Morgunblaðið - 03.10.1992, Page 21

Morgunblaðið - 03.10.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTOBER 1992 21 Fjármál Reykjavíkurborgar Til greina kemur að taka erlend lán - segir Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Á FIJNDI borgarstjórnar Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag urðu nokkrar umræður um yfirlit fjárhagsáætlunarfulltrúa borgarinn- ar, þar sem fram kóm að á þessu ári hefðu um 940 milljónir króna bæst við yfirdrátt borgarinnar hjá Landsbanka Islands. Borgarfull- trúar minnihlutaflokkanna sögðu þetta dæmi um ónákvæma áætla- nagerð og fjármálaóstjórn en Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, sagði að ástandið í efnahags- og atvinnumálum hefði reynst mun alvarlegra heldur en ráð var fyrir gert. Útlit væri fyrir áfram- haldandi erfiðleika á næsta ári og kæmi að sínu áliti til greina að auka lántöku borgarinnar til að þurfa ekki að draga úr framkvæmd- um. Jafnvel kæmi til skoðunar að taka erlend lán í þeim tilgangi. Ólína Þorvarðardóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs, gagnrýndi vinnubrögð við gerð fjárhagsáætl- unar og minnti á, að fulltrúar minnihlutaflokkanna hefðu við af- greiðslu hennar varað við að slæmt ástand í atvinnumálum gæti komið niður á tekjum borgarsjóðs. Þannig hefðu til dæmis verið fyrirsjáanleg- ir erfiðleikar vegna atvinnumála skólafólks. Þá kæmi nú í ljós, að framkvæmdir við ráðhúsið hefðu farið um 300 milljónir króna fram úr áætlun og væri það dæmi um skakka áætlanagerð og fjármála- óstjórn borgarstjómarmeirihlut- ans. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, sagði að við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar síðastjjðinn vetur hefði komið fram, að borgin væri að spenna bogann til hins ítrasta. í ljós hefði komið, að mesta frávik- ið frá áætluninni kæmi fram í lækkun aðstöðugjalda, en þar hefði verið byggt á áætlunum sérfræð- inga, bæði innan borgarkerfisins og einnig annarra aðila, svo sem Þjóðhagsstofnunar. Hann sagði að vönast hefði verið til að ekki yrði um að ræða eins mikið atvinnu- leysi og raun hefði orðið á, en á því máli hefði verið tekið. Fram- kvæmdir hefðu þannig ekki dregist saman hjá borginni á árinu, þrátt fyrir um 12% samdrátt hjá öðrum aðilum. Borgarstjóri sagði, að búast mætti við áframhaldandi erfiðleik- um í efnahags- og atvinnumálum og ættu borgaryfirvöld um tvær leiðir að velja til að mæta þeim. Annars vegar að skera niður í framkvæmdum og hins vegar að taka lán. Að sinni hyggju væri iántaka réttlætanleg til að halda uppi atvinnu í borginni og yrði efnt til viðræðna við Landsbanka íslands um það, með hveijum hætti ætti að standa að því. Einnig kæmi til skoðunar hvort borgin tæki sér- stök erlend lán vegna ástandsins. Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að aðal- atriðið í sambandi við efnahags- ástandið væri að borgin hefði ekki dregið úr framkvæmdum sínum og einnig yrði að hafa í huga, að hún stæði í raun mjög sterkt fjár- hagslega miðað við aðra aðila í þjóðfélaginu. Júlíus lýsti loks áhyggjum sínum af því, að aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar í fjármálum kæmi niður á sveitarfélögunum og sagði, að borgaryfirvöld gætu ekki sætt sig við að greiða aukin gjöld til ríkisins heldur m'yndu beijast á móti slíkum hugmyndum af fullri hörku. Siguijón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, tók undir þessi síðustu orð Júlíusar en sagði, að þótt borg- in stæði vissulega sterkt, gæti hvorki hún né aðrir framkvæmt endaiaust fyrir lánsfé. Hann teidi það hins vegar réttlætanlegt nú vegna atvinnuástandsins. