Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 43
FERÐIN TIL VESTURHEIMS FAST & FURIOUS . á - 1 I ^ 1 V V J ^ U— CRUISE KIDMAN Þetta er fyrsta myndin sem tekin er á PANAVISION SUPER 70 mm filmu og hún nýtur sín þess vegna betur á RISATJALDI LAUGARÁSBÍÓS í ★ ★ ’A | X II DOLBYSTEHEO | □□ ★★1/2 frsku ungmennin Joseph og Sharon kynnast á ferð til Ameríku þar sem þau leita að betra lífi. Þau dragast hvort að öðru þótt þau séu jafn ólik og dagur og nótt. Sýnd í A-sal kl. 5 og 9 og í B-sal kl. 7 og 11. Vélmenni með sál Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hélstu að foreldrar þínir væru skrýtnir? („And You Thought Youre Par- ents Were Weird“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri og handritshöfundur: Tony Cookson. Aðalhlut- verk: Joshua Miller, Marcia Strassman, Edan Gross. Hélstu að foreldrar þínir væru skrítnir? er langt nafn á lítilli barna- og fjölskyldu- mynd um uppfinningasama unga bræður sem gert hafa vélmenni úr ýmsu drasli í bilskúmum hjá sér en vondu uppfinningamenn- irnir (sem eru feitir, órak- aðir og skitugir) gimast það. Til að bæta við þann þunnildislega söguþráð er andi látins föður bræðr- anna látinn taka sér ból- festu i vélmenninu og er þá kominn gmndvöllur fyr- ir enn eitt bandarískt fjöl- skyldudrama sem bæði er væmið og yfirborðskennt en svolítið skondið, því öll tilfinnihgasemi hinnar ný sameinuðu fjölskyldu, og nóg er af henni, er leikin frammi fyrir járnaruslinu. Vélmennið lítur út eins og afar fomaldarleg frum- gerð R2D2 úr Stjörnustríði (eða var það C3PO?) en hugmyndin með því er greinilega fengin úr ann- arri frægri mynd, nefnilega ET; vélmennið vinnur hug og hjarta fjölskyldunnar en á það á hættu að vera kruf- ið og rannsakað af vondu köllunum. En þótt leikstjór- inn og handritshöfundur- inn, Tony Cookson, sé ekki beint frumlegur er hann þó áræðinn þegar hann tekur að blanda anda Albert Ein- steins inní söguna og vís- indamaðurinn mikli ofan úr Edens fína ranni vísar fjölskyldunni á felustað ill- mennanna í gegnum anda- glas. Það sem komið getur fyrir í lífi venjulegrar bandarískrar fjölskyldu yfir daginn er hreint með ólík- indum. Myndin er ekkert sér- staklega vel leikin í þokka- bót. Inní söguna blandast heldur lamað ástarævintýri unglingsins á heimilinu og mamman er einnig að kynnast nýjum manni en allt er það leikið frekar illa og snertir sáralítið atburða- rásina. Hélstu að foreldrar þín- ir... er stefnt á þrjúbíó- markaðinn og framleidd samkvæmt því, handritið er einfalt, persónumar ein- faldar og leikstjómin ein- föld. En öllu má ofgera. Kvennalistinn mótmælir skerðingn fæðingarorlofs SAMRÁÐSFUNDUR Kvennalistakvenna úr öllum lqör- dæmum landsins sem haldinn var í Reykjavík 12. septem- ber sendi frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega hugmyndum sem uppi eru innan ríkisstjórnarinnar um skerðingu fæðingarorlofs. í ályktuninni segir: „Frá því að núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur stefna hennar birst í hverri árásinni á fætur annarri á fjölskyld- urnar í landinu, einkum þó þær sem verst standa að vígi. Niðurskurður á opinberri þjónustu bitnar sem fyrr harðast á konum sem enn axla að mestu ábyrgð á umönnun barna, sjúkra og aldraðra í okkar þjóðfélagi. Þó tekur nú steininn úr er ríkisstjórninni hugkvæmist að gera nýburamæður og ungabörn sérstaklega að fórnarlömbum stefnu sinnar. Kvennalistinn mun beita sér af alefli gegn hugmynd- um af þessu tagi og skorar á konur að hrinda þessari árás á grundvallarréttindi ís- lenskra kvenna." MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 43 ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ MIÐA VERÐ KR. 350Á BEET- HOVEN - KR. 300Á AÐRAR MYNDIR NEMA „FERÐINA TIL VESTURHEIMS" TILBOÐ á poppi og kók Myndin sem tekur alla með trompi. Sýnd kl. 5 og 7. Miðav. kr. 350. HRINGFERDTIL PALM SPRINGS Tveir vinir stela Rolls Royce og f ara í stelpuleit. Sýnd kl. 5 í C-sal. Bönnuð innan 12ára. Miðav. kr. 300. AMERÍKANINN Tryllir í anda Humphrey Bogart og Jimmy Cagney. Sýnd í C-sal kl. 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. Miðav. kr. 300. OGNAREÐLI ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÁALLAR MYNDIR GRUNAÐUR UM GRÆSKU BIOL. ★ ★★★GfSLI E. DV Sýndkl. 