Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
Þingsályktunartillaga um sjávarútvegssamning við EB
Deilt um hvort veiðiheim-
ildir séu jafngildar eða ekki
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þings-
ályktunartillögu um staðfestingu samninga við Efnahagsbandalag
Evrópu, EB, um fiskveiðimál og lífriki hafsins. Þ. á m. er samningur
um skipti á veiðiheimildum, 3.000 tonn af karfa fyrir 30.000 tonn af
loðnu. Utanríkisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
teíja hér vera um að ræða jafngildar veiðiheimildir. Halldór Ásgríms-
son (F-Al) fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur svo ekki vera. Hann
treystir sér ekki til að styðja þennan samning.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra gerði grein fyrir
þingsályktunartillögunni um að
heimija ríkisstjóminni að staðfesta
fyrir íslands hönd í fyrsta lagi samn-
ing í formi erindaskipta milli íslands
og EB um fiskveiðimál sem gerður
var í Óportó 2. maí 1992 og í öðru
lagi samninginn um fiskveiðimál
sem gerður var milli íslands og EB
í Bmssel 27. nóvember 1992.
Utanríkisráðherra sagði að með
þessum samningum væri fyllt upp í
eyðu sem verið hefði í samskiptum
okkar við EB í fiskveiðimálum i um
tvo áratugi. Utanríkisráðherra sagði
samkomulag hafa-tekist um öll meg-
inatriði í Óportó 2. maí síðastliðinn.
En eftir hefði verið að ganga frá
framkvæmdaratriðum og ramrna-
samningi við bandalagið. Utanríkis-
ráðherra viðurkenndi að síðan hefðu
samningaviðræður dregist á langinn
og hefði verið reynt að gera það
Ekki flokkspóltísk
atkvæðagreiðsla
um samkeppnislög
í GÆR voru greidd atkvæði um frumvarp til samkeppnislaga eftir
2. umræðu. Þingmenn telja flest í þessu frumvarpi vera til bóta. í
efnahags- og viðskiptanefnd tókst góð samstaða um afgreiðslu þessa
máls, að frátöldum ellefta kafla frumvarpsins um framkvæmd sam-
keppnisreglna o.fl. samkvæmt samningnum um Evrópska efnahags-
svæðið, EES.
í meðförum efnahags- og við-
skiptanefndar tók frumvarpið veru-
legum breytingum og lagði nefndin
fram alls 36 breytingatillögur. Full-
trúar stjómarandstöðu í nefndinni
stóðu að nefndaráliti og breyting-
artillögum með fyrirvara um þau
ákvæði er varða samning um Evr-
ópskt efnahagssvæði, EES. Stein-
grímur J. Sigfússson fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í nefndinni stóð
Stíórnar-
uði er a
móti EES
EGGERT Haukdal (S-Sl) telur það
bestu gafir til þjóðarinnar að at-
vinnuleysi hyrfi og samningurinn
um EES yrði felldur.
í gær voru greidd atkvæði um að
vísa til ríkisstjómarinnar frumvarpi
stjórnarandstöðunnar um breytingu
á 21. grein stjómarskrárinnar um
að 3/4 meirihluta þyrfti til samþykkt-
ar samnings sem fælu í sér afsal á
-fellveldi. Greidd voru atkvæði með
nafnakalli. Eggert Haukdal (S-Sl)
gerði grein fyrir sínu atkvæði. Þing-
maðurinn sagði nú blasa við eftir
að Kvennalistinn og Framsóknar-
flokkurinn hefðu skipt sér upp í fylk-
ingar með. og á móti frumvarpinu
um EES, að það yrði senn að lögum.
Afdrif þeirrar tillögu sem nú lægi
fyrir virtust því ekki lengur skipta
máli. Eggert sagði það vera bestu
jólagjöfina til íslensku þjóðarinnar
auk þess að losna við atvinnuleysið
að frumvarpið um EES hefði verið
-iellt nú rétt fyrir jólin. Eggert sagð-
ist í trausti þess að það mál sem
nú væri til atkvæða yrði gaumgæfi-
lega skoðað þá segði hann já við
þeirri tillögu að vísa þessu máli til
ríkisstjórnarinnar.
Tillaga hinnar sérstöku stjórn-
laganefndar um að vísa málinu til
ríkisstjómar var samþykkt með 32
atkvæðum gegn 24 en 7 þingmenn
voru fjarverandi.
að einni sjálfstæðri breytingartil-
lögu um ákvæði um eignarhlut
markaðsráðandi fyrirtækja á sviði
samgangna.
