Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 49
síirrosM -JftpfifíYr '6r,f}n« •pr> ieKtíop. í ipnínnv>f rmr- 1 up<1 .:tbvRf>mrn£vH rí.1/5 .mufj.ödifí.tb'í h yo mummvJÍ MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 Minning Ragnar Jónsson fv. skrifstofustjóri Fæddur 24. ágfúst 1915 Dáinn 24. nóvember 1992 Elsku afi okkar er farinn. Við geymum í huga okkar ljúfar minningar um afa. Hann kenndi okk- ur svo margt um lífið, sem reynast mun okkur ómetanlegt þegar fram í sækir. Heiðarleika, stundvísi, sjálf- stæði og hlýleika gagnvart mönnum og dýrum. Fyrir þetta og allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum með afa erum við honum innilega þakklátir. Birta og friður mun fylgja honum afa okkar, sem ávallt vildi vel og var svo trúr og einlægur í öllum ráðum og gerðum. Afi var vinur okkar eins og þeir gerast bestir og við vitum að hans bestu vinir bíða á engi annars lífs, eins og hann mun bíða okkar þegar sá tími kemur. Bjarni og Ragnar Ólafssynir. Það er mánudagur 23. nóvember. Boðað er til spiia, en þeim frestað vegna veðurs um eina viku. Sól- arhring síðar er varamaðurinn kall- aður til annarrar vistar og spilar ekki við okkur aftur. Svo skammt er milli lífs og dauða. Fyrir u.þ.b. 20 árum kenndi Ragn- ar Jónsson okkur nokkrum gömlum skólafélögum að spila Lomber og var síðan oft á tíðum varamaður í spila- klúbbnum okkar og veitti okkur lið til þess að halda honum lifandi þegar einhver gat ekki spilað um tíma, enda eru lomberspilarar ekki á hveiju strái. Á slíkum kvöldum var glatt á hjalla, þjóðmálin rædd og spáð í þau spil á milli þess sem kúpað var, sögð hrein, sóló eða aðeins spil. Þá var oft sagt í gamni að við ættum að spila á Þjóðminjasafninu því nú spil- uðu svo fáir þetta göfuga spil, allir væru nú farnir að spila ógöfugri spil og nauðsynlegt að geyma spila- þekkinguna fyrir næstu kynslóðir. Að feiðarlokum viljum við þakka Ragnari Jónssyni fyrir viðkynning- una sem hófst þegar við skólafélagar Einars sonar hans vöndum komur okkar á heimili Ragnars og Kristínar fyrir 30 árum og hefur sú vinátta haldist alla tíð. Við og fjölskyldur okkar sendum Kristínu og bömum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Brynjólfur Kjartansson og Magnús Sigsteinsson. Ég fylgi tengdaföður mínum og afa bama minna til grafar í dag. Með þessum fáu orðum vil ég þakka fyrir að hafa notið samfylgdar hans. Ragnar Jónsson var mikill fjöl- skyldumaður og höfuð fjölskyldunn- ar í bestu merkingu þess orðs. Sam- verustundir með fjölskyldunni voru honum dýrmætar hvort sem var inn- an dyra eða utan. Af nærgætni, ást- úð og umhyggju lét hann sig varða um hagi og líðan allra sinna afkom- enda. Sérstakir kærleikar vom með honum og barnabörnunum sem hændust að afa sínum. Hann bjó þeim ríkulegt veganesti sem þau munu njóta alla ævi. Það er mikils virði að eiga slíkan afa, það þekki ég af eigin raun. Lífíð heldur áfram. Þeim sem eftir lifa og syrgja hinn látna er gott að eiga í sameiningu svo fagrar minn- ingar um elskulegan vin og félaga. Blessuð sé minning Ragnars Jóns- sonar. Gísli Heimisson. Við hjónin fengum heimsókn. Sr. Jón Ragnarsson, sonur Ragnars, kom til að tilkynna okkur lát föður síns, en Ragnar hafði orðið bráð- kvaddur að heimili sínu að kveldi 24. nóvember. Okkur setti hljóð eins og eðlilegt er þegar frétt berst um and- lát vina, sem hverfa svo snögglega af leiksviði lífsins við fulla heilsu þrátt fyrir 77 ára aldur. Okkur kom báðum í hug vísa Bólu-Hjálmars Mannslát, sem hann kvað er hann frétti lát vinar. Steingrímur Guð- mundsson - Minning Fæddur 22. apríl 1907 Dáinn 25. nóvember 1992 í minningunni frá barnsárunum eru nokkur atvik sem koma upp í hugann aftur og aftur. Sum eru tengd hátíðum eins og aðfangadags- kvöldum á Njálsgötunni