Morgunblaðið - 03.12.1992, Side 42

Morgunblaðið - 03.12.1992, Side 42
42 ----------------:---------------- væri kirkjan Guðs hús og að þar væri hlið himinsins að finna. Það sem verkaði einnig sterkt á mig þennan vetur á Ketilsstöðum voru dagleg samskipti við afa og ömmu. Afi tók mig t.d. oftast með sér þegar hann sinnti skepnunum. Þegar ég heyri líkinguna um góða hirðinn verður mér alltaf hugsað til afa. Það er einkum ein minning sem kemur oft upp í hugann í þessu samhengi. Það var á björtum, sól- ríkum vetrardegi að afí tók mig sem oftar með sér í fjárhúsin. Hann lyfti mér upp þegar við vorum komin út á hlað til þess að sýna mér að nú væri þriggja stiga frost. Við geng- um síðan í átti til fjárhúsanna og það marraði í snjónum í hveiju skrefí. Ég man enn þann dag í dag hversu höndin hans var stór og hlý, og hvemig frá honum geislaði þess- um friði og hljóðlátu innri gleði. Miðja vegu til fjárhúsanna stöðvaði hann, leit til fjalls og kallaði. Þá gerðist undrið. Það var eins og kind- umar spryttu upp úr snjó og stein- um, og skyndilega vom þær á hraðri leið niður fjallið og stefndu í áttina til okkar. Þegar Kristur segir „ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þeklqa mig“, þá veit ég hvað hann á við, því að ég hef fengið að horfa á slíkt með eigin augum. Afí var líka að öllu öðm leyti eins og lifandi dæmi um góða hirðinn, sem leggur líf sitt í sölumar fyrir sauði sína — hvað eftir annað. Ekki höfðu samskiptin við ömmu minni áhrif. Hún var kennari og uppalandi af Guðs náð. Hún hafði yndi af því að kenna og fræða, og gerði af svo mikiili hlýju og gleði að það kveikti í manni námslöngun, og þótt ég hafí ekki byijað form- lega skólagöngu fyrr en níu ára MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 hefur þessi innri námslöngun enst mér allt fram á þennan dag. Það sem var einna áhrifamest í fari hennar sem uppfræðara var að hún kom fram við alla sem jafningja. Böm eiga þessu ekki að venjast. Þetta kunnum við bamabömin hennar, og aðrir þeir sem hún tók að sér, vel að meta. Ef hún hins vegar fann inn á „höfðingjahroka" eða stærilæti gat hún verið hvöss og sjálfsagt hefur þá stundum svið- ið undan athugasemdum hennar. Hún neitaði staðfastlega að horfa öðmvísi á náungann en sem jafn- ingja. Amma var líka einstaklega opin fyrir heimi bamsins. Eitt atvik lýsir þessu mjög vel. Ég var nýbúin að uppgötva að bílrúður á fjölskyldu- bflnum virkuðu eins og spéspegill. Á Ketilsstöðum var þegar þetta var stór hluti fjölskyldunnar saman kominn. Þegar maður telur sig hafa uppgötvað eitthvað er það mannlegt eðli að langa að deila því með öðr- um. Ég gekk því á milli fullorðna fólksins og bað hvem og einn að koma og sjá. Einhveijir vom að lesa blað eða bók, aðrir að hlusta á útvarp og enn aðrir að tala sam- an. Enginn hafði tíma til að koma út á hlað. Ég endaði inni í eldhúsi þar sem amma var í óða önn að elda mat fyrir allan mannskapinn. Ég sagði henni frá uppgötvun minni. Það næsta sem ég vissi var að amma dró steikarpönnuna til hliðar á hellunni og gekk með mér út á hlað til að deila með mér þess- ari „miklu uppgötvun". Svona var amma. En hún var ekki aðeins með opið hjarta gagnvart bömum, held- ur gagnvart allri sköpun Guðs — hvort sem það var maríuerlan á hlaðinu og þrösturinn í garðinum eða trén, mnnarnir og bíómin sem hún gróðursetti og nostraði við í garðinum sínum. Hún kenndi mér að njóta fegurðar náttúmnnar og kynnti mér leyndardóma fjalls og Qöm. Þega ég eltist var hún mér ekki aðeins amma, við urðum trún- aðarvinir og sálufélagar. Hjónaband afa og ömmu var kapítuli út af fýrir sig. Hann var glaðlyndur, systkinaelskur, ósér- hlífínn, vinnusamur og duglegur maður, sem naut þess að vera innan um fólk. Hún var aftur á móti frem- ur alvömgefín, gjafmild, gestrisin, opinská og hreinskilin kona, sem kunni ekkert sérstaklega vel við sig í margmenni. Vinnusemina áttu þau sameiginlega því hvomgt taldi sig mega missa verk úr hendi. Þau vom þannig um margt ólíkir ein- staklingar, en náðu að vefa sinn sameiginlega lífsvef þannig að úr varð fögur mynd. Vinkona mín sem sá þau saman fyrir tíu ámm sagði við mig: „Ég held að ég hafí aldrei séð svona falleg hjón.