Morgunblaðið - 03.10.1992, Síða 47

Morgunblaðið - 03.10.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 47 HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNIN Frændur eru frændum verstir FH-INGAR fóru illa með Færeyj- armeistara Kyndils í síðari leik liðanna í 1. umferð Evrópu- keppni meistaraliða í Hafnarfirði i'gærkvöldi. Þeir léku af öryggi í fyrri hálfleik og voru með átta marka forskot í leikhléi, og brugðu því á leik í þeim síðari áhorfendum til ánægju. Fyrri leikinn unnu FH-ingar með sjö marka mun og þann síðari með níu mörkum, 29:20. Hafnfirðingar byijuðu leikinn af krafti, skoruðu þrjú fyrstu mörkin en slökuðu síðan aðeins á og hleyptu Kyndils- mönnum inn í leik- . Stelán inn. Þegar staðan var Eiríksson 7:3 komu þijú fær- skrifar eysk mörk í röð og skyndilega munaði aðeins einu marki á liðunum. Hafnfirðingar ræstu því vélina að nýju og skoruðu sjö mörk það sem eftir lifði hálfleiksins, án þess að Kyndilsmenn næðu að svara fyrir sig. Síðari hálfleikur var að mestum hluta helgaður áhorfendum, en FH- ingar reyndu hvað þeir gátu að bjóða þeim upp á einhver skemmtilegheit, því ekki var spennunni íyrir að fara. Það tókst nokkrum sinnum, .þó svo Færeyingarnir gerðu hvað þeir gætu til að koma í veg fyrir það. FH-ingar breyttu hvað eftir apnað um leik- skipulag og allir fengu að spreyta sig, enda skoruðu allir útileikmenn- irnir mark nema einn; þjálfarinn Kristján Arason. „Áherslan var lögð á að ná góðu forskoti í fyrri hálfleik, því við ætl- uðum að reyna ýmislegt í þeim síð- ari. Ég vona að við höfum náð að sýna skemmtilegan leik og að áhorf- endur hafi skemmt sér,“ sagði Krist- ján Arason þjálfari og leikmaður FH eftir leikinn. Gunnar Beinteinsson sýndi oft skemmtileg tilþrif í leiknum sem og Hálfdán Þórðarson og Guðjón Árna- son. Morgunblaðið/Þorkell: Gunnar Beinteinsson var markahæstur { liði FH með 9 mörk og er eitt þeirra hér í uppsiglingu. Útlitið dökkt hjá Víkingum VÍKINGAR eru svo gott sem úr leik f Evróþukeppni félags- liða eftir 9 marka tap, 14:23, gegn norska liðinu Runar í fyrri leik liðanna sem fram fór í Sandefjörd í Noregi í gær- kvöldi. Víkingar léku mjög vel í fyrri hálfleik og höfðu þá tveggja marka forystu, 9:7. í síðari hálfleik hrundi leikur liðsins og náðu Víkingar aðeins að gera eitt mark á móti 12 mörkum norska liðsins fyrstu 20 mínútur síðari hálfleiks. | arkvörður Runar, Mats Frans son átti stórleik, varði all i varði 11 af 12 fyrsti skotum fyrri hálf leiks og þar af eit víti frá Gunnai Gunnarssyni. Vík ingur spilaði rnjö: - - fyrri hálfleik og mik barátta var í liðinu. Víkingur réc gangi leiksins og leikmenn Runa virkuðu áhugalausir og voru greini lega búnir að vinna leikinn áður e hann hófst. Erlingur Jóhannsson skrífar frá Noregi sterka vörn Roger Carlsson, fyrrum landsliðs- þjálfari Svía og nú þjálfari Runar, messaði hraustlega yfír leikmönnum sínum í hálfleik og það bar árangur. Víkingar fengu þó tvö dauðafæri á fyrstu mínútum síðari hálfleiks sem misfórust. Eftir það hrundi leikur liðsins. Leikmenn Runar voru eld- fljótir í hraðaupphlaupum á meðan Víkingar voru með stuttar sóknir og ótímabær skot. Sóknarleikur Víkings var af- spyrnu einhæfur í seinni hálfleik þar sem einstaklingsframtakið réð ríkj- um. Víkingar hresstust örlítið undir lok leiksins en þá var greinilegt