Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 46
T* 46 see f Möl^UimiA.BI0:P0SÍUEiMítJK!fl'Ö0áEMéK^ 1992 Kristín Krístmunds dóttír - Minning Fædd 13. október 1908 Dáin 25. nóvember 1992 í dag verður jarðsungin frá Fossvogskapellu amma mín, Andrea Kristín Kristmundsdóttir, fædd 13. október 1908 á Blöndu- ósi. Amma var dóttir Kristmundar Jónssonar frá Auðólfsstöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu og Olafíu Maríu Guðmundsdóttur frá Hamri Langadalsströnd við ísafjarðardjúp. Ömmu þótti Andreu nafnið framandi og vildi ekki nota nema í. Kristínar-nafnið fyrr en á allra síð- ustu árum, að hún tók Andreu nafnið í sátt. Ég ætla hins vegar að kalla hana ömmu, þegar ég reyni að varpa örlitlu ljósi á lífs- hlaup þessarar atorkusömu konu, sem lést eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu 25. nóvember sl. öldrun- ardeild Landspítalans í Hátúni. Amma ólst upp við mjög erfiðar aðstæður, en hún var ein þriggja bama Ólafíu og Kristmundar. Guð- jón var elstur, síðan kom amma og yngst var Elínborg. Þegar amma var á öðru ári, lést faðir hennar, og stóð Ólafía langamma þá frammi fyrir því að þurfa að láta Guðjón frá sér í fóstur að Mástöðum í Vatnsdal til tengda- móður sinnar. Elínborg fór í fóstur til Guðnýjar Frímannsdóttur að Hvammi í Langadal. Amma var þá ein eftir hjá móður sinni sem þurfti að vinna hörðum höndum við að framfleyta sér og ungu bami. Strax og amma hafði burði til að hjálpa til tók hún að sér að passa böm og einnig fór hún í vinnu í sveit. Níu ára fór hún í skóla og stundaði nám til fjórtán , ára aldurs. Á þessum áram urðu þær mæðgur fyrir miklu tjóni þeg- ar hús þeirra brann og misstu þær þar allar eigur sínar. Þama urðu þær að byrja upp á nýtt, og var það ekki þrautalaust. Til marks um þá erfiðleika sem fólk stóð frammi fyrir á þessum tíma, þá hittust þær systumar, amma og Elínborg, ekki fyrr en á fermingar- aldri, þrátt fyrir að fjarðlægðin á milli Blönduóss og Vatnsdals sé ekki mikil í augum okkar sem lifum í þessari tækniveröld nútímans. Árið 1927 fór amma í Kvenna- skólann á Blönduósi og var þar einn vetur. 22ja ára giftist amma Áma Sigurðssyni frá Sæunnar- stöðum í Hallárdal. Þau eignuðust lítið land uppi á Bökkum á Blöndu- ósi, þama var torfbær sem hét Að Jaðri. Afí var bílstjóri og keyrði vörar á milli Reykjavíkur og Blönduóss fyrir Kaupfélag Austur- Húnvetninga. Amma og afí eign- uðust þijú böm, sem era Dadda Sigríður, fædd 1931, Kristmundur Ólafur, fæddur 1932 og Halldóra Sigrún, fædd 1936. Það var ömmu mikil lífsreynsla að missa eiginmann sinn og fyrir- vinnu strax á árinu 1938, en afí lést í Reykjavík á afmælisdegi elstu dótturinnar 14. september eftir að hafa lagt af stað veikur í ferð suð- , ur til Reykjavíkur. Þama stóð amma í sömu sporam og móðir hennar forðum, orðin ekkja aðeins þrítug með þijú ung böm. Amma fór að vinna við ýmis störf ásamt því að sitja heima við að pijóna eftir að bömin vora kom- in í háttinn. Það hafa verið margar andvökunætumar í hennar lífsbar- áttu, en amma mun hafa verið staðráðin í þvi að sjá bömum sínum farborða. Guðjón, bróðir ömmu, mun hafa verið henni mikil hjálpar- hella á þessum áram. Á Árið 1946 verða kaflaskipti í lífí ömmu þegar hún tekur þá ákvörð- un að flytjast búferlum suður yfír heiðar og sest hún að á Akranesi ásamt bömunum þremur og Ellu systur sinni. Amma taldi þetta vænlegan kost, þar sem hægara væri að fá vinnu þar, ásamt því að bömin fengju betra tækifæri til að komast í skóla. í fyrstu fengu þau inni uppi á lofti á Heima- skaga, en fluttust síðan á Hótelið, þar sem amma starfaði um nokk- urra ára skeið. Amma keypti síðan hæð í