Morgunblaðið - 03.10.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER }992
23
Boeing-þotur koma best út
BOEING-þotur hafa mest aðdráttarafl í augum fjárfesta og fjármögn-
unarfyrirtækja, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birtist í nýj-
asta hefti tímaritsins Airfinance Journal. Könnunin var gerð í yósi
þess að offramboð er á mörgum flugvélategundum og þar af leiðandi
verðfall, m.a. vegna gjaldþrota flugfélaga. Af þeim sökum hefur at-
hygli beinst að gæðum fjárfestingar hjá flugfélögum, að sögn blaðsins.
Tímaritið spurði 100 helstu fyrir- 767-300 í efsta sæti í öllum flokk-
tæki og aðila sem stunda flugvéla-
kaup eða fjármögnun viðskipta af
því tagi. Þeir voru beðnir að gefa
flugvélum einkunn á kvarðanum
0-10 eftir því hvaða aðdráttarafl þær
hefðu sem fjárfesting, hveijir mögu-
leikar á endursölu þeirra væru og
hvert væri lokavirði þeirra þegar þær
hefðu verið svo til alveg afskrifaðar,
þ.e. hversu mikið væri notagildi
þeirra að afskriftartíma liðnum.
í öllum tilvikum raða Boeing-þot-
ur sér í efstu sæti og er Boeing
um. Hefur mest aðdráttarafl sem
fjárfesting, fær einkunnina 8,64
miðað við að 747-400 fær einkunn-
ina 8,20, 757-200 einkunnina 7,60
og 737-400 fær 6,68. Airbus A320-
200 kemur þar skammt á eftir með
-6,54 og A300-600R með 6,50 en
aðrar þotutegundir fá lægri einkunn.
Hvað endursölumöguleika varðar
hefur Boeing 767-300 mikla yfir-
burði, fær einkunnina 7,90 en síðan
kemur 757-200 með einkunnina
6,82, þá 747-400 með 6,62, 737-400
með 6,30, 737-300 með 6,00 og síð-
an Airbus A320-200 með 5,96.
Sömuleiðis er notagildi Boeing
767-300 þotunnar mest að mati að-
spurðra þegar afskriftum er lokið,
fær einkunnina 8,08. Næst koma
Boeing 747-400 með einkunnina
7,60, þá 757-200 með 7,18, 737-400
með 6,24, Airbus A320-200 með
5,84 og 737-300 með 5,62.
Hvað varðar nýjar flugvélateg-
undir sem enn eru meira og minna
á hönnunarstigi er Boeing-777 þotan
í efsta sæti í flokkunum sem fjalla
um aðdráttarafl fjárfestingar og
lokavirði en Airbus-þoturnar A-330,
A-321, A-319 og A-340 eru í næstu
sætum. Airbus A-321 þykir hins
vegar hafa mesta endursölumögu-
leika, þar er B-777 í öðru sæti.
B/LALE/GA
Úrval 4x4 fólksbfla og statlon bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bllar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 sæta Van bílar. Farslmar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
inierRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
Rúmfatasett hönnuð af: Collier Campbell, Eileen West og Louis Nichole
Hlífðarlök, koddar, yfirdínur. Teygjulök og pífulök í mismunandi litum. Lungnamjúk amerísk handkiæði.
Höfðagaflar, náttborð, kommóður, speglar o.fl. Amerískar rúmdínur í miklu úrvali.
3% verðlækkun á öllum vörum vegna niðurfellingar jöfnunargjalds.
Marco 1
Langholtsvegi 111, sími 680 690.
Spenna eykst
milli Qatar
og Saudi-
Arabíu
SPENNA jókst í gær í sam-
skiptum Qatar og Saudi-Arabíu
en yfirvöld í Qatar héldu því
fram að saudi-arabískar her-
sveitir hefðu ráðist öðru sinni á
landamærastöðina Khofous.
Fyrri árásin var gerð á miðviku-
dag en Qatarbúar héldu því
fram í gær að önnur hefði ver-
ið gerð á fimmtudagskvöld og
þá hafi Saudar tekið stöðina
með áhlaupi. Af hálfu yfirvalda
í Riyadh hefur lítið verið gert
úr þessum ásökunum og því
haldið fram að verki hafi verið
sveitir bedúínskra hirðingja
sem þeir hafi engin yfirráð yfir.
Afvötnun fyrir
uppskurði?
ÁKVEÐIÐ hefur verið á amt-
sjúkrahúsinu í Herlev, skammt
fyrir utan Kaupmannahöfn, að
kanna hvort rétt sé að biðja
sjúklinga sem neyta of mikils
áfengis að láta flöskuna eiga
sig síðustu fjórar vikumar fyrir
uppskurð á skeifugöm eða
endaþarmi. Ástæðan er að sögn
Berlingske Tidende að yfirvöld
vilja kanna hvort hægt er að
lækka tíðni fylgikvilla en áfeng-
issjúklingar eiga mjög á hættu
að fá blóðeitrun, blæðingar og
hvers kyns bólgur. Að auki
komast þessir sjúklingar oft í
lífshættu vegna lungna- eða
hjartakvilla eftir aðgerð.
Onæmiskerfi áfengissjúklinga
ræður ekki yfir nægilega mörg-
um frumum er hafa það hlut-
verk að drepa bakteríur. Lækn-
irinn sem annast rannsóknir á
málinu, Hanne Tonnesen, segir
að ónæmiskerfi þeirra sé oft
eins og hjá alnæmissjúku fólki.
Tonnesen segir ekki vitað hvort
ráðleggja eigi áfengissjúku
fólki að hætta drykkjunni fyrir
aðgerð og þess vegna verði
gerð tilraun með nokkum hóp
til samanburðar.
START-
samningur
staðfestur
Öldungadeild Bandaríkja-
þings staðfesti í gær START-
samkomulagið svonefnda um
fækkun langdrægra kjarna-
vopna með 93 atkvæðum gegn
6. Samningurinn var undirrit-
aður í fyrrasumar af George
Bush Bandaríkjaforseta og
Míkhaíl Gorbatsjov þáverandi
Sovétforseta og kveður á um
að hvor aðili eyðileggi 10.000
langdrægar kjamorkuflaugar.
Síðar skuldbatt Rússland og
þijú önnur samveldisríki sig til
að virða samninginn.
7,5% atvinnu-
leysi í Banda-
ríkjunum
Atvinnulausum fækkaði lít-
ilsháttar í Bandaríkjunum í
september en þá mældist at-
vinnuleysi 7,5% en hafði verið
7,6% í ágústmánuði. Vora 12,7
milljónir Bandaríkjamanna án
atvinnu í síðasta mánuði og
hafði fækkað um 164.000 frá
ágúst.
Átök og pústrar ímiðborg Rómar
Helstu verkalýðsfélög opinberra starfsmanna á Ítalíu efndu til fjöldagöngu um miðborg Rómar í gær til að
mótmæla aðhaldsaðgerðum og ríkisstjórnarinnar. Fámennur andófshópur herskárra vinstrimanna reyndi að
tvístra göngunni. Myndin var tekin, þegar óeirðalögregla réðst til atlögu við andófsmennina.
Könnun Airfinance Journal á gæðum fiárfestingar