Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 39
39
Ottó hinii
ástríki
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Háskólabíó:
Ottó - ástarmyndin, Otto -
der Liebesfilm
Leikstjóri og handritshöf-
undur Otto Waalkes. Aðal-
leikendur Otto Waalkes,
Jessica Cardinahl. Þýska-
land 1992.
Fríslendingurinn Otto Waal-
kes lífgar óneitanlega uppá ein-
hæfa kvikmyndaflóru lands-
manna. Er að verða árviss við-
burður, sem er svona temmi-
legur skammtur af þessum
undirfurðulega skemmtikrafti.
Ástarmyndin er sú fjórða sem
Otto skrifar og leikstýrir auk
þess að fara með aðalhlutverk-
ið. í þetta skiptið er það tvö-
falt, ástarguðinn Amor og
manntetrið Ottó, sem áhorf-
endur þekkja úr fyrri myndum
kappans. Drottinn álasar ástar-
guðinum fyrir að liggja yfir
tölvuleikjum og gleyma ásta-
málum Jarðarbúa. Svo Amor
mundar bogann og hittir fyrir
volæðinginn Ottó og hundstík.
Það gengur ekki upp svo hann
miðar betur og nú hittir örin í
hjartastað hinnar fögru
Jessicu. En ekki er söpið kálið
þó í ausuna sé komið.
Ottó er fyst og fremst trúður
og rís hæst í nokkrum bráð-
fyndnum atriðum þar sem
ærslaleikhæfileikar hans fá að
njóta sín og eins er náunginn
hinn kúnstugasti músíkant og
kann vel að hagnýta sér
skondna tónlist og gamla og
góða rokkslagara í skrípalátun-
um. En Ottó annaðhvort ætlar
sér um of eða þekkir ekki tak-
mörk sín. Myndin, eins og þær
fyrri, sveiflast á milli ágætra,
stuttra skopatriða í áramótas-
kaupsstíl og afar ófyndinna
uppákoma þar sem Fríslend-
ingurinn ofmetur sig greinilega
sem listamann á öllum sviðun-
um þrem; sem leikstjóra, leik-
ara og handritshöfund.
Ottó á talsvert stóran aðdá-
endahóp hérlendis og það kem-
ur ekki á óvart því hann er
engum líkur og eiginlega eini
kvikmyndagerðarmaðurinn í
dag sem reynir að feta slóð
snillinga eins og Chaplin, Keat-
ons og Tatis. Og þó hann kom-
ist nú kannski ekki nema rétt
með tæmar — þegar best lætur
— þar sem þeir höfðu hælana,
þá á hann þakkir skildar fyrir
viðleitnina. Hann þarf bara að
vanda sig betur næst og hafa
minna aulafyndnisyfirbragð á
vörunni.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
CANTO
Litur: Blár, hvítur
og svartur.
Verð kr. 5.480
TEL-EASE
Litur: Hvítur.
Sími fyrir sjónskerta.
Verðkr. 6.995
OUNO
Litur: Hvítur
og svartur.
Verð kr. 2.950
KIRK DELTA
Litur: Grár, hvítur og svartur.
Verð kr. 10.980
REPLIKSVAR
Sími og simsvari.
Verð kr. 11.980
Litur: Hvítur,
svartur og rauður.
Verð kr. 4.980
TELE-POCKET
Þráðlaus sími.
Verð kr. 29.980 stgr.
MOTOROLA
Farsími
Bílasími verð kr. 69.800 stgr.
Burðarsími verð kr. 73.800 stgr.
PÓSTUR OG SlMI
Söludeildir í Kirkjustræti,
Kringlunni, Ármúla 27
og á póst- og símstöðvum
um land allt.
JÚPITER
Litur: Blár, grár,
hvítur og svartur.
Verð fra kr. 3.983
KIRK PLUS
Veggsími.
Litur: Hvítur
og svartur.
Verð kr. 5.480
m
SlMliliWillM
Síbasti pöntunardagur Macintosh-tölvubúnaðar með verulegum afslætti er
Innkaupastofnun ríkisins
Borgartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844
GOTT F Ó L K / 5(A