Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER
Bróðum
komo. . .
Borðin svigna
undan gimileg-
um réttum á jóla-
hlaðborðum. Alls
staðar er síld og
hangikjöt ásamt
öðra lostæti frá
ýmsum löndum.
Jólahlaðborð
glæða miðbæinn lífi
MARGIR veitingastaðir í gamla bænum halda þeirri venju að bjóða
jólahlaðborð í desember. Alls staðar er fjölskrúðugur matseðill, en
þó misjafn eins og verðið, sem er frá 1.250 til 2.340 kr.
Síldarréttir og eftirréttir eru alls
staðar á borðum. Af gefnu tilefni
skal tekið fram að hér er hvorki
um verð- né gæðakönnun að ræða,
heldur upplýsingar til þeirra sem
hyggjast setjast að jólahlaðborði í
hjarta Reylqavíkur.
«*SKÓLABRÚ
Alþjóðlegt hlaðborð: Pate, sjávar-
og fiskréttir eru m.a. á borðum.
Sænsk jólaskinka, hangilqot og
grísakjöt framreitt á ýmsa vegu, auk
5 tegunda af ostum og öðru eins af
ostakökum. Boðið er franska upp-
skeruvínið frá Beaujolais.
í hádegi: 1.595 kr.
Á kvöldin 2.195 kr.
LÆKJARBREKKA
Jólamatur frá Norðurlöndum er
fyrirferðarmestur á þar er m.a. er
hangikjöt, danska svínasteik og
sænskan jólagraut auk margra kjöt-
og fiskrétta. Píanóleikari leikur á
flygil og ýmsar uppákomur verða
með reglulegu millibili.
Frítt fyrir 6 ára og yngri.
Hálft gjald fyrir 7-12 ára
í hádegi: 1.290
Á kvöldin: 1.890
NAUSTIÐ
Um helgar er leikið fyrir dansi að
lokinni máltíð. Jólahlaðborðið er með
íslensku ívafí, sviðasulta og hangi-
kjöt eru meðal rétta ásamt villigæsa-
leggjum, kjötbollum og ýmsum rétt-
um úr svínakjöti.
I hádegi: 1.650
Á kvöldin: 2.340
JÓNATAN MÁVUR
Jólasveinn gefur yngstu gestunum
smágjafir og tónlistarmenn á staðn-
um annast tónlistina. Á hlaðborði er
t.d. reyksoðinn fiskur, loðna og sard-
ínur, hangikjöt, pottréttir úr villi-
bráð, kjötbollur og kalkúnn. Boðið
er uppá snaps af ákavíti.
í hádegi: 1.500 kr.
Á kvöldin 2.100 kr.
GAUKUR Á STÖNG
Hlaðborðið er fimmtud.-sunnud. og
ber danskan svip, skinku, andapate,
kanínu-og svínasultu svo eitthvað sé
nefnt. Boðið er uppá jólapúns og
eplaskífur. Tilboð á mat og miða á
sýningu Alþýðuleikhússins, Hræðileg
hamingja, sem sýnd er í Hafnarhús-
inu, er 2.440 kr.
Á kvöldin: 1.490
CAFE ÓPERA
Pate, pasta og hangilqot eru með-
al rétta. Hreindýrabuff og villibráð
eru líka á borðum ásamt roastbeefi,
kalkúnabringum og reyktu grísalæri
svo eitthvað sé nefnt. Boðið er uppá
jólaglögg.
I hádegi: 1.250
Á kvöldin: 1.950
HÓTEL HOLT
Ekki er eiginlegt hlaðborð á Hótel
Holti, en í desember er jólahádegis-
verður. Máltíðin er þríréttuð og má
velja milli §ögurra forrétta, 5 aðal-
rétta og tveggja eftirrétta. Meðal
forrétta er Anda-terrine, en lunda-
bringur, hreindýrasmásteik og
steiktur búri eru meðal aðalrétta.
Boðið er uppá jólapúns.
I hádegi: 1.395 kr. BT ■
Á TILBOÐSSTALLI matvöru-
verslana kennir ýmissa grasa
nú i jólamánuðinum. Hér eru
tekin nokkur dæmi um vörur,
sem eru á helgartilboðum mat-
vöruverslana þessa dagana og
hægt er að gera góð kaup í.