5,9 og 11.20 Bönnuð innan 16 ára VARNARLAUS ★ ★ ★ Al Mbl nas got away with murder. Sýnd kl. 5,7,9og 11. Bönnuð innan 16 ára LOSTÆTI ★ ★★★ SV MBL. ★ ★★ BÍÓLÍNAN Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. HOMOFABER Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. - Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5,7,9 09 11 Morgunblaðið/Björn Blöndal Eiríkur Hansen fyrir framan Bílaperluna í Njarðvík þar sem hann ætlar að opna markað í líkingu við Kolaportið. Opnaður „Kolaports- markaður“ í Njarðvík Njarðvík. „ÞAÐ hafa margir sýnt þessari hugmynd áhuga að vera hér með markað i Iikingu við þann sem er í Kolaportinu og ég hef því ákveðið að opna hér markað laugardaginn 26. september,“ sagði Eiríkur Hansen sem rekur Bíla- kringluna við Njarðarbraut i Njarðvík. Eiríkur hefur rekið bílasölu í húsinu í sumar en það var upphaflega byggt sem gróðurhús. Auk þess að se(ja bíia sagðist Eiríkur vera með ferðavörur svo sem hjólhýsi og tjöld. Eiríkur sagði að fyrsti markaðsdagurinn yrði laug- ardaginn 26. september og gætu þeir sem hefðu áhuga á að selja varning fengið leigða bása og borð við vægu verði. Eiríkur sagði að þegar væri ákveðið að á boðstólum yrði nýtt grænmeti, blóm og kartöflur frá garðyrkju- bændum, sælgæti og skart- gripir svo eitthvað væri nefnt. - BB Framhaldsskólinn á Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu. Laugar Framhaldsskólinn settur FRAMHALDSSKÓLINN á Lauguni var settur 9. sept- ember sl. í hátíðasal skólans að viðstöddu fjölmenni. Séra Sigurður Guðmundsson flutti hugvekju og Friðrik Jónsson lék á píanó. Gestum var síðan boðið í kaffisam- sætt að lokmni athöfninni. haldnir kennarafundir. í setningarræðu Hannesar Hilmarssonar skólameistara kom fram að skólinn væri fullsetinn. 120 nemendur verða í skólanum í vetur og urðu nokkrir frá að hverfa. Vel er mannað í starfsliði skólans. I vetur verður kennt Síðar um daginn voru síðan í einni bekkjardeild 10. bekkjar og almennu bóknámi 1. og 2. árs. Stærstu brautir skólans eru íþrótta- og ferða- máladeild, enda er aðstaða til kennslu á þessum brautum góð. ;SL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 11200 Litla sviðið: • KÆRA JELENA eftir Ljúdmílu Razumovskaju Uppselt á allar sýningar til og með 27. sept. Stóra sviðið: ® HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Frumsýning 19. september. önnur sýning sun. 20. sept. kl. 20.00. • KÆRA JELENA Fyrsta sýning á stóra sviði laugard. 3. okt. kl. 20.00 örfá sæti laus. Sala aðgangskorta stendur jrfir á 3.-S. sýningu. Verð aðgangskorta kr. 7.040,- Elli- og örorkulífeyrisþegar: Verð kr. 5.800,- Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánud. frá kl. 13-20 meðan á kortasölu stendur. Miöapantanir frá kl. 10 virka daga í sima 11200. Greiöslukortaþjónusta. Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015 ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Helgin 11. til 13. september Helgin 11. til 13. sptem- ber sl. fær stimpilinn frek- ar róleg. Þrátt fýrir það urðu bókuð útköll í stjóm- stöð lörgreglu alls 517. 95 manns glímdu við Bakkus með þeim afleiðingum að lögregla var að grípa inn í þá viðureign og skakka leikinn. í 43 tilfellum hafði lögreglan afskipti af öku- mönnum vegna of hraðs aksturs, nokkrir af þeim misstu ökuleyfíð strax vegna þess hve hratt þeir óku, gott að hafa í huga máltækið „kemst þó hægt fari“ eða e.t.v. öllu heldur „hægar“. Á þessu tímabili urðu 6 umferðarslys, misjafnlega alvarleg að vísu, en slys eigi að síður, en þau valda alltaf sársauka, kvölum og tjóni. Það er þess virði að hugleiða hvort slys eigi að verða einhvers konar lög- mál í umferðinni. Það er einnig þess virði fyrir ökumenn að hugleiða hvort um er að kenna nauðsyn eða virðingarleysi fyrir lögum og samferða- mönnum að aka bifreið ölvaður því sex ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur þessa helgi og þó það sé í sjálfu sér ekki há tala þá er það sex ökumönnum of mikið. Þó umferðarlög séu ekki ýkja flókin bálkur eru þau mörgum torskilin eða þá að ökumenn telja sig ekki endilega þurfa að fara eft- ir þeim þvi á annað hundr- að manns voru kærðir um helgina fyrir hin ýmsu umferðarlagabrot. Er ekki óþarfi að létta pyngjuna með þessum hætti? Einn heiðvirður borgari kom á eina lögreglustöðina um helgina og bar fram þá spumingu hvort lögreglu- menn væm ekki dýravinir? Þeirri spumingu var svar- að játandi án þess að fyrir hendi væri vitneskja um hvers vegna væri spurt. Þannig lá í málinu að mað- urinn kvaðst hafa séð grámáv fastan í skurði og taldi að nauðsyn væri á þvi að kveða til lögreglu til að bjarga fuglinum. Það var að sjálfsögðu auðsótt mál. Lögreglumenn fóru á staðinn og sóttu fílsunga í skurðinn en hann mun ekki hafa komist upp af sjálfsdáðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.