Morgunblaðið - 03.12.1992, Side 4

Morgunblaðið - 03.12.1992, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 Hlaut verðlaun á Ítalíu fyrir tilviljun Á 22. alþjó^legxi kvikmyndahátíðinni á Ítalíu sem bar yfirskrift- ina „Náttúran, maðurinn og umhverfi hans“ 9.-14. nóvember sl., hlaut myndin „Villi Knudsens Iceland" sérstök verðlaun. Veitti dómnefnd þau sem viðurkenningu fyrir fagmannlega vinnu kvik- myndahöfundarins Vilhjálms Knudsens, sagt að hann sýni á fag- mannlegan hátt sérstöðu íslands frá sjónarhorni náttúrunnar, umhverfisins og mannlifsins. En myndin er alíslensk, öll vinna unnin á íslandi. Séra Jakob Rolland, sem hér var og nú starfar 1 Vatikaninu, veitti verðlaununum móttöku fyrir hönd Vilhjálms Knudsens á lokahátiðinni i konungssal Príorihallar í nágrenni Rómarborgar. Kvikmyndin er 63 mínútna löng og gerð frá nokkuð öðru sjónar- homi en íslandsmyndir yfirleitt. Hún tengir saman mannlíf og náttúru landsins. Vilhjálmur Knudsen hefur allt frá 1986 verið að vinna hana og var hún fullgerð í enskri franskri og þýskri útgáfu í vor. I sumar sýndi Vilhjálmur myndina í sal sínum í Hellusundi og víðar og fór hún svo vel í er- lenda gesti að hann setti hana á fasta dagskrá. Ekki hefur hann enn sent hana á kvikmyndahátíð- ir, en á hátíðinni „La Natura, l’Uno e il suo ambiente“ lenti hún fyrir skrýtna tilviljun. Vilhjálmur hafði sent séra Jakobi Rolland vini sínum eintak á myndbandi að gjöf. Matsveinn í Vatikaninu, sem er doktor í jarðfræði og starf- ar einnig með forstjóra hátíðar- innar, prófessor Carlo Savini, sýndi honum myndina og þeir drifu hana inn. Þessi kvikmynda- hátíð hefur verið haldin síðan 1970 og er ein af mikilvægustu hátíðum sinnar tegundar. Hún er -tmdir vemd forseta Ítalíu og að henni standa ríkistjórn Ítalíu, Sameinuðu þjóðimar, Evrópu- bandalagið, UNESCO og alþjóð- leg vísindanefnd undir stjóm pró- fessors Carlo Savini. í dómnefnd- inni, sem veitti þessi sérstöku verðlaun, em margir frægir menn svo sem David Attenborough, sem er íslendingum kunnur af frábær- um náttúmmyndum í sjónvarpi. íslandsmynd Villa er að öllu leyti unnin á íslandi og af íslensk- um aðilum. Sjálfur tekur hann myndirnar og skrifar textann, Magnús Blöndal Jóhannsson Vilhjálmur Knudsen með verð- launaskjöldinn og kvikmyndina á myndbandi. samdi tónlistina, klippivinnu ann- aðist Guðmundur Bjartmannsson, tónvinnsluna Sigfús Guðmunds- son og myndin er unnin í íslensku fyrirtækjunum Saga Film og Verksmiðjunni. Þess má geta að William A. Henry III, einn aðalgagnrýnandi Time Magazine, sem unnið hefur Pulitzer-verðlaunin tvisvar svo og Emmy-verðlaunin, skrifar mjög lofsamlega um hana í löngu máli. Þar segir hann m.a. að þótt þessi mynd væri aðeins frásögn og sam- safn af liðnum verkum höfunda, væri hún samt eitthvað alveg sér- stakt vegna kappsfullrar, skap- andi og iðulega hættulegrar kvik- myndunar Knudsens-feðganna á eldfjöllum, jarðskjálftum og öðr- um jarðfræðifyrirbrigðum á ís- landi síðan 1947... „Island Villa Knudsens er stórkostlega saman- sett og ákaflega skemmtilegt listaverk, melódramatískt inni- hald hennar oft sett fram í sam- hljómi við þurra hnittni og hóg- væran frásagnarmáta. Þemað að baki lýsir hvernig íbúum þessa hamslausa lands tekst að lifa eðli- legu lffi þrátt fyrif sífellt yfirvof- andi möguleika á stórslysum." Hann segir ennfremur að e.t.v. sé það besta dæmið um afrek Vilhjálms Knudsens að honum hafi tekist að gera sögu þar sem óeldfimir þræðir gagntaki mann ekki síður þegar allt kemur til alls. „Þetta er metnaðarfullt verk mikils listamanns, (mature work of a master craftsman)" segir hann í lokin. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heimíld: Veðurstofa íslands (Byggt á veðdrspá kl. 16.151 gær) VEÐURHORFUR I DAG, 3. DESEMBER YFIRLIT: Um 200 km suðaustur af Hornafiröi er 958 mb. lægð sem þokast austur en yfir Grænlandi er vaxandi hæðarhryggur. Yfir Skot- landi er vaxandi 967 mb. lægð ó leið norð-norð-austur. SPÁ: Norðlæg átt, víða allhvöss norðanlands og austan, með éljagangi norðan til, en slydduéljum fyrir austan. Norðan kaldi eða stinningskaldi og skýjað með köflum eða lóttskýjað um landið sunnanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðanátt, lengst af nokkuð hvöss. Eljagangur um landíð norðanvert en bjart veður syðra. Frost 3-10 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30.Svar8Ími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. -P- -& Heiöskírt Léttskýjað r r r * / * r r * / r r r r * r