Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
HANDKNATTLEIKUR
Eyjamenn vísa ásök-
unum Valsmanna á bug
en biðjast afsökunar á broti leikmanns liðsins í síðasta leik
EYJAMENN hafa beðið Vals-
menn afsökunar á framkomu
eins leikmanns ÍBV eftir
deildarleik liðanna í Eyjum
s.l. þriðjudagskvöld, en vísa
öðrum ásökuntim Reykjavík-
urliðsins á bug og búa sig
undir fyrirhugaðan bikarleik
félaganna í Eyjum annan
laugardag.
Valsmenn kærðu leikmann ÍBV
til HSÍ fyrir framkomu við-
komandi gagnvart tveimur Vals-
mðnnum. Stefán Jónsson, formað-
ur handknattleiksdeildar ÍBV,
sagði við Morgunblaðið að um-
rætt atvik væri óveijanlegt og
hefðu Eyjamenn beðið Valsmenn
afsökunar á þvf. Þetta væri leið-
indamál, sem ætti sér nokkra for-
sögu, en ÍBV hefði þegar tekið á
því og sett leikmanninn í ótíma-
bundið bann.
í blaðinu í gær var haft óbeint
eftir formanni handknattleiks-
deildar Vals að áhorfendur hefðu
brugðist ókvæða við, þegar Vals-
menn köliuðu á lögregluna, og
hótað öllu illu. Það voru ekki
áhorfendur, sem hótuðu öllu illu
heldur aðstandendur Eyjaliðsins
að sögn formannsins og er beðist
velvirðingar á mistökunum. En
vegna þessa fóru Valsmenn fram
á að bikarleikir ÍBV og Vals í
karla- og kvennaflokki færu ekki
fram í Eyjum heldur á hlutlausum
velli.
Stefán sagði að þama færi
kollegi sinn hjá Val með rangt
mál og auk þes væri furðulegt
að blanda kvennaliðunum í um-
ræðuna. „Einkennilegt er að þess-
ir menn og fleiri segja að mjög
gaman sé að leika í Eyjum og
þeir hrósa áhorfendum héma, en
um leið og eitthvað bjátar á verð-
ur allt vitlaust. En umræðan er
komin langt frá því sem í raun
gerðist, Valsmenn fara með ós-
annindi og ég vísa ummælum um
aðstandendur Eyjaliðsins heim til
föðurhúsanna.“
Stefán sagðist vel skilja kæru
Vals vegna leikmannsins, „en
enginn af okkar mönnum ögraði
eða hótaði Valsmönnum eins og
þeir segja. Við munum senda HSI
greinargerð og skýra okkar hlið
málsins, en gemm annars ráð
fyrir bikarleikjunum héma 12.
desember."
■ MATTHÍAS Bjarki Guð-
mundsson, leikmaður Þróttar í
Reykjavík, er blakmaður ársins
1992. Blaksambandið greindi frá
þessu í gær.
■ ARNAR Gunnlaugsson var
kjörinn knattspyrnumaður ársins
af stjóm KSÍ í síðustu viku.
■ JÓSTEINN Einarsson, þjálfari
Hvatar á Blönduósi, var útnefndur
besti leikmaður liðsins í sumar á
uppskemhátíð knattspyrnudeildar
fyrir skömmu._
■ SVANHVÍT Sveinsdóttir var
kjörin best í kvennaflokki Hvatar.
Efnilegasti leikmaður var kjörinn
Orri Baldursson í meistaraflokki
karla en í meistaraflokki kvenna
Erla Jakobsdóttir.
■ VALGEIR M. Baldursson og
Hermann Arason, sem léku með
knattspyrnuliði Stjörnunnar í sum-
ar, hafa verið ráðnir þjálfarar meist-
araflokks Hvatar.
Héðlnn Gllsson í leik með Dússeldorf.
Héðinn er í hópi
markahæstu manna
HÉÐINN Gilsson hefur gert 69
mörkfyrir Dusseldorf í 12 leikj-
um þýsku úrvalsdeildarinnar í
vetur og er f hópi markahæstu
manna, var fjórði í röðinni fyrir
síðustu umferð. Hins vegar
hefur gengi liðsins verið annað
en ætlað var og eftir 16:15 tap
gegn Kiel á útivelli i fyrrakvöld
er það í þriðja neðsta sæti með
6 stig.
