Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
Könnun Félagsvísindastofnunar
Litlar breyting-
ar á afstöðunni
til stj órnarinnar
RÚMUR meirihluti, eða 51,5% svarenda í skoðanakönnun, sem Félags-
vísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið, segist andvígur ríkis-
stjórninni. Stuðningsmenn stjómarinnar eru 28,5% og 19% segjast
vera hlutlaus. Könnunin var gerð 25.-30. nóvember. Hér um bil engin
breyting hefur orðið á afstöðu til ríkisstjórnarinnar frá síðustu könnun
Félagsvísindastofnunar.
Ríkisstjómin hafði stuðning 28,1%
svarenda í seinustu könnun Félags-
visindastofnunar í júní, en andstæð-
ingar hennar voru 52,8% og hlutlaus-
ir 19%. Munurinn á þessum niður-
stöðum og fylgistölum í könnuninni,
sem gerð var í nóvemberlok, er ekki
tölfræðilega marktækur.
í könnuninni var einnig spurt um
fylgi við stjómmálaflokka. Sé afstaða
til ríkisstjómarinnar greind eftir
flokkum, kemur i ljós að yfirgnæf-
andi meirihluti stuðningsmanna allra
stjómarandstöðuflokkanna er stjóm-
inni andvígur. Um 80% sjálfstæðis-
manna eru jafnframt stuðningsmenn
stjómarinnar. Hins vegar eru 28,4%
Konu ógnað
með hnífi
HÓPUR lögreglumanna leitaði
karlmanns um tvítugt við íþrótta-
hús Snælandsskóla og í Fossvogs-
dal upp úr kl. 23 í gærkvöldi.
Maðurinn ógnaði konu með hnífi
við inngang íþróttahússins.
Konan, sem er starfsmaður
íþróttahússins, var að koma út úr
húsinu þegar maðurinn réðst að
henni og otaði að henni hnífnum.
Hún komst inn í húsið aftur án þess
að maðurinn gerði henni mein. Hún
hringdi á lögreglu og bað um aðstoð.
Þegar lögreglumenn úr Kópavogi
komu á staðinn var maðurinn horfinn
á braut. Seinna var kallað á aðstoð
Reykjavíkurlögreglunnar við leitina.
stuðningsmanna Alþýðuflokksins
stjórninni andvíg og ekki nema 58,2%
fylgismenn hennar.
Könnun Félagsvísindastofnunar
náði til 1.500 manna úrtaks af öllu
landinu, á aldrinum 18-75 ára.
Nettósvörun var 73%.
Sjá einnig blaðsíðu 22.
Ríkissjóður endurgreiðir ósóttan skyldusparnað af hátekjum
Um 2.700 manns ei
samtals 73 miUjónum króná
FJÖLDI íslendinga er þessa dagana að fá ávísanir frá ríkissjóði í pósti
og er þar um að ræða endurgreiðslur á skyldusparnaði af hátekjum
sem lagður var á á árunum 1975 og 1976 en viðkomandi höfðu ekki
hirt um að leysa til sín aftur. Eigendur skyldusparnaðarskirteina sem
gefin voru út á sínum tíma gátu leyst þau út á árunum 1978 og 1979
en margir þeirra hirtu aldrei um að sækja skirteini sín eða að leysa
út inneignir sínar og hefur andvirði þeirra því legið óhreyft hjá ríkisfé-
hirði.
Er alls um að ræða um 2.700
manns sem eru skráðir fyrir skyldu-
sparnaðarskírteinum og er saman-
lögð upphæð sem greiða á út nú 73
milljónir króna. Meðalupphæð ávís-
ana er 27 þúsund krónur en upphæð-
imar eru þó mjög mismunandi í ein-
stökum tilvikum, flestar nokkuð
lægri en dæmi eru um verulega
hærri upphæðir að sögn Sigurðar
Þorkelssonar ríkisféhirðis.
Umræddur skylduspamaður var
lagður á háar tekjur á árunum 1975
og 1976 og svo aftur 1978 en á því
ári var spamaðurinn lagður inn á
bankareikninga. Upphæðimar voru
bundnar í þrjú ár en síðan gátu eig-
endur innleyst skírteini sín á árunum
1978 og 1979. Voru eigendur skyldu-
sparnaðarins margsinnis hvattir til
að sækja skyldusparnaðarskírteini
sín til Gjaldheimtunnar en sumir
hirtu ekki um það, að sögn Sigurð-
ar. Skírteinin báru vexti og verðbæt-
ur í 15 ár eða til 1. nóvember 1990
og til 1. nóvember 1991.
Fyrir ári var tekin ákvörðun um
að greiða út andvirði skírteinanri
þar sem þau voru þá hætt að ber
ávöxtun. „Það hefur tekið tíma
hafa upp á eigendunum, marg
hveijir eru látnir og sumir hafa flui
úr landi og við höfum ekki fundið
heimilisfang þeirra allra. Þetta sem
við erum að senda út núna fer að-
eins til þeirra sem við höfum haft
upp á. Næsta skref er að hafa up|
á dánarbúum og er ætlunin að
skiptaráðendur til að koma því t|
skila,“ sagði Sigurður.
