Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 * Iranir og Tyrkir gegnPKK 51 LÉST eftir átök aðskilnað- arsinnaðra Kúrda og tyrk- neskra öryggissveita í Hakkari- héraði í suðausturhluta Tyrk- lands á sunnudag. Nærri 4.500 manns hafa beðið bana síðan Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) hóf baráttu árið 1984 fyrir sjálfstæðu kúrdísku ríki er byggi á marxisma á þessum slóðum. Íranir hafa lofað Tyrkj- um aðstoð við að ráða niðurlög- um uppreisnarmannanna, en Ismet Sezgin innanríkisráð- herra Tyrklands hitti Akbar Rafsanjani íransforseta í Té- heran í gær til að ræða aðgerð- ir gegn PKK. Tilraunir án afláts í geim- ferjunni RANNSÓKNIR gengu vel um borð í geimfeijunni Endeavor á þriðja degi vikuleiðangurs sem kostaður er að mestu af japönskum stjórnvöldum. Geimferðastofnun Bandaríkj- anna (NASA) sagði að sjö manna áhöfn ynni baki brotnu eftir að tekist hefði að gera við leiðslur í bræðsluofni sem not- aður er við nokkrar af tilraun- unum 43 sem ferðin snýst um. Sem dæmi má nefna rannsókn- ir á áhrifum geislunar á ávax- taflugur og nýjar framleiðslu- aðferðir rafeindabúnaðar. Flughæð geimfeijunnar, 403 km, veitir tilraunastarfínu gildi, þyngdarafl hefur þar eng- in áhrif. Kostnaður við flugið er nærri 600 milljónum dollara. Sæfarinn Bering graf- inn aftur JARÐNESKAR leifar danska sæfarans Vitusar Berings (1680-1741) voru grafnar í annað sinn á Beringseyju á sunnudag af dönskum forn- leifafræðingum og yfírvöldum staðarins. Fomleifafræðingar fundu líkamsleifar Berings í fyrra á eynni undan Kamt- sjakaskaga í Austur-Síberíu. Bering uppgötvaði sundið milli Síberíu og Alaska sem seinna var nefnt eftir honum. Verkföll fangavarða breiðast út FRANSKIR fangaverðir hlust- uðu ekki á Pierre Beregovoy forsætisráðherra þegar hann sagði stjómvöld hafa meðtekið óskir þeirra um aukið öryggi og skoraði á þá að snúa aftur til vinnu sinnar. Fangaverðir hófu verkföll á laugardag, degi eftir að vörður í Clairvaux- fangelsinu fyrir stórbrotamenn var drepinn í fangauppreisn. Verkföllin ná til 145 fangelsa af 182 sem í landinu em. Dómsmálaráðuneytið segist hafa rekið 40 verði og fleiri sæti því sama ef þeir taki ekki til við vinnu. Lið 3.000 lög- reglumanna hefur verið sent til að gæta fanga í 40 betrunar- húsum. í landinu eru 18.000 fangaverðir og segist einn þeirra sem starfa í Clairvaux frekar vilja tóra án vinnu en tefla sífellt í tvísýnu. Tæland: Lýðræðisöfl ná völdum Bangkok. Reuter. FJÓRIR stjórnmálaflokkar, sem unnu gegn herstjórninni í Tæ- landi, hófu stjórnarmyndunarvið- ræður í gær í kjölfar kosningasig- urs síns um helgina. Fréttaskýr- endur telja að velgengni lýðræðis- flokkanna geti orðið til að ijúfa vítahring kosninga, spillingar og byltinga, sem hrjáð hefur landið í meira en-hálfa öld. Demókrataflokkur Chuans Leekpais tvöfaldaði fylgi sitt og fékk flest þingsæti, eða 79, í kosningunum á sunnudag. Næststærsti flokkurinn, Chart Thai, fékk 77 þingsæti, en alls fengu flokkarnir flórir 185 af 360 sætum í fulltrúadeildinni, sem er aðalvaldastofnun þingsins. Búist er við að átta þingsæti nýs flokks, Seritam, bætist við þingmannafjölda fjórflokkanna. Chuan Leekpai, sem er 54 ára gamall, sagðist viss um að hægt yrði að mynda stjórn. I utanríkismálum mundi hann leggja aðaláhersluna á efnahagsþróun. „Ég styð frelsi í við- skiptum og vil stuðla að því að tæ- lensk fyrirtæki verði samkeppnisfær á heimsmarkaði." Verð á verðbréfamörkuðum í Tæ- landi hækkuðu um 2,5% á mánudags- morgun og efnahagsráðunautur Bangkok-banka sagði að nú væri óvissutíminn á enda. Reuter Eftir hamfarir á Hawai EYJAN Kauai á Hawai-klasanum einangraðist frá umheiminum á sunnudag eftir að fellibylur geystist yfír hana. Fjórir létust og átta þúsund manns misstu heimili sín en tjón er talið nema yfír milljarði doll- ara. Bandaríkjastjórn sendi þyrlur með hjálpargögn til eyjarskeggja og fjölda ferðamanna sem komust ekki heim þar sem flugvöllurinn eyðilagðist. Kyndlar, rafhlöður, teppi og matur var efst á óskalista þeirra. Myndin sýnir rústir heimilis í borginni Lihue. ANC og stjórnvöld í Suður-Afríku Viðræður við de Klerk og Mandela í undirbúninri Höfðaborg. Reuter. Aðalsamningamenn stjórnvalda í Suður-Afríku og Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) hófust í gær handa um að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund F.W. de Klerks forseta og Nelsons Mandela. Rölf Meyer stjórnlagaráðherra og Þeir samþykktu á sunnudag að Cyril