Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 39
39 Ottó hinii ástríki Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó: Ottó - ástarmyndin, Otto - der Liebesfilm Leikstjóri og handritshöf- undur Otto Waalkes. Aðal- leikendur Otto Waalkes, Jessica Cardinahl. Þýska- land 1992. Fríslendingurinn Otto Waal- kes lífgar óneitanlega uppá ein- hæfa kvikmyndaflóru lands- manna. Er að verða árviss við- burður, sem er svona temmi- legur skammtur af þessum undirfurðulega skemmtikrafti. Ástarmyndin er sú fjórða sem Otto skrifar og leikstýrir auk þess að fara með aðalhlutverk- ið. í þetta skiptið er það tvö- falt, ástarguðinn Amor og manntetrið Ottó, sem áhorf- endur þekkja úr fyrri myndum kappans. Drottinn álasar ástar- guðinum fyrir að liggja yfir tölvuleikjum og gleyma ásta- málum Jarðarbúa. Svo Amor mundar bogann og hittir fyrir volæðinginn Ottó og hundstík. Það gengur ekki upp svo hann miðar betur og nú hittir örin í hjartastað hinnar fögru Jessicu. En ekki er söpið kálið þó í ausuna sé komið. Ottó er fyst og fremst trúður og rís hæst í nokkrum bráð- fyndnum atriðum þar sem ærslaleikhæfileikar hans fá að njóta sín og eins er náunginn hinn kúnstugasti músíkant og kann vel að hagnýta sér skondna tónlist og gamla og góða rokkslagara í skrípalátun- um. En Ottó annaðhvort ætlar sér um of eða þekkir ekki tak- mörk sín. Myndin, eins og þær fyrri, sveiflast á milli ágætra, stuttra skopatriða í áramótas- kaupsstíl og afar ófyndinna uppákoma þar sem Fríslend- ingurinn ofmetur sig greinilega sem listamann á öllum sviðun- um þrem; sem leikstjóra, leik- ara og handritshöfund. Ottó á talsvert stóran aðdá- endahóp hérlendis og það kem- ur ekki á óvart því hann er engum líkur og eiginlega eini kvikmyndagerðarmaðurinn í dag sem reynir að feta slóð snillinga eins og Chaplin, Keat- ons og Tatis. Og þó hann kom- ist nú kannski ekki nema rétt með tæmar — þegar best lætur — þar sem þeir höfðu hælana, þá á hann þakkir skildar fyrir viðleitnina. Hann þarf bara að vanda sig betur næst og hafa minna aulafyndnisyfirbragð á vörunni. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 CANTO Litur: Blár, hvítur og svartur. Verð kr. 5.480 TEL-EASE Litur: Hvítur. Sími fyrir sjónskerta. Verðkr. 6.995 OUNO Litur: Hvítur og svartur. Verð kr. 2.950 KIRK DELTA Litur: Grár, hvítur og svartur. Verð kr. 10.980 REPLIKSVAR Sími og simsvari. Verð kr. 11.980 Litur: Hvítur, svartur og rauður. Verð kr. 4.980 TELE-POCKET Þráðlaus sími. Verð kr. 29.980 stgr. MOTOROLA Farsími Bílasími verð kr. 69.800 stgr. Burðarsími verð kr. 73.800 stgr. PÓSTUR OG SlMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt. JÚPITER Litur: Blár, grár, hvítur og svartur. Verð fra kr. 3.983 KIRK PLUS Veggsími. Litur: Hvítur og svartur. Verð kr. 5.480 m SlMliliWillM Síbasti pöntunardagur Macintosh-tölvubúnaðar með verulegum afslætti er Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844 GOTT F Ó L K / 5(A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.