Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 Óvönduð verðkönnun? eftirMargréti Þóru Jónsdóttur . Ég staldraði við greinar í Morg- unblaðinu sunnudaginn 29. nóvem- ber sl. en þar var um að ræða heilar þrjár síður í þessu virta blaði og ganga allar greinarnar út á það að vegsama innkaupaferðir landans til útlanda og að auki skítkast á ís- lenska verslun. Að kveldi sama dags var komið að fjölmiðli allra iands- manna, ríkisútvarpinu, sem lepur upp í fréttum sínum þennan sama aígilda sannleik Morgunblaðsins. Sagan hefur endurtekið sig á haustmánuðum ár eftir ár, þ.e.a.s. blaðamenn fara utan á vegum ferða- skrifstofu og virðast meðal annars borga fyrir sig með því að skrifa róg um íslenska verslun þegar heim er komið og óvandaðar greinar sem standast ekki skoðun þegar betur er að gáð. Þessar greinar sem ein- kennast af því að sýna enga sann- girni gagnvart innlendri verslun né setja sig inn í vandamál hennar hafa einkum verið tíðar í DV en nú vill Morgunblaðið ekki verða eftirbátur í þessari iðju enda er hart barist á blaðamarkaðnum. Ég er ekki vön því að taka þessar greinar nærri mér en þar sem báðar mínar verslan- ir, Sonja og Taxí, eru nafngreindar í þessari „verðkönnun" og um leið dregnar inn í þennan verðsamanburð þá get ég ekki orða bundist. „Svo lengi má brýna deigt járn að bíti.“ Blaðamaður þykist búa til eitt- hvert meðaltalsverð, fyrir það sem hann kallað aðrar verslanir, og þar undir heyra Sonja og Taxí, en aftur á móti fær Hagkaup sér meðferð hjá viðkomandi og er talið fram eitt og sér. Auðvitað get ég ekki svarað fyrir allar verslanir í Reykjavík hvað varð- ar „meðaltalsverðið" en ég hvet tals- menn þeirra til að gera það „því oft er þörf en nú er nauðsyn“. Ég veit það eitt að þessi saman- burður er út í hött hvað varðar mín- ar verslanir og ég er fullviss um að svo er einnig um margar fleiri. Lang- stærsti hlutinn af minni sölu er kven- fatnaður, ég tek sem dæmi um „verðsamanburðinn", um kápurnar sem blaðamaður segir að kosti að meðaltali 26.900 kr. í Reykjavík en 13.500 kr. í Neweastle. Sannleikur- inn er sá að hjá okkur eru vandaðar ullarkápur (Vero Moda) á 9.890 kr. Ég vildi vinsamlegast biðja blaða- mann að skýra betur þessar fengnu tölur þannig að ekki þurfi að stimpla hann sem vísvitandi ósannindamann og að sýna fram á að hann sé að bera saman sambærilega hluti. Áður en lengra er haldið þá vil ég lýsa þeirri skoðun minni að und- anfarin ár hefur verið sótt að inn- lendri verslun úr öllum áttum en þó kannski minnst af fólkinu sjálfu heldur meira af ýmsum stofnunum og eru sumar þeirra opinberar stofn- anir. Vitað er um þátt ferðaskrifstof- anna eins og þessi Morgunblaðs- grein ber með sér, vegna rangra upplýsinga þeirra til almennings. Hjá þeim virðist „tilgangurinn helga meðalið". Ég hef heldur ekki orðið vör við neinar áhyggjur hjá forkólfum Verslunarmannafélags Reykjavíkur um atvinnumál félaga sinna, enda hafa þeir haft öðrum hnöppum að hneppa undanfarið. Tek ég sem dæmi, þar sem ég er Kringlukaup- maður, baráttu félagsins gegn sunnudagsopnun í Kringlunni og eyddu þeir þá stórfé í auglýsingar og fleira til að bjarga sínu fólki frá 7 daga vinnuviku sem raunar aldrei var á dagskrá nema í þeirra eigin hugarheimi. Aðalmái félagsins var sem sagt að loka á sunnudögum í Kringlunni þótt alls staðár annars staðar megi vera sunnudagsopnun og fyrst þetta hafðist þá skítt með atvinnumál félagsmanna. Ég get haldið áfram að ræða hugarfar stofnana og félaga til innlendrar versiunar því af nógu er að taka en ég læt samt hér staðar numið. Vaxandi og langmestur hluti af veltunni í mínum tveimur verslunum er í gegnum verslunarkeðjuna Vero Moda. Á þriðja hundrað Vero Moda- verslanir eru á Norðurlöndum, Þýskalandi, írlandi og í fleiri löndum. Þessar verslanir hafa alls staðar þar sem þær hafa borið niður staðið sig mjög vel í samkeppninni bæði hvað varðar gæði vöru og verðlag en framleiðslan