Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR :i. UESEMBKR 1992
k
Alþjóða nátt-
úruverndar-
samtökin WWF
eftir Sturlu
Friðriksson
Alþjóðasamtök um náttúruvernd
voru stofnuð árið 1961. Samtökin
höfðu í upphafi einkum tvennt á
stefnuskrá sinni: 1. að safna fé, sem
varið skyldi til náttúruvemdar og
2. að vekja fólk til meðvitundar um
mikilvægi þess að bjarga tegundum
dýra og plantna frá útrýmingu.
Brátt kom í ljós, að vistkerfi jarð-
ar höfðu afgerandi þýðingu fýrir
afkomu tegundanna. Fóm samtökin
þá að láta sig varða vemdun heim-
kynna þeirra tegunda, sem vom í
útrýmingarhættu og að lokum tóku
samtökin að sinna náttúmvemd
almennt, þar sem sýnilegt var að
vemdun umhverfís hefði veigamikla _
þýðingu fyrir velferð alls mann-
kyns.
Samtökin stuðla nú að vemdun
ýmissa sjaldgæfra lífvera og bú-
svæða þeirra eða séstæðra náttúm-
undra og reyna að afla þekkingar
á og stuðla að vemdun þýðingar-
mikilla þátta í Iífheimi jarðar. Þau
verja árlega miklu fé til styrktar
rannsókna á þessum sviðum. Má
nefna athuganir á dýmm í útrým-
ingarhættu og könnun á lífheimi
þeirra, á áhrifum mengunar í jarð-
vegi, hafí og andrúmslofti og á stór-
felldri röskun umhverfis af völdum
eyðingar skóga eða uppþurrkun
votlendis.
WWF em alþjóðasamtök án ríkis-
styrkja. Er um að ræða sjóð, sem
veitir fé til umhverfisvemdar er
byggir afkomu sína eingöngu á
ftjálsum framlögum. Aðalstöðvar
sjóðsins eru í Sviss, en víða um
heim eru félög sem sjá um fjársöfn-
un á afmörkuðum svæðum. Alls
hefur sjóðurinn varið yfir 100 millj-
ónum dollara (6.000 milljónum
Kveikt á
jólatré í
Kringlunni
TENDRUÐ verða ljósin á jóla-
tré Kringlunnar, sem er mynd-
arlegur þinur úr Hallormsstað-
arskógi, fimmtudaginn 3. des-
ember kl. 17.30. Byggingavöru-
verslun Kópavogs gefur tréð.
Böm úr fímm ára bekk ísaks-
skóla verða við athöfnina og
kveikja.á ljósunum á trénu. Einnig
mun Skólakór Kársness syngja við
jólatréð en stjómandi kórsins er
Þórunn Bjömsdóttir. Þá verða full-
trúum Bamaspítala Hringsins af-
hentur afrakstur af smápeningum
sem viðskiptavinir Kringlunnar
hafa kastað í gosbrunna hússins
á þessu ári.
í desember verður afgreiðslu-
tími Kringlunnar lengri en venju-
lega og einnig er opið á sunnudög-
um til jóla. Laugardaginn 5. og
12. desember verða verslanir opn-
ar til kl. 18, sunnudagana 6., 13.
og 20. desernber verður opið frá
kl. 13 til 17. Laugardaginn 19.
og þriðjudaginn 22. desember er
opið til kl. 22. Á Þorláksmessu er
opið til kl. 23 og á aðfangadag
er opið frá kl. 9 til 12. Aðra daga
í desember er opið í Kringlunni
eins og venjulega þ.e. til kl. 18.30
mánudaga til fimmtudaga en
föstudaga til kl. 19, Veitingastaðir
hússins em alltaf opnir lengur en
verslanirnar.
(Úr fréttatilkynningu)
króna) til náttúruvemdar og hefur
hann styrkt yfír 400 verkefni í 130
löndum.
