Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 41

Morgunblaðið - 04.12.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 flytja hugleiðingu. Nokkrir nemend- ur úr grunnskólanum munu flytja jólaguðspjallið og í lokin flytur sókn- arpresturinn, sr. Svavar Stefánsson, ritningarorð og bæn. Það er von okkar sem að þessari samkomu stöndum að íbúar í sókn- inni fjölmenni til kirkju sinnar á sunnudagskvöldið og ekki þarf að taka það fram, að aðrir gestir eru hjartanlega velkomnir líka. Sr. Svavar Stefánsson. Arbæjarsókn Kristín Ein- arsdóttir alþingismaður flytur hátíðar- ræðuna AÐVENTUKVÖLD í Árbæjar- kirkju verður sunnudaginn 6. desember og hefst samkoman kl. 20.30. Til dagskrár er vandað að veiýu og verður hún fjölbreytt bæði í tali og tónum. Guðrún Kristinsdóttir, sóknarnefndar- maður setur samkomuna og er jafnframt kynnir. Kirkjukór Árbæjarkirkju og skólakór Árbæjarskóla sjmgja sam- an undir stjórn Sigrúnar Stein- grímsdóttur, organleikara og Ás- laugar Bergsteinsdóttur, tón- menntakennara. Guðrún Ingimars- dóttir syngur einsöng. Ávarp flytur sr. Þór Hauksson, Halla Jónsdóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja tví- söng. Samleikur verður á píanó, flautu og fiðlu, flytjendur: Violeta Smid, Ilka Petrova og Vilma Young leika. Sönghópurinn Söngfélagar, einn og átta syngja. Helgistund verður í umsjá sóknarprests. Ferm- ingarbörn lesa spádóma um Jesú Krist. Bæn, almennur söngur og aðventuljósin tendruð. Rarikkórinn undir stjórn Violetu Smid syngur í kirkjunni í 15 mínútur áður en sam- koman hefst. Eftir samkomuna er kirkjugest- um boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimili kirkj- unnar. Verið öll velkomin á aðventu- hátíð Árbæjarsafnar á sunnudags- kvöld. Guðmundur Þorsteinsson, Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Hafnarfirði HIN hefðbundna aðventusam- koma verður nk. sunnudagskvöld 6. desember í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði og hefst hún kl. 20.30. Að venju verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá í tali og tónum. Kór kirkjunnar flytur aðventu og jólalög. Kór Tónlistarskólans í Hafn- arfirði kemur í heimsókn og syngur undir stjóm Guðrúnar Ásbjömsdótt- ur og Kristjönu Ásgeirsdóttur en Kristjana er janframt kórstjóri kirkj- unnar. Þá munu nemendur úr Tón- listarskólanum flytja tónlist. Samverstundinni lýkur með helgi- stund þar sem kertaljós verða tendr- uð. Þá skal þess getið að Fríkirkju- söfnuðurinn mun annast aðventu- samkomu að venju á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi nk. mánudag þar sem böm og unglingar munu m.a. sýna helgileik. - Einar Eyjólfsson. Keflavíkurkírkja Hallbera Páls- dóttir les að- ventufrásögn Aðventukvöld verður í Keflavík- urkirkju sunnudaginn 6. desem- ber kl. 20.30. Kvennakór Suðumesja syngur ásamt einsöngvurunum Einari Júl- íussyni, Hlíf Káradóttur, Ingunni Sigurðardóttur, Maríu Guðmunds- dóttur, Margréti Hreggviðsdóttur og Guðmundi Ólafssyni. Ragnheiður Skúladóttir leikur á píanó auk org- anistans Einars Arnar Einarssonar sem jafnframt stjórnar Kvennakór Suðumesja. Blásarar úr Tónlistar- skólanum munu fltyja verk tengd aðventu. Hallbera Pálsdóttir les frá- sögn tengda aðventu og jólum. Tón- listin verður frá hinum ýmsu tímum og má segja að blandist saman klassísk tónlist og úr léttari kantin- um. En hún hefur