Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
13
„Pólitískur stigamað-
ur“ í Sljórnarráðinu
Bækur
Björn Bjarnason
DÓMSMÁLARÁÐHERRANN,
saga Jónasar Jónssonar frá
Hriflu, II. Höfundur: Guðjón Frið-
riksson. Útgefandi: Iðunn,
Reylyavík 1992. 314 bls. með ljós-
myndum, tilvísunum, heimilda-
skrá og nafnaskrá.
Orðin innan gæsalappa í fyrir-
sögninni „pólitískur stigamaður" eru
úr grein, sem birtist í Morgunblaðinu
19. september 1929, rúmum tveimur
árum eftir að Jónas Jónsson frá
Hriflu varð dómsmálaráðherra, en
þá sá blaðið ástæðu til að lýsa ráð-
herranum með þessum orðum, þegar
Qallað var um ofríki hans í skólamál-
um. Finnst mér orðin lýsa vel af-
stöðu andstæðinga Jónasar til hans
á þeim fimm árum, sem þessi bók
Guðjóns Friðrikssonar spannar. Þar
er lýst ráðherradómi Jónasar frá
Hriflu og hinum hatrömmu deilum,
sem urðu vegna embættisverka hans
og augljósrar misbeitingar á ráð-
herravaldinu.
Fyrir jólin 1991 kom fyrsta bindi
þessa fróðlega ritverks Guðjóns
Friðrikssonar í hendur lesenda. Þar
er lýst mótunarárum Jónasar og leit-
að skýringa á mörgu, sem síðar ein-
kenndi stjórnmálastarf hans. Bendir
Guðjón á hve miklar vonir Jónas
batt við samvinnustefnuna og póli-
tíska nauðsyr. samvinnusamtaka.
Taldi hann, að lífið sýndi, að sam-
vinnan byggði á sérstakri, sjálf-
stæðri lífsskoðun. Lýsti Guðjón
skoðunum Jónasar með þessum orð-
um: „Nýrómantískar hugmyndir
Jónasar frá Hriflu felast meðal ann-
ars í aðdáun á úrvalsmönnum, andúð
á skólum nema sem eins konar
sveitaheimilum, lofi um starf bónd-
ans, gagnrýni á efnishyggju á þeirri
forsendu að peningar séu ekki það
verðmætasta í lífinu, korporatífisma,
þ.e. að samband launagreiðanda og
launamanna eigi að ákvarðast frem-
ur af samstarfí og eindrægni en
peningum, og íhaldssemi í menning-
armálum. Þetta eru að mörgu leyti
sömu hugmyndirnar og lágu að baki
fasismanum á 3. og 4. áratug 20
aldar.“
Þegar bókin um dómsmálaráð-
herrann Jónas Jónsson frá Hriflu er
lesin, er nauðsynlegt að hafa þetta
mat höfundarins á stjórnmálastefnu
söguhetjunnar í huga. Ýmsar aðferð-
ir, sem Jónas beitir við framkvæmd
ráðherravaldsins eru í ætt við þessar
meginhugmyndir. í stuttu máli beit-
ir hann valdinu af miskunnarleysi,
einkum þegar hann sækir gegn
þeim, sem gegndu háum embættum
eða nutu hefðbundinnar virðingar
fyrir störf sín í almannaþágu. Áttu
forystumenn í gamalgrónum emb-
ættismannastéttum landsins, læknar
og lögfræðingar, litlu starfsöryggi
að fagna, á meðan Jónas sat í Stjóm-
arráðinu.
Eitt frægasta atvikið frá ráð-
herraárum Jónasar snýst um það
mat lækna, að hann væri ekki norm-
al og því óhæfur til að gegna hinu
háa embætti. í kringum þetta mál
hafa spunnist langar umræður. I
bókinni dregur Guðjón Friðriksson í
fyrsta sinn fram merkilega samtíma-
heimild, það er minnisbækur Jóns
Sigurðssonar, þingmanns Sjálfstæð-
isflokksins og stórbónda á Reynistað
í Skagafirði. Er vafalaust, að þar
er allt skráð af mikilli nákvæmni og
samviskusemi. Segir Jón frá tilraun
Guðmundar Hannessonar prófessors
til að sameina meirihluta Framsókn-
arflokksins og Sjálfstæðisflokkinn
Jónas Jónsson frá Hriflu.