Ramaphosa, aðálritari ANC, ' koma til undirbúningsviðræðna um hittust á ótilteknum stað í nágrenni skilyrði ANC, þar á meðal að pólitísk- Jóhannesarborgar, að því er embætt- ir fangar verði látnir lausir, bannað ismenn beggja málsaðila sögðu. verði að bera öll hættuleg vopn á Þýskaland Flóttafólkinu forðað Berlín. Reuter. UM 80 flóttamenn voru fluttir í gær hluta Þýskalands en hægrisinnaðir í næstum viku. Ekki var skýrt frá því hvert farið var með fólkið, sem er frá Búlgaríu og Rúmeníu, en það hefur setið und- ir stöðugum árásum öfgamanna, sem vilja reka flóttafólk frá Þýskalandi. Um helgina kom til átaka milli öfga- manna og Iögreglu í sjö bæjum og af gistihúsi í Quedlinburg í austur- öfgamenn höfðu þá setið um það borgum í landinu og einnig var nokk- uð um, að í odda skærist með hægri- og vinstrisinnum. Búist er við, að allt að hálf milljón manna frá þriðja heiminum og Austur-Evrópu biðji um landvistarleyfí í Þýskalandi á þessu ári. almannafæri og að komið verði í veg fyrir árásir á stuðningsmenn ANC í búðum farandverkamanna. Talsmaður stjórnvalda, Izak Reti- ef, sagði að Meyer mundi eingöngu sinna þessum umræðum á mánudag og þriðjudag og mundu þeir Ramap- hosa hittast nokkrum sinnum báða dagana. „Þetta tekur sinni tíma og ég býst ekki við að þeir gefí út nein- ar yfirlýsingar fyrr en þeir hafa kom- ist að samkomulagi," sagði Retief, „og við vonumst til að það verði í vikunni." Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna, átján að tölu, komu til Suður- Afríku á sunnudag. Alls verða þeir 50 og lúta forystu Angela King frá Jamaica. Hlutverk þeirra verður að draga úr spennu í landinu og auka þannig á líkur þess að nýbyijaðar viðræður beri árangur. Að sögn talsmanns ANC fer jarð- arför þeirra, sem féllu í fjölda- göngunni til Ciskei, fram á föstudag- inn kemur í King Williamstown. Spasskí kvartar und- an eínbeitíngarskorti Skákeinvígið í Sveti Stefan Reuter BOBBY Fischer hefur aftur sótt í sig veðrið í skákeinvígi þeirra Bórísar Spasskís í strandbænum Sveti Stefan í Svartfjallalandi. Hann vann átt- undu skák einvígisins og hefur þrjá vinninga en Spasskí tvo. A blaðamannafundi í gær kallaði Fischer bandaríska skáksam- bandið Sovétsinnuð glæpasam- tök. Spasskí sagði blaðamönn- um að hann ætti erfitt með að einbeita sér þegar Iiði á skák- imar, eitthvað brysti eftir fimm tíma. Fischer dró ekki úr gífuryrðum á öðrum blaðamannafundi þeirra Glaðbeittur Fischer og Spasskí í vanda eftir átta skákir. Spasskís. „Ég á enga samleið með Skáksambandi Bandaríkjanna, tel það vera Sovétsinnað glæpafé- lag,“ sagði Fischer. Hann þarf að greiða 31% tekna sinna af ská- keinvíginu við Adríahaf í skatta í Bandaríkjunum, en sagðist ekki hafa nokkur áform um það, hefði ekki borgað tekjuskatt síðan 1976 og færi ekki að taka upp á því núna. Á blaðamannafundinum sagði Spasskí að eftir fímm stunda tafl færi einbeiting hans þverrandi. Hann virtist eiga sigur vísan eftir fjögurra tíma skák á sunnudag en gerði mistök og tapaði. Það vakti athygli að hann yfírgaf sæti sitt 27 sinnum í sjöunda leik en hann gerði lítið úr því, sagðist hafa slæm nýru og hefði raunar gengið bagalega á franska meist- aramótinu í ár vegna þess. Baráttu við skæruliða ekki lokið I.ima. Reuter. ALBERTO Fujimori Perúforseti hvatti þjóð sína í gær til að fagna ekki handtöku skæruliðaforingj- ans Abimaels Guzmans um of, baráttunni við skæruliða væri ekki lokið og menn mættu ekki sofna á verðinum ef uppræta ætti glæpastarfsemi þeirra. Guzman var handtekinn ásamt sjö félögum í íbúð í suðurhluta Lima, höfuðborg Perú, á laugardagskvöld. í annarri íbúð voru sex skæruliða- leiðtogar til viðbótar handteknir, en talið er að í áhlaupi lögreglunnar hafl öll miðstjórn Kommúnistaflokks Perú, en það er hið opinbera heiti samtaka Guzmans, verið handtekin. Guzman er 57 ára og hefur farið huldu höfði í 13 ár eða frá þeim tíma er hann stofnaði skæruliðasamtök maóista, Skínandi stígur, en auk leiðtogahlutverksins var hann hug- myndafræðingur þeirra. Auk hans náðist næstæðsti leiðtogi Skínandi stígs, Elena Iparraguirre. Mikið af vopnum og skjölum fund- ust í íbúðinni sem Guzman og félag- ar hans földust í. Engin mótspyrna var veitt við handtökuna. Fujimori sagði að krafíst yrði þyngstu refsingar yfír Guzman eða fangelsisvistar til lífstíðar. Vegna neyðarlaga sem sett voru í apríl verður hann leiddur fyrir herrétt. Búist er við að réttarhöldin taki skamman tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.