Við atkvæðagreiðslur í gær vom
mörg eða flest ákvæði samþykkt
með samhljóða atkvæðum. Tillaga
Steingríms J. Sigfússonar var felld
með 22 atkvæðum gegn 28. Einn
stjórnarliði, Össur Skarphéðinsson
(A-Rv), studdi tillöguna.
Þegar greidd voru atkvæði um
11. kafla um framkvæmd sam-
keppnisreglna o.fl. samkvæmt
samningum EES, gerðu ýmsir
stjórnarandstæðingar grein fyrir
andstöðu sinni við þennan kafla
þótt þeir lýstu stuðningi við annað
í frumvarpinu. Þetta var sérstak-
lega heyranlegt við samþykkt 44.
og 47. greinar. Stjómarandstæð-
ingar létu í ljós þá von og trú að
endanleg afgreiðsla þess frumvarp
yrði ekki fyrr en ljóst yrði hvaða
afdrif frumvarpið til staðfestingar
á samningnum um EES fengi. Við
atkvæðagreiðslur um ákvæði í þess-
um kafla studdu að jafnaði 29-30
stjómarliðar samþykkt ákvæða
frumvarpsins eða breytingartil-
lagna efnahags- og viðskiptanefnd-
ar. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv)
og Eggert Haukdal (S-Sl) greiddu
atkvæði gegn samþykkt 47. greinar
um Eftirlitsstofnun EFTA og
EFTA-dómstólinn. Ingi Björn Al-
bertsson (S-Rv) og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir (SK-Rv) greiddu ekki
atkvæði, og það gerðu heldur ekki
sjö þingmenn Framsóknarflokks,
Finnur Ingólfsson (F-Rv), Guð-
mundur Bjarnason (F-Ne), Halldór
Ásgrímsson (F-Al), Ingibjörg
Pálmadóttir (F-Vl), Jóhannes Geir
Sigurgeirsson (F-Ne), Jón Kristj-
ánsson (F-Al) og Valgerður Sverris-
dóttir (F-Ne).
tortryggilegt. En ástæðan hefði ver-
ið sú að ekki hefði verið vilji til að
flana að neinu.
Utanríkisráðherra taldi að skipti
veiðiheimilda væru okkur hagstæð
og væri það mat sjávarútvegsráðu-
neytisins að 30.000 tonn af loðnu
væru verðmætari en 3.000 tonn af
karfa. Hvort heldur við miðuðum við
viðmiðanir sjávarútvegsráðuneytis-
ins eða EB. Hins vegar væri vitað
að göngur loðnu væru óvissar. Því
hefði orðið að ná því fram að ef loðn-
an myndi bregðast yrðu karfaveið-
amar teknar til endurskoðunar.
Þessi krafa hefði náð fram að ganga.
Ef loðnuveiðar yrðu skornar niður
myndi hið sama gilda um karfaveið-
amar. Og ef loðnuveiðin myndi
bregðast myndu samningsaðilar
koma saman til að gera viðeigandi
ráðstafanir.
í lok framsöguræðu sinnar lagði
framsögumaður til að þessu máli
yrði vísað til síðari umræðu og ut-
anríkismálanefndar.
Ekkí jöfn skipti
Halldór Ásgrímsson (F-Al) fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra gagn-
rýndi utanríkisráðherra fyrir að hafa
veikt samningsstöðu íslands með
gáleysislegum yfirlýsingum. Halldór
sagði það vera meginmál hvort um
væri að ræða skipti á jafngildum
veiðiheimildum, hann teldi ekki vera
svo. Með ákveðnum reiknistuðlum
mætti reikna heimildimar fyrir loðn-
unni 20% verðmætari. En Halldór
benti á að þessir stuðlar giltu ekki
í skiptum útgerðarmanna eða væm
í samræmi við verð á fiskmörkuðum.
Samkvæmt sínum upplýsingum væri
loðnutonnið nú selt á um 4.000 kr.
En karfi hefði verið seldur innan-
lands á um 60 krónur kílógrammið.
Utanríkisráðherra myndi reynast
erfitt að finna íslenska útgerðar-
menn sem vildu skipta á 3.000 tonn-
um af karfa og 30.000 tonnum af
loðnu á sléttu.
