Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
Norræn umferðareftirlitsvika um land allt
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
6.000 afmælisgestir
Verksmiðjan Vífilfell hélt upp á 50 ára afmæli Coca Cola á íslandi
sl. föstudag með tónleikum í verksmiðju fyrirtækisins á Stuðlahálsi.
Þar komu saman ríflega 6.000 ungmenni og hlýddu á leik Bubba
Morthens, Síðan skein sól, Sálarinnar hans Jóns míns, Todmobile o.fl.
Aðstandendur sögðust himinlifandi eftir tónleikana, en þó mannmergð-
in væri meiri en búist var við meiddust aðeins tveir lítillega, en um
200 manns voru við gæslu á staðnum. Fyrirtækið bauð öllum upp á
kók að vild, og einnig fengu þeir pylsur frá Sláturfélagi Suðurlands,
en alls fóru- 3R tonn af kóki (um 3.500 lítrar) og 1.300 pylsur ofan
í tónleikagesti.
Norrænir lögreglu-
menn í vinnu hérlendis
NORRÆN umferðareftirlitsvika
þar sem höfuðáhersla er lögð á
eftirlit með notkun öryggisbelta
og hlífðarhjálma og að stemma
stigu við ölvunarakstri hófst í gær
að frumkvæði norrænu ráðherra-
nefndarinnar. Um allt land stöðv-
uðu lögreglumenn fjölda bíla og
sektuðu ökumenn þeirra ef ástæða
þótti til. Að sögn Sævars Gunnars-
sonar aðalvarðstjóra umferðar-
deildar lögreglunnar í Reykjavík
var einnig lögð áhersla á að ræða
við bif- og reiðhjólamenn sem
ekki notuðu öryggishjálma.
í Reykjavík voru á annað hundrað
bíla stöðvaðir, að sögn Magnúsar
Einarssonar aðstoðaryfírlögrelgu-
þjóns, en í Reykjavík og Hafnarfirði
fengu lögreglumenn til liðs við sig
lögreglumenn frá Svíþjóð og Dan-
mörku í tilefni umferðareftirlits-
vikunnar.
Magnús Einarsson sagði að þeir
sem stöðvaðir voru hefðu tekið lög-
reglumönnunum vel og yfirleitt ekki
BSRB vill þjóðaratkvæða-
greiðslu um EES-samning
Morgunblaðið/Kristinn
Sævar Gunnarsson aðalvarð-
stjóri og Mats Brantzon.
látið sér vaxa í augum að eiga orða-
skipti við hina norrænu lögreglu-
menn.
STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) samþykkti ein-
róma á fundi sínum í gær að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um að-
ild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Bandalagið tekur
ekki afstöðu til EES-samningsins í heild en leggur á það áherzlu „að
í öllum þeim samningum sem við gerum verði kjör og réttindi launa-
fólks í engu rýrð, velferðarkerfið varið og sjálfræði íslendinga yfir
sjávarútvegi og öðrum auðlindum
stjórnarfundarins.
Stjóm BSRB vill vekja athygli á
að margir endar séu lausir varðandi
hugsanlega aðild íslands að EES
og margt þurfi að upplýsa og skýra
frekar. Stjórnin nefnir meðal annars
að margt sé óljóst um afleiðingar
aðildar að EES fyrir íslenzka verka-
lýðshreyfingu og réttindi launafólks
þegar tii lengri tíma sé litið. Þá tel-
ur stjómin að sjávarútvegssamning-
ur íslands og EB verði að liggja
fyrir áður en hægt sé að taka af-
stöðu til EES-samningsins.