hjá afa og ömmu, en önnur eru hversdagslegri eins og gljáandi fínu bílarnir sem afí átti, alltaf eins og þeir væru nýkomn- ir á götuna. Það er erfitt að hugsa sér að við eigum ekki eftir að hittast aftur. Þegar við vorum lítil sagði afi okkur sögur á kvöldin. Sumar sögumar voru sannar, aðrar skáldaðar, en all- ar voru þær skemmtilegar. Stundum mátti ekki á milli sjá hver skemmti sér best, sögumaður eða við sem nú ímynduðum okkur að við værum ref- ir uppi á fjöllum eða dvergar búsett- ir í klettum. Þegar við urðum eldri breyttist samband okkar auðvitað og þá var rætt saman á jafnréttisgrund- velli, þó svo munur á aldri og visku væri töluverður. Afí var fæddur á fyrsta áratug þessarar aldar og var því vitni að og þátttakandi í þeirri þjóðfélags- breytingu sem hér átti sér stað. Okkur þótti gaman að heyra afa segja frá liðnum atburðum sem hann var þátttakandi í. Ekki skipti máli hvort spurt var um hversdagslega hluti eins og verð á bílum fyrir 50 árum eða suma þeirra skrýtnu ná- unga sem settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur hér áður fyrr. Um það leyti sem afi hætti að vinna, fæddust fyrstu langafabörnin °g frá fyrstu stundu fylgdist hann af áhuga með þeim. Þó svo þau eldri skilji að það sé hluti af tilveru okkar að hlýða kalli dauðans er söknuður þeirra mikill er þau kveðja langafa sinn hinsta sinni. Við barnabömin þökkum afa fyrir allt það sem hann hefur okkur gert. Minningin um góðan afa lifir með okkur. Elsku amma. Megi minningarnar um allar þær góðu stundir sem þið áttuð saman sefa sorg þína. Megi afi okkar hvíla í Guðs friði. _ Sigtryggur, Siggi, Áslaug, Gústa og Steini. Mig langar með örfáum orðum að minnast tengdaföður míns, Stein- gríms Guðmundssonar, sem lést í Landspítalanum miðvikudaginn 25. nóvember síðastliðinn. Steingrímur M. - Guðmundsson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1907. Hann var sonur Guðmundar Guð- mundssonar frá Grímslæk í Ölfusi og Dagbjartar Grímsdóttur fæddri í Núpskoti á Álftanesi. Guðmundur faðir Steingríms flutt- ist til Reykjavíkur um síðustu alda- mót og gerðist þar ökumaður og síð- ar verslunarmaður. Guðmundur og Dagbjört eignuðust fimm börn: Þur- íður, fædd 1895, Guðmundur Helgi, fæddur 1899, Guðbjört Lára, fædd 1902, Steingrímur, fæddur 1907 og Guðbjartur, fæddur 1920. Af þeim systkinum er Guðbjartur einn á lífi. Ævistarf Steingríms Guðmunds- sonar var bifreiðaakstur og byijaði hann að aka bíl strax og hann hafði aldur til. Hann ólst upp á Kárastíg 5 í Reykjavík, en fluttist síðar að Njáls- götu 15a í Reykjavík, þar sem hann bjó mestan hluta ævi sinnar. Þann 8. nóvember 1941 giftist hann Áslaugu Ámadóttur, ungri ekkju, sem misst hafði mann sinn Sigtrygg Árnason verslunarmann. Steingrímur og Áslaug bjuggu mest allan sinn búskap á Njálsgötu 15a ásamt tveimur börnum Áslaugar frá fyrra hjónabandi, þeim Kristínu og Herði. Steingrímur hafði yndi af lestri góðra bóka. Þá fylgdist hann mjög vel með þjóðmálaumræðunni hveiju sinni og hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum og færðist hann mikið í aukana ef einhver hallmælti stefnu Sjálfstæðisflokksins en hann var mikill sjálfstæðismaður. Fyrir réttum fímm árum fluttu þau Áslaug og Steingrímur í þjónustu- íbúð fyrir aldraða að Kópavogsbraut la, sem Sunnuhlíðarsamtökin byggðu. Steingrímur lét þess oft getið hversu vel sér liði í Sunnuhlíð- inni, hve fallegt útsýnið væri til allra átta og allt umhverfíð væri skemmti- legt. Ef til vill átti hann þar sín bestu æviár, meðan hann var heill heilsu. Steingrímur bar hlýjan hug til stjúpbarna sinna og afkomenda þeirra og fylgdist náið með þeim og fjölskyldum þeirra. Síðustu mánuðirnir voru Stein- grími afar erfíðir. Hann var mikið veikur og þurfti að dvelja á sjúkra- húsi af og til. í þessum veikindum hvfldi mikið á Áslaugu konu hans og stóð hún við hlið hans sem klett- ur og var það honum mikill styrkur í veikindunum. Steingrímur hafði orð á því hve læknar hans og hjúkrunar- fólk hefði verið alúðlegt við sig og er þessu fólki færðar innilegar þakk- ir. Þegar Steingrímur kvaddi þennan heim var hann sáttur við allt og alla og hann var tilbúinn að ganga á fund hins hæsta höfuðsmiðs. Hafí hann þökk fyrir vináttu sína við mig og fjölskyldu mína. Áslaug mín. Guð styrki þig á sorgarstundu. Jón Sigurðsson. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, JÓHANN YNGVI GUÐMUNDSSON áður Kirkjuvegi 7, Selfossi, andaðist 2. Selfossi. desember á hjúkrunarheimili aldraðra, Ljósheimum, Guðmundur Jóhannsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Stefán Jóhannsson, Yngvi Jóhannsson, Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Arnbjörg Þórðardóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Ragnheiður Zóphóníasdóttir, Elíane Hommersand, Jón Sævar Alfonsson, Óiafur Magnússon, Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kanske í kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (H.J. frá Bólu.) Langt er síðan við hjónin kynnt- umst Ragnari, og tókst með okkur góð vinátta. Það gerðist er Ragnar giftist Kristínu Guðrúnu Einarsdótt- ur frá Vestri-Garðsauka í Hvols- hreppi í Rangárvallasýslu. Guðrún Einarsdóttir kona undirritaðs og Kristín eru systradætur og vinkonur frá unga aldri. Þannig eignuðumst við vináttu þeirra hjóna og fjölskyldu þeirra sem er ævarandi. Margs er að minnast frá liðnum árum svo sem heimboða af ýmsum tilefnum. Þá eru eftirminnileg ferðalög okkar Ragn- ars í veiðiferðir og landsskoðun í Vestur-Skaftafellssýslu og viðar um landið. Margt var rætt í gamni og alvöru í þessum ferðum. Nú er kær vinur horfínn og fluttur til æðri heima á undan okkur. Við áttum ekki von á að lifa Ragnar, en við komum eftir, „kannske í kvöld, með klofínn hjálm og rofínri skjöld" eins og segir í vísu Bólu-Hjálmars. Ragn- ar var gæfumaður og til hans var borið mikið traust, að verðleikum. Við þökkum öll árin o& vináttuna. „Orðstír deyr aldrei hveim sér góðan getur“. Við sendum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Guðrún og Ólafur. t Móðir mín og mágkona, ' MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hesteyri, verður jarðsungin frá (safjarðarkapellu laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Ragnheiður Bjarnadóttir, Lilja Halldórsdóttir. + # - Elsku litla dóttir mín, 1 ELÍN ÓLÖF HELGUDÓTTIR, Heiðarbóli 8, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í, ,r > laugardaginn 5. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. i Helga Jóna Guðbrandsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSTRÁÐURINGVARSSON veiðieftirlitsmaður, Jöklaseli 11, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 4. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. * Steinunn G. Ástráðsdóttir, Magnús Gunnarsson, Agúst Astráðsson, Guðbergur Ástráðsson, Margrét Brandsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA JÓNSDÓTTIR frá Hvoli í Ölfusi, Heiðmörk 60, Hveragerði, er lést 30. nóvember sl. verður jarð- sungin frá Kotstrandarkirkju þriðjudag- inn 8. desember kl. 14.00. Sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.30. Guðmundur Gottskálksson, Jórunn Gottskálksdóttir, Friðgeir Kristjánsson, Salvör Gottskálksdóttir, Vilhelm Adolfsson, Guðrún Ásta Gottskálksdóttir, Kristján Jónsson, Gizur Gottskálksson, Elín Kr. Sigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og jaröarför bróður okkar, BÖÐVARS KETILSSONAR, Kef lavíkurgötu 18, Hellissandi. Gfsli Ketilsson, Guðbjörn Ketilsson, Björgvin Magnússon og aðrir ættingjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.