Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBMÐIÐ FÖSTUÐAGUR '4/DESBMBEIT1992^” fclk í fréttum JÓLAHLAÐBORÐ Búist við yfir 3000 manns í Naustið Veitingastaðurinn naustið býð- ur upp á veglegt jólahlaðborð -fram til jóla líkt og undanfarin ár og að sögn Hafsteins Egilssonar veitingamanns á Naustinu nýtur það mikilla vinsælda. Hefur verið Morgunblaðið/Þorkell. Rúnar Guðmundsson yfirmatreiðslumeistari og Hafsteinn Egilsson veitingamaður við veglegt jólahlaðborð í Naustinu. mikil aðsókn í Naustið þá viku sem liðin er frá því að byijað var að bjóða gestum að gæða sér á jóla- hlaðborðinu og sagði Hafsteinn að miðað við fjölda pantana mætti búast við svipuðum fjölda gesta og á síðasta ári en þá gæddu 3.180 manns sér á veitingum af jólahlað- borðinu. Naustið býður upp á jólahlað- borð alla daga vikunnar, bæði í hádeginu og á kvöldin, fram til jóla. Meðal rétta má nefna reyktan lunda, níu tegundir af síld, sviða- sultu, hangikjöt, reyktan og graf- inn lax, gæsaleggi, hreindýraboll- ur og rifjasteik. „Margir þekkja amerísk og dönsk hlaðborð fyrir jólin en við erum hér með íslenskt jólahlað- borð. Það nýtur mikilla vinsælda, sem sést af því að margir þeir sömu og borðuðu hjá okkur í fyrra hafa aftur pantað jólahlaðborð í ár,“ sagði Hafsteinn. DÆGURTÓNLIST Harmónikkan heldur velli dansi um hverja helgi. Um þessar mundir er Örvar að gefa út sína níundu hljómplötu og heitir hún Rósir. Örvar sejgir plötuna vera í rólegri kantinum. A henni eru þijú frumsamin lög og hin velþekkt dægurlög á borð við „Erla, góða Erla“ og „Oh, Danny Boy“. Örvar syngur flest lögin sjálfur, Ama Þor- steins syngur með honum„Tonde- leió“ og elsti sonur Örvars, Karl Birg- ir, syngur eigið lag. Karl Birgir hef- ur til þessa haldið sig utan sviðsljósa poppheimsins en tekið lagið því hraustlegar með Fóstbræðrum. Atli sonur Örvars annast hljómbdrðsleik og leikur á trompet, Þröstur Þor- bjömsson er útsetjari og leikur á gítar. Örvar hefur getið sér gott orð fyrir harmónikkuleik og um árabil hélt hann einn uppi merki dragspils- ins í íslenskri hljómplötuútgáfu. „Mínar plötur hafa flestallar byggst upp á harmónikkunni, svo hef ég verið að sækja mig í söngnum, kom- inn á þennan aldur! Það má nú mest þakka bættri upptökutækni," segir Örvar. Hann er ekki lengur einfari með nikkuna í hljómplötuflóðinu. „Þetta er mikið að breytast, nú má heyra bæði Bubba Morthens og Egil Ólafsson syngja við harmónikkuund- irleik." COSPER — Mér þykir það leitt, en þessi mynd er eftirlíking. Orvar Kristjánsson harmonikku- -leikari og söngvari er faðir nokkurra vinsælustu poppara lands- ins. Grétar, Atla og Karl Örvarssyni þarf vart að kynna fyrir íslenskum dægurlagaunnendum og Þórhildur systir þeirra er að feta sín fyrstu spor á söngferlinum. Sjálfur er Örvar ötull tónlistarmaður og leikur fýrir Morgunblaðið/Sverrir Orvar Kristjánsson, einn helsti harmónikkuleikari landsins og popparapabbi, er að gefa út sína níundu hljómplötu. KÓNGAFÓLK Ekkium jólin Tengdadætur Elísabetar Eng- landsdrottingar hafa lagt sitt af mörkum til að eyðileggja jólahald- ið fyrir konungsfjölskyldunni, því þær hafa báðar neitað að dvelja hjá fjölskyldunni á Sandringham-setrinu yfir hátíðirnar. Díana mun fara með synina til bróður síns, Spencer lá- varðs, þar sem hún álítur jól í faðmi fjölskyldu bróðursins mun ánægju- legri en hið formlega og þvingaða jólahald konungsfjölskyldunnar. Hún hefur þó samþykkt að dvelja hjá manni sínum á