Morgunblaðið - 28.11.1992, Page 7

Morgunblaðið - 28.11.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 7 Reykjadaiur Góður árangnr þegar borað var eftir vatni Buðardal. Á UNDANFÖRNUM árum hefur verið leitað að heitu vatni í Reykjadal í Dalasýslu. Sá dalur gengur inn úr Miðdölum milli Fellsenda og Grafar. Hann dregur nafn sitt af heitri uppsprettu, sem nefnist Grafarlaug og er þekkt frá gamalli tið. Við hana er gömul sundlaug, sem Miðdælingar byggðu fyrr á öldinni. Þarna hefur þótt vænlega horfa til frekari vatnsöflunar og þess vegna hefur svæðið verið sérstaklega kannað af visindamönnum Orku- stofnunar. Má þar einkum nefna ing, í fyrstu varð árangur heldur lít- ill af jarðborun á þessu svæði og í annan stað urðu ýmis óhöpp og tafir við verkið. Voru sumir að því komnir að gefast upp og örvænta. Þó var ráðist í að heíja nýja sókn á þessu hausti. Ákvað héraðsnefnd Dalasýslu að gera úrslitatilraun og láta bora nýja holu. Gekk nú allt eins og í sögu. Holan er 1280 m djúp. Hún gefur um 23 lítra pr. sek. af 82° heitu vatni sjálfrennandi. Er nú framkvæmdum lokið í bili. Þarf nú að rennslismæla í vetur og láta svæðið svara fyrir sig, hvemig það er í raun og veru. En hvað sem því líður er hér um mikinn og Kristján Sæmundsson jarðfræð- góðan árangur að ræða, sem náðst hefur fyrir þrautseigju og dugnað heimamanna í samvinnu við hina hæfustu vísindamenn okkar á þessu sviði og nokkum opinberan stuðning sem veittur hefur verið í þessum efnum. Á það má benda, að lengi hefur verið talið, að Dala- sýsla væri „kalt svæði“. Þar væri ekki um neinn vemlegan jarðhita að ræða nema á Laugum í Hvammssveit. Nú er sú mynd ger- breytt. Það er mikið fagnaðarefni, heitt vatn er fundið fé, hvemig sem nýtingu þess kann að vera hagað í framtíðinni. - Kristjana. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon VERTU VIÐBUINN VETRINUM Með vel hönnuðum og slitsterkum vinnufatnaði frá Fristads heldur þú kuldanum úti og hitanum inni. Létt og þægileg föt sem gefa hámarks hreyfingarfrelsi. NYTT NYTT! Undirföt frá Fristads fyrir veturinn. Virka eins og gömlu góðu ullarnærfötin nema þau stinga ekki, halda líkamanum þurrum Og hlýjUm. Gæði ■ Velliðan* Notagildj Kuldalegur farþegi Undanfarna daga hefur þessi snjókarl trónað á palli bíls eins í Gmndar- firði. Hann er klæddur í frystihúsjakka og úr fjarlægð gæti virst sem hér væri verkamaður á ferð ef ekki væri þessi snjóhvíti litarháttur. Skemmuvegur 6L • Pósthólf 9330 • 129 Reykjavík Sími 670 880 • Fax 670 885 Aldraðir í Kópavogi stofna leikhóp STOFNAÐUR var leikhópur eldri borgara í Kópavogi 30. september sl. og voru stofnfélag- ar 28. Leikhópurinn hlaut nafnið: Nafnlausi leikhópurinn. í stjóm vom kjörin: Valdimar Lámsson, formaður, Sólrún Yngva- dóttir, ritari, Rannveig Löve, gjald- keri, og varaformaður Guðrún Þór. Meðstjómendur em: Sigríður Steindórsdóttir og Indriði Guðjóns- son. Stofnun leikhópsins hafði verið undirbúin af 5 manna undirbún- ingsnefnd undir stjóm Ásdísar Skúladóttur leikara. í tilefni þess að 20 ár vom liðin frá stofnun Fé- lagsmálastofnunar Kópavogs, þann 12. júní sl., var svo haldin nokkurs konar afmælissýning og boðið var helstu frammámönnum bæjarins og mökum þeirra. Meðal sýningaratr- iða var leikgerð eftir smásögu Fríðu Á. Sigurðardóttur, Speglinum, unn- in af Ásdísi Skúladóttur sem einnig var leikstjóri. Þar sem leikhópurinn hefur verið formlega stofnaður og raddir hafa heyrst um að fleiri hafi áhuga á að sjá þessa sýningu hefur stjóm leikhópsins ákveðið að hafa sýningu á þessari fmmraun hópsins sunnu- daginn 29. nóvember nk. í Félags- heimili Kópavogs kl. 15, en ekki hefur verið ákveðið hvort um fleiri sýningar verður að ræða. Þetta á að vera fjölskylduskemmtun þar sem öll tjölskyldan getur sameigin- lega notið góðrar skemmtunar og látið sér líða vel, segir í frétt frá leikhópnum. (F réttatilkynning) ... ♦ ♦ ♦---- Happdrætti Vinahjálpar VINAIIJÁLP verður með happ- drætti sunnudaginn 29. nóvem- ber kl. 2 síðdegis í Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109-111. Þar verða meðal annars margir fallegir handunnir munir og eins og áður fyrr verður ágóðanum var- ið til líknarstarfa. Kaffi verður á könnunni. HEFST Á MORGUN Aldrei glæsilegri skreytingar. Njótið aðventunnar, fyrsta hluta jólaundirbúningsins. Blómaval hefur aldrei óður boðið viðskiptavinum sínum jafn glæsilegar aðventu- og jólaskreytingar og nú. Verið velkomin, sjóið glæsilegar skreytingar eftir færustu skreytingameistara landsins. BÚK> SJÁLF HL ADVENTU- SKREYT1NGARNAR. Gerð eigin aðventuskreytinga er í auknum mæli upphaf jólaundirbúningsins hjá mörgum fjölskyldum. Eigum nú gífurlegt úrval af allskonar efni til skreytinga: Greni, könglar, skreytingamosi, kúlur, kerti, silkiborðar o.fl. Landsins mesta úrval af kertum. Mjög gott verð. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.