Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 38

Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 38
3»_________________ _______ MORGUNBLADIÐ KIMMTUD.AQ.UB 3. DESKMBEK 1992 Indriði Einars- son - Minning Fæddur 30. janúar 1971 Dáinn 21. nóvember 1992 Á meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Þessi orð eru í ljóði Tómasar Guðmundssonar sem hann orti að vini sínum Jóni Thoroddsen látnum og þau koma í huga mér nú þegar ungum vini, með innan við tvö ár um tvítugt, er fyrirvaralaust kippt burt úr lifendaheiminum. Ungur maður með framtíðina fyrir sér, vonimar að byija að springa út, ævistarfíð varla hafíð. Ungur, lifs- glaður og kappsamur og langaði áreiðanlega til að lifa lengi, lengi. Það er gott að við vitum ekki hve mörg komin í tímaglasinu em. í tímaglasinu hans hafa þau síðustu nú sáldrast niður. Ég kynntist Indriða komungum dreng, þegar mamma hans gekk til liðs við Félag einstæðra foreldra. Næstu ár voram við einlægt með yngstu krakkana okkar í för f alls konar starfí fyrir félagið. Indriði var fallegur krakki, fyrirferðarmikill og uppátektarsamur, skýr og skapmik- ill. Orkan virtist óþijótandi. Seinna beindist áhugi hans að íþróttaiðkun og þar fékk krafturinn í honum holla útrás og árangurinn lét ekki á sér standa. Ungur maður var hann gjörvileg- ur útlits, hár vexti og bjartur yfírlit- um, sór sig í andliti í svipsterka föðurætt. Við létum oft ganga athugasemd- ir á milli og ekki síst gagnkvæmar skýringar af því við áttum sljömu- merkið sameiginlegt og fannst við eiga auðvelt með að skilja ýmislegt í fari hins sem ekki var að okkar dómi alltaf metið að verðleikum. Við höfðum bæði lúmskt gaman að þessu. Indriði ólst upp í Skipasundinu ásamt systur sinni. Foreldrar Ind- riða, Stella Jóhannsdóttir og Einar Benediktsson, sem lést fyrir nokkr- um áram, höfðu þá slitið samvistir. Milli þeirra mæðginanna var vænt- umþykja og trúnaður sem fór ekki framhjá þeim sem kynntist fyöl- skyldunni. Hann var vinmargur og mér fannst heimilið í Skipasundi stundum eins og hálfgerð félagsmið- stöð, þar sem alltaf var pláss fyrir vini og allir vora velkomnir. Ef fleiri bættust við var bara staflað meira og þótti ekki annað en sjálfsagt. Þrátt fyrir opið fas held ég að Indriði hafí um margt verið dulur og veifaði ekki tilfinningum sínum framan í hvem sem var. Hann var tryggur vinum sínum og þeim hjart- fólginn eins og hefur sýnt sig þá daga sem era liðnir frá láti hans. Gamalt orðtak segir að tíminn lækni öll sár. Kannski og kannski þó ekki. Tíminn græðir en ör er eftir. En smám saman mildast sorg og gerir þeim kleift, sem syrgja nú, að lifa með henni. Ég sendi stúlkunni hans, Auði, sem honum þótti ákaflega vænt um og hugsaði sér ekki framtíðina nema hún væri með honum, kærar kveðj- ur mínar, Amdísi systur hans og Einari litla frænda. Og öllum þeim sem þótti vænt um hann. Stellu vin- konu minni bið ég þess að hún finni sorginni og söknuðinum seinna þann farveg að hún fái undir því risið. Jóhanna Kristjónsdóttir. Það var laugardaginn 21. nóvem- ber sl. að Ingvar sonur minn hringdi frá Möltu þar sem hann dvaldi, til að tilkynna að æskuvinur hans Indr- iði hefði orðið bráðkvaddur á heim- ili þeirra félaga þann dag. Það var eins og jörðin hefði stöðv- ast. Var ég að heyra rétt? Var ekki um einhvem misskilning að ræða, eða var mig kannski bara að dreyma þetta? Guð minn góður — ekki láta þetta vera satt. En sannleikurinn var sá að elsku vinur okkar, aðeins tuttugu og eins árs, var farinn frá okkur. Ég sagði syni mínum að ég kæmi með fyrstu vél út til hans, en hann sagði: „Mamma, ég fer ekki héðan nema Indriði komi heim með okkur. Ég fer ekki frá honum.