Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 Minning Ástráður Ingvíirs- son veiðieftirlitsmaður Fæddur 9. apríl 1928 Dáinn 27. nóvember 1992 Kveðja úr Dölum Þegar ég frétti lát hins ágæta vinar og félaga, Ástráðs Ingvarsson- ar, leitaði hugurinn yfir farinn veg eins og ætíð á slíkum stundum þeg- ar kærir samferðamenn kveðja. Sú mynd sem eftir situr í hugum okkar sem eftir lifum kemur þá hvað skýr- ust fram og segir okkur hvaða manngerð var hér á ferð. Ef myndin kallar fram yl og birtu í hugans ranni erum við viss um að hinn látni samferðamaður hefur gefið okkur eitthvað af hinu góða, sem vert er að þakka. Kynni mín af Ástráði urðu fyrir u.þ.b. tveim áratugum og þá með nokkuð sérstökum hætti. Vestur í Dölum, við rætur Klofningsfjalls er skilur á milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar, er starfandi lítið fyrir- tæki er heitir Hnúksnes hf. Ber það nafnið af litlu nesi er gengur í sjó fram úr landi Hnúks. Aður var þar útibú frá verslun Sigurðar Ágústs- sonar í Stykkishólmi en verslunar- stjóri var þá Þórir Ingvarsson bróðir Ástráðs en útibússtjóri í Hnúksnesi Jóhannes Sigurðsson bóndi á Hnúki. Hnúksnes hf. var stofnað árið 1972 til kaupa á húseignum Sigurðar í Hnúksnesi sem er lítið frystihús o.fl. Ekki er mér kunnugt um hvernig það svo æxlaðist að Ástráður gerð- ist þátttakandi í hinu nýja fyrir- tæki, ókunnugur öllum þar vestra. Hygg ég að þar hafi ráðið vinátta og samstarf þeirra Þóris bróður hans og Jóhannesar á Hnúki. Ýmsum varð á að spyrja við upp- haf þessa félags: Hver er þessi Ástr- áður Ingvarsson? Hvað er hann að gera hér, varla sér hann gróðavon í þessu fyrirtæki, sem stofnað er til að annast þjónustu við fámennt byggðarlag. Síðar kom í ljós hvaða erindi hann átti og hvers konar gest- ur var þarna á ferð. Þessi ókunni félagi í fyrstu hefur nú, þegar hann er allur, starfað með okkur í 20 ár og þótt hann væri búsettur í Reykja- vík lét hann ekki sitt eftir liggja. Hann kom akandi 250 km leið til að mæta á fundi okkar og samkom- ur og þá færandi hendi með gjafir og góðar tillögur varðandi félagið sem hann vissi og sá að þjónaði góðu hlutverki í þágu fólksins sem þarna býr en félagið hefur látið sig varða ýmis menningarmál sveitar- Minning Helga Jónsdóttir Fædd 1. október 1901 Dáin 25. nóvember 1992 Þótt leiðin umhverfis steininn sé endalaus þá lýkur ferðinni. (Stefán Hðrður Grimsson) Nú er hún dáin, elskuleg amma og langamma, 91 árs að aldri. Eftir slíkt úthald hlýtur hvíldin að vera kærkomin. Helga fæddist í Reykjavík 1. októ- ber 1901, dóttir Jóns Bjarnasonar og konu hans Ingibjargar Þiðriks- dóttur. Hún dvaldi þó ekki lengi í foreldrahúsum. Fátækir foreldrar, með sex börn áttu ekki margra kosta völ og tveggja ára gömul er hún send í fóstur, fyrst að Ósi í Skil- mannahreppi en síðar að Steins- holti. Tíu ára gömul fluttist hún að Rein í Innri-Akraneshreppi ásamt fósturfjölskyldu sinni, þar sem hún dvaldi næstu árin. Rúmlega tvítug fluttist hún svo ásamt eiginmanni sínum, Friðjóni Runólfssyni, til Akraness, þar sem þau bjuggu allar götup síðan, lengst á Vesturgötu 65. Börn þeirra urðu tvö, Edvard (d. 