Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
Verslunarráð
Baristfyrir viðskipta-
frelsi í 75 ár
Rætt við Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Verslunarráðs íslands
VERSLUNARRÁÐ íslands (VÍ) var stofnað þann 17. september 1917
og verður ráðið 75 ára nk. fimmtudag. í ráðinu er nú um 370 fyrir-
tæki úr öllum greinum atvinnulífsins. Frá upphafi hefur Verslunar-
ráð barist fyrir frelsi í viðskiptum og í kjölfarið hefur ýmislegt
breyst í viðskiptalífinu hérlendis fyrir tilstuðlan og með þátttöku
VI. Ráðið hefur t.d. rekið upplýsingaskrifstofu um málefni viðskipta-
lífins, verið ábyrgðaraðili Verslunarskóla Islands, haldið viðskipta-
þing um málefni sem ofarlega eru hverju sinni, gefið umsagnir um
lagafrumvörp og tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi verslunarráða.
Núverandi framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands er Vilhjálmur
Egilsson og segir hann margt vera á döfinni. Samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið og umræða um hugsanlega aðild að Evr-
ópubandalaginu munu verða ofarlega í huga félagsmanna ráðsins
komandi mánuði og næsta viðskiptaþing VI mun fjalla um það mál.
Vilhjálmur segir þau auknu viðskipti á milli landa, sem við nú stönd-
um frammi fyrir, vera ánægjuleg og í samræmi við þau baráttumál
sem ráðið hafi alla tíð lagt áherslu á. Alltaf megi þó gera betur og
enn séu alvarlegar takmarkanir á viðskiptafrelsi hér á landi sem
þurfi að koma í veg fyrir.
„Verslunarráð íslands var stofn-
að árið 1917 þegar fyrri heimsstyrj-
öldin var í fullum gangi. Þá voru
siglingar til landsins hálf tepptar
og mikil höft á viðskiptum. Verslun-
arráðið var þá gagngert stofnað til
að Iétta af þessum hömlum. Rauði
þráðurinn í starfsemi ráðsins hefur
alla tíð verið að vinna að frelsi í
viðskiptum." Vilhjálmur segir
Verslunarráð hafa unnið ötullega á
mörgum sviðum viðskiptalífsins og
áorkað ýmsu. „Verslunarráð hefur
verið í fararbroddi í baráttu fyrir
auknu atvinnufrelsi og þar hafa
orðið stórkostlegar breytingar. Fyr-
ir 15 árum voru til dæmis gífurleg-
ar hömlur á gjaldeyrisviðskiptum
og nefna má að stórir útflytjendur
voru dæmdir í sektir fyrir að eyða
of miklu í fríum sínum erlendis. Þær
breytingar sem hafa gerst á þessu
sviði eru meðal annars fyrir áorkan
og baráttu Verslunarráðs.“
Barist gegn sköttum og fyrir
umbótum
Vilhjálmur segir Verslunarráð
hafa barist fyrir því að verðlags-
höft séu afnumin og að frelsi ríki
í verðlagningu. „Nú má segja að á
því sviði séu að gerast lokabreyting-
ar þar sem nú eiga lög um verðlag
að vikja fyrir lögum um sam-
keppni, en það er mikil viðurkenn-
ing á því baráttumáli VI að létta
af verðlagshöftum. Einnig hefur
VI barist gegn auknum sköttum,
en ríkið hefur verið að þenjast út
og tekið æ meira til sín. Jöfnunar-
gjald er t.d. nú að leggjast niður
en VÍ hafði mjög hvatt til þess.