Rigning Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V $ V Skurir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka dig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 (gær) Vetrarfærð er nú á flestum þjóðvegum iandsins, en þeir yfirleitt færir. Fært er um Hellisheiði og Þrengsli, um vegi á Suðurlandi og með suður- ströndinni austur á Austfirði. Fært er um vegi í Borgarfirði, ó Snaefells- nesi og um Dali í Reykhólasveit. Fært er frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals. Frá Bolungarvfk, er fært um Isafjarðardjúp og., Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur og þaðan suður til Reykjavíkur. Greiðfært er um Holtavörðuheiði og um Norðurland svo sem til Siglu- fjaröar, Ólafsfjarðar og Húsavíkur, en þaðan er fært í Mývatnssveit og með ströndinni til Vopnafjarðar. Vegir ó Austufjörðum eru yfirleftt færir, en Möðrudalsöræfi eru þungfær. Mjög vfða um land er hálka á vegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631600 og f grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐAUMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltt veöur Akureyrl +3 anjókoma Reykjavlk 1 léttskýjaS Bergen 8 rigning Helsinkl 6 rigníng Kaupmarmahöln 6 skýjað Narssaresuaq +11 Iétt8kýjað Nuuk +S skýjað Osló 8 rigning Stokkhólmur 7 skýjað Þórshöfn 1 alydda Algarve 17 þokumóöa Amsterdam 10 rigning Barcelona 16 jiokumóða Berlín 7 þokumóða Chicago 1 anjókoma Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 13 þokumóða Glasgow 9 rigning Hamborg 8 skýjað London 12 rigning Los Angeles 11 alakýjað Lúxemborg 10 rígning Madrid 12 alskýjað Malaga vantar Mallorca 18 skýjað Montreal 2 alakýjað NewYork 6 skýjað Orlando 6 léttakýjað Parfs 11 rigning Madelra 20 skýjað Róm 18 rlgning Vín 1 alskýjað Waahlngton 0 alskýjað Winnipeg +8 alskýjað Neytendasamtökin Spurst fyrir um verðhækkanir fer ðaskr ifstofa Dæmi um hækkun eftir gengisfellingu þrátt fyrir fyrirframgreidslu FJOLDI fyrirspurna hefur borist til Neytendasamtakanna vegna verðhækkunar á ferðum til útlanda vegna gengisfellingarinnar. Að sögn Elfu Bjarkar Benediktsdóttur hjá Neytendasamtökunum eru fyrirspurnirnar tengdar því að verð á ferðum hefur hækkað eftir að gengið var fellt, enda þótt þær hafi verið greiddar að mestu fyrir gengisfellinguna. Elva Björk sagði að slík af- greiðsla væri ekki í samræmi við þá túlkun sem Neytendasamtökin hafí á þriðju grein í skilmálum Félags íslenskra ferðaskrifstofu- eigenda. Þar sé tekið fram að sé búið að greiða 50% eða meira inn á ferð sé sá hluti verðtryggður sem greiddur hafi verið. Þetta komi fram í öllum bæklingum frá öllum ferðaskrifstofum. Tilteknu máli af þessum toga hefur verið beint til Neytendasam- takanna en formleg kæra ekki borist. Þau svör fengust hjá sam- tökunum að ef umrædd ferðaskrif- stofa leiðrétti þetta mál ekki sjálf yrði það tekið fyrir hjá kvörtunar- nefnd um ferðamál, sem Neytenda- samtökin reka í feamvinnu við Fé- lag íslenskra ferðaskrifstofueig- enda og samgönguráðuneytið. Tugur fyrirspuma um svipuð mál hefur borist Neytendasamtökun- um. Elfa Björlq sagði að íjölmargar fyrirspumir hefðu borist til Neyt- endasamtakanna eftir £engisfell- inguna og augljóst væri að neyt- endur væru vel á verði gagnvart verðbreytingum. Vakiiaði við að mús nagaði höndina Miðhúsum. í ÓVEÐRINU í síðustu viku var mikið að gera hjá starfsmönn- um Orkubús Vestfjarða, en mikið var um bilanir á Gilsfjarð- ar- og Vestfjarðalínu. Einn starfsmaður Orkubús- ins, rafvirki frá Búðardal, var búinn að leggja nótt við dag eins og aðrir starfsmenn við að berja klaka af línum og hengja þær slitnu upp. Hann hugðist nú hvíla sig um stund í stöð Orkubúsins í Geiradal en þar er aðstaða til að leggja sig. Þar sem loftræsting er þar léleg sklldi hann eftir smá rifu á hurðinni svo loftskipti yrðu næg. Þar sem þreytan var orðin mikil sofnaði starfsmaðurinn fast og þá dreymdi hann að hann væri að stinga hendinni inn í skáp og þá biti stór padda í hönd hans. Við þetta vaknaði hann og sá að mús var byrjuð að naga hönd hans. Starfsmaðurinn brá skjótt við og drap músina. Hann sýndi lækni bitið því að bit nagdýra geta verið hættuleg vegna þess að þau lifa á öllu sem tönn á festir og geta því verið sýklaber- ar. Hér vestur frá er mikið um mýs og meira en ætla má eftir frekar kalt og rakt sumar. Hins vegar eru mýs afar fijósamar. Meðgöngutími þeirra er 24 dag- ar og eiga þær fjóra til sex unga í einu og kynþroska eru þær fjögurra vikna. - Sveinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.