Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 HRAÐLESTUR - NÁMSTÆKNI Ef þú vilt margfalda lestrarhraðann til að njóta þess að lesa meira af góðum bókum eða til að taka næstu próf með glæsi- brag, ættir þú að skrá þig á hraðlestrarnámskeið. Lestrarhraði nemenda meira en þrefaldast að jafnaði, hvort heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 24. september nk. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! EZ 1978-1992 (K Nýtt af nálinni hefur undanfarin fimm ár staðið fyrir saumanámskeiðum um allt land. Kennd verða grunn- t atriði í saumaskap, að taka mál, lagfæra snið og margt fleira. í vetur verður kennt á eftirtöldum stöðum: Sultaról eða hengingaról? Akureyri Kennari er Kristín Jónasdóttir. Sími: 96-22294. Borgarnes Kennari er Ásdís Helgadóttir. Sími: 93-71757. Blönduós Kennari er Sigrún Grímsdóttir. Sími: 95-24538. Egilsstaðir Kennari er Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir. Sími: 97-11493. Húsavík Almennt saumanámskeið. Saumtœkni. Kennari er Ingveldur Ámadóttir. Sími: 96-52292. Höfn í Hornafirði Almennt saumanámskeið. Bútasaumur. Kennari er Dagbjört Guðmundsdóttir. Símar: 97-81695 og 97-81466. ísafjörður Kennari er Valgerður Jónsdóttir. Sími: 94-3569. Reykjavík Eftirtalin námskeið eru haldin í samvinnu við Tómstunda- skólann: Almennt saumanám- skeið; Námskeið fyrir lengra komna; Að hanna og sauma • Yfirhafnir; Bútasaumur. Kennarar eru Ásdís Jóelsdóttir og Ásta Siggadóttir. Sími Tóm- stundaskólans: 91-677222. Sauðárkrókur Kennari er Friðbjörg Vilhjálmsdóttir. Sími: 95-35352. Selfoss Kennari er Guðný Ingvarsdóttir. Sími: 98-22222. Vestmannaeyjar Kennari er Bergþóra Þórhallsdóttir. Sími: 98-12889. eftir Elsu B. Valsdóttur Niðurskurður, niðurskurður, niðurskurður. Hversu oft hefur þetta orð glumið í eyrum og borið fyrir sjónir landsmanna undan- farna mánuði? Myndin sem dregin er upp af ástandinu er ekki björt; vaxandi atvinnuleysi, gjaldþrot fyrirtækja og samdráttur í físk- veiðum. Til að mæta þessum þrengingum hefur verið reynt að draga úr útgjöldum ríkisins, með misjöfnum árangri þó. Kapp er best með forsjá var einhvem tím- ann sagt og víst er að áður en niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft er nauðsynlegt að íhuga vand- lega hvar og hvernig honum skuli beitt, því vanhugsuð aðgerð getur valdið óbætanlegu tjóni þegar til lengri tíma er litið þó hún spari einhvetjar krónur í dag. Acttal Toyota Cprolla GTi '88 Í6v, lift bock, róuður. Kr. 850 þ. Toyoto Corolla XL '89, grár, 3ja d., 49 þ.km. Kr. 620 þ. 102 þ.km. Sérstakur gripur. Kr. 1,1 m. Pontiac Grond Prix '89, blár, beinsk., afturdr., sportl. glæsivagn, hlaðinn nýjungum. Kr. 1.350 þ. Oldsmobile Cutlas Sierra '87, rauður, 40 þ.km. Plussklæddur sporifatabill. Gott verð. Kr. 880 þ. MMC Colt GLXi '91, grár, sjálfsk., 27 þ.km. Kr. 850 þ. Peugeot 405 GL '91, 1600, grár. Kr. 830 þ. Toyota Corolla XL '90, græns. Kr. 750 þ. Subaru Legacy 1800 '90, hvítur, 40 þ.km. Kr. 1,2 m. MMC L-300 '88,4x4,8 manno. Kr. 1.050 þ. Jeppar, bensin og diesel, allar árgeróir. Sendibilar, stórir og smóir. Allor tegundir ádýrra bíla. Vantar sölubfla á stærsta sölusvæði borgarinnar. vi) ÁiU________ v/Miklatorg, símar 15014 og 17171. Sultarólin hert Háskóli íslands er ein sú ríkis- stofnun sem illa hefur orðið fyrir barðinu á niðurskurðinum. í fyrra var sparað eins mikið og hægt var án þess að raska kennslufyrir- komulagi verulega en nú, þegar spara á meira, hefur sú leið verið gengin á enda. Næsta skref er niðurfelling námskeiða og jafnvel námsbrauta, fækkun kennara og þar með fjölgun stúdenta sem sækja hvern fyrirlestur úr 25 í 100 sums staðar, minni þjónusta og aðstoð og minnkuð samskipti við erienda háskóla. Það ætti að vera auðvelt að sjá að þetta hefur