Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 15
lilð
Lára Rafnsdóttir á
Háskólatónleikum
Tónlist
Ragnar Björnsson
Lára Rafnsdóttir er þekkt sem
ágætur píanóleikari með einsöngv-
urum og kórum, en sem einleikari
á píanó er hún minna kunn og
a.m.k. hefur undirritaður ekki áður
heyrt hana á einleikstónleikum.
Var því þó nokkur tilhlökkun að
kynnast þessari hlið á píanóleik
Láru. Hún valdi sér síður en svo
auðveld verkefni til flutnings þess-
ar 30 mínútur sem listamaðurinn
fær til ráðstöfunar á þessum há-
degistónleikum. Papillons op. 2 er
viðkvæmt í flutningi og ekki það
auðveldasta til að byrja tónleika
með. En Lára stóðst það álag af
töluverðu öryggi út þessi 12 „smá-
“stykki Roberts Schumanns. Hitt
er annað að meðferð hennar á
þessum „endurminningum"
Schumanns var á töluvert öðrum
nótum en a.m.k. undirritaður hefur
nokkumtíma heyrt. Sem betur fer
er sönn list þeim töfrum ofin að
hún þolir margskonar túlkunar-
meðferð og stundum getur maður
aðeins sagt: „Ég heyri þetta á allt
annan veg — og skil.“ Lára lék
þessi stykki vægast sagt mjög
rómantískt og spurning er hversu
langt maður getur leyft sér að
ganga í þá átt á tónsmíð sem skrif-
uð er í hárómantískum anda. Á
mörkum var að Lára tæki fullt til-
lit til formerkja, áherslur, hraðaval
og styrkleiki, sem Schumann lætur
fylgja nótunum og fyrir undirrit-
aðan var flutningurinn of sætur,
Lára Rafnsdóttir
of frjáls, en Lára hélt sínu striki,
var sjálfri sér samkvæm út alla
þættina „og hvað getur þá séntil-
maður sagt“? Sama má segja um
Pólonesuna op. 53 í As-dúr eftir
Chopin, þótt hún væri spiluð af
töluverðu öryggi, þá minnti flutn-
ingurinn ekki minna á ballöðu, en
kannski er líka munurinn á ballöðu
og pólonesu minni en maður hélt.
Frá Leikfélagi Akureyrar
Gamanleikurinn „Útlending-
urinn“ frumsýndur umjólin
NÚ ERU æfingar vel á veg komn-
ar á gaman- og spennuleiknum
„Útlendingurinn" eftir banda-
ríska leikskáldið Larry Shue, sem
Leikfélag Akureyrar frumsýnir
27. desember.
Höfundurinn fékk hugmyndina
að leikritinu á ferð sinni um Japan.
Hann komst þá að því að þar gat
hann hagað sér á hinn undarlegasta
máta, án þess að nokkrum þætti
það skrítið.
Leikritið fjallar um Charlie sem
þjáist af feimni og minnimáttar-
kennd. Vinur hans býður honum
með sér í ferð frá heimkynnum
þeirra í Bretlandi til Suðurríkja
Bandaríkjanna. Þar neyðist hann til
að umgangast fólk, en þegar hann
vill flýja heim aftur, verður það
þrautalending vinar hans að segja
Charlie dularfullan útlending sem
ekkert skilji, því þá þarf Charlie
ekki að halda uppi samræðum.
Sjö leikarar fara með stór hlut-
verk; Þráinn Karlsson sem leikur
Charlie, Sigurveig Jónsdóttir, Aðal-
steinn Bergdal, Bryndís Petra
Bragadóttir, Jón Bjarni Guðmunds-
son, Sigurþór Albert Heimisson og
Björn Karlsson. Auk þeirra birtast
nokkrar dularfullar aukapersónur í
Nýjar bækur
Skáldsaga eftir Birg-
ittu H. Halldórsdóttur
DÆTUR regnbogans heitir bók
Birgittu H. Halldórsdóttur.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„í þessari bók leiðir Birgitta lesend-
um sínar aftur í aldir. Aðal söguhetj-
an, Margrét, er nauðug gefin sýslu-
manninum aðeins 16 ára að aldri.
