Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 29
fyrir því að skattlagning minnki
þannig að fyrirtækin geti skilað
hagnaði. Verslunarráð hefur jafnan
haft þá stefnu að tekjuskattur eigi
að vera sem lægstur en skattstofn-
inn frekar breiðari. Skattlagning á
kostnaðarþætti atvinnurekstrarins
á að vera þannig að.hún sé ekki
hamlandi á framfarir og hefur að-
stöðugjaldið til dæmis verið okkur
þyrnir í augum. Við beijumst gegn
öllu sem gerir atvinnulíf okkar verr
í stakk búið til að keppa við erlenda
aðila.
Fjárfestingar í fyrirtækin þurfa
annað hvort að koma frá erlendum
eða innlendum aðilum. Við þurfum
að gera átak í að fá erlendar fyár-
festingar inn í landið, bæði með því
að huga að starfsskilyrðum og ekki
síður að gera beint átak í að ná
fjárfestingum til landsins með
nokkurs konar sölumennsku. Sölu-
mennskan á ekki einungis að felast
í að selja framleiðslu útfiutningsað-
ila heldur á einnig að selja landið
sjálft sem tækifæri fyrir fyrirtæki
að koma hingað og byggja upp sína
starfsemi. Atvinnulíf alls staðar í
heiminum er að verða svo alþjóð-
iegt. Ef íslendingar ætla sér að
vera í fremstu röð varðandi lífskjör
verðum við að komast inn í hringiðu
alþjóða viðskiptalífins.
Verslunarráðið hefur verið í far-
arbroddi í að hvetja til aukinnar
fjárfestingar innlendra aðila, bæði
lífeyrissjóða og einstaklinga og að
vinna að breytingum á okkar hluta-
bréfamarkaði. Nauðsynlegt er að
gera fjárfestingarnar meira aðlað-
andi og almenningur sé hvattur til
fjárfestinga t.d. með frekari þróun
á skattalegum ívilnunum."
í tilefni af 75 ára afmælinu munu
Verslunarráðsmenn gera sér daga-
mun á sérstakri afmælishátið sem
haldin verður á Hótel Sögu föstu-
dagskvöldið 18 september. „Þá hef-
ur allt þetta ár staðið yfir kynning-
arátak á Verslunarráði þar sem
fjölda aðila utan og innan ráðsins
hefur verið boðið á sérstaka fundi
þar sem starfsemi þess hefur verið
kynnt og rædd. Þetta átak hefur
þegar skilað sér í fjölgun félaga og
á eftir að efla Verslunarráð enn
frekar,“ segir Vilhjálmur Egilsson
framkvæmdastjóri Verslunarráðs
íslands.
ÁHB
Flug
Farþegum
fjölgar í
Evrópu
Á FYRRI hluta þessa árs
urðu flugfarþegar innan
Evrópu í fyrsta sinni fleiri
en þeir hafa verið frá því
að Persaflóadeilan hófst.
Mikil fjölgun farþega til
Miðausturlanda og stöðug
fjölgun farþega til Suður-
Ameríku varð til þess að far-
þegar á fyrri hluta ársins eru
nú 18% fleiri en á sama tíma
í fyrra, og 5% fleiri en á fyrri
hluta 1990.
Hins vegar er fjjöldi farþega
á áætlunarleiðum innan Evr-
ópu til Afríku og Austurlanda
Qær svipaður og á fyrri hluta
1990.
Samtök evrópskra flugfé-
laga telja þó að draga muni
úr fjölgun farþega á seinni
hluta ársins, og spá þá fjölgun
upp á 7,5% miðað við sama
tímabil í fyrra.
Að sögn samtakanna var
meðalsætanýting 63,1% hjá
flugfélögum innan samtak-
anna, og er það aukning um
1,5% frá fyrra ári. Búist er
við að farþegum innan Evrópu
fjölgi um 6% á næsta ári í
kjölfar skánandi efnahags-
ástands í Evrópu.
■i)pi TiHi'."f huoaiiutniM'1 lUIIMHIVTA^IT^'ilcQIV
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 15.
SEPTEMBER 1992
29
fa-tsgs: I5H8P3S
JTl
Nýtt símanúmer og faxnúmer TNT á íslandi
Sími: 637300
Fax: 637309
N
Express Worldwide
Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík
Sími: 637300, Fax:637309.
Q
O
co
<
o
co
Láftu þér ekki
duga minna!
HYUNDAI Super 386DL
Intel 80386DX 33MHz
4MB vinnsluminni (stækkanl. í 32MB)
SuperVGA 14" lággeisla litaskjár
52MB harður diskur
3,5" disklingadrif, 1,44MB
Eitt hliðtengi, eitt raðtengi og
músatengi
Windows 3.1 og mús
MHz
129.900.-
MHz
98.900.-
HYUNDAI Super 386SL
Intel 80386SX 20MHz
2MB vinnsluminni (stækkanl. i 8MB)
SuperVGA 14" lággeisla litaskjár
52MB harður diskur
3,5" disklingadrif, 1,44MB
Eitt hliðtengi, eitt raðtengi og
músatengi
Windows 3.1 og mús
Skólapakki 1
HYUNDAI Super 386SL Kr. 98.900,-
JustWrite ritvinnsla fyrir Windows..Kr. 14.000,-
Hyundai HDP-930,
9 nála prentari með kapli Kr. 15.900.-
Tölvuborð Kr. 8.200.-
Pakkaverð samtals Kr. 137.000.-
Skólapakki 2
HYUNDAI Super 386DL Kr. 129.900,-
JustWrite ritvinnsla fyrir Windows..Kr. 14.000,-
Hyundai HDP-930,
9 nála prentari með kapli Kr. 15.900,-
Tölvuborð Kr. 8.200,-
Pakkaverð samtals Kr. 168.000.-
Verð mi&a& viS staðgrei&slu.
Greiðslukjör:
VISA-'og EURORAÐGREIÐSLUR
GREIÐ'SLUSAMNINGUR GLITNIS
Sí Tækni val
SKEIFAN 17 - TP (91) 681665, FAX: (91) 680664