í för með sér lélegri kennslu, stöðnun og einangrun. Er Háskólinn of dýr í rekstri? Þegar tekið er svona hart á Háskóla íslands er eðlilegt að fólk spyrji sig: Er HÍ svo dýr í rekstri að hann sé ríkinu þessi mikli baggi? Svarið við því er afdráttar- laust neitandi. Háskóli Islands er „ódýrasti" háskóli á öllum Norður- löndunum og „ódýrari" en aðrir skólar á háskólastigi hérlendis. Meðalkostnaður við hvern stúdent við HI er meira en helmingi lægri en í öðrum háskólum á Norður- löndum. Fjárframlög til HÍ hafa ekki hækkað að raungildi í 4 ár, eða síðan 1988. Á sama tíma hef- ur stúdentum við skólann fjölgað um 1.000. í haust var í fyrsta skipti beitt þeirri aðferð að hækka skólagjöld stúdenta til að brúa bilið milli fjárþarfar og fjárfram- lags. Þó 22.350 kr. sé kannski ekki há upphæð getur hún orðið » mörgum, sem ekki hafa úr miklu að spila, stór biti að kyngja. Háskólinn hornreka í fyrirgreiðsluþjóðfélagi Það er enginn nýr sannleikur að fyrirgreiðsla við einstaka hópa, fyrirtæki, atvinnugreinar eða byggðarlög er drifkrafturinn bak við flestar gerðir stjórnvalda frek- ar en hagur heildarinnar. Þing- menn eru reknir áfram af þeim sem studdu þá á þing og vilja nú fá eitthvað fyrir snúð sinn. Þetta er hvað augljósast í málefnum landbúnaðar og Sjávarútvegs. Há- skóli íslands er svo óheppinn að tilheyra engu sérstöku kjördæmi, því þó hann sé staðsettur í Reykja- vík heitir hann ekki Háskóli Reykjavíkur og þingmenn borgar- innar hafa því ekki sýnt honum neina hollustu umfram aðra. Há- skólinn á sér því fáa málsvara á Alþingi, þrátt fyrir að meirihluti þingmanna hafi sótt þangað Elsa B. Valsdóttir „Þegar tekið er svona hart á Háskóla ísiands er eðlilegt að fólk spyrji sig: Er HI svo dýr í rekstri að hann sé rík- inu þessi mikli baggi? Svarið við því er af- dráttarlaust neitandi. Háskóli Islands er „ódýrasti" háskóli á öll- um Norðurlöndunum.“ menntun sína, og er að því leyti hornreka í því fyrirgreiðsluþjóðfé- lagi sem við lifum í. Að éta útsæðið Það þætti ekki hygginn bóndi sem að vori æti útsæði sitt í stað þess að sá og uppskera enn ríku- legar að hausti. Þó erfitt sé að mæla verðmæti góðrar menntun- ar í krónum og aurum hlýtur að vera augljóst að þjóð sem býr að góðri menntun er betur í stakk búin til að takast á við þau vanda- mál sem upp koma og keppa við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli. Við viljum gjarnan vera í þeirri stöðu að geta borið okkur saman við aðra kinnroðalaust og kynda undir þjóðarstoltinu með tilhugs- uninni um hina fróðu, víðlesnu og vel menntuðu íslendinga. Það er hætt við að slíkar hugsanir verði fljótt draumórar einir ef svo fer fram sem horfir. Undirstaðan í menntalífi hverrar þjóðar er sterk- ur háskóli sem er vettvangur rannsókna og gagnrýninnar og skapandi hugsunar. Við skulum því ekki borða allt okkar útsæði í tímabundnum þrengingum held- ur sá og uppskera í framtíðinni sterkan Háskóla og betur mennt- aða einstaklinga. Stöndum ekki aðgerðarlaus hjá meðan sultarólin breytist í hengingaról. Nánari upplýsingar um stað og stund veita viðkomandi kennarar. Ertu komin í klúbbinn? L Síniinn er (91) 688 300 Höfundur situr í stúdcnturáði HI fyrir Vöku. Vaskhugi Vaskhugi er nú meðal fullkomnustu bókhaldsforrita hér á landi og hvað verð og einfaldleika snertir á það sennilega engan jafningja. Vaskhugi er einni kynslóð á undan öðrum bókhaldsforrritum. Munurinn á Vaskhuga og gömlu hefðbundnu forritunum er álíka mikill og á sjálfskiptum og beinskiptum bíl. Verð á Vaskhuga er aðeins kr. 48.000, sem er svipað og ein vinnslueining kostar eldri kerfum. Vertu velkominn að skoða forritið eða hringdu í okkur og við sendum bækling um hæl. ^pváskhugi hf. S 682680 Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.