annan í jólum. Sara Ferguson og dætur hennar hyggjast eyða nokkrum dögum með Andrési prins fyrir jól, en Sara hefur þvertek- ið fyrir að vera með konungsfjöl- skyldunni yfir hátíðarnar. Ekki fylgdi sögunni hvort hún hyggist leita fjár- málaráðgjafar John Bryant í tilefni jóla. Sara Gérard Depardieu í kvikmyndinni Allir morgnar heims. FRAKKLAND Barokæði grípur umsig Franski rithöfundurinn Pascal Quignard var í september sl. gestur á Bókmenntahátíð í Reykja- vík. Þá birtist við hann viðtal hér í blaðinu, m.a. um fræga bók hans, Allir morgnar heims. Nógu skrýtið þótti að bók um þetta efni, barok- tónlist og 17. aldar lágfiðluleikar- ann M. de Saint Colombe sem enginn vissi neitt um utan fæðing- ar- og dánarár hans, skyldi vekja svona mikla athygli. Ennþá meiri furðu vakti þó þegar samnefnd kvikmynd sem Alain Comeau gerði eftir sögunni slær nú öll aðsóknarmet. Allir morgnar heims hefur verið sýnd í 31 landi, t.d. við gífurlegar vinsældir í Argent- jnu. Reynt var að fá myndina til íslands, en svo eftirsótt er hún að eintök eru illfáanleg og kosta of- íjár eins og er. En bók Pascals Quignards hefur Friðrik Rafnsson þýtt á íslensku og er hún komin út. Þegar Césarverðlaunin, franski Óskarinn, voru veitt í ár var Allir morgnar heims tilnefnd til 11 verð- launa og vann 7 af þeim, þar með sem besta kvikmyndin, fyrir besta stjórnandann og bestu tónlistina. Tónlistin seldist fljótlega eftir að hún var gefin út á diski i 210 þúsund eintökum í Frakklandi og varð númer tvö á sölulistanum í desember í fyrra á eftir Michael Jackson. Þykir furðu sæta að þriggja alda gömul baroktónlist skuli slá svona í gegn. En þá ber þess að geta að vinsældir barok- tónlistar voru þegar teknar að aukast í Frakklandi þegar bókin kom út. Vinsældir baroktónlistar duttu niður í aldir eftir að Rousse- au dæmdi hana kalda og tilfinn- ingalausa. Kvikmyndin hefur rómantískan blæ, með flauelsslám um herðar, andlegum þjáningum, miklum ástríðum og næturreið um fjalls- brúnir með blásvört ský að baki. Hún hefst með fimm mínútna nærmynd af púðruðu, teknu and- liti leikarans Gérards Depardieus undir hárkollu og með fegurðar- blettum. Hann hefur mál sitt og tár renna niður farðann. Depardi- eu leikur Marais, hirðtónskáld Lúðvíks 14. En aðalpersónan er Sainte-Colombe, sem leikinn er af Jean-Pierre Marielle. Eftir þetta hlédræga tónskáld eru aðeins til nokkrir fiðlukonsertar og vitað að hann var kennari Marais. Sá síðar- nefndi stjórnar í myndinni áhrifa- miklum marsi eftir Lully með 40 blásurum og. ásláttarhljóðfærum, kvikmyndað í Frakklandsbanka- byggingunni sem er frá dögum Lúðvíks 14. SKEMMTANIR Bogomil Font snýr aftur Margir kannast orðið við söngv- arann dularfulla Bogomil Font, sem er reyndar aukasjálf Sig- tryggs Baldurssonar Sykurmola. Bogomil hefur viða sungið um landið á síðustu misserum með hljómsveit sinni, Milljónamæringunum, en tók sér hlé í haust á meðan Sigtryggur fór um Vesturströnd Bandarikjanna með Sykurmolunum. Nú er Sigtrygg- ur snúinn aftur og þá vaknar Bogom- il til lífsins og heldur tónleika á Hressó í kvöld og annað kvöld. Að sögn Sigtryggs/Bogomils er þetta bara upphafið á mikilli tónleikalotu, en til upphitunar hefur hann stúlkna- sveitina Kolrössu krókríðandi, en Smekkleysa, fyrirtæki Sykurmol- anna, gaf fyrir skemmstu út fyrstu plötu þeirra. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bogomil Font syngur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.