Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 19'92 Ljóst að tíl uppsagna starfsmanna kemur SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt for- svarsmðnnum Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, FSA, að það sé vilji ráðuneytisins að flytja Kristnesspítala frá stjórnarnefnd Ríkissp- ítala undir stjórn FSA og hefur hann óskað eftir samningaviðræðum við forsvarsmenn sjúkrahússins vegna þessa. Vænta má að þær viðræð- ur hefjist mjög fljótlega. Ljóst er að til uppsagna starfsfólks kemur i kjölfar þessa. Nefnd sem Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra skipaði og hafði það hlutverk að gera tillögur um framtíð Kristnesspítala og at- huga möguleika á að leggja niður starfsemi hans og vista sjúklinga á öðrum stofnunum eða leita leiða til að reksturinn verði innan fjárlaga næsta árs hefur skilað ráðherra til- lögum sínum. Niðurstaða nefndar- innar er að heppilegasta leiðin sé að færa rekstur Kristnesspítla undir stjóm FSA og hefur heilbrigðisráð- herra tilkynnt forsvarsmönnum FSA að þetta sé sú leið sem menn vilji fara. í fmmvarpi til fjárlaga er Krist- nesspítala gert að skera niður rekst- urinn um 40 milljónir kr. á næsta ári, en það er ekki samdóma álit nefndarmanna í „Kristnesnefndinni" að sá sparnaður náist þrátt fyrir þessar aðgerðir. . Bjarni Arthúrsson framkvæmda- stjóri Kristnesspítala sagði að ljóst væri að til uppsagna starfsfólks kæmi í kjölfar þessarar niðurstöðu miðað við það fé sem spítalinn hefði til ráðstöfinar á næsta ári. „Spítalinn þarf að skera niður launakostnað um að minnsta kosti 30 milljónir kr. á næsta ári þannig að augljóst er að fækka þarf starfsfólki hér umtals- vert,“ sagði Bjami. „Það má segja að við höfum fengið tilkynningu um uppsagnir í gegnum fjölmiðla, það er eins og ekki sé um að ræða fólk í þessu dæmi heldur verslunarvöru," sagði Bjami. I gærkvöld hélt starfsfólk spítal- ans fund þar sem heimamenn í nefndinni, Halldór Jónsson og Pétur Þór Jónasson kynntu niðurstöðu nefndarinnar fyrir starfsfólki með fulltrúum. Á fundinn komu einnig formaður og framkvæmdastjóri SFR fulltrúi frá BHMR og fultrui Verka- lýðsfélagsins Einingar skýrðu þeir starfsmönnum frá réttarstöðum þeirra. Kveikt verður á jólatrénu frá Randes á morgun LJÓS verða kveikt á jólatrénu sem íbúar Randes, vinabæ Akur- eyrar í Danmörku, gefa Akureyringum á morgun, laugardaginn 5. desember kl. 16.00. Lúðrasveit Akureyrar leikur frá kl. 15.50, en síðan flytja ávörp þeir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, Hreinn Pálsson, for- maður Norrænafélagsins og Sig- urður Jóhannesson, ræðismaður Dana á Akureyri. Að loknum ávörpum verða ljós tendmð á trénu. Marianne Jensen garðyrlqu- sfjóri í Randes afhendir 23 fjöl*-/ skyldum á Akureyri 23 jólatré frá vinum í Randes. Við athöfnina verður flutt tón- list, en um þann þátt sjá Kirkju- kór Akureyrarkirkju, Bamakór Akureyrarkirkju, Kór Verk- menntaskólans og Lúðrasveit Ak- ureyrar. Jólasveinar koma í heim- sókn og taka lagið með gestum. Stólalyftan í Hlíðarfjalli 25 ára Morgunblaðið/Rúnar Þðr Loðnuskip hafa flúið brælu á miðunum og á síðasta sólarhring hafa níu skip landað hjá Krossanesi þar sem þessi mynd var tekin í gær- morgun. Krossanes Eina lyftan sinnar tegnndar 1 heiminum sem enn er 1 gangi * ^ ^ Ivar Sigmundsson forstöðumaður sæmdur gullmerki ISI Kristnesspítali færður undir stjórn FSA Níu skip hafa landað síðasta sólarhring NÍU skip hafa á síðasta sólarhring landað loðnu hjá Krossanesverk- smiðjunni, en þau komu öll inn vegna brælu á miðunum. Flest voru með slatta, eða um og yfír 100 tonn hvert. forstöðumann Hlíðarfjalls gullmerki sambandsins við athöfn sem fram fór á Skíðastöðum i tilefni af 25 ára afmæli stólalyftunnar. Jóhann Pétur Andersen fram- kvæmdastjóri Krossaness sagði að eftir landanir þessara skipa væri verksmiðjan búin að fá rúm 19 þúsund tonn af loðnu til vinnslu, en í áætlunum fyrirtækisins hefði verið stefnt að því að fá um 20 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni fram til áramóta. Því