“ Og svona fór það. Viku seinna lentum við á Keflavíkurflugvelli. Það var mikill léttir að vera loksins komin heim. Lífið er sannarlega óútreiknan- legt, já oft virðist það jafnvel órétt- látt. Fótboltinn var líf þeirra strák- anna. Það komst ekkert að nema fótboltinn. Ég man þegar Ingvar minn var 6 ára gamall og Indriði 7 ára, þeir vora úti á fótboltavellinum, daginn út og daginn inn. Hvað þeir gátu sparkað boltanum endalaust. Þeir vora „bestir" og ætluðu að vera það áfram. Draumurinn var að verða atvinnumaður í útlöndum. Þeir stefndu að því. Ætluðu að verða frægir og sjá alveg um sig og Stellu, móður Indriða, í framtíðinni. Þeir félagar fengu að upplifa drauminn stóra, þó það stæði stutt yfír. Indriði hafði verið á Möltu í tæplega tvo mánuði og var þegar orðinn frægur maður. Ingvar hafði ekki verið nema viku á Möltu og spilaði með öðra liði. Já, draumurinn stóð stutt yfír, en hann rættist. Nú spilar Indriði annars staðar. Ingvar sagði mér að þótt hann hefði aðeins verið í eina viku með Indriða úti, þá hefði þetta verið hamingjuríkasti tími sem þeir félagar hefðu átt sam- an og að Indriði, blessaður vinur okkar, fór héðan hamingjusamur maður. Nú er tómt hjá Ingvari. Hann hefur tapað hluta af sjálfum sér. Hann á eftir að sakna símtalanna eftir hvern einasta leik sem þeir spiluðu hvor í sínu liðinu. En Ingvar huggar sig við það að hann hefur verið sendur til Möltu til að vera hjá besta vini sínum síðustu dagana í lífí hans. Ég bið algóðan Guð að gefa Stellu, unnustunni, fjölskyldunni og Ingvari mínum styrk í þessari miklu sorg. Og ég vil þakka elsku Indriða fyrir einlæga vináttu hans við Ingv- ar. Guð blessi minningu hans. Ég veit þú, Guð, mín gætir hér í gieði, sorg og þraut og glaður mun ég gefast þér þá gengin er mín braut. (Ingibjörg R. Magnúsdóttir.) Anna Thordarson. Það var mikil harmafregn er ég heyrði af andláti Indriða Einarsson- ar. Indriði var vinur og félagi Krist- ins sonar míns, og léku þér fótbolta hjá knattspymufélaginu Fylki í Reykjavík. Indriði hóf sinn íþróttaferil hjá Þrótti í Reykjavík og stundaði bæði handbolta og fótbolta. Fylgdist ég með honum í gegn um yngri flpkka Þróttar, þar sem Þróttur og Fylkir háðu oft harða baráttu á vellinum. Það var ekki hægt annað en að taka eftir Indriða, vegna þess hve fyrir- ferðarmikill hann var og alltaf var hann með hóp af drengjum í kring- um sig. Hann var harður í hom að taka og með mikið keppnisskap. Á þessum árum líkaði mér ekki alls- kostar við þennan ólátabelg. Það var ekki fyrr en nokkrum áram seinna er Indriði fór að vinna hjá Tómasi manni mínum í Kj'ötsöl- unni hf. að ég kynntist honum. Sá ég þá að þar fór góður drengur og einlægur. Síðar þegar hann hóf að spila fótbolta með Fylki og varð tíður gestur á heimili mínu, sá ég enn betur hvem mann hann hafði að geyma. Alltaf kátur og hress, alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Eftir að Indriði fór til Möltu hafði ég oft samband við hann og sagði honum helstu Fylkisfréttir að heim- an og þótti honum vænt um það. Indriði var vinur strákanna „okk- ar“ úr Fylki, en hann var einnig vinur minn og fjölskyldu minnar og er hans sárt saknað. Ferðir okkar era mislangar og leiðir skiljast. Ándartak átti ég sam- leið með Indriða, en minningin um góðan dreng lifír. Ég votta fjölskyldu hans