fer að mestu fram á Ítalíu, í Portúgal og víðar. Blaða- maður gat ekki borið saman verð á þessari vöru hjá okkur og í New- castle þar sem eftir því sem ég best veit þá eru þessar verslanir ekki í þeirri borg en aftur á móti má benda blaðamanni á að fara í aðra stytt'ri Jólafundur Hvatar haldinn á mánudag Hinn árlegi jólafundur Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna, verður haldinn í Átthagasal Sögu mánu- daginn 7. desember. I áratugi hefur mikið verið lagt í jólafund- inn. Hefur hann jafnan verið mjög fjölmennur og margar konur hefja jólaföstuna á þessari hátíð- legu samkomu. Dagskráin er fjölbreytt. Eftir ávarp formanns, Onnu Kristjáns- dóttur, mun Björgvin Magnússon flytja jólahugleiðingu. Þá mun Helga Sigríður Harðardóttir syngja ein- söng með undirleik Jórunnar Viðar. Þá verður að venju jólahappdrætti. Og Hafliði Jónsson leikur létt lög á píanó. Á fundinum verður efnt til tísku- sýningar á íslenskum pelsum frá Eggerti feldskera. En kjörorð fund- arins er „íslenskt í öndvegi“. Jóla- fundurinn hefst klukkan 8.30 og eru allir veikomnir. Óprúttnir safna í nafni Fríkirkju „ÞAÐ hefur einhver hringt í fyrirtæki í nafni Fríkirkjunn- ar í Reylyavík og óskað eftir fjárframlögum til kirkjunn- ar. Eg vil því taka það skýrt fram, að engin slík söfnun er í gangi á okkar vegum,“ sagði séra Cecil Haraldsson, Fríkirkjuprestur í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Cecil sagði að kunningi hans, sem starfar hjá fyrirtæki í borg- inni, hefði haft samband við hann til að spyrjast fyrir um fjársöfnun kirkjunnar. „Í þenn- an kunningja minn hringdi maður, sem óskaði eftir ijár- framlagi, svo söfnuðurinn gæti haft kirkjuna opna á nóttunni um helgar, eins og við höfum gert síðan í fyrra. Ég vil taka það skýrt fram, að söfnuðurinn er ekki með neina fjársöfnun meðal fyrirtækja," sagði séra Cecil Haraldsson. Kynningarmynd frá Vero Moda. reisu með einhverri ferðaskrifstofu til Dublin - þar var ein Vero Moda- verslun fyrir einu ári en þijár í dag. Ég skora á blaðamann að fara til Dublin og gera verðsamanburð hjá þessum þremur verslunum og hjá okkur og þrátt fyrir ýmsar erfiðari aðstæður hér heima þá hræðist ég ekki samanburðinn að því tilskildu að um heiðarleg vinnubrögð sé að ræða. Fyrirtækið Vero Moda gefur út bækling um vörur sínar og verðlag á þeim í hinum ýmsu löndum. Þess- um bæklingum höfum við dreift undanfarna mánuði og fært inn í þá okkar verð. Innan tíðar mun fyrir- tækið prenta íslenska verðið inn í bæklinginn. Á þessu sést að nú þeg- ar á að vera auðvelt fyrir fólk að sjá að við stöndumst verðsaman- burð. Það eina sem getur ruglað nokkuð verðsamanburð með þessar vörur í hinum ýmsu verslunum er að þetta fyrirtæki eins og flest önn- ur er alltaf öðru hvoru með tiiboðs- verð á * nokkrum vöruflokkum og vegna íjarlægðar er nokkuð erfiðara fyrir okkur að fylgjast með slíku en við gerum þar samt okkar besta. Að lokum, ég er ekki að tala á móti því að fólk versli erlendis, auð- vitað fer hver og einn þangað sem kaupin gerast best á eyrinni en ég hvet fólk til þess að meta það sem vel er gert í íslenskri verslun og það mun sannast að það er á mörgum stöðum, bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Margrét Þóra Jónsdóttir „A þessu sést að nú þegar á að vera auðvelt fyrir fólk að sjá að við stöndumst verðsaman- burð.