Halldóri Ásgrímssyni var en spum
hvort ekki hefði mátt leita eftir því
að íslendingum hefði verið heimilt
að láta af hendi í stað karfa á ís-
landsmiðum einhveijar þær heimildir
á öðmm miðum sem þeir hugsanlega
gætu aflað með samningum við aðr-
ar þjóðir. Halldór lét og í ljós þá
skoðun að tímabært væri að segja
upp tvíhliða fiskveiðisamningi við
Belga.
Halldór Ásgrímsson viðurkenndi
að fiskveiðisamningur við EB væri
nauðsynleg forsenda fyrir samning-
um um evrópskt efnahagssvæði,
EES, og hér hefði verið um erfitt
samningamál að ræða. í sumum
atriðum hefði tekist vel til með þenn-
an samning, s.s. varðandi eftirlits-
þáttinn. En þyngra vægi að hér
væri ekki um jafngild skipti á veið-
heimildum að ræða. Þess vegna
treysti hann sér ekki til að styðja
þennan samning.
Ólafur Ragnar Grimsson (Ab-
Rn) taldi þennan sjávarútvegssamn-
ing vitna um að fallið hefði verið frá
öllum _ meginkröfum íslendinga.
Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-
Rn) taldi að hér hefði verið gerður
samningur á forsendum EB.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra taldi að hér væri um að
tefla ágæta samninga fyrir íslend-
inga. Og um leið yrði að skoða þá
í því Ijósi að þeir væru um leið lokan-
iðurstaða í þeim samningum sem við
hefðum tekið þátt í um EES. Sjávar-
útvegsráðherra var ekki sammála
mati Halldórs Ásgrímssonar á gildi
veiðiheimildanna. Hann taldi að
skiptin væru jafngild. Það mætti
ekki miða við einstök söludæmi því
markaðsverð væri mjög breytilegt.
Það yrði að taka mið af lengra tíma-
bili eins og stuðlar sjávarútvegsráðu-
neytisins gerðu.
Núverandi og fyrrverandi sjávar-
útvegsráðherrar skiptust á skoðun-
um og rökum um stuðla og gildi
veiðheimilda. Jón Baldvin Hannib-
alsson utanríkisráðherra og Ólafur
Ragnar Grímsson (Ab-Rn) skiptust
á rökum og orðaskeytum um meint
brottfall frá samningsmarkmiðum
íslendinga. Einnig var minnst á yfír-
lýsingar utanríkisráðherra og frétta-
tilkynningar og einnig mismunandi
túlkanir á erindaskiptunum í Ópórtó
í vor. Anna Ólafsdóttir Bjömsson
og Steingrímur J. Sigfússon (Ab-
Ne), Jóhann Ársælsson (Ab-Vl) tóku
einnig til máls.
Laust eftir kl. 19. frestaði Guðrún
Helgadóttir þingforseti fundi en boð-
aði jafnframt framhald umræðunnar
kl. 20.30.
Stuttar
þingfréttir
Lög frá Alþingi
„Fyrir nokkru var samþykkt sem lög
frá Alþingi frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 31/1987
um flugmálaáætlun og fjáröflun
til framkvæmda í flugmálum.
Þessi lög kveða á um að ekki skuli
leggja gjald á flugvélaeldsneyti sem
sé undanþegið gjaldtöku í milliríkja-
samningum. Þetta frumvarp var
flutt vegna ábendinga bandarískra
stjórnvalda um að gjaldtaka af
bandarískum flugfélögum standist
ekki gagnvart samkomulagi milli
íslands og Bandaríkjanna. I bráða-
birgðaákvæði þessara nýju laga er
heimild til að endurgreiða banda-
rískum flugfélögum það gjald sem
þau hafa greitt frá 1. júlí 1987.
í síðustu viku var samþykkt
frumvarp um hópuppsagnir frum-
varp þetta var lagt fram í tengslum
við samning um Evrópskt efnahags-
svæði, EES. í meðförum félags-
málanefndar var gildistökuákvæði
frumvarpsins breytt á þann veg að
ekki er miðað við gildistöku EES
heldur taka Iögin gildi 1. janúar
1993. Þessi lög tryggja launþegum
nokkru betri rétt ef/þegar til hóp-
uppsagna kemur.
Ennfremur var samþykkt þingsá-
lyktunartillaga um fullgildingu frí-
verslunarsamnings milli ríkja Frí-
verslunarsamtaka Evrópu, EFTA,
og Tékkneska og slóvakíska sam-
bandslýðvfeldisins. í samningum
felst m.a. að komið verður á fríversl-
un með fisk strax við gildistöku.