Þegar breytingarnar urðu frá sölu-
skatti yfir í virðisaukaskatt var
Verslunarráð búið að leggja áherslu
á slíkar breytingar lengi. Auk þess
hefur ráðið barist fyrir breyttum
tekjuskatti á viðskiptalífíð og á
móti skatti á skrifstofu- og verslun-
arhúsnæði. En svo virðist sem sá
skattur falli ekki niður fyrr en með
samræmdri skattlagningu eigna-
og eignatekna. Ráðið hefur almennt
þá stefnu í skattamálum að sömu
reglur eigi að gilda fyrir alla, það
á ekki að taka eina atvinnugrein
út og skattleggja hana umfram
aðrar.“
Vilhjálmur segir íslenska verslun
standa í æ meiri samkeppni erlend-
is frá með auknum ferðalögum al-
mennings en Verslunarráð hafí beitt
sér fyrir því að íslensk verslun sé
ekki gerð ósamkeppnisfær með
háum sköttum. Því þufí að gæta
Vilhjálmur Egilsson
þess að gjaldtaka fyrir vörur, sem
viðkvæmastar eru fyrir þessarari
samkeppni, sé ekki það óhófleg að
íslensk verslun eigi sér enga von. í
því sambandi á Vilhjálmur sérstak-
lega við háa tolla og vörugjöld.
„Verslunarráð sinnir einnig mik-
illi upplýsingastarfsemi og við svör-
um þúsundum bréfa árlega um við-
skipti við landið. Erlendir aðiliar eru
þá t.d. að spyrja um markaðinn og
möguleika til að flytja inn ákveðnar
vörur. Þessum spurningum reynum
við öllum að svara endurgjaldslaust
eftir bestu getu og afar mikilvægt
er að þessu starfí sé sinnt. Þetta
er mjög algengt hlutverk verslunar-
ráða um allan heim.
Þá rekur Verslunarráð sérstaka
upplýsingaskrifstofu sem veitir er-
lendum aðilum upplýsingar um
lánstraust íslenskra fyrirtækja og
útvegar íslenskum fyrirtækjum
sömuleiðis upplýsingar um láns-
traust erlendra viðskiptaaðila."
Sjávarútvegsfyrirtæki þriðja
flokks á hlutabréfamarkaði
Vilhjálmur segir VÍ alltaf hafa
verið leiðandi í umbótum á hvers
konar viðskiptaháttum. „Eitt
stærsta atriðið sem við höfum verið
að vinna að undanfarin ár eru papp-
írslaus viðskipti. Við höfum séð
mikinn árangur af okkar vinnu þar
og nú eru ýmis fyrirtæki að taka
upp slík samskipti. Á næstu 2-3
árum eigum við eftir að sjá algjöra
byltingu í samskiptum milli fyrir-
tækja þar sem þau munu í stóraukn-
um mæli taka upp pappírlaus við-
skipti sín á milli. Þessu fylgja breyt-
ingar á löggjöf um bókhald og virð-
isaukaskatt þar sem þessi aðferð í
viðskiptum er viðurkennd."
Auk framangreindra þátta segir
Vilhjálmur starfsemi Verslunarráðs
vera margvíslega og sífellt komi
upp ný verkefni sem ráðið þarf að
takast á við. Eitt af því sem nú er
í umræðunni hjá VÍ eru takmarkan-
ir þær sem gilda um fjárfestingar
í sjávarútvegsíyrirtækjum. „Við
höfum m.a. sagt að takmarkanir
sem gilda um fjárfestingar erlendra
aðila í sjávarútvegi séu fyrst og
fremst til þess fallnar að skaða sjáv-
arútveginn sjálfan þar sem mörg
íslensk fyrirtæki eru útilokuð frá
þeim fjárfestingum vegna beinnar
eða óbeinnar aðildar erlendra fyrir-
tækja. Með slíkum reglum er sjáv-
arútvegurinn gerður að þriðja
flokks aðila á hlutabréfamarkaði.
Það þarf að opna íjárfestingarnar
miklu meira og ef einhverjar tak-
markanir á að setja verður viðmið-
unin að vera hvað er best fyrir sjáv-
arútveginn."
íslenskt viðskiptalíf búi við
samkeppnisfærar leikreglur
Auk framangreindra þátta sinnir
Verslunarráð hvers kyns milliríkja-
viðskiptum og þ.á.m. hefur VÍ haft
fulltrúa í ráðgjafarnefnd EFTA.
„Einnig höfum við tekið mjög virk-
an þátt í umfjöllun um aðildina að
EES og á næsta viðskiptaþingi
munum við fjalla um það hvort
hvort ísland eigi að gerast aðili að
EB. Nauðsynlegt er að skoða það
frá öllum hliðum og meta kostina
og ókostina.