yrði náð í næstu eða Á sýningunni verða um 40 mynd- ir, olíumálverk, olíupastelmyndir og pennateikningar. „Verkin fjalla um manninn sem andlega hugsandi veru og það umhverfí sem hann lifir í og það sem hann hefur skapað sér. Einnig um samspil manns og konu og þann heim sem þau lifa í,“ segir í fréttatilkynningu. Sigurður Þórir er fæddur í Reykja- vík árið 1948, eftir nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1970 var hann við nám í Listaháskó- lanum í Kaupmannahöfn. Hann hef- ur haldið 10 einkasýningar í Reykja- vík, m.a. á Kjarvalsstöðum, Norræna húsinu og Listasafni ASÍ, þá hefur hann haldið þrjár sýningar á verkum sínum í Kaupmannahöfn og eina í þamæstu löndun. Skipin sem landað hafa hjá Krossanesi síðasta sólarhring eru Svanur RE, Þórður Jónasson, EA, Júpíter RE, Hólmaborg SU, Kap VE, Jón Kjartansson SU, Börkur NK, Faxi RE, og Albert GK. Skipin voru samtals með um 1.000 tonn af loðnu. Þórshöfn í Færeyjum auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Myndin hefur í íslenskri þýðingu hlotið nafnið Miðjarðarhafið, en hún er eftir leikstjórann Gabriel Salva- tore. Hún var valin besta erlenda myndin á óskarsverðlaunahátíðinni á þessu ári, þar sem hún keppti við STÓLALYFTAN í Hlíðarfjalli á 25 ára afmæli um þessar mundir, en hún var formlega tekin í notk- un 2. desember árið 1967. í tilefni af því var efnt til kaffisamsætis að Skíðastöðum í Hlíðarfjalli á afmælisdaginn og við það tæki- færi var Ivar Sigmundsson, for- stöðumaður í Hlíðarfjalli sæmdur gullmerki íþróttasambands ís- lands fyrir störf sín í þágu skíða- íþróttarinnar. ívar Sigmundsson sagði í ávarpi sínu í afmælishófinu, að tilkoma stólalyftunnar hefði ýtt mjög undir skíðaáhuga meðal bæjarbúa og að árangur Akureyringa á skíðamótum hefði í kjölfarið verið stórkostlegur, þeir hefðu raðað sér í efstu sætin á hveiju stórmótinu á fætur öðru. Hermann Sigtryggsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Akureyrarbæjar rakti í ítarlegu erindi sögu mann- virkja í Hlíðarfjalli og sagði frá til- drögum þess að lyftan var reist sem og frá framkvæmdum við smíðina. Stólalyftan í Hlíðarfjalli er eina lyftan af þessari gerð sem enn er í gangi í upprunalegri mynd, hún er frá fyrirtækinu Doppelmayr, sem átti lægsta tilboðið af sjö sem bár- ust. Kostnaður við lyftuna var tæpar 5,7 milljónir króna, en þar er um að ræða bókfært verð árið 1969. Hefur mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Böm náttúmnnar ásamt fleiri mynd- um. Myndin verður sýnd í Borgarbíói á morgun, laugardaginn 5. des. kl. 17 og á sunnudag, 6. des. kl. 17. Iyftan í alla staði reynst vel og hafði hún mikið aðdráttarafl fyrir skíða- og ferðamenn úr öðmm hémðum landsins. Gunnar Jónsson formaður íþrótta- og tómstundaráðs flutti ávarp og þakkaði m.a. starfsmönnum í Hlíðar- Qalli vel unnin störf og sagði að góð umgengni við lyftuna ætti sinn þátt í að hún hefði enst svo vel sem raun ber vitni. Kvaðst hann vonast til að fleiri slík skref yrðu stigin skíða- íþróttinni á Akureyri til framdráttar. Sigurður Magnússon fram- kvæmdastjóri ÍSÍ sæmdi ívar Siffc mundsson forstöðumann Hlíðarfialls gullmerki ÍSÍ við athöfnina. „Ivar hefur ræktað sitt starf afar vel og fvar og Fjallið er í hugum margra samtvinnað. Það var einróma sam- þykkt að sæma þennan sanna íþróttamann og dugmikla forstöðu- mann Hlíðarfjalls gullmerki ÍSÍ,“ sagði Sigurður. Otvegsmenn NoiMandl Utvegsmannafélag Norðurlands boóar til fundar á Hótel KEA sunnudaginn 6. des. nk. kl. 1 6.00. Sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, kemur á fundinn. Stjórnin. > Sýning á verkum Signrð- ar Þóris í Safnahúsinu SIGURÐUR Þórir opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík í dag, föstudaginn 4. desember kl. 16 og verður hún opin til sunnudags- ins 6. desember. Opið verður frá kl. 14 til 20. ítalska óskarsverðlauna- myndin Mediterraneo sýnd Kvikmyndaklúbbur Akureyrar mun um helgina frumsýna á íslandi ít- ölsku óskarsverðlaunamyndina Mediterraneo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.