Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 flytja hugleiðingu. Nokkrir nemend- ur úr grunnskólanum munu flytja jólaguðspjallið og í lokin flytur sókn- arpresturinn, sr. Svavar Stefánsson, ritningarorð og bæn. Það er von okkar sem að þessari samkomu stöndum að íbúar í sókn- inni fjölmenni til kirkju sinnar á sunnudagskvöldið og ekki þarf að taka það fram, að aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir líka. Sr. Svavar Stefánsson. Arbæjarsókn Kristín Ein- arsdóttir alþingismaður flytur hátíðar- ræðuna AÐVENTUKVÖLD í Árbæjar- kirkju verður sunnudaginn 6. desember og hefst samkoman kl. 20.30. Til dagskrár er vandað að veiýu og verður hún fjölbreytt bæði í tali og tónum. Guðrún Kristinsdóttir, sóknarnefndar- maður setur samkomuna og er jafnframt kynnir. Kirkjukór Árbæjarkirkju og skólakór Árbæjarskóla sjmgja sam- an undir stjórn Sigrúnar Stein- grímsdóttur, organleikara og Ás- laugar Bergsteinsdóttur, tón- menntakennara. Guðrún Ingimars- dóttir syngur einsöng. Ávarp flytur sr. Þór Hauksson, Halla Jónsdóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja tví- söng. Samleikur verður á píanó, flautu og fiðlu, flytjendur: Violeta Smid, Ilka Petrova og Vilma Young leika. Sönghópurinn Söngfélagar, einn og átta syngja. Helgistund verður í umsjá sóknarprests. Ferm- ingarbörn lesa spádóma um Jesú Krist. Bæn, almennur söngur og aðventuljósin tendruð. Rarikkórinn undir stjórn Violetu Smid syngur í kirkjunni í 15 mínútur áður en sam- koman hefst. Eftir samkomuna er kirkjugest- um boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimili kirkj- unnar. Verið öll velkomin á aðventu- hátíð Árbæjarsafnar á sunnudags- kvöld. Guðmundur Þorsteinsson, Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Hafnarfirði HIN hefðbundna aðventusam- koma verður nk. sunnudagskvöld 6. desember í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði og hefst hún kl. 20.30. Að venju verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í tali og tónum. Kór kirkjunnar flytur aðventu og jólalög. Kór Tónlistarskólans í Hafn- arfirði kemur í heimsókn og syngur undir stjóm Guðrúnar Ásbjömsdótt- ur og Kristjönu Ásgeirsdóttur en Kristjana er janframt kórstjóri kirkj- unnar. Þá munu nemendur úr Tón- listarskólanum flytja tónlist. Samverstundinni lýkur með helgi- stund þar sem kertaljós verða tendr- uð. Þá skal þess getið að Fríkirkju- söfnuðurinn mun annast aðventu- samkomu að venju á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi nk. mánudag þar sem böm og unglingar munu m.a. sýna helgileik. - Einar Eyjólfsson. Keflavíkurkírkja Hallbera Páls- dóttir les að- ventufrásögn Aðventukvöld verður í Keflavík- urkirkju sunnudaginn 6. desem- ber kl. 20.30. Kvennakór Suðumesja syngur ásamt einsöngvurunum Einari Júl- íussyni, Hlíf Káradóttur, Ingunni Sigurðardóttur, Maríu Guðmunds- dóttur, Margréti Hreggviðsdóttur og Guðmundi Ólafssyni. Ragnheiður Skúladóttir leikur á píanó auk org- anistans Einars Arnar Einarssonar sem jafnframt stjórnar Kvennakór Suðumesja. Blásarar úr Tónlistar- skólanum munu fltyja verk tengd aðventu. Hallbera Pálsdóttir les frá- sögn tengda aðventu og jólum. Tón- listin verður frá hinum ýmsu tímum og má segja að blandist saman klassísk tónlist og úr léttari kantin- um. En hún hefur einn tilgang það er að búa