Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 Slátur- og heildsölu- kostnaður lækkar Kostnaður á hvert/hvem VAR kr. VERÐUR NÚ kr. Kg. 150,93 141,39 Meðaldilk 2.188,49 2.050,16 Meðalbú 875.394,00 820.062,00 (400 kindui) Slátur- og heildsölukostnaður lækkar Kostuaður 820 þús. krónur á meðalbú Nýr slökkvibúnaður um borð í varðskipum Byssurnar draga 45-50 metra NYJAR stórvirkar slökkvidælur og slökkvibyssur hafa verið settar upp í varðskipin Tý og Ægi auk reyklosunarblásara. Er slökkvibún- aður um borð í varðskipum í mjög góðu horfi, að mati Landhelgis- gæslunnar og getur nýst við slökkvistörf í landi ekki siður en á sjó. Þá hefur verið komið fyrir bensínrafstöðvum í skipunum sem hægt er að flytja um borð í önnur skip eða í land ef á þarf að halda. Björgunar- og öryggisbúnaður varðskipa Landhelgisgæslunnar var kynntur í gær fyrir fréttamönn- um en búnaðurinn á að bæta mjög möguleika til slökkvistarfa á sjó og laijdi. Nú er um borð í varðskip- unum slökkvidæla sem getur dælt allt að 2.200 lítrum af vatni á mín- útu. Dælan er tengd við sérstakt lagnakerfi óháð slökkvikerfi skip- anna en hægt er að tengja saman þessi tvö kerfí og aukast þá afköst- ' in um 1.500 lítra á mínútu. Sjálf- stæða kerfið er búið tveimur slökkvibyssum með 45-50 metra kastlengd. Á kerfinu er froðUblönd- unartæki sem afkastar 2.000 lítr- um á mínútu. Að auki er færanleg slökkidæla um borð í skipunum sem getur afkastað 1.600 lítrum á mín- útu og sjö aðrar minni dælur. Þá eru tvær rafstöðvar um borð, önnur 4,5 kw og hin 1,8 kw og sterkir ljóskastarar til notkunar þar sem engin lýsing er fyrir. Einnig er reyklosunarblásari og 5 reykköf- unartæki. „Nú má segja að búnaður til slökkvi- og björgunarstarfa sé kominn í mjög gott horf hjá Land- helgisgæslunni. Þetta getur komið sér vel fyrir staði út á landi, ekki síður en fiskiskip, því slökkvibyss- urnar draga til dæmis. það langt að hægt er að skjóta sjó frá bryggju langt upp á land,“ sagði Helgi Hallvarðsson skipherra hjá Land- helgisgæslunni. í dag Fischer á sigurbraut? Margeir Pétursson skrifar um skúkir helgarinnar 34 Sögulok Njálu Bréf til blaðsins frá Einari Pálssyni 44 íslenzkur fjárhundur beztur Fróði frá Götu kjörinn bezti hundur hundaræktarsýningarinnar í Laug- ardalshöll 47 Leiðari ísland, EB og EES 24 Slökkvibyssurnar reyndar um borð í varðskipinu Tý. Morgunblaðið/Ámi Sæberg íþróttir ► Tvíburamir, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, frá Akranesi með boð frá Feyenoord og Stutt- gart. KR náði Evrópusæti en ÍÍA og Brciðablik féllu í 2. deild. Blönduós Verkfalli frestað um viku VERKFALLI Verkalýðsfélags Austur-Húnavatnssýslu á Blöndu- ósi, sem hefjast átti í gær, hefur verið frestað um viku. Verkalýðs- félagið, sem felldi almenna kjara- samninga í atkvæðagreiðslu í vor, hefur náð samningum við sam- vinnufélögin á staðnum en ósamið er við nokkur fyrirtæki innan Vinnuveitendasambandsins. Að sögn Valdimars Guðmannsson- ar, formanns verkalýðsfélagsins, fel- ur samningurinn við samvinnufélögin í sér að kannað verði hvort hægt verði að koma á kaupaukakerfi. Hafí slíku launakerfi ekki verið kom- ið á fyrir 1. maí á næsta ári fá félags- menn 5.000 króna eingreiðslu. Valdimar segir að þegar hafi verið samið við hóp vinnuveitenda á Blönduósi um maíuppbót. Sum fyrir- tæki hafí hins vegar lagt áherzlu á, að VSÍ semji fyrir þeirra hönd. Stærstu fyrirtækin í þeim. hópi eru brauðgerðin Krútt og fískiðjan Sæ- rún. VSÍ hefur ekki viljáð semja um neitt umfram almenna kjarasamn- inga. Valdimar segir að málið sé því í hnút en ástæða hafi þótt til að fresta verkfallinu er samdist við samvinnu- félögin. Boðað hefur verið til samn- ingafundar hjá ríkissáttasemjara næstkomandi fímmtudag. ar ær, 820.062 krónum miðað við 875.394 kr. í fyrra og er því um 6,3% lækkun að ræða. Georg Ólafsson, formaður fimm- mannanefndar sem ákvarðar sláturkostnaðinn, segir að með lækkuninni og lækkuðu grund- vallarverði til bænda sé verið að mæta minni niðurgreiðslum úr ríkissjóði og kostnaðarhækk- un í þeim tilgangi að halda smá- söluverði niðri. Georg sagði að hlutur sláturleyf- ishafa lækkaði um 3% og svokallað verðjöfnunargjald lækkaði um 5 krónur, úr 12 krónum í 7 krónur. Verðjöfnunargjaldið er m.a. ætlað til úreldingar sláturhúsa og flutn- ingskostnaðar. Eftir verðlækkunina er slátur- og heildsölukostnaður 134,39 kr. fyrir kg af kindakjöti og verð- jöfnunargjald 7 kr. Kostnaðurinn við hvern meðaldilk (14,5 kg) er því 2.050 kr. og kostnaður hvers vísitölubús 