og unn- ustu mína dýpstu samúð. Asa. Menn setti hljóða í félagsheimili íþróttafélagsins Fylkis laugardag- inn 21. nóvember þegar þau tíðindi spurðust frá Möltu að Indriði hefði látist þá fyrr um daginn, skömmu eftir að hann kom heim af æfíngu þá um morguninn. Hvernig má það vera að svo ung- ur maður, hraustur og fullur af lífs- krafti, deyja svo skyndilega? Það er von á slíkum stundum að menn hugsi; vegir Guðs era órann- sakanlegir og þeir deyja ungir sem guðimir elska. En það hjálpar samt lítið þegar einhver deyr sem maður þekkir vel og þykir vænt um. Indriði gekk til liðs við okkur Fylkismenn sumarið 1989, þá leik- maður í öðram aldursflokkki, og vakti þá strax athygli fyrir styrk- leika sinn og fjölhæfni á vellinum. Sumarið eftir var hann kominn í meistaraflokk félagsins og nú í sum- ar sem leið náði hann þeim áfanga að spila 50 meistaraflokksleiki. Indriði lék einn leik með 21. árs landsliði íslands, en stefndi að því ótrauður að komast í A-landslið, og ræddum við oft um það hvort væri heppilegra fyrir hann að vera vam- armaður eða framlínumaður með það í huga, en báðum stöðunum gat hann skilað mjög vel, slík var fyöl- hæfni hans í knattspymunni. Um síðustu áramót bauð ég Indr- iða að starfa með sér í rafvirkjun og kanna hvort það vekti hjá honum áhuga um framtíðarstarf. Við unn- um svo saman fram á mitt ár, og var samstarfíð mjög gott, því Indr- iði var góður verkmaður og óað- finnanlegur vinnufélagi, og þar sem við áttum sameiginlegt áhugamál, þ.e.a.s. knattspymuna, höfum við óþijótandi umræðuefni. Það var okkur Fylkismönnum mikið gleði- efni í haust að geta stuðlað að því að þrír ungir menn úr meistara- flokki félagsins fóra utan til vetr- ardvalar og knattspymuiðkunar á hlýrri slóðum, meðan snjór og frost hylur ísland. Ég er viss um að Indriði hefur verið ánægður þar sem hann var búinn að koma sér fyrir á Möltu í sól og hita og var að gera það sem honum þótti skemmtilegt, en fljótt skipast veður í lofti, og heimkoma Indriða er með öðram hætti en nokkur gat átt von á. Ég bið góðan Guð að blessa hann og varðveita á hans nýju slóðum. Móður hans, systur, unnustu og litla frænda sendi ég og fjölskylda mín innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Sigurðsson, Helga Geirsdóttir. Komdu strax til Stellu, hrópaði konan mín með grátstafínn í kverk- unum. Það hefur eitthvað komið fyrir hann Indriða, hún Stella heldur ■að það sé eitthvað alvarlegt. Innan örfárra mínútna stóðum við í stof- unni í Skipasundinu. Ingvar, besti vinur Indriða, hafði hringt frá Möltu og sagt Stellu að Indriði væri með- vitundarlaus en læknir væri á leið- inni til þeirra. Eftir um hálfa klukkustund náðist loks samband við Ingvar aftur og tjáði hann mér þá titrandi röddu að læknir hefði úrskurðað besta vin sinn og æsku- félaga látinn. Það var sem raf- straumur færi um mig allan. Þetta getur ekki verið satt. Er ég vak- andi. Hvað er að gerast. Sem I leiðslu gekk ég til Stellu og hvíslaði helfregninni að henni. Einkasonur hennar og sólgargeislinn hafði verið kvaddur til annarra heimkynna. Sá er öllu ræður hafði kallað hann til sín. Hvers vegna gerir hann þetta, að beita flugbeittum ljánum undir beltisstað og taka til sín unga og hrausta menn í blóma Iífsins? Hvaða réttlæti er þetta? En þannig er nú blessað lífíð, það eina sem er öraggt er að við förum öll á fund hans fyrr eða síðar. Hann spyr hvorki um aldur né kyn þegar hann kallar. Indriði Einarsson, eða Indi eins og ég kallaði hartn iðulega, fæddist