Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
56
.
MRAÐ'
ÖJ/ILDKERI
SD&A/má1
©1988 Universal Press Syndicale
Méð
morgunkaffinu
m
i
M
crr^
Mér virðist sú gamla vilja
komast að.
HOGNI HREKKVISI
nm
vmAm
jco NowQteaoR.
, þe»R BfZU AÐ TAieA MAL. P/fftR HÁLSÓtlMMJ."
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Seinni kveðja til Ágústu
Ágústsdóttur söngkonu
Frá Guðmundi Jónssyni:
Ágústa mín.
Ég þakka þér kærlega fyrir
„Tónstofu-þátt“ þinn í sjónvarpinu
á dögunum. Það kom mér á óvart
hvað þú varst hógvær, já og bara
skynsamleg á köflum. En svo gríp-
urðu pennann aftur. Ekki varð það
til bóta frá fyrri greininni þinni.
•Mér þykir það heldur leitt að þú
skulir taka föðurlega umvöndun
mína svona nærri þér, því mér gekk
bara gott til.
Þú kvartar yfir því að ég skuli
ekki skrifa um það málefni sem
grein þinni var ætlað að fjalla um,
sem sagt „söng og söngkennslu".
En elskan mín, þú skrifaðir ekkert
af viti um „söng og söngkennslu".
Það var líkast því að þú skytir tað-
kögglum í allar áttir, en hittir eng-
an nema sjálfa þig. Háaldraður
kennari og tónlistarmaður skrifaði
mér á dögunum, m.a. þessar línur:
„Sannarlega las ég furðulega rit-
smíð frúarinnar. Mér kom í hug:
Það leiða nú allir hjá sér að svara
svona púðurreyk." Hins vegar
hugsaði ég, að það kynni að vera
leiðinlegt fyrir þig, ef enginn virti
þig viðlits og þess vegna svaraði
ég þér. Ég hefði kannski átt að
taka það fram þá, að í einu væri
ég sammála þér, og það er að fram-
burður sumra söngvara er ekki í
nógu góðu lagi. Hins vegar eru
dæmi um gailaðan framburð í grein
þinni alveg út í hött, a.m.fi. njóta
þau sín ekki á prenti.
í svari þínu kveðst þú hissa á
því að ég skuli hafna orðinu „söng-
tækni" yfír það sem ég vil einfald-
lega kalla raddbeitingu. Ástæðan
fyrir þessu er einfaldlega sú, að í
söng beitir maður líkamanum á
nákvæmlega sama hátt og í dag-
legu lífí. Á þessu er ein undantekn-
ing, sem ég ætla nú ekki að lýsa
hér. Lesendur hefðu engan áhuga
á slíku, og ef prófessor Kuhse hefur
ekki sagt þér frá þessu, þá hefur
þú varla fengið þá undirstöðu-
menntun sem þú hefðir átt skilda
og þurft. Að auki veit ég að þú
tækir ekkert mark á mér, ef ég
færi að kenna þér söng — á prenti
og það í Morgunblaðinu.
Eitt ætla ég að benda þér á:
Þegar þú vitnar á prenti í ummæli
mín — eða annarra — er ekki nóg
að þau séu innan gæsalappa, þau
eiga líka að vera orðrétt. Eg sagð-
ist hafa gutlað við söng, söngnám
og söngkennslu í nær 50 ár. Þú
slepptir söngnum. Þú segir mig
hafa vikið að „reynsluleysi" þínu á
tónleikapalli. Þetta orð fyrirfínnst
ekki í kveðjunni frá mér. Hins veg-
ar ptjónar þú þessu sjálf aftan við
ummæli Ashkenazis, þar sem þú
ræðir um „þetta reynslulausa fólk“
sem „bæði kunnáttu og reynslu
skortir".
Ég hefí verið að reyna að finna
eitthvert samhengi í svari þínu, en
ekki tekist. Þú veður elginn svo að
maður veit ekki hvar á að bera nið-
ur. Annars hafði ég gaman af einum
smákafla: „Ég tel mig vita betur
en þú að erlendis úir og grúir auð-
vitað af vondum söngkennurum og
rislágum óperusýningum. Ef til vill
var það af þeirri ástæðu, sem ég
hafði sjálf nóg að gera við kennslu
á námskeiðinu, sem ég sótti í
Liibeck í sumar.“ Þetta þótti mér
merkilegt. Ég hafði haldið að þú
færir á námskeið erlendis til þess
að læra.
Satt er það, að konsertar þínir
hafa alveg farið fram hjá mér og
önnur afrek þín á söngsviðinu líka.
Þó heyrði ég söng þinn í „Tónstof-
unni“ um daginn. Mér fannst hann
bara nokkuð góður, og til sóma
fyrir konu á þínu reki. Að vísu
tókstu óþarflega mikið á stöku sinn-
um, en ekkert til skaða.
Söngskólinn í Reykjavík er ekki
hafínn yfír gagnrýni. En hann er
hafinn yfír skítkast.
Eitt skil ég ekki almennilega.