„Enda þótt aldrei verið komizt
framhjá öllum óvissuþáttum er ljóst
að þjóðaratkvæðagreiðsla um Evr-
tryggt,“ eins og segir í ályktun
ópskt efnahagssvæði myndi leiða til
meiri og markvissari umræðu um
kosti þess og galla fyrir íslendinga
að eiga aðild að EES,“ segir í álykt-
un stjórnar BSRB. „Röksemdir
þyrfti að ígmnda gaumgæfilegar og
ætla má að þær kæmust betur til
skila jafnt innan þings sem utan.“
Bent er á að þjóðaratkvæðagreiðsla
um Maastricht-samkomulagið í
Danmörku og Frakklandi hafi örvað
umræður í þeim löndum.
„Það hlýtur að teljast mikilvægt
'að niðurstaða í máli af þessari
stærðargráðu sé sannanlega byggð
á yfirlýstum vilja meirihluta þjóðar-
innar. Með þjóðaratkvæðagreiðslu
tæki þjóðin ábyrgð á niðurstöðunni,
á hvorn veginn sem hún yrði, og
fyrir bragðið yrði Evrópuframhaldið
okkur auðveldara, utan eða innan
EES,“ segir í ályktun BSRB.
Islenskur listhönnuður
fær styrk frá Hollandi
ÍSLENSKUM listhönnuði,
Hildigunni Gunnarsdóttur, var
nýlega veittur styrkur úr opin-
berum sjóði í Hollandi sem
nefnist Stichting Fonds voor
Bieldende Kunst, Vormgeving
en Bouwkunst.
Styrkurinn er meðal annars
ætlaður til að auðvelda ungum
listamönnum að skapa sér aðstöðu
til að hefja sjálfstætt starf í sinni
listgrein að afloknu prófi í lista-
skólum þar í landi. Styrkurinn er
ýmist veittur myndlistarmönnum,
listhönnuðum eða arkitektum sem
hafa þótt skara fram úr í námi.
Hildigunnur Gunnarsdóttir
lauk námi í Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands árið 1981 en hélt Hildigunnur Gunnarsdóttir
síðan til náms við listaháskólann
í Arnheim í Hollandi. Þar hóf hún
nám árið 1987 og lauk sérnámi í um háður að honum sé varið til
grafískri hönnun árið 1990. starfsgreinarinnar í þágu lista-
í fréttatilkynningu segir að mannsins og þykir góð viðurkenn-
styrkurinn sé þeim einum skilyrð- ing.
Greinargerð Hannesar Hafstein aðalsamningamanns um EES og stjórnarskrána:
Ekkert íslenzkt vald fram-
selt með EES-samningnum
Yfirlýsingar um stj órnarskrárbr ot eiga því ekki við
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lagði fram á fundi utan-
rikismálanefndar Alþingis í gær greinargerð frá Hannesi Hafstein,
aðalsamningamanni Islands í samningunum um Evrópskt efnahags-
svæði. Hannes kemst þar að þeirri niðurstöðu að með samningsgerð-
inni hafí ekkert af íslenzku ríkisvaldi verið framselt og þar með
eigi yfirlýsingar um að stjómarskráin sé brotin með valdaframsali,
ekki erindi í umræðuna.
Hvað varðar löggjafarvald, segir
Hannes Hafstein að þar hafi ekkert
valdframsal átt sér stað með gerð
EES-samningsins. í samningavið-
ræðunum um EES hafi EFTA-ríkin
hafnað hugmyndum EB um að
færa löggjafarvald EFTA-ríkja á
samningssviðinu til sameiginlegra
stofnana, enda hafi þau flest talið
að slík tilhögun stríddi gegn stjóm-
arskrám þeirra.