gegn Jónasi á þingi. Hefur Jón eftir
prófessornum, að „geðveikralækn-
arnir Helgi Tómasson og Þórður
Sveinsson og auk þess kennarar
Háskólans telja engan vafa á að
Jónas dómsmálaráðherra þjáist af
vissri tegund bijálsemi." Þá segir
einnig í minnisbók Jóns á Reynistað:
„Jörundur Brynjólfsson [þing-
maður Framsóknarflokksinoi
Isr.gL tai við mig út af jarðamatinu,
en talið sveigðist að Jónasi, en þá
var ekkert kvis komið á álit lækn-
anna á þann hátt, sem nú er. Jörund-
ur lét það í ljósi að á Jónasi hefði
orðið svo mikil breyting síðan hann
kynntist honum fyrst að hann þekkti
hann ekki fyrir sama mann, sérstak-
lega nú síðustu, árin. Hann væri viss
með að slást upp á menn án allra
saka eða sýnilegs tilefnis og þegar
minnst varði gæti orðið úr þessu
stórhneyksli. Svipað væri á flokks-
fundum. Mæltist hann til þess að
Sjálfstæðismenn æstu hann ekki upp
á þingfundum því hann væri sjúkl-
ingur og yrði að meðhöndlast þann-
ig-“
A _þessum tíma, í febrúar 1930,
var Ásgeir Ásgeirsson forseti sam-
einaðs Alþingis og átti hann sem
slíkur von á bréfi frá jæknunumum
„bijálsemi“ Jónasar. í óprentuðum
endurminningum Ásgeirs, sem Jó-
hann Gunnar Ólafsson skráði er
þetta haft eftir Ásgeiri: „Ég reyndi
að færa rök fyrir því að Jónas væri
ekki geðveikur með þeim hætti, sem
kæmi læknum við, og að málflutn-
ingur hans og starfsaðferðir yrðu
að útkljást í stjórnmálalífinu sjálfu
meðal kjósenda og á Alþingi." Fór
svo að Ásgeir fékk aldrei bréf frá
læknunum en Helgi Tómasson ræddi
við Jónas, sem opinberaði sjálfur
málið í frægri blaðagrein og fékk
samúð margra. í bókinni bregður
Guðjón Friðriksson þannig skýru
ljósi á þetta mikla hitamál, þótt hann
kjósi að óþörfu að vísa lesandanum
á aðra bók til að glöggva sig betur
á deilunum. Mat Ásgeirs Ásgeirsson-
ar á því, hveijum bar að gera út um
pólitíska framtíð Jónasar reyndist
rétt, þótt stjórnmálamenn og kjós-
endur geti oft komist í mikinn vanda
að taka á pólitískum vettvangi af-
stöðu til mála, sem í eðli sínu eru
ef til vill læknisfræðileg.
Höfundur færir sannfærandi rök
fyrir því, að Jónas hafi lagt grunninn
að góðum árangri Framsóknar-
flokksins í þingkosningunum eftir
hið umdeilda þingrof vorið 1931.
Helsti vandi hins nýja þingflokks
framsóknarmanna að kosningunum
loknum var hins vegar að tryggja
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig meö kveöjum, blómum, gjöfum
og nœrveru sinni á 80 ára afmœli minu þann
21. nóvember sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Snjólaug Baldvinsdótíir,
Vestmannaeyjum.
hæfilegt mótvægi gegn Jónasi í rík-
isstjórninni. Settist þá helsti and-
stæðingur hans í flokknum, Ásgeir
Ásgeirsson síðar forseti Islands, í
stjórnina. Ólíkari stjórnmálamenn
er tæplega unnt að finna, en sagan
hefur með ótvíræðum hætti sýnt,
að starfshættir Ásgeirs dugðu betur
til að öðlast traust samstarfsmanna
og þjóðarinnar. Þegar Ásgeir varð
forseti 1952, hafði Jónasi verið út-
hýst úr Framsóknarflokknum og
málgögnum hans. Má segja, að þá
hafi hinn „pólitíski stigamaður“
einna helst mátt búa við hlutskipti
„pólitísks flóttamanns".
Þegar litið er yfír útgáfuskrár nú
fyrir jólin, blasir við, að áhuginn á
því að kynna almenningi ævi og störf
einstaklinga er síst minni en áður.
Ástæðan fýrir þessum áhuga er
væntanlega sú, að bækurnar seljast.
Sú spurning á hins vegar fullan rétt
á sér, hvort stundum sé ekki í of
mikið ráðist með útgáfu slíkra minn-
ingabóka; hvort þar sé ekki um of-
íjárfestingu útgefanda að ræða —
rúmmálsvanda. Þetta verður ekki
sagt um ritverk Guðjóns Friðriksson-
ar um Jónas frá Hriflu. Þau tvö bindi
verksins, sem þegar hafa séð dags-
ins ljós, eiga erindi, vegna þess að
ævi, störf og áhrif Jónasar eru þess
virði, að þau séu brotin til mergjar.
A3 mlnji mati ættu þessar bækur
að stuðla að því að kveða goðsögn-
ina um Jónas frá Hriflu niður. Hann
hefur verið ofmetinn. Varanlegustu
áhrif hans á stjómmálin felast í því,
að hann lagði gmnninn að starfi
Alþýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins. Honum var hins vegar
hafnað af báðum flokkunun síðar.
Það kemur í ljós, hvort flokkarnir
eru lífseigari en ýmislegt annað sem
rekja má til Jónasar. Samvinnustefn-
an hefur runnið sitt skeið í íslenskum
stjórnmálum og Samband íslenskra
samvinnufélaga, höfuðvígi Jónasar,
er horfíð. Héraðsskólamir eru úr
sögunni. Skipaútgerð ríkisins, sem
Guðjón Friðriksson.
