Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 5
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
5
Guðni Guðmundsson rektor hefur tekið marga á teppið í Menntaskólanum í
Reykjavík á löngum ferli í þeim skóla. Nú er röðin komin að honum sjálfum
að standa fyrir máli sínu.
Ómar Valdimarsson tekur Guðna rektor á teppið í bráðskemmtilegri viðtalsbók
þar sem rætt er meðal annars um uppvöxt hans í Reykjavík, knattspymuferil,
nám heima og erlendis, söngferil á skoskum knæpum, veruna í
Alþýðuflokknum - og vistina í MR. Auk þess rifja samferðamíenn Guðna frá
ýmsum tímum upp eftirminnilegar sögur af honum.
Hressileg bók fyrirfólk á öllum áldri!
VAKA-HELGAFELL
Síðuntúla 6, 108 Reykjavík
Rektorinn
tekinn
á teppið!
Lydia Pálsdóttir Einarsson fluttist árið 1929frá Þýskalandi til
Islands með móður sinni sem var gijt listamanninum Guðmundi
frá Miðdal. Lydia og Guðmundur felldu nokkru síðar hugi saman.
Sú ást varforboðin en varð ekki stöðvuð.
I seinni heimsstyrjöldinni
voru þau Guðmundur undir
stöðugu eftirliti bandarískra
og breskra hermanna vegna
gruns um njósnir og
fylgispekt við nasista og fengu
fyrirvaralaust hermenn með
alvæpni inn á stofugólf.
VAKA-HEliGAFELL
Síðumúla 6,108 Reykjavík
Helga (juörún Johnson tréttamaður skráir sögu Lydiu og opnar lesendum heim þessarar einstöku
konu sem glímt hefur við jökulár, bamamissi og illt umtal — en aldrei látið bugast!