í Reykjavík 30. janúar árið 1971 og lést laugardaginn 21. nóvember. Hann var því tæplega 22 ára gam- all þegar kallið kom. Indriði var sonur Stellu Jóhannsdóttur, Frí- mannssonar frá Gunnólfsvík á Langanesi og Einars heitins Bene- diktssonar lyfsala, Gíslasonar frá Hofteigi. Indriði var alinn upp í Reykjavík og bjó þar alla tíð utan síðustu mánuði, sem hann dvaldi sem atvinnumaður í knattspymu á eyjunni Möltu í Miðjarðarhafínu. Þegar Indriði var tveggja ára gam- all slitu foreldrar hans samvistir og ólust hann og Amdís eldri systir hans upp þjá móður sinni. Hálfsyst- ir hans, Ama, ólst upp í föðurhús- um. Þrátt fyrir aðskilnaðinn hafði Indriði alltaf samband við föður sinn og var það honum því þungbær missir er hann lést langt um aldur fram í janúarmánuði árið 1985, aðeins örfáum mánuðum fyrir ferm- ingu Indriða. Frá því Indriði var tveggja ára bjó fjölskyldan í Skipa- sundi 31. Á stundu sem þessari er erfítt að rita um líf Indriða. Það einkennd- ist aftrausti, lífsgleði, bráðskemmti- legri kímnigáfu, hraða og boltum. Ég minnist hrokkinhærða glókolls- ins, sem geislaði af Iífsgleði og var alltaf á fullri ferð. Það skipti ekki máli hveiju nafni boltamir nefnd- ust, þeir fóra að rúlla í Skipasund- inu strax á unga aldri. Þeir vora ófáir munimir sem féllu um koll og þurftu að finna nýjan verastað þeg- ar kappinn var að „æfa“ í stofunni þjá mömmu. Þolinmæði móðurinnar var aðdáunarverð en þama var ein- mitt lagður grannur að því sem síð- ar skilaði sér sem einmuna lagni og list í að meðhöndla knöttinn við ólíklegustu aðstæður. Þegar Indriði hafði aldur til gekk hann til liðs við Þrótt og eyddi þá öllum stundum með félögunum á vellinum. Síðar gekk hann til liðs við Fylki og þá naut sín kunnátta hans og fæmi. Hann var einn af máttarstólpum Fylkis og síðastliðið sumar átti hann mikinn þátt í því að koma Fylki í fyrstu deildina í knattspymu, en þá skoraði hann á annan tug marka. í haust barst honum tilboð um að fara til Möltu, gerast atvinnumaður í knattspymu. Langþráður draumur um að komast í atvinnumennsku erlendis var að rætast. Á Möltu stóð hann sig frábærlega vel og var mik- ið fjallað um afrek hans í þarlendum íjölmiðlum. Eftir að hann lést var sýndur sérstakur þáttur í sjónvarp- inu á Möltu þar sem knattspymu- afrek hans síðustu mánuði voru tí- unduð. Indriði var fyrirmynd ungra drengja í Fylki. Hann var ímynd þess sem þá dreymdi um að verða. Hraustur, sterkur, fljótur, síbros- andi og alltaf að skora mörk. Hvers meira geta ungir drengir óskað sér? En vinsældir hans náðu ekki aðeins til Fylkismanna. Hann var einn af framtíðar knattspymumönnum landsins og í heimi knattspymu- manna vora miklar vonir bundnar við hann. Hans var sérstaklega minnst á nýafstöðnu þingi KSÍ. Mjög náið samband var á milli Indriða og móður hans. Hann virti hana og var henni meira en sonur. Hann var traustur félagi hennar. Hann var vinmargur og ávallt var opið hús hjá Stellu í Skipasundinu. Hún reyndist félögum Indriða sem móðir og án þess að halla á aðra foreldra leyfí ég mér að halda því fram að sumir félaganna hafí treyst Stellu betur fyrir hugðarefnum sín- um og vandamálum en eigin foreldr- um. Hversu mikið hún gaf af sér fyrir drengina sést best á þeirri hlýju og umhyggju sem þeir bera til henn- ar á þessum erfíðu tímum. Á milli heimilis okkar og Skipa- sunds var ávallt mikill samgangur. Raunar má segja að stundum hafí heimilin rannið saman í eina heild. Öll hafa bömin mín gist ófáar næt- ur þar og