Lögreglan
rann á lyktina
Lögreglumenn af Breið-
holtsstöð stöðvuðu brugg-
framleiðslu í húsi í austur-
borginni um kl. 15 í gær.
Lögreglan hafði haft grun
um að bruggað væri í húsinu
og ók framhjá því í gær, til
að kanna málið. Það má því
segja að hún hafí runnið á
lyktina, því hún sá að bruggar-
inn var að störfum. Innan
dyra var hann í óða önn með
bruggtækin og hellti lögreglan
niður um 200 lítrum af
gambra og 10 lítrum af landa.
íslenzkir aðilar vilja flytja fisk með vörubílum um Evrópu
Vilja flutningakvóta um Alpan
Samgönguráðuneytið hefur skrifað yfirvöldum í Austurríki og sótt
um leyfi fyrir stórar flutningabifreiðir tíl að flytja varning yfir
Alpana. Að sögn Davíðs Stefánssonar, deildarsljóra í samgöngu-
ráðuneytinu, á Island rétt á hlutdeild í „flutningakvóta“ um Austur-
ríki sem væntanlegt aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Um-
sókn ráðuneytisins er tilkomin vegna áhuga íslenzkra aðila á að
hefja fiskflutninga yfir Alpafjöll til Suður-Evrópu.
Umferð þungra flutningabif-
reiða um Alpalöndin Austurríki og
Sviss hefur verið háð leyfum vegna
mengunarhættu og umferðar-
þunga. Fjöldi leyfa um löndin tvö
var einn helzti ásteytingarsteinn-
inn í samningum Evrópubanda-
lagsins og EFTA um EES á síð-
asta ári. Samkomulag náðist við
Austurríkismenn um leyfi fyrir
ferðir 1.263.000 flutningabíla ár-
lega.
Að sögn Davíðs Stefánssonar
er ekki sótt um mörg leyfi fyrir
íslendinga að þessu sinni, heldur
sem samsvarar einni ferð fram og
til baka á degi hveijum. „Þetta
opnar fyrir möguleika á því að
fljúga með fískinn til dæmis til
Lúxemborgar og aka með hann í
gegnum Austurríki til Ítalíu eða
þriðja ríkis, utan EES, til dæmis
Ungveijalands," sagði Davíð í
samtali við Morgunblaðið. „Við
komumst inn í flutningakvótann
vegna aðildar að EES og nú er í
athugun að nýta þá möguleika sem
þetta opnar í íslenzkum sjávarút-
vegi.“
íslenzkir aðilar vilja fá heimil
til að flylja fisk á bílum í gegnui
Alpana til S-Evrópu.
í dag
Verðlagsmál
Bolli Krístinsson verslunarmaður
segir að framleiðendur selji vöru
dýrar til íslands en til annarra
landa 27
Kapitalisminn i Rússlandi
Einkavæðing á sigurbraut 28
Handknattleikur
Eyjamenn vísa ásökunum Vals-
manna á bug 58
Leiðari_____________
Lykill að aukinni velmegun 30
Fasteignir
► Gæðastjóm í byggingariðn-
aði-JóIaljós-Flísar-SkuIdir íbúð-
areigenda
Daglegtlíf
► Jólakort úr Morgunblöðum -
Bilaþjófnaðir í Danmörku -
Tungumálagarpur -
Kennsla fatlaðra í MH - Óman-
dvöl- Viðgerðarlínan -
Níu stunda ferð til að
ná í slasaðan mann
FERÐ lögreglubíls og sjúkrabíls frá Húsavík að Grímsstöðum á
Fjöllum í gær tók um fimm klukkustundir, en venjulega tekur uin
l'/2 stund að aka þessa leið. Blindbylur var, en loks tókst að ná í
slasaðan mann og flytja hann á sjúkrahúsið á Húsavík. Honum heils-
ast nú vel.
Óskað var eftir sjúkrabíl að um í axlarlið og síðan var haldið
aftur til byggða. Þá var snjóplógur
úr Mývatnssveit kominn til móts,
við logregbna 0g sjúkrabílinn og
sóttist ferðm því mun betur. Þó tók
um tvær og hálfa klukkustund að
aka til Húsavíkur aftur, en alls tók
Ieiðangurinn níu klukkustundir
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar heilsast manninum vel,
en hann var lagður inn á sjúkrahús-
ið á Húsavík til aðhlynningar.
Grímsstöðum vegna manns, sem
hafði farið úr axlarlið, þegar hann
var að vinna við vörubíl austan
Grímsstaða. Lögreglubíll slóst í för
með sjúkrabílnum og sóttist ferðin
seint vegna blindbyls og afleitrar
færðar. Að sögn lögreglu tókst að
fikra bílunum tveimur áfram með
því að nota spil og moka frá þeim.
Þegar bílarnir tveir komu að
Grímsstöðum kom læknir mannin-