Hannes dregur einnig fram nokk-
ur atriði, sem hann telur styðja að
ekkert framsál löggjafarvalds eigi
sér stað með EES. I fyrsta lagi sé
rangt að segja að verið sé að fjötra
íslendinga í reglugerðafargan með
reglum EES. Reglumar tryggi á
hinn bóginn gagnkvæm réttindi ís-
lendinga á öllu efnahagssvæðinu,
sem einhliða aðlögun að reglum EB
hefði ekki veitt þeim. í öðru lagi
sé svið EES-samningsins skýrt og
væntanlega verði ákvörðun Alþing-
is um að taka upp þær reglur, sem
nú liggi fyrir, tekin að vel athuguðu
máli og á fullkomlega stjómskipu-
legan hátt. í þriðja lagi verði nýjar
reglur, sem einkum muni snerta
tæknilega aðlögun og betrumbætur
á þegar ákveðnu samningssviði,
efni til samráðs EFTA og EB á
öllum stigum málsins. Alltaf hafi
verið gengið út frá því að Alþingi
myndi fylgjast með slíku samráði
og fjalla sjálft um mál á undirbún-
ingsstigi, til dæmis með stofnun
eigin þingnefndar og með þátttöku
í sameiginlegri þingmannanefnd
EES. „Endanlegri niðurstöðu eftir
öll þessi samráð innan EES getur
Alþingi hins vegar ekki breytt ein-
hliða heldur aðeins játað eða neit-
að. Að öðmm kosti fengi það laga-
setningarvald í 18 öðmm sjálfstæð-
um ríkjum og væntanlega dettur
engum í hug að ætlast til þess,“
segir í greinargerð Hannesar.
Varðandi framkvæmdavaldið
segir Hannes Hafstein að þótt eftir-
litsstofnun EFTA eða jafnvel EB
fylgist með að samningsskuldbind-
ingar séu uppfylltar, sé ekki í þvi
fólgið framsal valds af hálfu íslend-
inga. Ríki, sem komi nálægt ein-
hverju alþjóðasamstarfí, taki á sig
skuldbindingar jafnframt því að
öðlast réttindi og það sé fremur
regla en undantekning í slíku sam-
starfi að sameiginlegur aðili fylgist
með því að skuldbindingar séu upp-
fylltar. Hannes nefnir sem dæmi
Alþjóðavinnumálastofnunina og
mannréttindasamninga á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Hannes telur
eftirlit með ríkisstyrkjum og opin-
berum útboðum þjóðréttarlegs eðlis
og ekki fela í sér valdaframsal.
Hannes segir að heimild eftirlits-
stofnunar EFTA til að rannsaka
ætluð brot fyrirtækja eða einstakl-
inga á samkeppnisreglum og
ákveða viðurlög við þeim, feli ekki
í sér framsal á valdi. Mjög ólíklegt
sé að íslenzk fyrirtæki geti, smæðar
sinnar vegna, fallið undir sam-
keppnisreglur EES. Hann leggur
áherzlu á að fyrirtæki eða einstakl-
ingur komi aldrei undir lögsögu
stofnana EFTA eða EB nema hafa
sjálft nýtt sér umsamin réttindi til
viðskipta á mörkuðum Vestur-Evr-
ópu samkvæmt EES-samningnum.
Nýting slíkra réttinda feli í sér að
fyrirtæki geti orðið að þola athugun
eða sæta sektum. Hannes bendir á
að eins og nú hátti til, geti fyrir-
tæki bakað sér ábyrgð bæði á ís-
landi og þeim mörkuðum, sem það
eigi viðskipti við. Samkvæmt EES-
samningnum beri það hins vegar
aðeins ábyrgð gagnvart einum aðila
og að því leyti sé samningurinn
réttarbót fyrirtækja. „Hljóti is-
lenzkt fyrirtæki (eða einstaklingur)
sekt hjá einhverri þeirra stofnana,
sem EES-samningurinn fjallar um,
hefur slíkt sektarvald yfirleitt ekki
verið til staðar hjá íslenzkum stjórn-
völdum og því er ekkert framselt,"
segir Hannes Hafstein.