Sagan lýsir baráttu hennar við örlög-
in og ástina. Dularfullt morð er
framið á prestssetrinu og hinn
grimmi og lostafulli böðull, Blóðugi
Bergur, kemur við sögu ásamt
Andrew, myndarlegum Englendingi
sem kemur hjörtum kvennanna til
að slá hraðar. Fjölmargar aðrar
áhugaverðar persónur koma við
þessa sögu.“
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin
kostar 1.990 krónur.
Svart og hvítt
Bókmenntir
gervi Ku Klux Klan.
Þýðandi er Böðvar Guðmundsson,
leikstjóri Sunna Borg, leikmyndar-
höfundur Hallmundur Kristinsson
og búningahöfundur Freygerður
Magnúsdóttir. Ljósahönnuður er
Ingvar Björnsson og sýningarstjóri
Hreinn Skagfjörð.
í fréttatilkynningu segir að Út-
lendingurinn sé fjórða og síðasta
leikrit Larry Shue. Hér á landi hef-
ur einungis verið flutt eftir hann
gamanleikritið „Nördinn“ (The
Nerd) hjá Gríniðjunni í Reykjavík.
Fjórar sýningar verða á Útlend-
ingnum hjá Leikfélagi Akureyrar
milli jóla og nýárs. Miðasala hefst
þriðjudaginn 8. desember. Hægt er
að fá áskriftarkort með verulegum
afslætti sem gilda bæði á gaman-
leikinn og óperettuna Leðurblökuna
sem frumsýnd verður í mars.
--------♦ ♦ ♦--------
Sigrún Klara Hannesdóttir
Sigrún Eldjárn:
Sól skín á krakka.
Rauði krossinn og Forlagið,
1992.
Sunna og Pétur fara með for-
eldrum sínum til Afríku. Mamma
er læknir og pabbi á að kenna fólk-
inu að vernda vatnsbólin. Sagan
gengur út á kynni þessara íslensku
barna og svartra barn í ótilgreindu
landi. Þau gera sér grein fyrir
mismun í tungumálum og menn-
ingu og njóta lífsins við þessar
nýju aðstæður. Börnin skiptast á
leikföngum, lána svörtu bömunum
fjarstýrðan bíl og fá í staðinn bíl
úr niðursuðudós. Sunna skiptir á
byrðum við litla afríska Sahai sem
þarf venjulega að bera systkini sitt
á bakinu, fer í skólann og borðar
mat hjá afrískri fjölskyldu.
Þetta er snotur lítil bók sem
eflaust hefur verið samin í því
skyni að draga úr fordómum enda
gefin út af Rauða krossinum. En
til þess að svona saga nái verulega
tilgangi sínum þyrfti hún að vera
betur tengd raunveruleikanum.
Allt er á yfirborðinu spennandi,
framandi og skemmtilegt og engin
vandamál virðast til staðar. Helsta
niðurstaðan er sú að fólkið í Afríku
sé glaðara en fólkið á íslandi þótt
þægindin séu lítil.
Málverka-
sýning í
Gallerí Nínu
INGUNN Jensdóttir heldur mál-
verkasýningu í Gallerí Nínu, Sól-
vallagötu 9, Reykjavík (inngangur
frá Blómvallagötu), laugardag og
sunnudag 5. og 6. desember nk.
kl. 14 til 20 báða dagana.
Njjar
bækur
■ Setrið heitir skáldsaga
eftir Isaac Bashevis Singer í
þýðingu Hjartar Pálssonar.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „í sögunni er sögð saga
gyðingsins Kalmans Jakobs
sem eftir uppreisn í Póllandi
1863 fær greifasetur Jamp-
olski-ættarinnar til ábúðar og
verður brátt auðugur maður.
Sú breyting sem við það verður
á högum hans hefur djúptæk
áhrif á allt líf hans, til góðs eða
ills. Þegar hann er orðinn
ekkjumaður kvænist hann öðru
sinni. Það hjónaband verður
vægast sagt stormasamt og
þrátt fyrir ytri velgengni verður
Kalman fyrir mörgum og þung-
um áföllum í einkalífi sínu áður
en Jæmur að sögulokum."