einn tilgang það er að búa okkur undir komu jólanna og tilbúnari að meta boðskap þeirra. SuomiféFagið Fuliveldisfagn- aður 1992 Fullveldisfagnaður Suomi- félagsins 1992 verður haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 6. desember nk. og hefst kl. 20.30. Sérstaklega er minnst 75 ára af- mælis finnska fullveldis- indJagskráin verður þannig: Al- mennur söngur. Þjóðsöngur Finna, Máámme laulu — Land vort, formað- ur félagsins, Barbro Þórðarson, setur samkomuna, Kaarina Suoniu, vara- borgarstjóri í Tampera og ræðismað- ur íslands, flytur ávarp. Kaarina Suonio hefur setið á finnska þjóð- þinginu fyrir flokk jafnaðarmanna og er fyrrverandi kennslumálaráð- herra. Einsöngur: Lilli Paasikivi, mezzósópran, syngur lög eftir Jean Sibelius, Yrjö Kilpinen og fleiri, við undirleik Michaels Engströms. Lilli Paasikiyi (f. 1965) stundaði nám í tónlistarskólanum í Lahti og í Stokkhólmi og er nú við nám í óperuskólanum í Royal College of Music í Lundúnum. Hún hlaut 1. verðlaun í söngkeppni í Svíþjóð sem kennd er við Christinu Nilsson árið 1990. Miðar seldir við innganginn. Lilli Paasikivi Jólahelgin í Bergvík Glerblástursverkstæðið í Bergvík, Kjalarnesi, heldur jóla- sölu á útlitsgölluðu gleri (II. sort) nú um helgina 5. og 6. desember. Á boðstólum verður kaffi og pip- arkökur og e.t.v. gefst færi á að sjá glerblástur/-mótun. Galleríið verður opið gestum. Glerverkstæðið er staðsett u.þ.b. 27 km frá Reykja- vík við Vesturlandsveg, milli Klé- bergsskóla (Fólkvangs) og Grund- arhverfis. Opið verður laugardag kl. 10 til 17 og sunnudag kl. 10 til 15. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ Jólagrautur í Hlaðvarpanum MENNINGAR- og friðarsamtök islenskra kvenna standa fyrir samkomu í Illaðvarpanum klukk- an 10.30 á laugardagsmorgun. Boðið verður upp á jólagrjóna- graut meðan lesið verður upp úr bamabókum. í fréttatilkynningu bjóða samtök- in böm á öllum aldri velkomin í ánægjulega fjölskyldusamveru- stund í annríkinu. Guðrúnar Helga- dóttir, rithöfundur, sem nýverið hlaut Norrænu barnabókaverðlaun- in frá Norrænum skólabókavörðum, kemur í heimsókn og lesið verður úr verkum hennar. (Fréttatilkynning) Hljómsveitin X-Rated á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar á Tunglinu. X-Rated í Keflavík HLJÓMSVEITIN X-Rated kemur fram í Þotunni, Kefla- vík, laugardaginn 5. desember. Þar er í broddi fylkingar Ric- hard Scobie ásamt gítarleikaran- um Yann Chaberlain frá Frakk- landi, Jon Sarensen gítarleikara og Brad Doan trommuleikara, báðir frá Bandaríkjunum, og bas- saléikaranum Bergur Birgisson. Hljómsveitin leikur lög af nýj- ustu sólóplötu Scobies, X-Rated, ásamt öðmm vel kunnum rokk- lögum. sem fifaman er • ••• Piparkökur 279 í 320g í boxi 700ml. Jolaglogg J Hunts Tómatsósa með hvítlauk og kryddi 1/2 dós 00,00 Hunts 1/1 tómatar 1/2 dós ^0 .00 Tómatsósa spesíal m. lauk, sellery og grænum piparkornum 1/2 dós $URFEU Búrfellshakk áAÐEINS ,00 pr.kg. Nautapiparsteik (file) .00 pr.kg. pizzur 329« 1.199 Nautagúllas 799 .00 pnkg- CQ.oo Lambahryggir 399 °k° Pr-kg- Lamba Kótilettur 56°g 395.0° Fyrirtaks Lasagna 75°g 485 .oo 2 lítrar 149* Norðlenskt laufabrauð frá Einarsbakarí nhA da 20 stk. 07y SSBW599" I ÚRVALSKONFEKT 410g MATVÖRUVERSLUNIN 599 .00 pr.kg Verið vandlát - það erum við! DlJf jh « «1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.