Fjárfesting útlendinga
Viðskiptaráðherra hefur lagt
fram frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um fjárfestingu
erlendra aðila í atvinnurekstri,
nr. 34 25. mars 1991. Frumvarp
þetta er flutt til að laga reglur um
fjárfestingu erlendra aðila í atvinnu-
rekstri hér á landi að ákvæðum
samningsins um Evrópskt efna-
hagssvæði, EES. Jafnframt eru
lagðar til nokkrar aðrar breytingar
í átt til aukins frjálsræðis.
í þessu frumvarpi er lagt til að
áfram gildi algert bann við fjárfest-
ingu erlendra aðila í fiskveiðum og
frumvinnslu sjávarafurða. Er það
bann í samræmi við XII. viðauka
samningsins um EES, en þar er
íslandi veitt heimild til að viðhalda
ótímabundið gildandi banni við fjár-
festingu erlendra aðila í fiskveiðum
og frumvinnslu sjávarafurða. En ein
meginregla EES er að aðila í einu
ríki innan EES skuli vera heimilt
án takmarkana að fjárfesta í at-
vinnurekstri í öðru ríki á svæðinu.
Frumvarp til hjúskaparlaga
Hjón geri hvort öðru grein
fyrir fjármálum sínum
DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, hefur lagt fram á nýj-
an leik frumvarp til hjúskaparlaga. Þriðja grein frumvarpsins ákveð-
ur: „Iíjón skulu skipta milli sín verkefnum á heimili eftir föngum,
svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.
Hjónum er skylt að veita hvort öðru upplýsingar um efnahag sinn
og afkomu.“
MÞMKSI
í gær var dreift til þingmanna
frumvarpi til hjúskaparlaga. Frum-
varp þetta er alls 140 lagagreinar.
Frumvarpið er samið af sifjalaga-
nefnd sem í eiga nú sæti, dr. Ár-
mann Snævarr fyrrverandi hæsta-
réttardómari, Baldur Möller fyrr-
verandi ráðuneytisstjóri, Drífa Páls-
dóttir deildarstjóri og Guðrún Er-
lendsdóttir hæstaréttardómari.
Auður Auðuns fyrrverandi dóms-
málaráðherra átti sæti í nefndinni
uns hún lét af störfum að eigin
ósk, tók hún þátt í mótun frum-
varpsins á fyrstu stigum þess.
Sifjalaganefnd leggur til að tveir
lagabálkar verði felldir í einn. Ann-
ars vegar lög um stofnun og slit
hjúskapar og hins vegar lög um
réttindi og skyldur hjóna.
í fyrstu grein frumvarpsins er
kveðið á um gildissvið laganna:
„Lög þessi gilda um hjúskap karls
og konu. Þau taka ekki til óvígðar
sambúðar." Ef þetta ákvæði verður
að lögum verður afnuminn sá mun-
ur sem kann að vera í sifjalögum
að því er varða lagastöðu karls og
konu i hjúskap. Þriðja grein kveður
á um: „Hjón skulu skipta milli sín
verkefnum á heimili eftir föngum,
svo og útgjöldum vegna heimilis-
rekstrar og framfærslu fjölskyldu.
Hjónum er skylt að veita hvort öðru
upplýsingar um efnahag sinn og
afkomu.“ í athugasemdum er bent
á heimilisrekstur er víðtækara orð
heldur en framfærsluframlög. í
lagagreininni sé lagt til að hjónum
sé almennt skylt að gefa hvort öðru
upplýsingar um afkomu sína, þ.e.
um tekjur, eignir og skuldir og
horfur á næstunni. Helgist þetta
af samstöðu hjónanna, sameigin-
legri ábyrgð þeirra og trúnaði sem
ríkir á milli þeirra.
5. grein frumvarpsins segir:
„Hjúskap lýkur við andlát maka,
vegna, ógildingar hjúskapar eða
lögskilnaðar." Þegar frumvarpið
var fyrst lagt fyrir 1. apríl í vor
sætti orðalag 5. greinar nokkurri
gagnrýni en þá hljóðaði lagagreinin:
„Hjúskap lýkur fyrir andlát maka
eða vegna ógildinga.r hjúskapar eða
lögskilnaðar."
Gert er ráð fyrir því frumvarpið
taki gildi 1. júlí 1993. En þó er
kveðið á um að fara skuli með kröf-
ur um skilnað að borði og sæng eða
lögskilnað, fyrir gildistöku laganna,
eftir eldri lögum. Ef bæði hjón óska
þess er þó unnt að beita reglum
hinna nýrri laga.