukna vinnslu. Þetta er sami hlutur og keppnismenn í Bandaríkjunum eru famir að nota, en strákarnir í Bílabúð Benna hafa Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Úrslitaspyrnan I opna flokknum, Jónas Karl Harðarson leggur Sverri Þór. Báðir óku kraftmiklum sérsmíðuðum spyrnutækjum og hafa tekið miklum framförum í síðustu mótum. Á nýsmíðuðum spyrnujeppa setti Hafliði Guðjónsson íslandsmet á timanum 4,161 sekúnda, en jeppinn er aðeins rúm 1.700 kíló að þyngd og knúinn 550 hestafla vél. Sigurjón Haraldsson er marg- faldur meistari í sandspyrnu og kvartmílu og nældi í titil um helgina fimmta árið í röð. Þá setti hann glæsilegt akstursmet, ók brautina á 3,66 sekúndum í Allt-flokknum og setti íslands- met í flokki sérútbúinna fólks- bíla, 3,70 sekúndur. leiðbeint mér við útfærslu vélarinn- ar og það hefur skilað þessari orku. Ég ætla að nýta mér hana vel í síðustu kvartmflunni og halda titil- inum,“ sagði Siguijón. Siguijón lagði Grétar Franksson skólar/námskeið i__«______________ myndmennt ■ Málun - teiknun Myndlistamámskeió fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriói kennd í teiknun og meðferð vatns- og ob'ulita. Myndbygging. Upplýsingar og innritun eftir kl. 13.00 alla daga Kennari: Rúna Gísladóttir, listmálari sími 611525. ■ Handmenntaskóll íslands Bréfaskólanámskeiö: Teikning, litameðferð, listmálun með myndbandi, bamanámskeið, skraut- skrift, hýbýlafræði, innanhússarkitektúr, garðhúsagerð og hæfileikapróf. Fáðu sendar upplýsingar um skólann með þvf að hringja í si'ma 627644 allan sólarhring- inn. starfsnám ■ íslenskunámskeiA 1. Stafsetningamámsk., 20 stundir. Hentar öllum aldurshópum. 2. fslenskunámsk. f. útlendinga, 20 stund- ir. Sanngjamt verð. Reyndir kennarar. Innritun og uppl. f si'ma 675564, mán., mið. og.fim. kl. 19-20. VÉLRITUNARSKÓLINN ÁNANAUSTUM 1 5 101 REYKJAVÍK SÍMI 2 80 40 ■ Kanntu að vélrita? Vélritun er undirstaða tölvuvinnslu. Kennum blind- skrift og almennar uppsetningar. Kvöldnámskeið byrja 17. september. Innritun í síma 28040 og 36112. Ath. V.R. og B.S.R.B. styrkja félaga sína á námskeið skólans. ■ Farskóli Vesturlands Getum ennþá tekið við nemendum í nám í svæðisbundinni leiðsögn. Námið er í helgamámskeiðum og stendur veturinn ’92-’93. Nánari upplýsingar í síma 93-12544 föstudaginn 18. september. ■ Leikur að myndum Námskeið í „Photoshop” myndvinnslufor- ritinu Myndbrellur, myndblöndun o.fl., 28. sept til 1. okt. kl. 13-17. Prenttæknistofnun, si'mi 680740. stjórnun ■ Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orkul TTC-námskeiðið markviss málflutningur. Si'mar: Kristi'n 34159, Guðrún 46751 og Vilhjálmur 78996. tómstundir ■ Ferðamálaskóli íslands. Einstakt nám í ferðamálafræðum, sem hefst 21. september nk. Viðurkennt nám og alþjóðleg réttindL Sfmi 67 14 66. ■ Tðlvunám Frábært nám í Windows, EXCEL og WORD. Næstu námskeið eru aö hefjast. Tölvuskóli íslands, sími 67 14 66. ■ Bókhaldsnám Bókhaldið krufið til mergjar með raun- hæfum verkefnum, vsk útreikningi og bókhaldslögum. Hentar öllum sem sinna bókhaldi. Tölvuskóli íslands, sími 67 14 66. ■ Stjómtækniskóli íslands Bætt samskipti yfir- og undirmanna. Aukið sjálfstraust og ánægjulegra líf. Námskeiðin hefjast í byijun október. Si'mi 67 14 66. ■ Skrrfstofutaekninám Aukin þekking og meiri möguleikar á vinnumarkaði í vaxandi samkeppni. Dagskóli, kvöldskóli. Töh/uskóli íslands, sími 67 14 66. tónlist ■ Frá Tónskóla Eddu Borg Getum bætt við okkur nemendum í for- skóla. Tónskóli Eddu Borg, Hólmaseli 4-6, sími 73452. ■ Grtar- bassi - hljómborð - söngur - tónfræði Innritun er hafin á öU námskeið. Upplýsingar í súna 73452. Tónskóli Eddu Borg. ■ Gftarkennsla Get tekið nemendur í einkatúna, bæði byrjendur og lengra komna. Kristinn H. Árnason, Söngskglinn i Reykjavik ■ Söngnámskeið Kvöldnámskeið hefjast 21. september. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri. Kennt er utan venjulegs vinnutíma. Innritun er til 17. september. Upplýsingar á skrifstofu skólans, Hverf- isgötu 45, sími 27366, daglega kl. 15.00- 17.00. Skólastjóri. tungumál ■ Grunn-, framhalds- og háskólaáfangar og námsaðstoð, 6 og 12 vikna nám- skeið. Enska, íslensk stafsetning, is- lenska fyrir útlendinga (Icelandic), tölvu- fræðsla, bókhald, sænska, spænska, ítalska, franska, danska, þýska, stærð- fræði, efnafræði, eðlisfræði, VSK-upp- gjör, töflureiknar, skjalavarsla. Bókhalds-, gagna- og tölvuþjón usta, Laugavegi 163, s. 11170. ■ Enskuskóllnn Við hjá Enskuskólanum bjóðum upp á markvissa kennslu í vinalegu umhverfi. Fjölbreytt námskeið í boði fyrir börn, fullorðna og fyrirtæki: Almenn enska með áherslu á talmál þar sem kennt er á 10 kennslustigum, rituð enska, viðskiptaenska, umræðu- og krá- arhópar, bókmenntir, tofel, Gmat- og gre-námskeið og einkakennsla. Hámark 10 nemendur í bekk. Hringið og fáið frekari upplýsingar. Enskuskólinn hf., Túngötu 5, sími 25330. Enska málstofan ■ Enskukennsla: Við bjóðum tíma í ensku í samræðuformi frá og með 5. október. Einkatímar: Enska. Viðskiptaenska. Stærðfræði (á öllum skólastigum), Allir kennarar eru sérmenntaðir í ensku- kennslu. Upplýsingar og skráning i' síma 620699 milli kl. 10 og 16 virka daga. tÖlvur ■ FlleMaker á Macintosh Námskeið um þennan frábæra gagna- grunn hefst 28. september kl. 16. Nauðsynlegt námskeið fyrir þá sem meðhöndla upplýsingar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ■ Tölvurekstrarbraut - netrekstur Frábært 72 klukkustunda nám um net- rekstur. Nauðsynlegt námskeið fyrir þá sem reka tölvunet. Kvöldnámskeið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ■ Öll tölvunámskelð á PC og Maclntosh. Fáöu senda námsskrá. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ■ Tölvuendurmenntun fyrir konur Windows, Word ritvinnsla og tölvubók- hald. 36 klst. kvöld- eða morgunnám- skeið einu sinni í viku. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ■ PageMaker umbrot Madntosh og PC námskeið 21.-25. sept. kl. 16-19 um umbrot, gerð fréttabréfa, bóka og eyðublaða. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ■ Maclntosh fyrir byrjendur Stýrikerfi, ritvinnsla, gagnagrunnur og töflureiknir 21.-25. sept. kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, sími 688090. ýmislegt ■ Árangursrík námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Reyndir réttindakennarar. Innritun ísíma 79233 kl. 14.30-18.30. Nemendaþjónustan sf. ■ Leikmannaskóli kirkjunnar Fræðsla fyrir almenning um kristna trú. Biblíufræði, trúfræði, siðfræði, helgisiðir og táknmál kirkjunnar, sálgæsla, og þjón- usta leikmannsins á miðvikudögum kl. 20-22. Upplýsingar og skráning á Biskupsstofu, sími 621500. ■ Hraðlestur - námstæknl Nemendum Hraðlestrarskólans ber sam- an um að skólanám verður miklu auð- veldara og skemmtilegra eftir þátttöku á hraðlestramámskeiði. Næsta námskeið hefst 24. sept. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN... námskeið með ábyrgð á árangri! ■ Tungumál - raungrelnar Kennsla fyrir þig. Skóli sf., Hallveigarstíg 8, sími 18520. ■ Námskelð um hjónabandið með norska fjölskylduráðgjafanum Eivind Fröen verður i safhaðarsal Bústaðakirkju 17. og 18. þ.m. kl. 20-23 bæði kvöldin. Fyrirlestramir verða túlkaðir. Þátttaka kr. 1500. Veitingar innifaldar. Misstu ekki af frábæru námskeiði. Upplýsingar í símum 27460, 37801 og 14327. Fjölskyldufræðslan. ■ Litgreining - fatastíll, slæðuhnýtingar, förðun „Color Me Beautyful" Einstaklingstímar - hópar. Fullkomin litgreining, fagleg vinnubrögð. Vönduð litaveski. Upplýsingar um námskeiðin í síma 689916 kl. 10-17 virka daga. Litrófið, Anna og Katrín Þorkelsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.