Morgunblaðið - 28.11.1992, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.11.1992, Qupperneq 45
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 ‘45 UTSKRIFT Konaí hóp bakara Bakarastéttinni bættust nýlega tlu nýir liðsmenn er bakara- sveinum var afhent sveinsbréf. Af því tilefni buðu Landssamband bak- arameistara og Bakarasveinafélag íslands sveinunum til kaffisamsætis að Hótel Holti í Reykjavík og var myndin tekin við það tækifæri. Að þessu sinni var ein kona í hópi bak- arasveinanna, Kristín Ása Einars- dóttir, en hún vinnur nú í bakaríi Kaupfélags Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. Kristín er ein fárra kvenna í faginu. „Ástæða þess að konur sóttu lítið í þetta starf var hversu erfitt það var,“ segir hún. „Það hefur hins vegar breyst mjög mikið, þó að maður taki vissulega á.“ Kristín segist hafa leiðst út í bak- aranámið af tilviljun. Hún starfaði sem afgreiðslustúlka í bakaríi og greip öðru hveiju í vinnu bakatil. Svo fór að henni var boðinn samn- ingur, hún ákvað að slá til og hefur nú lokið tilskildu fjögurra ára námi. „Þetta er skemmtilegt starf og vin- nutíminn venst fljótt. Hér hefst vinna á bilinu tvö til hálffimm að Á myndina vantar einn bakarasveinanna, Sigurgeir Aðalsteinsson. Auk hans útskrifuðust: Kristbjörn Þór Bjarnason, sem lærði í Mos- fellsbakaríi, Sigurgeir J. Aðalsteinsson, Smárabakaríi, Benedikt Áskelsson, Ragnarsbakaríi, Davíð Jóhannesson, Gullkorninu, Bjarni Freysteinsson, Kaupfélaginu Fram á Neskaupstað, Kristin Ása Ein- arsdóttir og Sigurður Þ. Jónsson, sem lærðu í Grensásbakaríi, Sigur- jón Sigurðsson, Krás hf. Víðir Guðmundsson, Kaupfélagi Þing- eyinga, Húsavík og Guðjón Jóhannesson, Bernhöftsbakaríi. nóttu. Mér finnst gott að vera búin mína.“ að vinna snemma, legg mig á daginn En bakar þú einhvern tíma heima og hef svo kvöldin fyrir mig og vini hjá þér? „Nei, aldrei." KVIKMYNDIR A Islendingar slá Norðmönnum við Itengslum við umsókn Norð- manna um aðild að Evrópu- bandalaginu hefur fjöldamörgum atriðum samningsins verið velt upp, meðal annars auknum möguleikum á sviði kvikmynda- gerðar. í nýlegri grein í norska blaðinu Aftenposten er tekið dæmi af íslendingum þegar rætt er hvernig njóta megi góðs af evrópskri samvinnu. „ísland er komið fram úr Noregi“ segir í fyrirsögn greinarinnar. „Þökk sé evrópskum þróunarsjóðum og -verkefnum, er kvikmyndafram- leiðsla íslendinga, sem ekki eru í EB, meiri en þær sjö norsku myndir sem hafa verið gerðar á þessu ári.“ Þegar greinarhöfundur Aften- posten veltir fyrir sér skýringum á þessu kemur ýmislegt til greina. „Ef dæma á af leikslokum á kvikmyndahátíðinni í Liibeck er ljóst að ástæðan er ekki aðeins sú að hinn nýi framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, Bryndís Schram, er af Hansaætt, aðlað- andi og þar að auki gift utanríkis- ráðherra landsins. Áhorfendur eru einfaldlega hrifnir." Nefnir hann sérstak- lega mynd Ásdísar Thor- oddsen, Ingu- ló, sem hann segir mynd fulla af kímni og ítarlegum lýs- ingum á íslandi nútímans. Greinarhöfundur telur að það borgi sig að feta í fótspor íslend- inga. „Og þótt „félagsgjaldið“ fáist ekki til baka í framleiðslu- kostnaði, eins og íslendingar hafa margoft fengið, njótum við góðs af þeirri þekkingu og því kerfi sem þar hefur verið komið upp og sem samsvarar kostnað- inum margfalt." Norgeer overgátt avJdand Úr Inguló, mynd Ásdísar Thoroddsen, sem greinarhöfundi Aftenposten finnst full af kímni og vera ítarleg lýsing á Islandi nútimans. Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 1.-3. desember, kvöldnámskeið, 1. stig. 5.-6. desember, helgarnámskeið, 1. stig. 8.-10. desember, kvöldnámskeið, 2. stig. Upplýsingar og skráning í síma 33934. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. ISLENSK HU8GÖGl\ MIKIÐ ÚRVAL AF HORNSÓFUM OG SÓFASETTUM. SÉRSMÍDUM HORNSÓFA EFTIR MÁLI. Verð frá kr. 77.400 stk. % húsgögn FAXAFENI 5, SÍMI 674080 - 686675 í tilefni af afmæli fullveldisins er boðið til sýningar á DUNGANON þann 1. desember kl. 20 50% APSLÁTTUR ALLRA SÍÐASTA SINN SÍMI 680680 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR • borgarleikhúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.