Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 19 flokkum, hugmyndakerfum og öllu því sem reynir að draga fólk í dilka. Umfram allt reyni ég að halda sjálfstæði, þó í þeirri von að þessi einstrengingsháttur höfði til einhverra hópa sem skilji hvað ég er að fara. Takist mér að vinna ástir þriggja lesenda, er það mikil- vægara en að tilheyra einhverri fjöldahreyfingu eða vinna sigur á ólympíuleikunum. Til skamms tíma ríkti sú tilhneiging hjá lista- mönnum að skipa sér undir eina stefnu og fara sömu leið og hinir. Einkenni samtíðarinnar eru að menn fara eigin leiðir á eigin for- sendum, hver svo sem ávinning- urinn verður. Ég er mjög ánægður með að skrifa skáldskap í aldar- lok, því nú á tímum er engin fyrir- mynd eða flokkslína við lýði, og það er stærsti kostur samtímans. Einn af „ókostum" lýðræðisins er að menn geta gert það sem þeir vilja! Sérstaklega er spennandi fyrir listamann að virka öfugt við sjónvarpið sem gengur út á að geðjast fólki og klappa því á bak- ið. Mér finnst spennandi sem skáldsagnahöfundur að lauma inn í þetta viðtekna, listræna form ákveðnum eigindum sem koma á óvart og ganga í berhögg við væntingar manna, vera jafnvel ósvífinn eða hneyksla lesendur. Og ég er alltáf jafn hissa á þeirri staðreynd, að því minna sem ég vil geðjast fólki, því betur seljast ' verk mín. Ég er sannfærður um að þetta sé engin tilviljun. Fólk er orðið leitt á öllum þeim sem vilja sleikja sig upp við það og sækist eftir að láta misbjóða sér á einhvern hátt. Annað hvort er maður lifandi og nýtur góðra lista, ellegar dauður og heldur þá áfram að horfa á sjónvarpið." Sindri Bókmennta- hátíð 1992 DAGSKRÁ Þriðjudagnr 15. september Norræna húsið kl. 12.30: Hádegisrabb. Ungverski rit- höfundurinn Péter Esterházy segir frá bókmenntum heima- landsins. Erindið flutt með túlkun á íslensku eftir þörfum. Norræna húsið kj. 14.00: Pallborðsumræður. Ár mod- ernismen död eller klassisk? Þáttakendur eru Katarina Frostenson, Roy Jacobsen, Olli Jalonen, Klaus Rifbjerg og Steinunn Sigurðardóttir. Umræðum stýrir Árni Sigur- jónsson. Ráðhús Reykjavíkur kl. 20.30: Rithöfundakynning. John Balaban, Jon Fosse, Olli Jalonen, Pascal Quignard og Ingibjörg Haraldsdóttir kynna verk sín og lesa upp. Einnig verða lesnar íslenskar þýðing- ar á efni eftir erlendu höfund- ana. A Rtney Bowes Company Gæðatækl til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar. Falleg hönnun. Vandaðar upptökur. Umboö á íslandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 ■ ■ - ■ ; ■ i 1600cc «16 ventla • Bein innspýting • 95 hestöfl KOSTflR STAÐGREIDD, KOMIN Á GÖTUNA FRfl: r atViu#1 Feroza e'9e^-ð ekna TöKuro QO a, verð' r^aUPP'a9______________ peroza BRIMBORG FAXAFENI8 • SIMI91 - 68 58 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.