BÓNUS
SS piparnautasteik...1.079 kr./kg
Sykur, 1 kg....................34 kr.
Nopa-þvottaefni, 3 kg.....255 kr.
SS-pylsupakki með 20 pylsum, 10
brauðum, SS-sinnepi og Heinz-tóm-
atsósu........................749 kr.
FJARDARKAUP
Nautaþakk.....................495 kr./kg
Kjúklingar....................495 kr./kg
Lambakótilettur...............595 kr./kg
Nóa-konfekt, 1 kg.......1.795 kr.
MIKLIGARDUR
Nautagúllas...................695 kr./kg
Better Value jarðarbeijasulta, 900
g..............................99 kr.
Juvel-hveiti, 2 kg.............54 kr.
Cirkil, dansktgæðakaffi, 500 g
.........................128 kr.
HAGKAUP
Rækjur frá Dögun.....469 kr./kg
íslenskt hvítkál.....79 kr./kg
Hreins sápukrem, tvö saman 199 kr.
Þijár gerðir af Frón-jólasmákökum
.....................129 kr.
KAUPSTADARBÚÐIRNAR
Pólsk jarðarber, heildós.....79 kr.
Hytop-ferskjur, heildós.....139 kr.
Ritzkex......................69 kr.
Panda-konfekt, 600 g........896 kr.
Kaupstaðarbúðirnar og 11-11-
búðimar bjóða síðan upp á eitt
ákveðið kjöttilboð á hveijum föstu-
degi í desember sem forsvarsmenn
verslananna hafa ákveðið að upp-
lýsa ekki um fyrr en á fimmtudags-
kvöldum. ■
Hert eftirlit
með innflutningi smokka
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ vinnur að því að gera eftirlit með
innflutningi smokka virkara en nú er. Hefur það óskað eftir
við tollayfirvöld að sérstakt tollnúmer verði tekið upp fyrir
smokka, en nú eru smokkar tollflokkaðir með öðrum gúmmí-
vörum sem gerir eftirlit með innflutningi þyngra í vöfum.
Engar gæðaprófanir eru gerð-
ar á smokkum og hafa innflytj-
endur það í hendi sér hvaða teg-
undir þeir setja á markað. „Við
vitum ekki til að hér séu seldir
smokkar sem hafa ekki erlenda
viðurkenningu, engar kvartanir
hafa borist. Fundir voru með
innflytjendum þegar alnæmi fór
að gera vart við sig og varð að
samkomulagi að menn héldu sig
við viðurkennd vörumerki með
öruggan gæðastimpil. Síðan
hafa þeir sent embættinu gæða-
vottorð frá viðurkenndum stofn-
unum erlendis. Rætt er um að
fá sérstakt tollnúmer yfír
smokka svo að ekki séu fluttir
inn smokkar, sem standast ekki
gæðastimpla,“ segir Matthías
Halldórsson, að-
stoðarlandlæknir.
Neytendastofnanir
víða á Vesturlöndum
hafa gert gæðak-
annanir á smokkum
og hafa þær komið
misvel út. Franska
heilbrigðisstjómin
bannaði 6 tegundir
eftir gæðakönnun
neytendasamtak-
anna þar. Alþjóða-
neytendasamtökin
gerðu rannsókn á yfír
100 tegundum í 7
löndum fyrr á þessu
ári. Hún sýndi að
margar tegundir
veita ekki áreiðan-
lega vöm gegn alnæmi. Þetta
átti einkum við um smokka á
markaði í löndum þriðja heims-
ins. Ástandið reyndist best í
Hollandi. „Aðalatriðið er að á
komist á virkt eftirlit með inn-
flutningi smokka svo neytendur
séu tryggðir gegn tegundum sem
sannað er erlendis að em alls
ekki nógu góðar,“ segir Kjartan
Valgarðsson smokkainnflytj-
andi.
Sala á smokkum hér tvö-
faldaðist í kjölfar eyðni og áróð-
urs fyrir notkun smokksins.
Lengi vel var salan 200 þús.
smokkar á ári, en fór fljótlega
upp í 400 þús., sem er mun
minna en hjá nágrannaþjóðum.