Hvað hafa erlendir stjómmálaskör-
ungar, flárveitingar íslendinga til
líknarmála og vísindarannsókna og
eyðsla þeirra í erlendum stórmörk-
uðum að gera með umræðuefni þitt,
sem á að vera „söngur og söng-
kennsla“? Eða framhaldið: Hug-
myndafræðin austur í Kreml og
tónlistarsaga Eistlands?
Einhverra hluta vegna brosti ég
— góðlátlega — þegar ég las í svari
þínu: „Ég hefi hinsvegar ekki stigið
fæti á óperusvið. Sú staðreynd er
til stórvansa fyrir þá er þeim málum
stýra á íslandi." Það er nefnilega
það!
Jæja, nú er best ég hætti þessum
skrifum. Ég veit að þú heldur
áfram, því þú ert alveg óþreytandi.
Hins vegar ertu líka dálítið þreyt-
andi, þar sem þú heldur illa þræði,
en veður úr einu í annað. Það er
sem sagt ekki mín sök að þessi
skrif beri keim af tilefninu. Þar sem
ég hefí annað og þarfara að gera
en að skemmta þér, verður þú næst
að ná þér í annan „pennavin".
Svo óska ég ykkur hjónunum
gleðilegra jóla og friðsællar fram-
tíðár þama í söngháskólanum í
Holti.
GUÐMUNDUR JÓNSSON
Kvisthaga 14, Reykjavík
Bréf til
blaðsins
Morgunblaðið hvetur les-
endur til að skrifa bréf til
blaðsins um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til. Meðal
efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og skoðanaskipti,
fyrirspumir og frásagnir, auk ,
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa að vera vélrituð, og nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng að
fy*gja.
Sérstaklega þykir ástæða til
að beina því til lesenda blaðs-
ins utan höfuðborgarsvæðis-
ins, að þeir láti sinn hlut ekki
eftir liggja hér í dálkunum.
Velvakandi
Velvakandi svarar eftir sem
áður í síma frá mánudegi til
föstudags.
Víkveiji skrifar
Víkveiji ætlaði ekki að trúa sín-
um eigin augum þegar hann
las í Morgunblaðinu að Póstur og
sími ætlaði að kaupa Hótel Vík við
Hótel íslands-planið, til að hafa þar
skrifstofur í fyrstu, en rífa síðan
húsið og byggja þar nýja skrifstofu-
byggingu! Er nú ekiri komið nóg
af skemmdarverkum á gamla Mið-
bænum? Hótel Vík er glæsilegt hús
og hluti fallegrar heildarmyndar
gamalla húsa við austanvert Ing-
ólfstorg, eins og nú er farið að
kalla Hótel Islands-planið og
Steindórsplan. I núverandi mynd
er húsið frá 1905 og hefur haldið
sína gamla skrauti, tréskurði eftir
Stefán Eiríksson myndskera. Vík-
veija fínnst mun nær, nú þegar
endurgerð Ingólfstorgs stendur fyr-
ir dyrum, að gera Hótel Vík mynd-
arlega upp, • ásamt húsinu hinum
megin við Vallarstrætið, Veltusundi
3, til samræmis við ágætlega upp-
gert hús Thorvaldsensbazars á
homi Veltusunds og Austurstrætis.
Póstur og sími mætti líka gjam-
an taka sig til og færa í upp-
runalegt horf gamla Sigtún (Sjálf-
stæðishúsið) við Thorvaldsens-
stræti. Þetta er sögufrægt hús,
hýsti Kvennaskólann í Reykjavík,
skrifstofur H.Ben & co., veitinga-
rekstur og skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins áður en því var breytt í
mötuneyti Pósts og síma. Húsið var
byggt eftir teikningum Helga
Helgasonar, sem var einn færasti
húsasmiðurinn í Reykjavík á sínum
tíma og teiknaði og byggði mörg
einstaklega falleg hús. I kringum
stríðslok var húsinu hins vegar
breytt mikið og glataði það þá upp-
haflegum sérkennum sínum. Póstur
og sími, sem á dágóðan skerf lóða
í Kvosinni, ætti fremur að einbeita
sér að húsvemd en að skemma
Miðbæinn með fleiri ljótum stein-
kössum.
IDegi, blaði Norðlendinga, birtist
síðastliðinn laugardag pistill
eftir Óskar Þór Halldórsson, undir
fyrirsögninni „Burt með z af síðum
íslenzkra dagblaða". Þar segir með-
al annars: „Ég hika ekki við að
segja að þessi z-dýrkun DV og
Mogga er óábyrg og ber vott um
hallærislega íhaldssemi... Svo
mikið er z-æðið hjá þeim Mogga-
mönnum að á dögunum gerðust
þeir svo grófir að birta leiðara úr
Degi í Staksteinum og settu z þar
sem leiðarahöfundur hafði skrifað
s. Leiðarann birtu þeir innan gæsa-
lappa, eins og leiðarahöfundur Dags
hefði skrifað textann með z, sem
hann gerði náttúrulega alls ekki.
Kannski er þetta óþarfa við-
kvæmni, en svona vinnubrögð geta
ekki talizt eðlileg."
Þessu sjónarmiði er hér með
komið á framfæri. Víkveiji heldur
þó að sjálfsögðu áfram að skrifa
sína z, þótt eflaust geti það talizt
hallærisleg íhaldssemi.