Krókatúni 11 ásamt Ellu systur sinni og Ólafí syni sínum, en hann var þá farinn að vinna og hjálpa til við kaupin. Auk þess að vinna á Hótelinu, starfaði amma í niðursuðuverksmiðju og í Hrað- frystihúsinu H.B. & Co. Arið 1948 eignaðist amma fjórða bam sitt, Áma Sædafyen hann fæddist 22. mars. Faðir Árna var Geir Jónsson vélstjóri, en þau munu aldrei hafa tekið saman. Á þessum árum dvaldist Ólafía langamma hjá ömmu yfír vetrar- mánuðina, en var síðan alltaf á Blönduósi yfír sumartímann. Hún lést árið 1954, en það sama ár flyt- ur Ella til Reykjavíkur. Amma festi kaup á neðri hæð- inni í Krókatúni 11 árið 1960, og áttu þau Ólafur þá allt húsið. I þessari íbúð var amma næstu árin með yngsta bamið, en tekur sig síðan upp og flyst til Reykjavíkur árið 1965. Þar festir hún kaup á húsi að Hjallavegi 11, ásamt syni sínum Ólafí. Eftir að amma kemur til Reykjavíkur starfaði hún í Leðuriðjunni Atson, einnig um tíma í Isbiminum. Amma lauk síð- an starfsferli sínum á Landakots- spítala þar sem hún starfaði við ræstingar fram til ársins 1978. Eftir það stundaði amma einungis pijónaskapinn heima við, en öll hennar ár var gamla pijónavélin við hendina. Það væri fróðlegt að vita hvað amma hefur pijónað margar flíkur í gegnum tíðina, en sú síðsta var pijónuð í október sl. Ekki voru allir erfiðleikamir af- staðnir. Árið 1978 lést yngri dóttir ömmu, Halldóra Sigrún, langt um aldur fram, frá tveimur ungum bömum. Enn einu sinni tók þessi kona á honum stóra sínum og lagði land undir fót og dvaldi um nokk- um tíma í Grandarfírði, þar sem hún aðstoðaði tengdason sinn Frið- rik Clausen við uppeldi barnanna. Eldri dóttirin, Dadda Sigríður, giftist Sverri Ormssyni og bjuggu þau fyrstu árin í Borgamesi, en fluttust síðan til Reykjavíkur, þar sem þau era ennþá, þau eiga sex börn. Kristmundur Ólafur kvæntist Elínu Ólafsdóttur, og eiga þau ijögUr böm. Ámi Sædal á þijú böm með eiginkonu sinni, Jónu Pálmadóttur, en þau búa á ísafirði. Ævi þessarar þrautseigu konu er saga lífsreynslu og erfíðleika. Amma hafði það á orði að enga hafí hún upplifað æskuna, þar sem neyðin kallaði á hana mjög unga til vinnu. En trúin á hið góða og heilbrigða var henni að leiðarljósi, og var hún ávallt reiðubúin að miðla af reynslu sinni. Við munum geyma minninguna um þessa góðu konu um ókomna tíð. Um leið og ég votta öllum ætt- ingjum og vinum ömmu innileg- ustu samúðar, bið ég Guð að blessa minningu hennar. Ámi Sverrisson. Við eram mörg ömmubörnin og langömmubömin sem munum hana ömmu á Hjallavegi. Gömul kona geislandi af dugn- aði, hlýju og ástúð. Það var alltaf notalegt að tylla sér niður hjá ömmu, þar sem hún sat við pijóna- vélina sína og spjallaði við hana. Amma var með fréttir af öllu sínu fólki, fylgdist vel með mönnum og málefnum og hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum. Alltaf átti amma sem glöddu litla munna. Já hún amma var sígefandi, einnig vora veraldlegu gjafímar frá henni ótrúlega spennandi og var sama hvað hópurinn stækkaði, engum gleymdi amma og nægju- semi hennar sjálfrar skilaði sér í pökkunum okkar. Amma var ekki að láta glepjast af nýjungum, gamla heimasmíðaða jólatréð var sett upp fyrir hver jól í nær 60 ár. Nægjusemi, dugnað- ur, elja og sjálfstæði einkenndu ætíð þessa konu. Kristín Kristmundsdóttir fædd- ist 13. október 1908 á Blönduósi. Foreldar hennar vora hjónin Ólafía María Guðmundsdóttir og Krist- mundur Jónsson. Ólafía og Krist- mundur eignuðust 3 böm, Guðjón, Kristínu og Elínborgu en eftir að Kristmundur deyr árið 1910 er Guðjóni og Elínborgu komið í fóst- ur og Kristín elst ein upp hjá móð- ur sinni. Kristín giftist Árna Sigurðssyni bílstjóra