í umfjöllun sinni um dómstól
EFTA segir Hannes að hvað varðar
það hlutverk dómstólsins að úr-
skurða um störf eftirlitsstofnunar
EFTA snúi það annars vegar að
því að fylgjast með að þjóðréttar-
skuldbindingar aðildarríkja séu
framkvæmdar og sé þar ekkert ís-
lenzkt vald framselt. Hins vegar sé
dómstólnum ætlað að veita rétt-
arvernd þeim aðilum, sem komi
undir eftirlitsstofnunina á sviði
samkeppnisreglna á efnahagssvæð-
inu, fyrst og fremst' fjöiþjóðafyrir-
tækjum og öðrum stórfyrirtækjum,
því að þar sé um að ræða fjölþjóð-
legt varnarþing og eigi því enginn
landsdómstóll í reynd skýra lögsögu
um málið. „Af því leiðir líka að
ekkert vald íslenzkra dómstóla er
þar framselt," segir Hannes.
Varðandi dómstól Evrópubanda-
lagsins segir Hannes að hann muni
engin völd fá um íslenzk málefni
eða mál EFTA-ríkja yfírleitt. Hins
vegar geti athæfí fyrirtækis í
EFTA-ríki verið þess eðlis í ríkjum
EB að reglur bandalagsins séu
brotnar. Dómstóllinn taki nú þegar
slík mál fyrir og ákveði sektir sam-
kvæmt reglum bandalagsins. Breyt-
ingin, sem verði með EES, sé sú
að samstarf verði milli eftirlits-
stofnunar EFTA og framkvæmda-
stjórnar EB um rannsókn mála, sem
hafi markaðstruflandi áhrif. „Slík
gagnkvæm aðstoð er ekkert ný-
næmi í íslenzku réttarfari og sýnist
enn sjálfsagðari en ella vegna þess
að úrkurðað verður, eða dæmt, eft-
ir efnislega nákvæmlega sömu lög-
um hvort heldur er í EFTA-ríki eða
EB og málefnið varðar brot eða tjón
sem aldrei er séríslenzkt og líklega
oftast alls ekki íslenzkt,“ segir
Hannes.
Hann sgir að ekkert geti knúið
íslenzka dómstóla til að fara eftir
dómum EB-dómstólsins við túlkun
ákvæða í EES-samningnum. Hins
vegar sé það réttaröryggi, sem af
því hljótist, augljóst. Hannes skýrir
frá því að útdráttur úr helztu dóm-
um, sem um sé að ræða, verði fljót-
lega birtur á íslenzku. Hann minnir
á að því hafi þegar verið lýst yfir
af íslands hálfu að ekki verði beðið
um forúrskurði frá EB-dómstóln-
um, enda væri slíkt andstætt stjórn-
arskránni. Ekki sé því frekar orðum
eyðandi á bókun um forúrskurði í
EES-samningnum.
Aðalsamningamaður íslands seg-
ir að EES-samningurinn skerði ekki
samningsgetu íslenzka ríkisins»
gagnvart einu ríki eða stofnun, sem
ekki sé aðili að samningnum. „Allar
fullyrðingar um annað eru rangar
og hljóta að byggjast á misskilningi
við lestur samningsins fremur en
viljandi rangfærslum," segir hann.
Hannes Hafstein segir í lokaorð-
um greinargerðar sinnar að þótt
önnur EFTA-ríki gangi í Evrópu-
bandalagið haldi EES-samningur-
inn gildi sínu gagnvart íslandi, þótt
ljóst megi vera að stofnanaþáttur
hans verði einfaldaður. „Hitt er líka
ljóst, að með inngöngu annarra
EFTA-ríkja í Evrópubandalagið líð-
ur EFTA undir lok og þar með
hverfur sá samráðsvettvangur og
sá samningsstyrkur sem við höfum
haft með aðild okkar að EFTA.
Jafnframt munu veigamiklir þættir
norrænnar samvinnu breytast og
flytjast að verulegu leyti inn á vett-
vang Evrópubandalagsins eða
tengjast honum mjög náið,“ segir
Hannes. „Við eigum því ekki val
um aðild að EES eða óbreytt
ástand. Valið stendur um aðild að
EES og þátttöku í samstarfinu þar
eða núverandi ástand áð frádreg-
inni aðild að EFTA og verulegum
hluta norræns samstarfs."