þegar Indriði var yngri kom ósjaldan fyrir að hann eyddi nóttinni með okkur. Heimsóknimar á aðfangadagskvöld voru alltaf sér- stakar. Eldri bömum mínum var hann traustur félagi, en þó voru yngri börnin sérstaklega hænd að honum. í augum fjögurra ára sonar var Indriði tákn um eitthvað æðra. Æðsti draumur stráksa var að eign- ast Fylkishandklæði. Þegar svo Ind- riði uppfyllti þessa ósk síðastliðið sumar var hann um leið tekinn í dýrlingatölu. Indriði uppfyllti kröfur bamanna, sem við foreldramir vor- um of uppteknir til þess að skilja. Tengslin á milli bamanna okkar og hans vora því ekki aðeins þau að þau væra systraböm heldur litu þau frekar á hann sem bróður. Missir þeirra er því sár og mikill. Á stund- um sem þessari þegar minningamar hrannast upp kemur mér sí og æ í, huga þegar Indriði og Stella heim- sóttu okkur til Bandaríkjanna. Hann var j)á rúmlega fímmtán ára gam- all. I fríinu þreyttist Indriði aldrei á því að reyna að fræða mig um íþrótt- ir. Áhugi minn var ekki mikill, en eftir að hafa ekið frændunum dag- lega á golfvöllinn og þrætt allar helstu sportvöraverslanir bæjarins hafði honum tekist að kenna mér meira um íþróttir en nokkram öðr- um hafði tekist fram að þeim tíma. Verslunarferðimar okkar Indriða á þessum tíma renna mér seint úr minni. Við prúttuðum saman í versl- unum og studdi hann mig ávallt af mikilli festu. Eftir á hlógum við síð- an af öllu saman og höfðum gaman af. En sonur minn sem var með okkur þorði síðan ekki að láta sjá sig aftur í viðkomandi verslunum. Að Indriða stóðu stórar fjölskyld- ur. í stórfjölskyldum eru margir hátíðisdagar. Það er alltaf einhver, sem á afmæli, er að gifta sig eða gefur tilefni til þess að fólk gleðjist og eigi ánægjulegar stundir saman. Því miður er það staðreynd að sorg- ardagamir verða einnig fleiri í slík- um íjölskyldum. Við eram mörg sem getum ekki áttað okkur á þessu sem hefur gerst. Ein er sú manneskja sem hefur stað- ið sig sem hetja á þessum erfiðu tímum og virðist sem hún búi yfír yfimáttúralegum krafti. Þetta er unnusta Indriða, Auður Albertsdótt- ir. Það var unun að fylgjast með því hvemig ástin neistaði á milli þeirra. Ég fylltist krafti, bjartsýni og ánægju í hvert sinn sem ég hitti þau saman. Sem hendi væri veifað vora allir framtíðardraumar þessar- ar dásamlegu stúlku þurrkaðir út. í tóminu situr hún nú með draum- ana um heimsókn til Möltu um jólin og sambúð með hækkandi sól. Megi góður guð veita ykkur Stella mín, Auður, Amdís, Ama og Einar þann styrk sem ykkur er nauðsyn- legur á þessum erfíðu tímum. Hannes Hafsteinsson. Góður vinur okkar og félagi, Indr- iði Einarsson, lést skyndilega hinn 21. nóvember síðastliðinn. Einn okk- ar var skólafélagi hans frá upphafí skólaferilsins, en það var þó fyrst og fremst knattspyrnan sem tengdi okkur traustum vináttuböndum, einkum þó síðustu árin, bæði í æf- ingum og í keppni með félagsliðum okkar, og nú síðast á erlndri grand, þar sem tveir af okkur voru svo heppnir að geta verið með honum á þessu ári, og þar bar lát hans að höndum - staðreynd sem erfitt er að horfast í augu við. Indriði var traustur og góður fél- agi sem auðvelt var að leita til hve- nær sem var. Það var ósjaldan sem við félagamir fóram eitthvað sam- an, og skemmtum okkur ávallt kon- unglega. Með Indriða lentum við í mörgum ævintýrum þar sem ýmis- legt var brallað og verður erfitt að fylla það skað sem fráfall hans í okkar félagahópi hefur í för með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.