“ Ég hvet hin ýmsu blöð, féiög og stofnanir til að hætta því að naga sífellt í íslenska verslun og hafa hag þjóðar að aðalsmerki í sinni gagn- rýni því hér er um að ræða atvinnu tíu til fimmtán þúsund manna. Það gildir ennþá það sem sagt var áður fyrr „sér grefur gröf sem grefur". Höfundur er kaupkona. Levi’s á 1.400 krónur þar - 6.590 krónur hér eftir Þórhall Jósepsson Fyrst vil ég þakka Morgunblaðinu ágæta umfjöllun um verðlag á fatn- aði hérlendis með samanburði við verðlag í Newcastle á Englandi 29. nóvember síðastliðinn. Þar kom fram verðmunur sem eftir minni reynslu að dæma er fjarri því að vera ýktur eða óraunhæfur, nema ef vera skyldi fyrir það, hve varlega blaðamaður- inn fór, með því til dæmis að kanna ekki verðlagið hjá C&A eða Marks- &Spencer. Mig langar að segja hér frá nokkr- um dæmum af eigin reynslu í þessu samhengi. Fyrir rúmu ári keypti ég svonefndan krumpgalla á 10 ára stúlku hjá C&A í Munchen í Þýska- landi. Hann kostaði um 1.600 krón- ur. Tveimur dögum síðar kom ég í stórmarkað í Reykjavík, sem gefur út fyrir að selja vörur á lágu verði. Þar sá ég nákvæmlega eins krump- galla, sömu stærð, sömu liti, sama snið og munstur, sama vörumerki á miðanum í kraganum: C&A. Sá kost- aði rétt tæpar sex þúsund krónur, nákvæmlega 5.990, eða um 275% rrieira en í Þýskalandi. Fyrir tæpu ári keypti ég regnkápu, afskaplega fína, hjá ein- hverri sérverslun í Trier í Þýska- landi. Hún kostaði um 3.500 krón- ur. Viku síðar sá ég nákvæmlega sams konar regnkápu í sérverslun í Reykjavík. Hún kostaði 20 þúsund krónur, eða um 470% meira. „Frásögn Morgunblaðs- ins 29. nóvember stað- festir fyrir mér það sem ég hef sjálfur reynt á síðustu árum um verð- mun hér og í nágranna- löndunum. Við þessar aðstæður þarf engan að undra hve mikil ásókn er í verslunarferðir til útlanda.“ Fyrir fáeinum dögum var ég staddur í Bandaríkjunum, heima- landi Levi’s gallabuxnanna. Þar gekk ég inn í Levi’s verslun og keypti buxur nr. 14 og þær kostuðu um 1.400 krónur (snið 550, sem er há- tískusnið þar vestra um þessar mundir.) Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins 29. nóvember kosta Levi’s gallabuxur hér á landi 6.590 krónur sem er um 370% hærra. Þetta eru aðeins þrjú sýnishorn af verðmuninum. Eftir minni reynslu eru þau dæmigerð. Frásögn Morg- unblaðsins 29. nóvember staðfestir fyrir mér það sem ég hef sjálfur reynt á síðustu árum um verðmun hér og í nágrannalöndunum. Við þessar aðstæður þarf engan að undra hve mikil ásókn er í verslun- arferðir til útlanda. Enga viðhlítandi skýringu hef ég enn séð eða heyrt á því, hvers vegna Ljóðalestur og skemmt- un til styrktar bar- áttunni gegn alnæmi SNIGLABANDIÐ skemmtir á Tveimur vinum í kvöld, föstudag- inn 4. desember. Sniglabandið mun halda uppi sveiflu og má búast við því eins og oft áður að þeir kynni nýtt lag úr sinni smiðju. Á laugardagskvöld skemmtir Todmobile. Á sunnudagskvöld verða tónleikar ásamt dansi, ljóðalestri og ýmum uppákomum. Manneskjan og alnæmi er yfirskrift kvöldsins og eru þetta styrktartónleikar fyrir Védísi Leifs- dóttur. Skemmtunin hefst kl. 22 og stendur til kl. 1. Fram koma: Bubbi Morthens, Megas, Elísabet Þorgeirs- dóttir, Rúnar Guðbrandsson, Kristján Frímann, Björgvin Gíslason, Andrea Gylfadóttir, David Greenall og In- femo 5. (Úr fréttatilkynningu.) Þórhallur Jósepsson verðlag þarf að vera svo miklu mun hærra hér á landi en erlendis. Stund- um koma fram skýringar sem felast í því, að skattlagning sé svo miklu þyngri hér en erlendis. Sú skýring dugir ekki. Ef virðisaukaskatturinn er tekinn sem dæmi, þá er hann 14% í Þýskalandi, 24,5% hér. Ekki skýrir það 300%-400% verðmun? Mig langar af þessu tilefni að hvetja Morgunblaðið til að halda áfram að kanna þessi mál með því til dæmis að athuga hvað veldur þessum mikla verðmun. Er það skattlagning? Flutningskostnaður? Launakostnaður? Veltuhraði? Pjár- magnskostnaður? Getur hugsast að skýringin liggi í álagningunni hér? Ætla kaupmenn að bregðast við samkeppni frá Newcastle og Dublin með því að lækka vöruverð? Eða geta þeir það kannski ekki? Á meðan þjóðfélagið ólgar af áhyggjum og óánægju með efna- hagsráðstafanir og eins stafs geng- isfellingarprósentu, hlýtur að muna nokkuð um upphæðir sem teljast í tugúm og hundruðum þúsunda króna á ári fyrir hveija fjölskyldu, ef hægt væri að færa verðlag hér til einhvers eðlilegs samræmis við nágrannalönd okkar. Höfundur er starfsmaður . Stjórnarráðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.