Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
9
....n............
Fallegur fatnaður
frá
I f U m
Silkiblússur,
-pils, -jakkar, -buxur, -slæður.
Kasmír ullarpeysur,
-pils, -buxur.
Kasmír ullarkápur,
-jakkar,
mikið úrval. TPR^CTI W íP*
PEISINN
Kirkjuhvoli ■ sími 20160
Franskar blússur
Tilboö í 2 daga - 30% afsláttur
TBSS^
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
Opið virka daga frá 9-18
og laugardag 10-16
™ [E] OPIÐ SKEIFUNNI I I
nADOREiDBLuR LAUGARDAGA VCRSUJN SÍMIÓ79S90 VCRKSTÆDISÍMI679891
r RODIER
l < • 30% desemberafsláttur aföllum fatnaði. RODIER BORGARKRINGLUNNI • SÍMI: 67 80 55
Ótraust velferð
Minnka þarf umfang opinberrar for-
sjón'ar og breyta um aðferðir við veitingu
aðstoðar. Ástæðan er vaxandi kostnaður
velferðarkerfisins á tímum minnkandi
hagvaxtar, þráláts ríkissjóðshalla og auk-
innar samkeppni innan nýrrar Evrópu.
Þetta segir í grein eftir Guðmund Magn-
ússon, prófessor.
Samanburður
Grein Guðmundar birt-
ist í nýjasta tölublaði „Vís-
bendingar" og nefnist
„Velferð á ótraustum
grunni — hugleiðingar
um opinbera forsjá á
Norðurlöndum." í upp-
hafi segir hann, að ekki
fari milli mála, að
Norðurlöndin hafi náð
miklum árangri í hagsæld
og velmegun og þar sé
öryggisnet einstaklinga
þéttriðið. En nú þurfi
breytinga við. Þá segir í
greininni:
„Norðurlöndin raða sér
þaimig í útgjöldum hins
opinbera undanfarin ár
að Svíþjóð er efst með
60—65% vergrar lands-
framleiðslu, Danmörk
með 60%, Noregur ná-
lægt 50% Finnland með
liðlega 40% og ísland með
tæplega 40%. Sama röð
verður uppi á teningnum
varðandi samneyslu og
millifærslur svo og fjölda
þeirra sem starfa hjá hinu
opinbera (ríki og sveitar-
félögum). í Svíþjóð starf-
ar nær þriðji hver vinn-
andi maður þjá því en
fimmti til sjötti hver á
íslandi.
Einkenni
Ofvöxtur hins opinbera
lýsir sér m.a. á eftirfar-
andi hátt:
Einstaklingar vinna í
þágu hins opinbera hálft
árið. Þeir fá hluta af
skattgreiðslum sinum aft-
ur ef þeir verða sjúkir,
atvinnulausir eða gamlir
ellegar kunna að spila á
kerfið.
Sumir einstaklingar
þurfa að borga tvöfalt
fyrir þjónustuna þar sem
langar biðraðir myndast
í opinbera kerfinu eða
þeir vilja borga fyrir
meiri gæði en hið opin-
bera býður.
Síhækkandi skattar
hafa dregið úr vimiuvilja.
Þetta hefur rýrt skatt-
telgur en auk þess hefur
það stundum gert þjón-
ustuna dýrari en ella og
jafnvel ýtt mönnum yfir
í neðanjarðarhagkerfið.
Dæmi um aukinn kostnað
er læknisþjónusta í Sví-
þjóð. Læknar fá ekki
greitt fyrir yfirvinnu en
taka hana út í leyfum í
staðinn. Þetta veldur því
að miklu fleiri lækna þarf
en ella. Islenskir læknar
Hjóta góðs af þessu og
fara til Svíþjóðar í tugat-
ali á sumrin til afleysinga
en þeir geta greitt skatt
á Islandi ef þeir eru utan
skemur en 180 daga á ári.
Vegna misnotkunar
hefur kostnaður vegna
ýmissa bótagreiðslna orð-
ið gifurlegur. Var svo
komið að hver starfandi
Svíi var veikur tæpan
mánuð á ári. Þetta jafn-
gildir 5—10% af fram-
leiðslunni. Með strangari
veikindareglum og erfið-
ari efnahag hefur heilsa
Svía snarbatnað.