Sjóðurinn er efldur á ýmsa vegu:
Mesti hluti fjárins kemur frá al-
menningi, sem gefur fé til sjóðsins
með ýmsum hætti. Höfuðstöðvam-
ar í Sviss voru til dæmis gjöf eins
manns. Vísindamenn og uppfræðar-
ar gefa vinnu sína af áhuga. Marg-
ir listamenn gefa verk sín í þágu
samtakanna. Hljómleikar eru
haldnir og listaverk boðin upp til
sölu í fjáröflunarskyni. Verksmiðju-
Sturla Friðriksson
eigendur og aðrir framleiðendur sjá
sér hag í því að styrkja samtökin
í að stuðla að myndun heilnæmara
umhverfis ýmissa svæða og við-
„Er því þakkarvert að
Póstur og sími hér á
landi gefur nú út þessi
sérstæðu og eftirsókn-
arverðu frímerki til
ágóða fyrir gott mál-
efni.“
skiptamenn vilja veita fé til verk-
efna sem leitast við að bæta lífsaf-
komu manna í framtíðinni. Mörg
félög og aðilar sem fást við mennt-
un og skólastörf styrkja þann þátt
samtakanna sem lýtur að upp-
fræðslu um umhverfísvemd. Þá
hefur fjöldi framleiðanda gert
samning við samtökin um að veita
þeim hluta hagnaðar sem fæst við
að varningur fær að nota nafn sam-
takanna, WWF, og merkið, sem er
mynd af Panda-bimi. Er af þessu
samstarfí gagnkvæmur ágóði.
Ríkisstofnanir geta óbeint styrkt
WWF-samtökin með því að láta slá
mynt eða prenta frímerki, sem
höfða til náttúruverndar og selja á
fijálsum markaði. Söfnurum út um
allan heim þykja slíkir gripir sérlega
eftirsóknarverðir og verðmætir.
Eykur þessi samvinna sölu um-
ræddrar vöm sem gefur framleið-
anda góðan hagnað, en WWF fær
sína þóknun fyrir framlagið á nafn-
inu og merkinu. Á þann hátt hafa
ýmsar þjóðir styrkt samtökin og
um leið haft sinn ágóða af samstarf-
inu.
Aukinn áhugi fólks fyrir velferð
umhverfísins veldur því að stöðugt
fjölgar umsóknum til WWF-sjóðsins
sem sýnir að mikil þörf er á því að
samtökin séu efld. Er því þakkar-
vert að Póstur og sími hér á landi
gefur nú út þessi sérstæðu og eftir-
sóknarverðu frímerki til ágóða fyrir
gott málefni, verndun umhverfís til
heilla öllu jarðlífí og þar með mann-
kyninu.
Höfundur er n&ttúrufræðingur og
fulltrúi WWF-sjóðsins.
• i tkWMH
B*. »
W
|v
m
* > ) I I * t t t t » » » H 1 4
//»»»»»»#»»»* II 1 1
<////##»*»*#. 1' 1 1
‘f V,....... I, I ’
A M B RA
ÞAR SEM VERÐ OG GAEÐI
FARA EKKI SAMAIU
Þú færð mun meira en þú borgar fyrir þegar þú kaupir AMBRA tölvur, því þær
eru vandaðri og öflugri en verðið gefur til kynna.
Það er því engin furða hvað AMBRA hefur verið gríðarlega vel tekið, bæði af
fyrirtækjum og einstaklingum. Komdu í Nýherja og kynntu þér hvað þú færð
stórkostleg gæði fyrir skemmtilega lágt verð.
LOKSINS FÆRÐU TÖLVU ÞAR SEM VERÐ OG GÆÐI FARA EKKI SAMAN
v.
Í||i
■V
Tegund Örgjörfi Tiftiðni Minni Diskur Skjár Tengi- raufar Stgr. verð
AMBRA Sprinta 386SX 25MHz 4MB (16MB) 80MB 14" SVGA 3 98.000
AMBRA Hurdla 386SX 25MHz 4MB (16MB) 160MB 14"SVGA 6 131.000
AMBRA Sprinta 486SX 25MHz 4MB (32MB) 106MB 14" SVGA 3 138.000
AMBRA Sprinta 486SX 25MHz 4MB (32MB) 212MB 14" SVGA 3 157.000
AMBRA Sprinta 486DX 33MHz 4MB (32MB) 106MB 14" SVGA 3 166.000
AMBRA Hurdla 486DX 33MHz 4MB (32MB) 106MB 14" SVGA 6 173.000
AMBRA Hurdla 486DX 50MHz 4MB (32MB) 106MB 14"SVGA 6 199.000
(D
Wm'
.4
A M B R'-A
Raðgreiðslur KAUPLEIGUSAMNINGAR
NÝHERJI
SKAFTAHLlÐ 24 • SlMI 69 77 00 & 69 77 77
AUtafskrefi á undan