Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
35
29. g4 - Hc5! og svarta sóknin
er hættulegri.
23. - Bxd5 24. cxd5 - Hbc8 25.
Hcfl! - De7 26. g4 - Rd7 27.
g5 - Kf8!?
Þessi og næsti leikur Fischers
eru vafalaust byggðir á djúpum
stöðuskilningi. Líklega hefur hann
búist við að Spasskí léki f3-f4 og
talið þá kónginn öruggari á e8 en
g7. Það er eins og Fischer nái að
slá Spasskí út af laginu með þess-
um óvæntu kóngsleikjum því hann
hættir við hvössustu áætlunina,
f3-f4 og leikur síðan skákinni af
sér. Það kemur því ekki fyllilega
í ljós hvað Fischer var að fara
með þessu og hvort kóngsleikirnir
byggðust á snilld eða sérvisku.
28, Hf2 - Ke8 29. Bfl!?
Önnur áætlun vat 29. Hhfl og
næst 30. f4. í því tilviki stendur
svartur frammi fyrir erfiðu vali. Á
hann að drepa á f4 og láta Rd4
vera óvaldaðan eða leyfa hvíti að
auka yfirburði sína í rými með
f4-f5. Þetta var virkari áætlun en
sú sem Spasskí velur og hefði
fært honum ívið betri stöðu.
29. - Rc5 30. Bh3 - Hc7 31.
Hcl??
Hrikalegur afleikur sem eyði-
leggur magnaða stöðubaráttu-
skák. Það er rökrétt herfræðileg
hugmynd að fara með hrók á c-lín-
una, en Spasskí varð auðvitað að
undirbúa það betur. Rétt var 31.
Da5! - Kf8 (31. - Rd3 32. Hd2
kemur engu til leiðar.) 32. Hcl
(Hótar b2-b4) 32. - Ha7 33. Bfl
og það er hvítur sem stendur ívið
betur.
31. - Rcb3 32. axb3 - Rxb3 33.
Hc6 - Rxd2+ 34. Hxd2 - Kf8
35. Hxa6 - Ha7 36. Hc6 - Kg7
37. Bfl - Hal+! 38. Kxal -
Da7+ 39. Kbl - Dxe3 40. Kc2
- b4 og Spasskí gafst upp.
-------» ♦ -♦-------
■ SKÁKFÉLAG Hafnarfjarðar
hefur hafið starfsemi. Skákæfing-
ar verða á sunnudags- og fimmtu-
dagskvöldum kl. 20.00. Unglinga-
æfingar verða alla sunnudaga kl.
14.00. Teflt verður í nýju húsnæði
Skákfélagsins að Strandgötu 26,
2. hæð (gamla Kaupfélagshúsinu).
Öllum er heimil þátttaka.
HIIMMEL SKÓR
Verð 2.490,- Stærð 28-46
Teg. All-England
Verð 6.990,- Stærð 37-48
Teg. Professional leðurskór
whummel^P
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40, síml 813S55.
Stóðréttir í haust
__________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
Stóðréttir hefjast um og upp úr miðj-
um mánuði í kjölfar fjárrétta. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Búnaðarfé-
laginu verða hross réttuð á sjö stöð-
um, allar réttirnar í Skagafirði og
Húnavatnssýslum.
Fyrst verður réttað í Silfrastaðarétt
í Akrahreppi í Skagafirði laugardag-
inn 13. september. Verður byrjað þar
upp úr hádegi. Sunnudaginn 19.
september verður réttað á þremur
stöðum. í Hlíðarrétt í Bólstaðarhlíð-
arhreppi í Austur-Húnavatnssýslu
verður byijað upp úr hádegi og sömu-
leiðis í Reynisstaðarrétt í Staðar-
hreppi f Skagafirði. Byijað verður
að rétta í Skarðarétt í Gönguskörðum
Skagafírði rétt fyrir hádegið þannig
að þeir sem hyggjast fylgjast með
réttarstarfmu eða líta á efnilega fola
ættu að geta slegið tvær flugur í
einu höggi. Daginn eftir 20. septem-
ber verður réttað í Skrapatungurétt
í Vindhælishreppi í Austur-Húna-
vatnsýslu og hefst dráttur um hádeg-
isbilið.
3. október verður síðan réttað í
Víðidalstungurétt í Víðidal í Vestur-
Húnavatnssýslu um hádegisbilið en
upp úr hádegi í Laufskálarétt í Við-
víkurhreppi í Skagafirði. Laufskála-
rétt hefur um árabil verið vinsælasta
réttin en þangað hafa lagt leið sína
hestamenn og fleiri allsstaðar af
landinu. Að sögn Haralds Þór Jó-
hannssonar réttarstjóra í Laufskála-
rétt verða hátt í sex hundruð hross
réttuð að þessu sinni. Sagði hann
að yfir eitt þúsund manns hafi kom-
ið í Laufskálarétt og væri aðstaða
til að taka við slíkum mannfjölda
mjög góð bæði hvað varðar veitinga-
sölu og snyrtingu. Veitingasala verð-
ur á staðnum og sagði hann að um
kvöldið yrði haldinn dansleikur í Mið-
garði í Varmahlíð og líklega einnig
á Hofsósi.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Það er oft handagangur í öskjunni þegar hefta skal frelsi stóðhross-
anna og færa þau í heimahagana.
5 MANNA FÓLICSBILL MEÐ VÖRUPALLI
TRAUSTUR OG ENDINGARGÓÐUR
Búnaður:
■ Dieselhreyfill
■ Tengjanlegt aldrif
■ Tregðulæsing á afturdrifi
■ Framdrifslokur
Kjörinn bíll fyrir:
■ Vinnuílokka
■ Bændur
■ Iðnaðarmenn
H Útgerðarmenn
H Verktaka
Verðkr. 1.398.000,-m/vsk ■ Fjallamenn
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500
A
MITSUBISHI
MÖTORS
ÞRIGGJÆ ÁRÆ ÁBYRGÐ
Fœst einnig með lengdum palli
Kr. 1.548.000
vsk. 304.646
Verö kr. 1.243.353