Útgefandi er Setberg.
Bókin er 390 bls. Verð 2.900
krónur.
Birgitta H. Halldórsdóttir
NÝTT NÝTT
Teg. 9426 öklaskór með rennilás
Svart leður. Stærðir 36-41.
Verð 4.500 kr.
Staðgreiðsluafsláttur - Póstsendum samdægurs.
SKÆDI MÍLANÓ
KRINGLUNNI8-12 S. 689345
LAUGAVEGI 61-63
—
' v
Innanhússarkitekt ráðleggur
viðskiptavinum Metró
Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ,
verður í versluninni Metró
fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14
og veitir viðskiptavinum ráðleggingar um allt er varðar
innréttingar, gólfefni, hreinlætistæki og litaval í málningu.
SHt GROHE Villeroy & Boch
Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf.
JtfkMETRÓ
___________í MJÓDD___________
ÁLFABAKKA 16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050
Sigrún Eldjárn
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut,
Kopavogi, sími
671800
OPIÐ SUNNUDAGA
KL. 14 - 18
Toyota Corolla Touring GLi '91, blár, 5
g., ek. 31 þ., dráttarkúla o.fl. Toppeintak.
V. 1320 þús.
Subaru 1800 GL statlon 4x4 '89, hvitur,
5 g., ek. 73 þ., rafm. í rúðum o.fl. Gott
ástand. V. 890 þús. stgr.
Toyota Hilux Extra Cap '91, m/húsi, rauð-
ur, 5 g., ek. 33 þ., upphaekkaður, 33"
dekk o.fl. V. 1650 þús., sk. á ód.
Isuzu Trooper LS '88, 5 g., ek. 109 þ., 7
manna, rafm. i öllu of.l. V. 1150 þús.,
skipti.
Nissan Prairíe 4x4 '88, 5 g., ek. 59 þ.,
2 dekkjag. o.fl. Gott eintak. V. 850 þús.
Nissan Patrol 6 cyl. '87, hvitur, 5 g.. ek.
56 þ., 33“ dekk o.fl. V. 1080 þús. stgr.
Suzuki Fox 410 '87, blár, ek. 37 þ.
V. aðeins 390 þús. stgr.
Suzuki Samurai Hl Roof '88, 5 g., ek. 62
þ., mikiö breyttur (lækkuð hlutföll, heitur
kvartás, flækjur o.fl.) V. 790 þús.
Nissan Pathfinder V-6 '87, sjélfsk., ek.
70 þ. mílur, mikið af aukahi. V. 1650 þús.
sk. á ód.
Fjöldi góðra bifreiða á
kjörum við allra hæfi
MMC Pajero langur '88, bensín, hvítur,
5 g., ek. 69 þ., óvenju gott eintak. V. 1490
þús., sk. á ód.
MMC L-300 4x4 '87, grásans, 5 g., ek,
94 þ., 8 manna. V. 980 þús.
Mazda 626 GTi Coupé '88, rauöur, 5 g.
ek. 87 þ., rafm. í öllu, álfelgur o.fl. V. 930
þús.
Chevrolet Custrom Delux 4x4 Pick Up
'86, m/húsi. 8 cyl.-305, sjálfsk., ek. 47 þ
milur. Toppeintak. V. 1090 þús.
Chevrolet Crew Cap „Z-71“ Pick Up
m/húsi '92, 8 cyl. (350), sjálfsk., ek. 16
þ. milur. Mikið af aukabúnaði. V. 2.3 millj
Lada Sport '88, 5 g., léttistýri, ek. 4t þ.
Gott útiit. V. 270 þús. stgr.
MMC Galant GLSi 4x4 '90, 5 g., ek. 52
þ., samlitir stuðarar, rafm. i öllu. V. 1290
þús., sk. á ód.
Toyota Landcruiser langur '82, 6 cyl., 4
g., ek. 170 þ., 38“ dekk o.fl. V. 980 þús.
VANTAR GOÐA BILA
Á STAÐINN