820.062 kr. Fyrir lækkunina var slátur- og heildsölu- kostnaður 146,59 kr og verðjöfn- unargjald 12 kr. Ekki var inni í upphæðinni kostnaður við gærur sem er 7,66 kr og var því-kostnað- urinn 150,93 kr. á hvert kg ef miðað er við að hann sé sambæri- legur kostnaði eftir lækkunina. Þannig var kostnaðurinn við hvem meðaldilk 2.188 kr. og fyrir með- albú 875.394 kr. fyrir lækkunina. Tilgangur lækkaðs slátur- og heildsölukostnaðar er að halda verði til neytenda óbreyttu þrátt fyrir lækkun niðurgreiðslna úr rík- issjóði og nokkra hækkun rekstrar- kostnaðar. Grundvallarverð sauð- fjárafurða til bænda lækkar hins vegar um 1% eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á laugardag. Nautakjötsverð til bænda lækkar úm 13%. Breytingar á gengí ítölsku lírunnar og annarra Evrópugjaldmiðla Meðalgengi krónunnar tekur ekki breytingum SLÁTUR- og heildsölukostnaður kindakjöts lækkar um 6-7% samtals samkvæmt ákvörðun flmmmannanefndar á föstudag. Eftir lækkunin nemur slátur- og heildsölukostnaður ásamt verð- jöfnunargjaldi á meðalbú, það er bónda með 400 vetrarfóðrað- - segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri ÁHRIF breytinga á gengi Evr- ópugjaldmiðla, sérstaklega ítölsku lírunnar, eru ekki mikil hér á landi, að sögn Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra. „Þetta hefur þýtt það í morgun að dollar hefur styrkst talsvert gagnvart krónunni, en hann hefur hækkað um 3% og á móti hefur orðið örlítil veiking á Evrópumyntunum, og þá fyrst og fremst lírunni,“ sagði Jó- hannes í samtali við Morgun- blaðið í gær. Líran lækkaði um rúm 5% gagn- vart íslenskri krónu í gærmorgun, samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans, en líran féll um 7% innan evrópska gjaldeyrissamstarfsins. Aðrar Evrópumyntir laekkuðu ör- lítið, þar á meðal lækkaði sam- eiginlega evrópumyntin ECU um innan við 1% en dollar hækkaði um rúm 3% og var jafngildi 54,88 króna í gær. Jóhannes sagði að þessar breyt- ingar hefðu engin áhrif á meðal- gengið hér á landi, því það væri fast. „Maður er að vonast til þess að aðaláhrif þessa verði þau að gjaldeyrismarkaðirnir róist heldur og meiri stöðugleiki komist á en verið hefur undanfarið. Þar horfa menn til ^pressunnar sem verið hefur á gjaldmiðlum Norðurland- anna og vonast til þess að úr henni dragi, og jafnvel á breska pundinu einnig,“ sagði Jóhannes. Seðlabankastjóri sagði að þess- ar breytingar kæmu vart til með að hafa merkjanleg áhrif á inn- og útflutning íslendinga. Dollarinn hefði að undanfömu sveiflast upp og niður og skráning hans nú væri ósköp svipuð og hefði verið á miðju sumri. „Aðalmarkmiðið með þessum breytingum er náttúr- lega að reyna að draga úr þessari miklu spennu sem verið hefur milli gjaldmiðla innan EMS (evrópska gengissamstarfsins). Þar var líran orðin mesta vandamálið, en áhrif hennar voru farin að smita út frá sér, sérstaklega á Norðurlöndum, og því binda menn vonir við að þessar breytingar verði til þess að draga einnig úr spennu þar.“ Sölusamband íslenska fiskfram- leiðenda selur mikið af saltfiski til Ítalíu en að sögn Sigurðar Har- aldssonar framkvæmdastjóra SÍF er greitt fyrir í ECU á Ítalíumark- aði, eins og á flestum öðrum mörk- uðum. Sigurður sagði ekki ljóst hvaða áhrif gengisbreytingarnar hefðu gagnvart SIF, en í gær var verið að leggja mat á það. Gengisfelling lírunnar hefur engin áhrif á verð sumarleyfis- ferða til Ítalíu, að sögn Helga Daníelssoriar hjá Samvinnuferð- um-Landsýn. Helgi sagði að kostn- aður ferðaskrifstofa við slíkar ferðir væru að hluta í dollurum og að hluta í lírum, og gengis- hækkun dollars vegi á móti lækk- un lírunnar. Hins vegar verða inn- kaup á Ítalíu hagstæðari eftir gengisfellinguna. Aðspurður hvort vaxtalækkunin í Þýskalandi kæmi til með að hafa áhrif inn á vaxtamarkaðinn hér, sagði Jóhannes Nordal: „Ekki er það nú beint, en það er kannski spurning um það hvort þessi vaxtalækkun er fyrirboði þess að vextir fari að síga niður á við aft- ur í Evrópu. Það er vonandi að það gerist. Smám saman mun þetta hafa áhrif bæði hér og ann- ars staðar, svo fremi sem þessi vaxtalækkun heldur.“ Skólar/ námskeið í Morgunblaðinu í dag, á bls. 32, birtist í fyrsta sk’ipti ný tegund raðauglýsinga undir heitinu Skólar/ námskeið. í dag eru þar auglýsingar undir flokkunum myndmennt, starfs- nám, stjórnun, tómstundir, tón- list, tungumál, tölvur og ýmis- legt. Fyrst um sinn verða þess- ar auglýsingar í blaðinu á þriðjudögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.