í opinberri þjónustu er
víða erfitt að mæla afköst
og koma við vélvæðingu.
Þar er erfitt að beita af-
kastahvetjandi kerfum og
þess vegna verður launa-
kostnaður tiltölulega hár.
Þegar þriðji til sjötti
hver maður vinnur hjá
hinu opinbera fara starfs-
menn að hafa hag af þvi
að viðhalda kerfinu
óbreyttu.
Viðfangsefni
Hið opinbera hefur í
reynd aðallega sinnt eft-
irfarandi þremur verk-
efnmn:
1) Stuðningsþjónustu við
samfélagið í formi heil-
brigðisþjónustu, mennta
og rannsókna, sam-
gangna o.fl. sem allir í
þjóðfélaginu njóta góðs
af í meira eða minna
mæli.
2) Beinni samneyslu, svo
sem félagsmálum, stjórn-
sýslu o.fl.
3) Tilfærslum hvers kon-
ar milli einstaklinga eða
einstaklinga og fyrir-
tækja.
Aður fyrr var stuðn-
ingsþjónustan rúmfrek-
ust en millifærslur hafa
snaraukist í seinni tíð.
Þetta þýðir að opinber
forsjá teygir sig æ lengra
inn á svið þar sem hún
er ekki nauðsynleg.
Reynslan sýnir að mark-
aðurinn veitir meira
kostnaðaraðhald í flest-
um tilvikum en rikisrekst-
in- og því á sér nú stað
afturhvarf til markaðar-
ins alls staðar á Norð-
urlöndum.
Hið opinbera hefur tek-
ið að sér hlutverk föð-
urins gagnvart týnda syn-
inum og aðilar vinnu-
markaðarins hafa með
sifelldum samningum um
félagsmálapakka, sem
rikisvaldið hefur tekið að
sér að framkvma, breytt
fjölmörgum stofnunum
og fyrirtækjum í vemd-
aða vinnustaði þar sem
mönnum er greitt fyrir
vinnu sína umfram mark-
aðsverð. Þetta er auðvit-
að dýr lausn og erfið þeg-
ar keppa á við fyrirtæki
i öðrum löndum sem ekki
þurfa að bera kostnað af
slíku tagi.“
*
Urbætur
í lok greinarinnar seg-
ir Guðmundur m.a.:
Það er líklegt að Norð-
urlöndin muni gera ýms-
ar tilraunir til þess að
reyna að draga úr kostn-
aði við velferðarkerfið á
næstu árum. Það þarf því
sennilega ekki mikinn
spámann til þess að sjá
það fyrir að draga muni
úr handleiðslu hins opin-
bera í þessum löndum í
félagsmálum en aðstoðin
verði færð heim í hérað
og markaðsvædd í ríkari
mæli. Fjármögnun á
ýmiss konar opinberri
þjónustu verður með
beinni gjaldtöku í stað
almennra skatta. Einnig
er líklegt að aðilar vinnu-
markaðarins verði sjálfir
að taka meiri ábyrgð á
starfsmannamálum en
hingað til án milligöngu
hins opinbera. Liður í
þessu verður að einstakl-
ingar og fyrirtæki verða
að tryggja sig sjálf fyrir
óvæntum áföllum með því
að leggja fyrir fé frá góðu
árunum til hinna mögru
eða með þvi að kaupa sér
tryggingar af ýmsu tagi.
Jafnframt verða skatt-
heimta hins opinbera og
útgjöld minni en ella.
Það gildir um yelferð-
ina eins og annað að „eng-
in máltíð er ókeypis“,
samanber fræg orð Milt-
ons Friedmans. Það er
alltaf einhver sem borg-
ar.“
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BUIÐ
KRINGLUNNI
FÖSTUDAGUR TIL FIÁR
ÚTISERÍUR
I DAG
Á KOSTNAÐARVERÐI
byggtÖbDið
I KRINGLUNNI