Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 21 Skólamálaráð Reykjavíkur Gæðamat hefjist í grunnskólum 1993 Skólamálaráð Reykjavíkur hefur sett á stofn nefnd um gæða- mat í grunnskólum Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir 15. apríl 1993 þannig að hefja megi markvissa uppbyggingu gæðamats í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 1993-1994. Árni Sigfússon, formaður Skólamálaráðs, segist vona að verkefnið geti nýst nefnd um mótun menntastefnu á vegum menntamálaráðuneytisins til þess að koma einnig af stað gæðamati í grunnskólum annars staðar á landinu. Árni sagði að nefnd um gæða- mat þyrfti að átta sig á því hvaða þætti ætti að meta og hvernig matið gæti farið fram. Hefði verið rætt um að láta reyna á hugmynd- ir í því sambandi með því að tengja verkefnið 2 grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu í vetur. Síðan væri gert ráð fyrir að sú reynsla yrði undirstaða tillögugerðar um gæðamat fyrir grunnskóla Reykja- víkur. Aðspurður sagðist Árni vona að hefja mætti markvissa upp- byggingu gæðamats í grunnskól- um borgarinnar skólaárið 1993- 1994. Hann kvaðst í því sambandi ekki óttast að uppbygging sam- fara gæðamati gerði skóla einsleit- ari en áður. „Gæðaumræðan í dag er mjög einstaklingsbundin og ætti einmitt að skapa skólum skýr- ari sérstöðu ef þeir óská eftir því. Ég vonast til að það þýði að skól- ar geti orðið þekktir fyrir sterka stöðu á ákveðnum sviðum,“ sagði Árni í þessu sambandi. Árni sagði að gæðamat af þessu tagi hefði ekki áður farið fram hér á landi og lögð væri áhersla á að nefndin hefði mikið fijálsræði við mótun þess. Engu að síður benti hann á að viðlíka gæðamat hefði farið fram víða erlendis og ekki væri óeðlilegt að sækja þangað hugmyndir. Hann sagði að gæða- mat í grunnskólum væri að sínum dómi eitt af þremur meginverkefn- unum á þessu og næsta ári, hin væru bættur búnaður í skólum og heilsdags skóladagur. Þetta þrennt sagði hann að færi vel sam- an. í nefndinni eiga sæti eftirtaldir aðilar: dr. Stefán Baldursson upp- eldisfræðingur sem er formaður, Ragnar Júlíusson forstöðumaður kennslumáladeildar Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, Áslaug Brynj- ólfdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, og Guðríður Sigurðardóttir, skól- aráðgjafi rannsóknarstofnunar uppeldismála. Að auki er óskað eftir að einn fulltrúi verði tilnefnd- ur af hveijum eftirtaldra aðila: Skólastjórafélagi Reykjavíkur, Kennaraháskóla íslands, Kenn- arafélagi Reykjavíkur, Sambandi foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur „Samfok“, og Gæða- stjórnunarfélagi Islands. Vilborg Dagbjartsdóttir tekur við verðlaunum Guðrúnar Helga- dóttur á Bókastefnunni í Gautaborg. Flemming S. Sörensen for- maðiir samtaka norrænna skólabókavarða afhenti verðlaunin. Guðrún Helgadóttir Hreykin o g þakklát Norrænu barnabokaverðlaunin 1992 - segir Guðrún Helgadóttir NORRÆNU barnabókaverðlaunin 1992 voru afhent á Bóka- og bókasafnastefnunni í Gautaborg á sunnudaginn. Höfundur verð- launabókarinnar Undan illgresinu, Guðrún Helgadóttir, hafði ýmsu að sinna og tók því Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur við verðlaununum fyrir hennar hönd, en Vilborg var meðal ís- lenskra fulltrúa á bókastefnunni. Norrænu barnabókaverðlaunin eru veitt af norrænum skólabóka- vörðum og eru að sögn Guðrúnar Helgadóttur eins konar mótvægi við bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs. Þótti mörgum nefndin ganga fram hjá barnabókahöf- undum. Barnabókaverðlaunin eru fyrst og fremst viðurkenning, þau eru heiðursskjal og verðlaunagripur. Guðrún Helgadóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væri hvatning að fá verðlaunin og kvaðst vera hreykin af þeim og þakklát. Guðrún minnti á að það væri hættulegt að líta á barnabækur sem annars flokks bókmenntir, en bæði höfundum og útgefendum hefði farið fram á síðustu árum. Kennarar og bókaverðir hefðu líka sýnt barnabókum meiri áhuga en áður. „Barnabækur eiga að vera bækur sem öll fjölskyldan vill lesa. Bækur fyrir börn sem fullorðnir nenna ekki að lesa eru ekki góðar bókmenntir," sagði Guðrún. Hún var spurð um þá gagnrýni sem fram hefur komið frá barna- bókahöfundum að barna- og ungl- ingabækur fái ekki nægilega umfjöllun í fjölmiðlum. Hún svar- aði að íslensk blöð þyrftu ekki að skammast sín og ekki kvartaði hún, allra síst yfir Morgunblaðinu. Hér á landi væri mun betri um- fjöllun um barnabækur en hjá nágrannaþjóðum okkar. Gagnrýni um barnabækur erlendis væri oft ótrúlega h'tilfjörleg. Guðrún Helgadóttir kvaðst vera að ganga frá til útgáfu „smá- skruddu handa yngstu kynslóð- inni“, en hún væri einnig að vinna að bók sem hefði verið lengi í smíðum og gæti kannski komið út fyrir jólin. „Það fer eftir því hvort ríkisstjórnin verður erfíð eða ekki,“ sagði Guðrún að lokum. SPARISJOÐUR VELSTJORA SAMEINAR KOSTINA TAKTU SKYN SAMLEGA ÁKVÖRÐUN í FJÁRMÁLUM. Við bjóðum einstaklingum og fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu eins og hún gerist best og hraðvirkust á okkar dögum. Jafnframt kostum við kapps um að halda hinu persónulega og hlýlega andrúmslofti sem hefur auðkennt sparisjóðina alla tíð. • innlánsreikningar • sparisjóðsbréf • viðskiptaþjónusta innan- og utanlands • greiðslukortaþjónusta • almenn gjaldeyrisþjónusta • fjármálaráðgjöf • lán til lengri eða skemmri tíma SPARISJOÐURINN SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, Síðumúla 1, Rofabæ 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.