okkur undir komu jólanna og tilbúnari að meta boðskap þeirra. SuomiféFagið Fuliveldisfagn- aður 1992 Fullveldisfagnaður Suomi- félagsins 1992 verður haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 6. desember nk. og hefst kl. 20.30. Sérstaklega er minnst 75 ára af- mælis finnska fullveldis- indJagskráin verður þannig: Al- mennur söngur. Þjóðsöngur Finna, Máámme laulu — Land vort, formað- ur félagsins, Barbro Þórðarson, setur samkomuna, Kaarina Suoniu, vara- borgarstjóri í Tampera og ræðismað- ur íslands, flytur ávarp. Kaarina Suonio hefur setið á finnska þjóð- þinginu fyrir flokk jafnaðarmanna og er fyrrverandi kennslumálaráð- herra. Einsöngur: Lilli Paasikivi, mezzósópran, syngur lög eftir Jean Sibelius, Yrjö Kilpinen og fleiri, við undirleik Michaels Engströms. Lilli Paasikiyi (f. 1965) stundaði nám í tónlistarskólanum í Lahti og í Stokkhólmi og er nú við nám í óperuskólanum í Royal College of Music í Lundúnum. Hún hlaut 1. verðlaun í söngkeppni í Svíþjóð sem kennd er við Christinu Nilsson árið 1990. Miðar seldir við innganginn. Lilli Paasikivi Jólahelgin í Bergvík Glerblástursverkstæðið í Bergvík, Kjalarnesi, heldur jóla- sölu á útlitsgölluðu gleri (II. sort) nú um helgina 5. og 6. desember. Á boðstólum verður kaffi og pip- arkökur og e.t.v. gefst færi á að sjá glerblástur/-mótun. Galleríið verður opið gestum. Glerverkstæðið er staðsett u.þ.b. 27 km frá Reykja- vík við Vesturlandsveg, milli Klé- bergsskóla (Fólkvangs) og Grund- arhverfis. Opið verður laugardag kl. 10 til 17 og sunnudag kl. 10 til 15. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ Jólagrautur í Hlaðvarpanum MENNINGAR- og friðarsamtök islenskra kvenna standa fyrir samkomu í Illaðvarpanum klukk- an 10.30 á laugardagsmorgun. Boðið verður upp á jólagrjóna- graut meðan lesið verður upp úr bamabókum. í fréttatilkynningu bjóða samtök- in böm á öllum aldri velkomin í ánægjulega fjölskyldusamveru- stund í annríkinu. Guðrúnar Helga- dóttir, rithöfundur, sem nýverið hlaut Norrænu barnabókaverðlaun- in frá Norrænum skólabókavörðum, kemur í heimsókn og lesið verður úr verkum hennar. (Fréttatilkynning) Hljómsveitin X-Rated á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar á Tunglinu. X-Rated í Keflavík HLJÓMSVEITIN X-Rated kemur fram í Þotunni, Kefla- vík, laugardaginn 5. desember. Þar er í broddi fylkingar Ric- hard Scobie ásamt gítarleikaran- um Yann Chaberlain frá Frakk- landi, Jon Sarensen gítarleikara og Brad Doan trommuleikara, báðir frá Bandaríkjunum, og bas- saléikaranum Bergur Birgisson. Hljómsveitin leikur lög af nýj- ustu sólóplötu Scobies, X-Rated, ásamt öðmm vel kunnum rokk- lögum. sem fifaman er • ••• Piparkökur 279 í 320g í boxi 700ml. Jolaglogg J Hunts Tómatsósa með hvítlauk og kryddi 1/2 dós 00,00 Hunts 1/1 tómatar 1/2 dós ^0 .00 Tómatsósa spesíal m. lauk, sellery og grænum piparkornum 1/2 dós $URFEU Búrfellshakk áAÐEINS ,00 pr.kg. Nautapiparsteik (file) .00 pr.kg. pizzur 329« 1.199 Nautagúllas 799 .00 pnkg- CQ.oo Lambahryggir 399 °k° Pr-kg- Lamba Kótilettur 56°g 395.0° Fyrirtaks Lasagna 75°g 485 .oo 2 lítrar 149* Norðlenskt laufabrauð frá Einarsbakarí nhA da 20 stk. 07y SSBW599" I ÚRVALSKONFEKT 410g MATVÖRUVERSLUNIN 599 .00 pr.kg Verið vandlát - það erum við! DlJf jh « «1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.