“ Og vissulega vom þau það og höfðu náð því stigi í hjónabandi sínu að orð verða nán- ast óþörf. Heimilislífíð eins og ég kynntist því á Ketilsstöðum einkenndist af friði og ró, hlýju og nægjusemi. Þar var lengst af ekkert rafmagn og því var lesið og spjallað á síðkvöld- um í mildu ljósi olíulampanna. Þar var skilvinda og strokkur í óupphit- uðu herbergi, búrinu, sem var ís- skápur þeirra daga. Ég man hvað okkur krökkunum þótti búrið spennandi herbergi, og hvemig við skiptumst á að strokka fyrir ömmu þegar nægur ijómi hafði safnast. Ég man líka eftir mörgum kynngi- mögnuðum kvöldum á Ketilsstöð- um, þegar Hvammsfjörðurinn og -------------------------------------- himinninn yfír honum mynduðu ólýsanlega fagra heild, og kyrrðin var slík að maður verður aldrei samur á eftir. Eigin tilvera öðlast einhveija dýpt, sem aldrei verður tekin frá manni. Kærleikur og elska er ein dýr- mætasta gjöf lífsins. Afí sagði mér oft frá Ingbjörgu móður sinni, sem ég var reyndar svo lánsöm að kynn- ast. Kærleikurinn, mildin og hlýjan streymdu frá henni eins og sólinni sjálfri. Það er líklega í einu skiptin sem ég sá tár í augunum á afa þegar hann sagði mér frá henni og hjartagæsku hennar. Á sama máta sagði amma mér frá ömmu sinni, Rannveigu. Hún sagði mér að enga persónu í lífinu hafi hún elskað meira, og notið eins mikils kærleiks frá. Hún missti hana þegar hún var átta ára og þá fannst henni að heim- urinn hryndi. En kærleikurinn hafði verið kveiktur og eftir að hún eign- aðist afkomendur sjálf, flutti hún þennan kærleika áfram til sinna. Henni fannst ekkert of gott fyrri böm sín og bamabörn, hvort sem það vom makar eða veraldleg gæði. Allir hennar afkomendur skyldu fá það allra besta. Ég man enn eftir því þegar hún fór að fá ellilífeyri hvernig hún safnaði honum, kom síðan suður til Reykjavíkur og keypti rausnarlegar gjafir handa öllum fjölskyldunum fímm. Krist- alsskálin sem hún gaf foreldrum mínum var á þeim tíma mesti dýr- gripur heimilisins. Hún amma hugs- aði svo stórt, og ætíð síðast um sjálfa sig. Á hveiju ári frá því að ég man eftir mér voru Ketilsstaðir fyrir- heitna land hvers sumars. Fagnað- artilfínningin þegar lagt var af stað vestur átti á þeim árum engan sinn + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNÞÓR GÍSLI BJARNASON frá Hoftúni, Stokkseyrarhreppi, er lést 29. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Sigþóra Sigurðardóttir, Unnur Sigrún Bjarnþórsdóttir, Þorlákur Marteinsson, Guðrún Bjarnþórsdóttir, Hilmar Þröstur Sturluson, Birna Bjarnþórsdóttir, Ingólfur Skúlason og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON, Aðalstræti 68, Akureyri, er lést 29. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Kolbrún Magnúsdóttir, Auður Magnúsdóttir, Sverrir Leósson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Reykjavíkurvegi 25a, Reykjavik, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 1. desember. Einar Sæmundsson, Sigrún E. Einarsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Ásbjörn Einarsson, Jóna Guðbrandsdóttir og barnabörn. + Ástkær og elskulegur sonur okkar, bróðir, unnusti og faðir, LÚÐVÍK HAFSTEINN GEIRSSON, Ásbúð 36, Garðabæ, andaðist 29. nóvember sl. Guðrún Bjarnadóttir, Geir Lúðvfksson, Björg Geirsdóttir, Þórður Þórisson, Svandís Geirsdóttir, Arnar Hjaltested, Jóna Bjarnadóttir, Sirrý Björt Lúðviksdóttir, Guðrún Edda Þórðardóttir. + Ástkær móðir okkar, ÓLÖF HELGADÓTTIR, áðurtil heimilis á Álfaskeiði 43, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 2. desember. Börn hinnar látnu. + Elskuleg móðir okkar, tendamóðir, amma og langamma, MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR, Skipasundi 86, lést 1. desember sl. Haukur Ingimarsson, Ása Hjálmarsdóttir, Þorkell Ingimarsson, Grethe Ingimarsson, Martha Ingimarsdóttir, Alexander Goodall, barnabörn og langömmubörn. + Faðir minn, tengdafaðir og afi, SR. KÁRI VALSSON fyrrverandi sóknarprestur í Hrísey, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar að morgni 30. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Ferjuferð frá Árskógssandi kl. 13.30. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginþ 10. des- ember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Fjórðungssjúkra- hús Akureyrar, Hríseyjar- eða Árskógskirkju njóta þess. Elín Káradóttir, Karl Sigurgeirsson og synir. + Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BJÖRGVIN KRISTINN FRIÐSTEINSSON, Skipholti 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Friðsteinn Helgason, Halldór Björgvinsson, Friðsteinn Björgvinsson, Sigrún Jónsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Einar Björgvinsson, Samúel Björgvinsson, barnabörn og systkini hins látna. li'ka. Þegar ég var fjórtán ára átti ég síðan því láni að fagna að fá að vera hjá afa og ömmu heilt sum- ar. Það var gott sumar. Þá kynntist ég enn betur þeirri alúð sem þau lögðu bæði í störf sín. Ég er enn þakklát afa fýrir umburðarlyndi hans gagnvart tilraunaelda- mennsku minni þegar amma fór í viku ferðalag með kvenfélaginu þetta sumar. Hann var góðu vanur því amma var eiginlega listamaður á sviði matargerðar. En afí tók öll- um mannlegum mistökum með stó- ískri ró, brosti hlýlega og sagði „þetta er allt i lagi vina mín, þetta er alveg ágætt hjá þér“. „Hvílík miskunnsemi," hugsaði ég, en ákvað þó jafnframt að leggja ekki fyrir mig matargerðarlist. Það er sérstætt þegar samrýmd hjón kveðja með viku millibili. Reyndar kom það mér ekki á óvart því fyrir ekki löngu dreymdi mig draum sem ég túlkaði þá þegar á þann veg að þau myndu kveðja bæði fyrir jól og að stutt yrði á milli þeirra. Mig dreymdi að amma kom til mín og sagði: „Sigga mín, ég ætla að kveðja þig.“ „Ertu að fara?“ spurði ég. „Já, nú er ég að kveðja." Ég kvaddi hana og hélt síðan í draumnum til afa til að segja honum frá þessu. Hann lá þá með hvítt lak yfir sér. Ég tók á honum en hann var kaldur viðkomu. Ég hugsaði með sjálfri mér að það þyrfti að hlýja honum og lagðist því upp í til hans og fór að reyna að hlýja honum, en við það vaknaði ég. Eftir þennan draum var ég svo sannfærð um að það væru um það bil að fara að kveðja að ég einsetti mér að fara til Reykjavíkur og vera hjá •ömmu hálfan dag. Því miður fór sá dagur öðruvísi og ég náði því aldrei að kveðja hana öðruvísi en í draumi. Afa kvaddi ég hins vegar klukkustund áður en hann dó og var aðkoman ótrúlega lík því sem hún var í draumnum. Elsku afí. Fyrir nokkru síðan sagði hann við mig: „Mér fínnst þetta nú undar- leg tilvera Sigga mín, að hafa búið með sömu konunni alla sína ævi, en vera síðan aðskilin síðustu æviár- in.“ En hann var þá Grund, en amma á Heilsuverndarstöðinni. Ég veit því að það hefði afi helst kosið sér, að mega kveðja þetta líf með ömmu, eins og hann nú gerir. Kon- unni sem hann elskaði og virti. Þessari ótrúlega hugrökku konu sem gekk hnarreist í gegnum lífíð og var sínum allt. Amma sagði við mig fyrir nokkr- um árum, þegar hún var orðin nokk- uð þjáð af verkjum: „Um leið og einhver fer frá mér og ég er orðin ein, fer ég að biðja. Ég bið Guð stöðugt um að hjálpa mér og að hann taki mig nú til sín.“ Nú hefur Guð orðið við bón hennar og jafn- vel bón þeirra beggja. En þótt þau hafí nú kvatt þennan jarðlíf, lifír minningin um þau í hjörtum þeirra sem auðnaðist að kynnast þeim, og sú minning mun vonandi lifa kyn- slóð eftir kynslóð; minningin um tvo dýrmæta einstaklinga sem mættust á lífsins leið og skilja nú eftir sig 49 afkomendur. Það er dijúgt dags- verk. Þau gáfu okkur afkomendum sínum veganesti, sem vonandi gerir okkur öll að betri manneskjum. Þau gáfu okkur einnig þá fyrirmynd að flytja kærleikann og mildina áfram til næstu kynslóða. Megi hjarta- gæska forfeðranna fínna sér farveg í gegnum kynslóðimar og áfram til eilífs lífs í kærleika Guðs. Það er mín einlæg bæn á þessari kveðju- stund. Sigríður Halldórsdóttir. ERFIDRYKKJUR ^ Verð frá kr. 850- PERLAN sími 620200 Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.