1982), kvæntur Laufeyju Runólfs- dóttur og Guðrún Lilja, gift Viðari Daníelssyni (d. 1992). Barnabörnin urðu tíu talsins. Ég man fyrst eftir afa og ömmu Helgu, þegar ég bjó ásamt foreldrum og systkinum í sama húsi og þau á Vesturgötunni. Þetta var eins og að búa við fjölfarinn þjóðveg, því afi rak glerslípun, þá fyrstu sinnar tegundar á Akranesi. Starfsemin var fjölþætt, því auk glerslípunar voru framleiddir speglar í stórum stíl, sem enn má reyndar fínna víða um land, auk innrömmunar á myndum' og sand- blásturs. Ég man að afí naut mikilla vinsælda viðskiptavina fyrir vand- virkni og natni. Amma setti sig held- ur aldrei úr færi að spyrja frétta af þeim sem voru langt að komnir og þeir áttu kaffisopann vísan hjá henni ásamt viðeigandi meðlæti. Stóran hluta af minni mannfræði og hagnýtu landafræði öðlaðist ég af að hlusta á þessa kærkomnu og stundum kúnst- ugu gesti þeirra afa og ömmu. Amma var mjög félagslynd og tók virkan þátt í félagasamtökum, eink- um kvenfélaginu og góðtemplara- reglunni. Hún var af þeirri kynslóð þar sem heiðarleiki er hafður í önd- vegi og orð hafa merkingu. Hún var kjörin heiðursfélagi Kvenfélags Akraness 1986. Jólafundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju KVENFÉLAG Hafnarfjarðar- kirkju heldur hinn árlega jóla- fund sinn 6. desember á Gafl- inum, Dalshrauni 13. Jólafund- urinn hefst kl. 19 og verður matur fram borinn kl. 19.30 stundvíslega. Vönduð skemmtidagskrá verður og þeir sem þar koma fram eru: Barnakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur, Rósa Ingólfs- dóttir les úr bók sinni Rósumál, danssýning, nemendur og kennarar úr Nýja dansskólanum sýna. Jóla- hugvekjan verður flutt af sr. Þór- hildi Ólafs, aðstoðarpresti Hafnar- fjarðarkirkju. Einnig verður jóla- happdrætti að venju þar sem félags- konur og aðrir velunnarar kirkjunn- ar hafa gefið veglega vinninga. Kári Þormar mun leika létt lög á píanóið undir borðhaldinu og milli atriða. Allir velunnarar kirkjunnar eru hjartanlega velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Formaður Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju nú er Margrét Guðmundsdóttir og tekur hún á móti gjöfum í happdrættið á heim- ili sínu á Tjarnarbraut 27, Hafnar- fírði, laugardaginn 5. desember milli kl. 13 og 15. Veislustjóri verð- ur Sigrún Sigurbjartsdóttir en hún er jafnframt ritari félagsins. (Úr fréttatilkynningu.) oM Spraylím 45 innar umfram það sem til var stofn- að í upphafi. Ljóst var að hugur Ástráðs beind- ist ekki að eigin ágóða. Það sem réði ferð hans voru hinir gullnu mannkostir, sem félagið okkar varð aðnjótandi í ríkum mæli. Það er með eindæmum að maður, ókunnugur nánast öllum í byggðarlaginu, komi óvænt og skrái sig inn í fyrirtæki og tileinki sér mannlífið sem þarna er eins og hann hafi alltaf verið þar, og sýni því þá einstöku um- hyggju, tryggð og vináttu sem raun bar vitni. Með þátttöku í þessu litla fyrir- tæki eignaðist Ástráður marga vini á Fellsströndinni og var hvarvetna hinn mesti aufúsugestur þegar hann bar að garði. Við félagarnir í Hnúksnesi viljum með þessum fáu línum færa okkar bestu þakkir fyrir allt sem hann