Jónas stofnaði með valdabrölti í
StjórnarráðintíjTiefur verið lögð nið-
ur og sömu sögu er að segja um
Menntamálaráð, svo að tvö dæmi
séu tekin. Til minningar um ráð-
herraár Jónasar standa nokkrar op-
inberar byggingar. Honum hefur þó
verið ætlaður of stór hlutur í þeim,
eins og til dæmis Sundhöll Reykja-
víkur.
Eins og áður sagði nær þessi bók
aðeins yfír fimm ár í stjórnmálalífi
Jónasar, ráðherraárin. Frásögnin er
skýr og er höfundi lagið að lýsa
málum á þann veg, að þau verða
lesandanum auðskiljanleg. Stundum
sækir sú hugsun þó á, hvort ekki
hefði mátt stvtta lýsingar með því
að endursegja efni, sem birt er beint
úr frumskjölum, á þetta einkum við
um blaðagreinar. Slíkar tilvitnanir
sýna að vísu, hvernig vopnaburði var
háttað á tíma átakanna, en það er
einnig auðvelt að skekkja hina raun-
verulegu mynd með tilvitnunum.
Ályktunum höfundar er yfírleitt í
hóf stillt. Hann dregur ekki taum
söguhetjunnar, þótt hann reyni
stundum að réttlæta gerðir hennar.
Því til staðfestingar má benda á
þessi orð á bls. 214, þegar rætt er
um það, sem andstæðingar Jónasar
töldu misnot.kun hans á eignum og
fjármunum ríkisins í þágu flokks
síns: „Hitt er svo annað mál að Jón-
as var eins konar brautryðjandi í
þessum efnum. Síðari ríkisstjórnir,
allt til okkar daga, hafa verið
ófeimnar við að beita ríkisvaldinu í
eigin þágu. Ráðherrabílar eru við-
tekin venja, varðskipin notuð eins
og henta þykir og útgáfa áróðursrita
algeng. Það sem menn höfðu mest
á móti Jónasi í þessum efnum á því
Herrans ári 1931 hefur verið tíðkað
af nánast öllum ríkisstjórnum síð-
an.“ Framganga Jónasar á þessum
vettvangi er ef til vill meginskýring
á því, hvers vegná hefur reynst erf-
itt að setja almennar og skýrar regl-
ur hér um umsvif ráðherra á þessu
viðkvæma sviði starfs þeirra. Er
ekki að efa, að tilraunir sjálfs dóms-
málaráðherrans og markviss við-
leitni til að grafa undan festu í
embættisfærslu og starfsháttum
ráðuneyta og dómstóla hefur dregið
langan slóða á eftir sér.
Með hliðsjón af því, hve Jónas
Jónsson frá Hriflu hélt í raun stutt
um valdataumana í íslenskum
stjórnmálum, telst það til sérstakra
pólitískra afreka, að unnt hafi verið
að halda nafni hans jafnhátt ogjafn-
Iengi á loft og raun ber vitni um.
Virðist augljóst, að ýmsir, sem
gengu gegn honum innan Fram-
sóknarflokksins hafa talið sig og
flokkinn hafa haft hag af því, eftir
að hann var hrakinn frá völdum
þar, að hampa Jónasi meira en góðu
hófi gegndi. Þá lagði Jónas sig fram
um að styðja unga menn til afreka
og margir þeirra hafa þakkað fyrir
sig með lofi um velgjörðarmanninn.
Allt hefur þetta stuðlað að því að
magna um of stjórnmélaáfre'k Jónas-
ar frá Hriflu. Undir lok bókarinnar
segir Guðjón:
„Það má segja að enginn íslensk-
ur stjórnmálamaður hafi gengið eins
langt í að ná undir sig völdum og
Jónas frá Hriflu á árunum 1927 til
1932 og hann hefur komist næst
því allra íslenskra manna á síðari
tímum að verða einráður um stjórn
landsins."
Með vísan til þessara orða má
segja, að bókin um dómsmálaráð-
herrann Jónas Jónsson frá Hriflu
snúist um átök milli þingræðis og
einræðis. Þeir, sem unna þingræði
og lýðræði, hljóta að fagna því, að
innan þingflokks framsóknarmanna
skyldi Jónasi verða sýnd sú and-
staða, sem að lokum dugði til mót-
vægis við valdafíkn hans.
4 bilar á ótrúlegu septemberverði
Við eigum þrjá Ford Econoline E-250 Club Wagon XLT, 12 sæta'með 8 cyl.
5,8L bensínvél á hreint frábæru septemberverði, aðeins 2.490.000 kr.
og einn Ford Econoline E-150 XL VAN með 8 cyl. 5,8L bensínvél
á aðeins 2.080.000 kr.
Ford Econoline er sannarlega bíll möguleikanna. Hann hefur frábæra
aksturseiginleika, er mjög rúmgóður, þægilegur, hljóðlátur og þú færð
tæpast betri bíl til ferðalaga.
Tryggðu þér Ford Econoline strax í dag.
Ryðvörn og skráning er innifalin í verðinu.
G/obus?
-heimur gœða!
Lágmúla 5, si'ml 91- 68 15 55
Hefurþú ekiö Ford.....ný!ega?