árið 1930 og bjuggu þau búi sínu á litlum bæ er Jaðar hét á Blönduósi. Þar eru börn þeirra fædd, Dadda Sigríður, fædd 1931, Kristmundur Ólafur, fæddur 1932, Halldóra Sigrún, fædd 1936, dáin 1979. Veröldin fór ekki alltaf mildum höndum um þessa kjarnakonu. Árið 1938 missir hún mann sinn eftir skammvinn veikindi og stend- ur þá ein uppi með bömin, 7 ára, 6 ára og 2 ára. Á þeim tíma vora úrræðin ekki mörg fyrir einstæða móður, enginn stuðningur á félagslegum grand- velli, þó fékk hún að gjöf frá kvenfélaginu á staðnum pijónavél og pijónaði hún nær linnulaust næstu 54 árin. Upp frá þessum tímamótum bjuggu þær systur, hún og Elín- borg, saman með bömin. Árið 1946 bregða þær búi og flytja til Akra- ness. Þar eignast Kristín sitt fjórða bam, Áma Sædal, fæddur 1948. Frá Akranesi flytur Kristín til Reykjavíkur árið 1965 að Hjalla- vegi 11 og átti þar heima til ævi- loka, í sama húsi og Ólafur sonur hennar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H.K. Laxness) í dag er elsku afi okkar, Magnús Jónsson, jarðsunginn. Þegar við rifj- um upp stundirnar með honum er margs að minnast. Magnús afí var næstyngstur fjögurra systkina og fæddist í Lækjargötu 9 á Akureyri. Foreldrar hans vora Jónína Magn- úsdóttir og Jón Jóhannesson. Snemma kom í ljós kraftur og gamall for hann einn síns liðs á vertíð í Vestmannaeyjum. Dugnað- urinn var því einkennandi fyrir hann og 11 áram seinna þegar hann gift- Amma var alltaf heilsuhraust, þar til fyrir nokkram mánuðum að hún fór að finna fyrir sjúkdómi þeim, sem svo oft ’hefur vinning- inn. Við vitum að amma er nú í góðum höndum í lífi sem er æðra okkar jarðlífi. Minningin um ömmu verður okkur hvatning í lífínu og þökkum við fyrir allt sem hún gaf okkur. Við flytjum afkomendum öllum okkar innilegar samúðar- kveðjur. Aldrei skaltu að leiðum lesti leita í fari annars manns, aðeins grafa ennþá dýpra eftir bestu kostum hans. Geymdu ekki gjafír þínar góðum vini - í dánarkrans. (Heiðrekur Guðmundsson.) Ólafur Ingi ólafsson og fjölskylda. í dag er til moldar borin frá Fossvogskirkju, Andrea Kristín Kristmundsdóttir, en hún lést 25. nóvember sl. I hugum okkar systkinanna verður hún alltaf amma, eða amma á Hjalló. Það kom okkur ekki á óvart að heyra að amma væri dáin, við vissum að hún var mikið veik, og það duldist engum sem sá hana undir það síðasta, hvert stefndi. Það myndast hins vegara alltaf eitthvert tómarúm þegar náinn vinur og ættingi fellur frá. Öll höfum við upplifað nærvera ömmu sem jákvæðan hlut, og svo er sjálf- sagt með flesta, sem eiga þess kost að upplifa samverustundir með ömmu sinni. Amma var ein- staklega jákvæð persóna og nær- gætin, en um leið ákveðin í trú sinni á það hvað er rétt og hvað rangt. Þannig reyndi hún að gefa okkur holl ráð og ábendingar, sem við höfum öll móttekið með mikilli virðingu. Ömmur eiga þennan sess í lífí okkar allra. Virðingin fyrir því góða endurspeglaðist í allri framkomu hennar. í gegnum tíðina hafa margar sögur verið sagðar af samskiptum ömmunnar og bamabamsins. Oft tengjast þessi samskipti sveitinni og borgarbarnið upplifir fyrstu kynni af dýram, af kyrrðinni og víðáttunni hjá afa og ömmu. Þó að við getum ekki státað af minn- ingum um ömmu og sveitina, þá kemur ýmislegt ævintýralegt upp í hugann, þegar við leitum til baka og bamið í manni nær yfirtökun- um. Amma átti heima á Akranesi, og vora heimsóknimar þangað allt- af mikið ævintýri. Fjaran fyrir neðan Krókatúnið var spennandi, klettamir, brimið og seiðandi kraftur hafsins. Skemmtilegir leik- félagar og sögur af ævintýramönn- um, sem áttu kraftmikla báta og köfuðu í sjónum. Allt þetta jafnað- ist á við