„Verslunarráð hefur alla tíð lagt
mikla áherslu á að íslenskt atvinnu-
líf búi við sambærilegar leikreglur
í viðskiptum og keppinautarnir, er-
lend fyrirtæki. Það er best fyrir
íslenskt atvinnulíf að vera í farar-
broddi fyrir fijálsræði í viðskiptum
en ekki að vera á eftir. Því hefur
ráðið verið mjög jákvætt í garð EES
þar sem verið er að taka upp sömu
reglur og tíðkast annars staðar.
Þannig styrkjum við atvinnulífið hér
á landi.“ Vilhjálmur segir að á þeim
sviðum, þar sem það sé mögulegt,
sé jafnvel hugsanlegt að ganga enn
lengra í frjálsræðisátt en gert er
með EES.
I náinni framtíð mun Verslunar-
ráð mesta áherslu leggja á framtíð
íslands í Evrópusamstarfínu, stöð-
una innan ESS og hugsanlega aðild
að EB. „Við munum meta það hvort
samstarfið þróast í þá átt að við
óskum eftir aðild að bandalaginu.
Ef við gerum það ekki liggui' ljóst
fyrir að þegar fram líða stundir
þarf að breyta EES fyrirkomulag-
inu yfir í eins konar tvíhliða samn-
ing vegna þess að hinar EFTA þjóð-
irnar munu ganga inn í Evrópu-
bandalagið."
Hagnaður eða aukið hlutafé
nauðsynlegt fyrirtaékjunum
„Á næstunni m'un Verslunarráð
einnig leggja mikla áherslu á að
benda á leiðir til að koma atvinnulíf-
inu aftur á fulla ferð. Lykillinn að
því að atvinnulífið geti tekist á við
frekari verkefni og aukið sína fram-
leiðni er að auka eigin fé fyrirtækj-
anna. Það gerist annað hvort með
hagnaði eða auknu hlutafé. Versl-
unarráð mun þess vegna beijast
„Hvernig nýtist
auglýsingastofan best
í markaðsstarfi
fyrirtækisins?"
Tom Monahan er þekktur fyrirlesari og
kennari. Hann hefur haldið námskeið
(workshop) fyrir Adweek, The Wall Street
Joumal og fjölmörg önnur þekkt fyrirtæki og
stofnanir í Bandaríkjunum.
Bandaríska auglýsingatímaritið ADWEEK
hefur útnefnt Tom Monahan einn af 10 bestu
textahöfundum í Bandaríkjunum. Þá hefur
The Wall Street Journal valið hann í þekkta
auglýsingaherferð sína þar sem færasta
auglýsingafólk Bandaríkjanna setur fram
hugleiðingar sínar um auglýsingastarfið.
Tom Monahan hefur einnig setið í
dómnefndum helstu auglýsingasamkeppna
vestra. Hann starfar að auki sem ritstjóri og
dálkahöfundur við hið þekkta
auglýsingatímarit, Communication Arts.
Fundarstjóri: Hallur Baldursson,
formaður SÍA.
Fyrirlestur haldinn ÍA - sal, Hótel Sögu,
fimmtudaginn 17. september kl. 16.
Fyrirlesari: Tom Monahan frá Bandaríkjunum.
í fyrirlestri sínum mun Tom Monahan fjalla um ofangreint efni,
sem brennur daglega á öllum þeim sem að markaðsmálum vinna.
Hann fjallar um viðhorf sín og sýnir dæmi um samstarf fyrirtækja
og auglýsingastofa við markaðssetningu. Dæmin eru tekin úr
markaðsstarfí fyrirtækja á borð við Apple, Nike, Federal Express,
BMW o.fl. Að loknum fyrirlestrinum gefst gestum tækifæri til að
leggja fram fyrirspumir.
Hér er um afar athyglisvert efni að ræða og er atvinnufólk sem
áhugafólk í greininni hvatt til að mæta.
Miðar á fyrirlestur Tom Monahan eru seldir á
skrifstofu SIA, Háteigsvegi 3.
Verð: 5.000 kr. Pöntunarsími: 629588.
SIA FÍT
H V I T A
H U S I Ð
Samband Félag íslenskra Hvíta Húsið hf.
íslenskra teiknara auglýsingastofa
auglýsingastofa