Árið 1989 vom 449.034 smokkar
seldir. Ári síðar 457.241 og í
fyrra dró lítillega úr sölu, seldir
436.826 smokkar. Skv. upplýs-
ingum landlæknisembættis er
yfirgnæfandi meirihluti smokka
á markaði í besta gæðaflokki og
fara þar fremst vörumerkin
Durex og RFSU. Einnig World
Best, Wapa, Protex og Maximum
sem hafa öll erlenda gæðast-
impla. „Þess ber þó að gæta að
það er ekkert 100% í þessu lífí.
IPteriöran táfi ú tnunpnD {goníuiiiv,
sisimnr
teítteu^íwv, .nínair yímangjrí
aöíuni'
tfnun -i
Lhionimóinii.
Smokkar geta bilað — jafnvel
smokkar í hæsta gæðaflokki,"
segir landlæknir.
Að lokum má geta þess að
útsölustöðum smokka hefur
fjölgað til muna síðan alnæmi
kom til sögunnar, en fyrir utan
að fást í apótekum eru þeir fáan-
legir á flestum bensínstöðvum
og skemmtistöðum. ■
JI
VERDKÖNNUN
VIKUNNAR
Persónuleg jólakort
eru samkeppnishæf í verði
JÓLAKORT með Ijósmyndum eiga miklum vinsældum að fagna og
hefur sala slíkra korta aukist á undanförnum árum. Ef einhverjir
halda að þau séu dýrari en venjuleg kort, er sá munur ekki mikill,
samkvæmt þeim upplýsingum sem Neytendaopna Morgunblaðsins
aflaði sér. Fyrir utan að vera mun persónulegri en önnur kort, er
verðið hreint ekki sem verst „enda ríkir mikil samkeppni í þessum
bransa“, eins og einn kaupmaður orðaði það. Og hann bætti við:
„Menn eru í raun að gefa þessi kort. Það kostar 41 kr. að búa til
hverja mynd og kortið ásamt umslagi kostar 22,50 kr. með virðisauka-
skatti i innkaupum eða alls 63,50 kr. Á sama tíma eru menn að selja
þetta út á lægra verði.“
Ekki er óalgengt að ýmis félaga-
samtök bjóði til sölu hefðbundin
jólakort á 40-60 krónur. Þá virðist
verð á jólakortum í verslunum vera
eins misjafnt og þau eru mörg. Til
dæmis kosta stök kort í einni bóka-
búð frá 28 kr. upp í 150 kr. og í
sömu búð kosta tíu korta pakkar
frá 295 kr. til 478 kr. í annarri
bókaverslun kosta stök kort frá 85
kr. til 300 kr. og fímm til tíu korta
pakkar frá 250 kr. í 500 kr.
Algengt er að framköllunarfyrir-
tæki bjóði upp á jólakort með mynd,
sem viðskiptavinur velur úr eigin
myndasafni. Neytendaopnan kann-
aði verð á nokkrum stöðum, en tek-
ið skal fram að hér er aðeins um
stikkprufu að ræða því þjónustuað-
ilar eru mun fleiri. Innifalið í verði,
sem hér er birt, er fjölföldun mynd-
ar, kort með texta og umslag. Oft-
ast eru umslögin með gylltri, áletr-
aðri jólamynd.
Verslanir Hans Petersen bjóða
sex gerðir af jólakortum, 10 x 15
cm, á þrenns konar verði, 69 kr.
75 kr. og 85 kr. Lágmarkspöntun
er 10 kort, en ef pöntuð eru 30
stykki eða fleiri fæst 10% afsláttur.
15% afsláttur er gefínn á 50 kort
og 20% afsláttur á 100 kort. í gegn-
um árin hefur hluti andvirðisins
/mz
Gleðileg jól
fnrurlr kommdi ár
*$> /íáu,
runnið til einhvers
tiltekins líknarfé-
lags og í ár renna 5
kr. af hveiju korti
til Gigtarfélags ís-
lands.
Verslunin Fram-
köllun á stundinni,
Ármúla 30, er með
sjö tegundir jóla-
korta, 10 x 15 cm,
og kostar hvert 60
kr. 5% afsláttur er
á 50 kort og 10%
afsláttur á 100 kort.
Verslunin Mið-
bæjarmyndir, Lækj-
argötu 2, selur fjór-
ar tegundir 10 x 15
s