Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
23
Vaxtalækkun þýska seðlabankans
Til stuðnings við efna-
hagslífið og Maastricht
^ Frankfurt, Brussel. Reuter.
ÁKVÖRÐUN þýska seðlabankans um að lækka vextina hefur al-
mennt verið fagnað og vonast er til, að hún hleypi nýju lífi í
efnahagslífið í Þýskalandi og öðrum aðildarríkjum Evrópubanda-
lagsins, EB. Þá er þess einnig vænst, að vaxtalækkunin geti dreg-
ið úr vaxandi andstöðu almennings við Maastricht-samninginn
um nánari samvinnu EB-ríkjanna. Á hinn bóginn gætir uggs um,
að sjálfstæði þýska seðlabankans hafi orðið fyrir nokkrum hnekki,
að hann hafi með öðrum orðum látið undan þrýstingnum í fyrsta
sinn í sögu sinni.
Það kom mjög á óvart þegar
talsmaður þýska seðlabankans til-
kynnti í gærmorgun, að almennir
útlánavextir hefðu verið lækkaðir
um hálft prósent, úr 8,75% í
8,25%, og millibankavextir um
0,25%, úr 9,75 í 9,50%, Var lækk-
unin liður í víðtækari aðgerðum,
sem háttsettir embættismenn í
fjármálum EB-ríkjanna ákváðu
um helgina, og fólu meðal annars
í sér, að ítalska líran var í raun
felld um sjö prósent. Hans Tiet-
meyer, varaforseti seðlabankans,
sagði, að bankastjórnin hefði
ákveðið vaxtalækkunina án utan-
aðkomandi þrýstings en í yfirlýs-
ingu þýska verslunarráðsins er
sagt fullum fetum, að hún hafi
verið gerð til að hjálpa upp á efna-
hagslífið í öðrum EB-ríkjum og á
kostnað baráttunnar gegn verð-
bólgu í Þýskalandi.
„Kringumstæðurnar að þessu
sinni eru mjög óvenjulegar og það
segir sína sögu og vekur upp efa-
semdir um sjálfstæði þýska seðla-
bankans, að það voru stjórnmála-
menn, sem sögðu frá vaxta-
lækkuninni fyrirfram," sagði í
yfirlýsingu þýska verslunarráðs-
ins._
Ýmsir frammámenn í þýskri
bankastarfsemi hafa gagnrýnt
vaxtalækkunina og jafnvel sumir
þeirra, sem voru andvígir síðustu
vaxtahækkun. bankans. Finnast
þeim aðstæðurnar grunsamlegar
og óttast, að hann hafi sett ofan
og geti ekki lengur verið sú fyrir-
mynd að samevrópskum seðla-
banka, sem um hefur verið talað.
Aðrir fagna henni, til dæmis Nor-
bert Walter, helsti hagfræðingur
Deutsche Bank, en hann vill gera
greinarmun á háum vöxtum og
vöxtum, sem beinlínis virka kæf-
andi á efnahagslífið.
Hvað sem líður efnahagslegum
röksemdum er alveg ljóst, að
vaxtalækkunin í Þýskalandi er
ekki síður gerð með tilliti til þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar um Ma-
astricht-samninginn í Frakklandi
nk. sunnudag. Vegna fyrri sögu
hefur vaxandi veldi Þjóðveija í
nýrri Evrópu vakið ugg með fólki
í öðrum löndum og ekki síst í
Frakklandi. Vaxtalækkunin á hins
vegar að sýna, að Þjóðvetjar vilji
ýmislegt á sig leggja fyrir sam-
stöðuna en um leið hefur miklu
meira verið lagt undir í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni í Frakklandi.
Verði samningnum hafnað muni
það hafa í för með sér mjög alvar-
legar afleiðingar, gera að engu
áætlanir um nánari samvinnu
EB-ríkjanna í efnahagsmáium og
valda verulegum óróa á gjaldeyr-
ismörkuðunum.
Búist er við, að á næstunni
muni ýmis aðildarríki EB fara að
dæmi Þjóðverja og lækka vextina
í því skyni að koma meiri hreyf-
ingu á efnahagslífið en nefna má,
að hefði ekki komið til þessara
aðgerða, sem ákveðnar voru um
helgina, hefði ítalska ríkisstjórnin
ekki átt annars kost en stórhækka
vexti.
Reuter
Verðbréfasalar í Lundúnum kaupa bréf eftir að fréttist um vaxta-
lækkun þýska seðlabankans í gær.
Anthony Perkins með Diönu
Scarwid í myndinni Pschycho III.
Anthony
Perkins
látinn
Los Angeles
BANDARÍSKI kvikmyndaleikar-
inn Anthony Perkins lést á laug-
ardag af völdum eyðni. Hann er
þekktastur fyrir túlkun sína á
hinum geðsjúka mmóteleiganda
Norman Bates í myndinni
Pschycho sem Alfred Hitchcock
gerði árið 1960.
Perkins lést á heimili sínu og hjá
honum voru eiginkonan Berinthia
Berenson og synir þeirra Elvis og
Osgood, 16 og 18 ára gamlir. I
yfirlýsingu sem Perkins hafði samið
segir meðal annars að ekki þurfi
mikið til að sjá að vandi gamals
leikara sé agnarsmár í samanburði
við hörmungar mannfólksins. Hann
telji að eyðni hafi verið ætlað að
kenna fólki samúð, ást og skilning.
VERÐLÆKKUN
Gerðu raunhæfan samanburð á verði og
gæðum. Accord er sérlega vandaður og vel
heppnaður bíll jafnt að utan sem innan.
Verð eftir lækkun:
Accord EX með sjálfskiþtingu: 1.518.000,-
Accord EXi með sjálfskiþtingu: 1.615.000,-
Einkenni Civic eru fegurð og glæsileiki.
Þetta er bíll sem þú mátt ekki láta framhjá
þér fara. Nú býðst Civic á einstaklega
hagkvæmum kjörum. Verð eftir lækkun:
verði
Civic
3dy
899
000
ra
ra
Civic
4dyra
verði
frá
78
000
Líttu við í Vatnagörðum 24 og kynntu þér
góða bíla og greiðslukjör við allra hæfi.
Tökum góða notaða bíla sem greiðslu upp í
nýjan.
0)
HONDA
ÁRÉTTRI LÍNU