að leikmenn Runar slökuðu á. Birgir Sigurðsson var besti leikmaður Vík- ings og Alexander Revine stóð fyrir sínu í markinu. „Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleik en það var ekki heil brú í leik okkar í síðari hálfleik. Það var grátlegt að glopra þessu niður því við höfðum tækifæri á að hafa spennu í þessu í síðari leiknum,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings. „Við spiluðum eins og liðs- heild í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik Birgir SlgurAsson var besti leik- maður Víkings gegn Runar réði einstaklingsframtakið ríkjum og enginn gerði eins og við ætluðum okkur, að spila langar sóknir og komast hjá hraðaupphlaupum Run- ar. Útlitið er slæmt en við stefnum á að vinna seinni leikinn." Víkingsstúlkur: Átlu aldrei möguleika Norska kvennahðið Bekkelaget burstaði íslandsmeistara Víkings 30:13 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í Osló í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 15:6 og voru yfirburðir norska liðs- ins algjörir. Víkingsstúlkur gerðu fyrsta markið þegar 13 mínútur voru búnar og þá var staðan 7:1. Theodór Guðfinnsson, þjálfari Víkings, sagði að norska liðið hafi verið í allt öðrum styrkleikaflokki en Víkingur. „Við áttum aldrei möguleika. Norska liðið gerði 10 mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þetta er eitt besta liðið í Evrópu í dag og skipað hreint frá- bærum leikmönnum. Við förum í seinni leikinn með það hugarfar að tapa með sem minnstum mun,“ sagði Theodór. Mörk Víkings: Halla Marfa Helga- dóttir 4, Valdís Birgisdóttir 3, Svava Sigurðardóttir 2, Inga Lára Þónsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Svava Ýr Bald- vinsdóttir og Hanna Einarsdóttir eitt mark hver. KORFUKNATTLEIKUR Earvin „Magic" Johnson gerði þriggja ára samning við Los Angeles Lakers: Fær andvirði 800 millj. króna í grunnlaun í vetur Hærri laun en nokkur íþróttamaður í hópíþrótt hefurfengið svo vitað sé EARVIN „Magic“ Johnson, sem ákvað ívikunni að taka keppnisskóna fram að nýju og byrja aftur að leika með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, hefur gert þriggja ára samn- ing við félagið. Og launin verða þau hæstu sem um getur í sögu íþróttanna, þegar maður í liðaíþrótt á íhlut. Johnson, sem hætti í fyrra eftir að í ljós kom að hann er smit- aður af HlV-veirunni, sem getur leitt til alnæmi Frá gerði þriggja át Gunnari samning. Fyr Valgeirssyni f fyrsta árið fa Bandaríkjunum hann 146 mil]jón bandaríkjadollara — um 800 mill ónir ISK miðað við gengi dollarat í dag, en það hefur lækkað mik að undanförnu sem kunnugt e Taiið er að Johnson taki þátt um 50 af rúmlega 80 leikjum Iii síns í vetur, og hann fær þá 292.000 dollara fyrir hvern leik: urn 16 milljónir ÍSK. Sá sem var efstur á listanum yfir launahæstu leikmenn NBA-deildarinnar þar til Johnson samdi nú var Patriek Ewing, miðhetji New York Knicks, sem fær 9,4 milljónir doll- ara á ári, rúmum fimm milljónum dollara (um 280 milljónum ÍSK) minna en Johnson. Fyrir annað og þriðja ár samn- ingsins fær „Magic“ Johnson 2,6 milljónir dollara, hvort ár, sem er Earvln „Magic“ Johnson ætti að eiga fyrir salti í grautinn. Hann fær 16 milljónir ISK fyrir hvern leik. um 140 milljónir ÍSK. Fyrir keppnistímabilin þrjú fær_ hann því rúmlega einn milljarð ÍSK — og hér er aðeins um grunnlaun að ræða, vel að merkja. Uppbætur fyrir árangur eru reyndar yfirleitt ekki taldar mjög háar á mæli- kvarða körfuknattleiksmanna, vegna þess hve laun þeirra eru há. Þess má svo geta í lokin að Ijóst er, þar sem samningurinn er frá- genginn og undirritaður, að það er sama hvort „Magic“ verður með í öllum leikjum Lakers-liðsins þessi þijú ár eða einum — eða leiki jafnvel alls ekki neitt — þá fær hann alla þessa peninga í vasann. ÚRSLIT ^ FH - Kyndil 29:20 íþróttahósið Kaplakrika, Evrópukeppni meistaraliða, síðari leikur í 1. umferð, fostu- daginn 2. október 1992. Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 7:4, 7:6, 14:6, 14:7, 19:8, 22:12, 26:14, 27:18, 29:20. Mörk FIl: Gunnar Beinteinsson 9, Hálfdán Þórðarson 4, Guðjón Ámason 4, Sigurður Sveinsson 4/1, Alexei Trúfan 4/2, Jóhann Ágústsson 1, Arnar Geirsson 1, Ingvar Reynisson 1, Svafar Magnússon 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 10/1 (þar af 2, sem.fóru aftur til mót- heija), Jónas Stefánsson 7 (þar af eitt sérh" fór aftur til mótheija). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Kyndils: Birgir Hansen 5, Kári Niels- en 3, Andreas F. Hansen 3, Hans A. Midj- ord 3/1, Bárður Johanessen 2, PeturPeters- en 2/1, Sophus Dal-Christiansen 1, Jónieif Sólsker 1. Varin skot: Regin Jakobsen 12 (þar af 5, sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 8 minútur. Dómarar: Charles Pedersen og Stiig Host (Danmörku), ágætir. Ahorfendur: 380 greiddu aðgangseyri. Víkingur - Runar 14:23 Runarhallen í Sandefjörd i Noregi, Evrópu- keppni.félagsliða - fyrri leikur í 1. umferð (heimaleikur Víkings), fostudaginn 2. októ- ber 1992. Gangur leiksins: 0:2, 3:3, 4:3, 6:7, 9:7, 10:8, 10:17, 12:20, 14:23. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 6/1, Árni Friðleifsson 5/1, Kristján Ágústsson 2 og Dagur Jónasson 1. Varin skot: Alexander Revine 16/1. Mörk Runar: Tollessen 6. Tonning 6/2, Kjendalen 4, Eirksen 3, Lundeberg 2, Vaj- eröd 2. Varin skot: Mats Franson 25/2 (þar af varði hann 12 skot af línu). Dómarar: Lorentsen og Lövquist frá Dan- mörku. Voru mjög slakir. Áhorfendur: 750. 1. deild kvenna: Stjarnan - Grótta.................21:18 RSigrún Másdóttir gerði 7 mörk og Guðný Gunnsteinsdóttir 6 mörk fyrir Stjömuna en Laufey Sigvaldadóttir var markahæst í liði Gróttu með 9 mörk. 2. deild karla: HKN - ÍH..........................20:26 Blak íslandsmótið, 1. deild karla: HK - Þróttur Nes....................3;0 (15:6, 15:3, 15:7) KA - Þróttur R......................2:3 (16:14, 15:11, 14:16, 8:15, 9:15) Knattspyrna Þýskaland Úrslit i þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi: Ucrdingen — Bayer Leverkusen....2:1 (Sassen 32., Sassen 84.) - (Kirsten 88.). 10.000. Schalke — Karlsruhe................2:2 (Bueskens 14., Mihajlovic 67.) - (Kiijakow 21., Krieg 46.). 34.100. Hamburg — Bochum....................2:0 (Hartmann 14., Bester 89.). 16.650. FELAGSLIF Uppskeruhátíð HK Uppskeruhátíð og haustfagnaður knatt- spyrnumanna HK í Kóvavogi fer fram á í das í félagsheimili Sjáifstæðisflokksins í Kópavogi, Hamraborg 5. Kl. 13.30 verða veittar viðurkenningar fyrir alla flokka fé- lagsins, en um kvöldið, kl. 21, er fagnaður fýrir félagsmenn og velunara á sama stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.