gerði fyrir fyrirtækið, en mest er þó metinn sá hugur sem að baki bjó. Sú mynd og sú minning sem eftir lifir yljar okkur um hjartarætur. Börnum og öðrum ástvinum send- um við innilegar samúðarkveðjur. F.h. félaganna í Hnúksnesi, Ástvaldur Magnússon. Hann elsku besti afí er dáinn. Góð sál er farin. Ég á erfítt með að lýsa hvað ég og bræður mínir eigum eft- ir að sakna hans. Við vitum að núna líður honum vel í höndum Guðs. Hann þarf ekki lengur að þjást. Hann afi var með krabbamein sem hann barðist hetjúlega við, en að lokum hafði sjúkdómurinn völdin. Það er svo skrýtið að við eigum ekki eftir að horfa úr eldhúsglugga- num okkar yfir til eldhúsgluggans hans afa og horfa á hann leggja kapal eða glíma við krossgátur. Það fannst honum afa virkilega gaman. Eins og margt annað. Það var hægt að segja afa allt, hann hneykslaðist aldrei. Hann sagði okkur einhveija sögu á móti ef sest var niður til að spjalla. Yndisleg persóna er farin en sálin hans er samt alltaf hjá okkur. Við vildum óska þess að hann gæti komið aftur til okkar. Það verður svo skrýtið að upplifa jólin án hans afa, jólin verða ekki eins og áður. Það vita allir. Guð veri með honum. Þórdís, Jói og Guðmundur. Núna í dimmasta skammdeginu þegar amma hverfur á brott er nota- legt að rifja það upp að meðal ljúf- ustu minninga minna frá bernsku eru ákveðin augnablik í jólamánuð- inum þegar ég hvíldi mig frá skarka- lanum og amstrinu og sat í rökkrinu og hlýjunni í hægindastól hjá ömmu og afa og fylgdist með daufu skininu af götuljósunum milli blaktandi greinanna á tijánum fyrir utan. Amma hafði þó vissar áhyggjur af þessu og taldi að ef ég sæti lengi og starði út um gluggann yrði ég sinnisveikur. Amma nefndi það eitt sinn að hún vildi hafa mikla veislu þegar hún dæi og nefndi nokkra sem hún taldi mikilvægt að yrðu við útförina. Hún hefur þá væntanlega ekki gert ráð fyrir því að verða ríflega níræð og eldri en flestallir sem hún nefndi. Langferð ömmu er nú á enda. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að fylgja henni og fylgjast með henni í nokkur mikilvæg og þroskandi ár. Jafnframt viljum við þakka Dvalar- heimilinu Höfða og E-deild Sjúkra- húss Akraness fyrir einstaklega góða umönnun hennar undanfarin ár. ■ Blessuð sé minning hennar. Daníel Viðarsson og fjölskylda. óoýru mm teppií mmm í mikuí mmt ■ mmm í flísir m parket ÍÓIJÉLIIJÍF Sarah 100% Polypropp Verð frá: 0,60x1,05 kr. 1,190,00 1,20x1,70 kr. 3,490,00 1,40x1,95 kr. 4,670,00 1,60x2,30 kr. 5,790,00 Monaco 100% Polyacril. Verð frá: 0,60x1,05 kr. 1,865,00 0,80x1,50 kr. 3,290,00 1,60x2,30 kr. 9,850,00 1,90x2,80 kr. 13,750,00 Opið laugardag kl. 10-16. SCD Raðsamningar LITAVER -------------< Grensásvegi 18, sími 812444 Ijrmatarkai 1/2 dilkaski-okkar '92 pr. Kg '92 pr. kg NaulaViakk pr. kg kjuklwiíiir 1 kg Vi///w Pizzaland pr. stk. Jpareribs‘ pr. kg Nýhamöettuv pr. stk. Mkjiit dw il Pr. kg Saltaú livossakþil pr.Kg276r KE) atúni 17, Rvk., sími 617000. öfabæ 39, Rvk., sími 671200./ pnraborg 14, Kóp., sími 43 holti 6, Mos., sími 66665 grund 3, Kóp., sími 420 gavegi 116, Rvk., sími 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.