spennandi sögur úr sveit- inni. Amma var einstaklega lagin ist ömmu Eufemíu og þau fóru i brúðkaupsferð á heimaslóðir henn- ar, kom í ljós að Eggert bróðir ömmu hafði verið á sama tíma og afí í Vestmannaeyjum og mundi hann þá eftir þessum atorkupilti frá Akureyri úr öllum þeim fjölda sem á vertíðinni höfðu verið. Amma og afí bjuggu alltaf í Aðalstræti en amma lést 5. júlí 1981. Afí byrjaði að keyra vörabíl fyrir Kaupfélagið en tók síðar þátt í að stofna Nýju bílastöðina sem síðar hét Stefnir. Afí lagði metnað sinn í að eiga nýja og góða bíla sem var fátítt í þá daga. Tók hann þátt í að leggja margan veginn á þeim rúmlega 50 árum sem hann keyrði hjá Stefni. Öll sóttum við mikið í að vera hjá ömmu og afa því alltaf var tími heitt á könnunni og meðlæti, jafn- an pönnukökur og súkkulaðibita dugnaður afa, því aðeins 15 ára Magnús Jóns- son - Minning Fæddur 14. desember 1909 Dáinn 29. nóvember 1992 við að láta okkur líða vel þegar við dvöldum hjá henni, og var hún óþreytandi við að aðstoða okkur hveijar svo sem óskimar vora. Sem krakki gerir maður sér ekki grein fyrir heimi þeirra sem eldri era, maður skynjar ekki lífs- baráttuna sem háð er. Eftir á að hyggja þá hefur amma þurft að hafa verulega fyrir lífinu. Áð missa manninn sinn frá þremur bömum, þar sem elsta banrið var aðeins 7 ára, hlýtur að hafa verið ákaflega erfitt. Á þessum árum bjó amma á Blönduósi, en afi var bflstjóri hjá Kaupfélagi Austur-Húnvetninga. Hann lagði af stað veikur í ferð til Reykjavíkur, og átti ekki aftur- kvæmt. Eftir þetta áfall þurfti amma að takast á við mikla erfið- leika með bömin þijú, sem era Dadda Sigríður, Ólafur og Sigrún. Hún ákvað eftir nokkur ár að best væri að flytjast búferlum til Akra- ness, þar sem henni bauðst yinna. Amma var á Akranesi í 20 ár. Þar eignaðist hún einn dreng, Árna Sædal. Hún starfaði mest við fisk- vinnslu á þessum árum, en einnig á Hótel Akranesi. Árið 1963 flutt- ist amma til Reykjavíkur þar sem hún keypti hús á Hjallavegi, ásamt Ólafi syni sínum. Eftir að til Reykjavíkur kom starfaði amma að leðuriðju, einnig á Landakots- spítala við ræstingar, en á seinni árum var hún heima við og pijón- aði ullarvörar, aðallega nærföt. Árið 1978 var ömmu erfitt, þar sem dóttir hennar Sigrún dó langt fyrir aldur fram. Þetta vora erfiðir tímar, þar sem amma lagði á sig mikla vinnu í að aðstoða tengda- soninn með tvö börn, og dvaldi amma um tíma í Grandarfírði þar sem Sigrún hafði verið símstöðvar- stjóri. Heimsóknirnar til hennar ömmu hafa átt fastan sess í lífí okkar, sérstaklega á jólum, þar sem stór hópur ættingja kemur saman. Fyr- ir okkur sem á undanfömum árum höfum komið með börnin okkar til langömmu sinnar hafa þessar stundir verið sérstaklega ánægju- legar, fyrir þær sakir hvað börnin höfðu gaman af að koma í þessar heimsóknir. Að fá heitt súkkulaði með ijóma og pönnukökum ásamt jólasmákökum, var alveg sérstök upplifun fyrir þau, þetta var eitt- hvað sem engin gat gert betur en langamma. Þessi slitrótta minning er aðeins örlítill vottur um þakklæti þegar við hugsum til ömmu okkar á Hjalló, sem við nú kveðjum í dag. Minningin um ömmu mun lifa í hjarta okkar, og það sem hún kenndi okkur verður áfram vega- nesti til handa okkar börnum og barnabömum. Þannig getum við best þakkað ömmu fyrir allt það sem hún gaf okkur. Guð geymi minningu um ömmu á Hjalló. ‘ Þóra, Árni, Edda, Ommi, Bryi\ja og Linda. fyrir okkur og þau voru aldrei ráða- laus með verkefni. Vorum við oft með afa í garðin- um að slá, raka, gróðursetja og sá ásamt mörgu öðra því tijárækt var hans aðaláhugamál. Þótti okkur því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.