Morgunblaðið - 03.10.1992, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.10.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 13 Ingrar Jónasson Atli Heimir Sveinsson Sinfóníuhljómsveit íslands Beethoven, Atli Heimir og Sibelius Tónlist Ragnar Björnsson Á leiðinni gegnum anddyri Há- skólabíós, fetaði maður sig gegn um vörusýningu, sýningu sem engin tengsl hafði við þann tónlistarviðburð sem fram átti að fara í tónleikasal hússins. Minnti þetta mann enn einu sinni á hversu brýn nauðsyn okkur er tónlistarhús, hús sem eingöngu er hannað til tónlistarflutnings. Það er að verða okkur til mikils vansa að tónlistin skuli ekki eiga þetta þak yfir höfuðið. Tónlistin biður ekki um stórhýsi, hún biður ekki um skraut- hýsi, það þarf ekki endilega að vera rokdýit, tónlistin biður um smekk- lega byggingu sem hefur möguleika til að skila afrakstri tónskálda og annarra tónlistarmanna óbrenglaðri, í átt við það sem til er ætlast. Á göngunni milli vélahlutanna í and- dyrinu að fatahengjunum, sem orðið hafa að vílq'a í fyrri mynd, fyrir vöru- sýningunum, datt manni í hug sagan um kínverska keisarann sem fyrir- skipaði að grafa tónlistina svo djúpt að engin hætta væri á að hún risi upp aftur. Heyrt hefi ég að Græn- lendingar séu farnir að hyggja að tónlistarhúsi og ef svo er, getum við fallið undir þá gömlu speki sem seg- ir að hinir síðustu verði fyrstir. Tón- leikamir á sviðinu hófust með Pa- storal-sinfóníunni eftir Beethoven. Petri Sakari hefur margoft sýnt að Vínarklassíkeramir em ekki hans heppilegustu viðfangsefni og undir- strikaði hann það enn einu sinni. Fyrsta þátt vantaði alla ró og yfir- vegun, blásaramir náðu ekki að spila hreint, óbóið var t.d. strax óhreint og náði einhvemveginn aldrei að rétta sig af. Mótífin í þættinum ein- hvemveginn keyrð áfram og fengu aldrei að njóta sín, ónákvæmni í innri ritma var of áberandi og vegna þess að músíkin fékk ekki tíma til að anda. Annar þáttur sinfóníunnar er fingurbijótur fyrir marga stjómend- ur. Stjórnandinn verður að þora að slá rólega fjóra í takti og byija ekki á að markera áttundupartana og bremsa þanni gaf eðlilegt flæði lín- unnar. Sakari byijaði einmitt á að markera áttundapartinn og þar með var rennsli lækjarins truflað og við það varð þátturinn of hægur, en virk- aði hraður og órólegur, svo mót- sagnakennt sem þetta nú er. Sveita- dansinn náði heldur engu flugi og „Blitz und Donner" varð maður lítið var við, og því varð sólaruppkoman heldur tilkomulítil. Fyrsti homisti náði meira að segja að klikka á síð- ustu töktunum og hafði ég á tilfinn- ingunni að hljómsveitin hafi lítið fundið fyrir sveitasælunni. Þessi umsögn um flutninginn er mér engin ánægja, en ég nenni ekki að vera óheiðarlegur og vona sannarlega að margir hafi verið mér ósammála og notið flutnings þessa sköpunarund- urs Beethovens. Ég ætla að halda áfram heiðarieikanum og viðurkenna að ég treysti mér ekki til þess að meta að neinu viti víólukonsert Atla Heimis, til þess þyrfti ég að heyra hann miklu oftar, svo hlaðinn er hann af hugmyndum. Erfitt er einn- ig að dæma leik Ingvars Jónassonar því maður gerði meira að sjá hann spila, en heyra, svo þykkur var tón- bálkurinn á bak við hann. En Wagn- er henti það líka að skrifa svo mikið í hljómsveitina að söngvararnir sáust syngja, en heyrðust ekki. Að vlsu ætlaðist hann ekki endilega til þess að þeir kæmu sérstaklega út úr hljómsveitinni, en féllu inn í hana eins og hvert annað hljómsveitar- hljóðfæri. En nú fór sólin að skína. „Kristján konung II“, milliþáttamús- ik, eftir Sibelius er í flestu ólík því sem ég hef heyrt eftir þann snilling. Kannske ekki merkilegasta tónsmíð sem hann hefur látið frá'sér, en full af finnskum trega, sjarma og „genia- liteti" og hér var Sakari á heimaslóð- um, hljómsveitin vaknaði, loftið byij- aði að titra, 13 fyrstu fiðlur spiluðu áberandi vel, sellóin svolítið f áliðuð á móti, og kveikjan að þessum flutn- ingi var Sakari. Barnaleik- sýningar á Vesturlandi Möguleikhúsið er á leikferðalagi með barnasýninguna TVO MOGU- LEG ÆVINTÝRI. Sýningar verða á Akranesi og Borgarnesi á laug- ardag. Leiksýningin er byggð á tveimur sögum úr ævintýrabók Möguleik- hússins og ætluð fyrir þriggja til tíu ára börn. Fyrri sagan segir frá Fríðu fítu- bollu og hreklqusvíni. Fríða lærir um síðir, að til að eignast góðan vin verður hún að hegða sér betur. Grím- ur og galdramaðurinn nefnist seinni sagan. Grímur heldur að það sé allt í lagi að skrópa í skólanum, en galdramaðurinn í skóginum breytir viðhorfum hans. Leikarar eru Alda Arnardóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson í hlut- verki Gríms Bjami Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stefán Sturla Siguijónsson. I Borgamesi er sýnt í félagsmið- stöðinni kl. 14.00. Á Akranesi í Bíó- höllinni kl. 17.00. Báðar sýningar eru í dag, laugardag. I dag er langur laugardagur á Laugavegi Framvegis verður fyrsti laugardagur hvers mánaðar kallaður langur laugardagur hjá okkur á Laugavegi. Þennan fyrsta langa laugardag veráa verslanir vib Laugaveg og Bankastræti opnar til kl. 17.00. Laugavegsleikur í dag á milli kl. 13.00 og 17.00 verÖur þessi myndarlegi bangsi, sem segist heita Bangsi bestaskinn, staddur í sýningarglugga einnar verslunar við Laugaveg eSa Bankastræti. Takið þátt í einföldum leik. Finnið bangsann og skráið nafn verslunarinnar á þar til gerS eySublöS. Þau fást afhent í öllum verslunum viS Laugaveg og Bankastræti. Verslanir taka allar við svörunum. Dregiö verður úr réttum lausnum. u.. Vimuiigar í Laugavegsleik 1. Vöruúttekt kr. 10.000,- Herrahúsið Adam. 2. Vöruúttekt kr. 10.000,- Sportvöruv. Sparta. 3. Vöruúttekt kr. 10.000,- Verslunin Karel. 4. Vöruúttekt kr. 10.000,- Verslunin Englabörn. 5. Vöruúttekt kr. 10.000,- Gleraugnamiðstöðin. 50 aukavinningar Mirabell konfektkassar frá Hans Peterssen FRITT I ALLA STOÐUMÆLA ALLA LAUGARDAGA ALLT ARIÐ Við Laugaveg og Bankastræti eru um 200 verslanir, veitinga- og kaffihús í tugatali. ■ . Verið velkiMiiin áLaugaveginn vinalega og langa vershmargötu. f M I M1092

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.