Héðinn, sem gerði 6/3 mörk, var
nokkuð sáttur með sjálfan
sig, en ekki liðið. „Þrátt fyrir að
spiia vel eins og í tveimur síðustu
leikjum hefur Oheppnin elt okkur
sem skugginn og við tapað með
minnsta mun — misst af mikilvæg-
um stigum undir lok leikjanna,"
sagði Héðinn við Morgunblaðið eft-
ir tapið í Kiel. Hann sagði að heima-
menn hefðu komist í 5:1, en
Dússeldorf náð að jafna og eftir
það hefði allt verið í jámum. „Við
fengum gullið tækifæri til að jafna
fimm sekúndum fyrir leikslok, en
homamaður okkar skaut framhjá
úr dauðafæri.“
Dússeldorf taldi fyrir tímabilið
að raunhæft væri að stefna á 8. til
10. sætið í vetur. Héðinn sagði að
22 leikir væru eftir og því ekki öll
von úti enn, en sjálfsagt væm
margar ástæður fyrir slæmu gengi.
„Ein er sú að línumennimir, sem
vom keyptir fyrir tímabilið, hafa
algjörlega bmgðist," sagði Héðinn.
„Til dæmis fékk annar þeirra fjögur
dauðafæri í Kiel en gerði ekki mark
í leiknum. Svona hefur þetta verið
leik eftir leik og svo er komið að
mótherjamir hafa ekki áhyggjur af
línumönnum okkar, láta þá vera,
en einbeita sér að öðram mönnum,
sem gerir okkur auðvitað erfiðara
fyrir.“
Héðinn sagði að kominn væri tími
til að snúa blaðinu við „og halda út
í 60 mínútur,“ eins og hann orðaði
það. Tækifærið gæfist á heimavelli
gegn Schutterwald um helgina, en
Schutterwald er með stigi meira en
Dússeldorf.
Óskemmtileg afmælisgjöf
Sigurður Bjarnason átti 22 ára
afmæli á þriðjudag og ætlaði að
halda uppá það með sigri gegn
Leutershausen á útivelli í fyrra-
kvöld, en Grosswallstadt tapaði
24:19.
„Þetta fór illa,“ sagði Sigurður.
„Seinni hálfleikur var vonlaus hjá
okkur, engin markvarsla og sóknar-
leikurinn slakur. Mér gekk illa og
gerði aðeins þrjú mörk.“
Grosswallstadt er með 12 stig
og fór niður í 12. sætið, en fimm
lið em með 13 stig. Liðið mætir
Lemgo í næstu umferð.
HAFNABOLTI || BORÐTENNIS / DANMÖRK
Lið Giants
áfram
íSan
Francisco
GENGIÐ var frá sölu á hafna-
boltaliði Giants um síðustu
helgi og verður liðið áfram í
Sán Francisco, en um tíma var
talið að liðið yrði selt til St.
Petersburg.
Eigandi Giants, Bob Lurie, komst
að samkomulagi við hóp
manna um að þeir keyptu félagið
á litlar 100 milljónir dollara, eða
tæpa sex milljarða ÍSK. í forystu
þeirra sem keyptu er verslunarkeðj-
an Safeway.
Mikil ánægja er í San Francisco
með að liðið skuli áfram vera þar.
Lurie samdi um sölu á liðinu í ág-
'U til St. Petersburg fyrir 110
milljónir dollara en þá gripu yfir-
völd í borginni inní og gerðu allt
sem þau gátu til að halda liðinu í
San Francisco og það tókst. Reynd-
ar þurfa eigendur annarra liða, eða
samtök þeirra að samþykkja samn-
inginn og er talið líklegt að það
verði gert á næsta fundi þeirra sem
vefður fljótlega.
Kjartani gengur ágætlega
Kjartan Briem
Kjartani Briem, borðtennisleik-
ara, hefur gengið vel í Dan-
mörku þar sem hann er við nám í
rafmagnsverkfræði. Kjartan hefur
leikið með Bronshoj en félagið hef-
ur verið með tvö lið í 3. deild og eitt
í þeirri fyrstu. Kjartan hefur leikið
í 3. deild en á morgun leikur hann
fyrsta leik sinn í 1. deild og mætir
danska meistaranum Alan Bentsen.
„Ég er svona að koma til og hef
staðið mig vel í 3. deildinni þannig
að ég var valinn í 1. deildar liðið
fyrir leik helgarinnar við Homing,
sem er í efsta sæti, alla vega fyrir
þessa umferð,“ sagði Kjartan.