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að ekki væri ástæða til að fjalla nú ítarlega um áform ríkisstjórnarinnar í fjármál- um. Hins vegar væru vinnubrögð ríkisins í þessum efnum óásættan- leg og svona uppákomur mættu ekki endurtaka sig. Borgarstjórn Hef efasemdir um stofnun Aflvaka - segir Katrín Fjeldsted KATRÍN Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist í umræðum í borgarsljórn Reykjavíkur á fimmtudaginn hafa efasemd- ir um tillögu embættismanna borgarinnar um að borgin stofni hluta- félagið Aflvaka, sem ætlunin er að taki þátt í uppbyggingu og efl- ingu atvinnufyrirtækja í borginni. Katrín sagðist sammála markmið- um með stofnun fyrirtækisins en hafa efasemdir um leiðirnar. Siguijón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalags, sagðist á borgarstjórnarfundinum sakna þess að heyra ekki meira um afdrif til- lagna embættismanna um stofnun Aflvaka. Markús Öm Antonsson, borgarstjóri, sagði að alls ekki væri búið að leggja hugmyndina til hlið- ar og væri hún nú til umræðu í atvinnumálanefnd borgarinnar og yrði einnig kynnt í öðrum nefndum. Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, sagði að tillögur um Afl- vaka minntu á ýmsar eldri tillögur minnihlutans um eflingu atvinnu- lífsins. Á tillögu embættismann- anna nú væru hins vegar gallar og væri mikilvægt að auka hlut kjör- inna fulltrúa í umræðum um hana. Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sjálf- stæðisflokki, sagði að ekki hefði átt sér áður stað jafn markviss tillögu- smíð og í sambandi við fyrirtækið og þyrfti að skoða málið náið. Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðis- flokki, sagðist hafa efasemdir um stofnun Aflvaka. Hún væri á marg- an hátt sátt við þau markmið, sem stefnt væri að með fyrirtækinu, en hins vegar hefði hún miklar efa- semdir um leiðimar, sem lagt væri til að farnar yrðu. Borgarstjórn vill endurskoða skiptingu vegafjár Hlutur Reykjavíkur óeðlilega lít- ill og ekki í samræmi við arðsemi BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag tillögu Nýs vettvangs, þar sem hvatt er til endurskoð- unar á skiptingu vegafjár, sem ríkisvaldið hyggst verja til að auka atvinnustig. Þar er sagt að hlutur Reykjavíkur þar sé óeðlilega lítill og í engu samræmi við arðsemi vegaframkvæmda. Tillaga Nýs vettvangs var lögð fram í kjölfar þess að vísað var til borgarráðs tillögu frá Sigrúnu Magnúsdóttur, Framsóknarflokki, um að þegar yrði hafist handa við gerð könnunar í samvinnu við Vegagerð ríkisins á vegartengingu um Kleppsvík, hábrúar eða jarð- ganga. Gert er ráð fyrir þessari veg- tengingu í Aðalskipulagi Reykja- víkur 1990 til 2010 og sagði Sig- rún að margvísleg rök væru fyrir flýtingu framkvæmdarinnar, svo sem að hún væri nauðsynleg ef reist yrði sæstrengsverksmiðja við Eiðsvík, samgöngur við ný hverfi á Borgarholti og Geldinganesi myndu batna, umferð yrði létt af Gullinbrú og Grafarvogi o. sv. frv. Þá benti Sigrún á að þessi fram- kvæmd teldist til þjóðvega í þétt- býli, sem kostaðir eru af ríkinu og ríkisvaldið vildi nú auka vegafram- kvæmdir til að bæta atvinnuástand í landinu. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, lagði til að þessari tillögu Sigrúnar yrði vísað til borgarráðs. Lagði hann einnig fram tillögu þar sem fram kom að mikil óvissa ríkti um áform ríkisvaldsins varðandi fjármögnun og framkvæmdir við ýmis brýn umferðarmannvirki í Reykjavík. Óviðunandi væri að Reykjavíkurborg legði út fyrir kostnaðarsömum framkvæmdum, sem ríkið ætti að standa straum af, án þess að fyrir lægi skjalfest samkomulag um áætlanir og fjár- mögnun. Hefja skyldi viðræður við fulltrúa ríkisstjórnar og Alþingis með það fyrir augum að ganga frá áætlunum um framkvæmdir og fjárveitingar ríkisins á næstu árum vegna umferðarmannvirkja í borg- inni. Borgarstjórn samþykkti sam- hljóða tillögu borgarstjóra og jafn- framt að vísa tillögu Sigrúnar Magnúsdóttur til borgarráðs. SPANTO KULDASKOR Verð kr. 3.980,- Litir: Svartur og brúnn. Stærðir: 36-46. Litir: Rauðbrúnn, rauður og grænn. Stærðir: 36-41. Staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs. M l ANÓ KRINQLAN 8-12 SlMI 8893*3 BOKAMARKAÐUR HUNDRUÐ BÓKATITLA • Barnabækur ■ Unglingabækur ■ íslenskur fróðleikur • Æviminningar ■ Viðtalsbækur • Ljóðabækur ■ Þýddar skáldsögur • Ástarsögur > Sakamálasögur ijaldborg hf, hefur nýlega keypt BÓKAFORLAG ODBS BJÖRNSSONAR á Akureyri og býður fjölda bóka sem ekki hafa sést á bókamörkuðum áður Það er gaman að lesa - og nú gefst tækifærið að eignast bækur á einstöku verði. LAGERINN Skjaldborgarhúsinu Ármúla 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.