„Mitt lið kom upp úr 2. deildinni
í fyrra og er nú í 6. sæti. Ég er í
sæmilegri æfingu en eftir jól ætla
ég að æfa miklu betur því þá verð-
ur minna að gera hjá mér í skólan-
um. Það er dálítið öðruvísi að æfa
hér en heima, það er einhvem veg-
in meiri alvara í æfíngunum heima.
Danir era svo léttir og taka hlutun-
um ekki of alvarlega. Það kemur
reyndar á móti að hér er meira af
góðum spiluram þannig að maður
þarf ekki að æfa eins mikið til að
vera í góðri æfíngu,“ sagði Kjartan.
KRAFTLYFTINGAR
Kári bikarmeistari
Bikarmótið í kraftlyfUngum fór fram á Patreksfirði um helgina. Mótið var jafiiframt IsiandsmeisL
aramót í öldungaflokld, en 16 keppendur tóku þátt. Kári Elíson varð bikarmeistari. Hilmar Gunn-
arsson setti ungiingamet (-23 ára) í 75 kg flokki (250 kg í hnébeygju) og Eriendur Eiríksson í 82,5
kg flokki (260,5 kg í hnébeygju). Gcir Þórólfeson setti lslandsmet í öldungaflokki (+40 ára)-i 82,5
kg flokki (185 kg). Úrslit:
Flokkur Nafn Þyngd Hnéb. Bekkpr. RéttsL Samt Stig
75,0 kg Kári Elíson 74,95 240,0 175,0 282,5 697,5 463,73
75,0 kg Hilmar Gunnarsson 75,00 250,0 115,0 235,0 600,0 398,70
82,5 kg Ólafur Sveinsson - 80,85 250,0 145,0 245,0 640,0 401,60
82,5 kg Eriendur Eiríksson 82,50 260,5 150,0 220,0 630,5 390,16
82,5 kg Ólafur Krisljánsson 82,50 210,0 115,0 235,0 560,0 346,81
82,5 kg Vilhjálmur Hauksson 82,50 170,0 135,0 205,0 510,0 315,84
82,5 kg Geir Þóiólfeson 82,15 185,0 105,0 160,0 450,0 279,50
90,0 kg Bárður Ólsen 89,65 262,5 155,0 282,5 700,0 410,69
90,0 kg Reynir Bess Júlíusson 90,00 250,0 160,0 260,0 670,0 392,15
90,0 kg FIosi Jónsson 89,00 250,0 157,5 250,0 658,5 384,83
90,0 kg Njáll Torfason 85,85 175,0 125,0 230,0 530,0 319,54
100 kg Magnús Bess Júlíusson 100,00 280,0 185,0 270,0 735,0 407,19
100 kg Unnar Garðarsson 98,60 230,0 165,0 270,0 665,0 370,74
110 kg Baldvin Skúlason 108,20 250,0 220,0 300,0 770,0 423,27
110 kg Ragnar A.Gunnarsson 101,90 200,0 105,0 240,0 545,0 299,59
+125 kg Guðmundur O. Siguiðsson 125,50 240,0 140,0 280,0 660,0 343,46
KNATTSPYRNA / ITALIA
Vogts deilir á
fyrirkomulagið
Berti Vogts,
Þýskalands,
landsliðsþjálfari
deilir á fyrir-
komulagið á Ítalíu og segir að það
eigi að stöðva að itölsk félög geti
keypt marga bestu leikmenn heims
án þess að þeir fái tækifæri að leika
með félögunum. Flest stóru félögin
á Ítalíu era með fímm til sex er-
lenda leikmenn, þrátt fyrir að þau
geti aðeins telft fram þremur út-
lendingum í leik.
„Það skaðar knattspyrnuna að
margir bestu leikmenn heims sitja
leik eftir leik á áhorfendapöllunum.
Ég hef spurt hvers vegna - þegar
ég hef 8éð leikmenn eins og Ruud
Gullit og Thomas Hassler hvíla leik
eftir leik,“ sagði Vogts, sem vill
breyta kerfínu á Ítalíu þannig að
félög þar geti aðeins verið með
fjóra erlenda leikmenn í herbúðum
sinum. „Leikmennirnir fjórir eiga
allir að vera á leikskýrslu, en að-
eins þrír þeirra inn á vellinum í
einu,“ sagði Vogts.