Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
Hjónaminning
Lára Ólafsdóttir
Magnús Halldórsson
Lára,
Fædd 4. mars 1903
Dáin 17. nóvember 1992
Magnús,
Fæddur 7. júní 1904
Dáinn 24. nóvember 1992
Þá hafa þau kvatt þetta jarðlíf,
vinir mínir og tengdaforeldrar, þau
Magnús og Lára. í gegnum tíðina
hefur hlutverk tengdaforeldra og þá
sérstaklega tengdamóðurinnar verið
heldur neikvætt eins og sjá má í
teiknimyndasögum og skrýtlum og
gamansögum hvers konar. Þar er
tengdamóðirin oftast hið argasta
skass sem er flestum til ama, einkum
þó tengdasyninum. Sjálfsagt eiga ein-
hveqir slíkar minningar um tengda-
foreldra sína. En ekki hann ég. Ég
komst að því fyrir ekki mörgum dög-
um að ég hafði einhvem veginn aldr-
ei hugsað um þau Láru og Magnús
sem tengdaforeldra, heldur miklu
fremur sem vini eða kunningja.
Reyndar var ég og er kvæntur dóttur
þeirra en það var eins og það væri
oftar aukaatriði; okkar spjall snerist
aldrei um ættartengsl eða slík bönd
heldur eitthvað allt annað.
Ég man það enn þegar ég hitti
hana Láru í fyrsta sinn, við vorum
þá bæði í kaupstaðarferð, hún komin
vestan úr Dölum og ég staddur í
Reykjavík að gera hosur mínar græn-
ar fyrir dóttur hennar. Ég var kynnt-
ur fyrir henni og sagt að þetta væri
nú strákurinn sem hún Kata væri
með. Eitthvað var ég uppburðarlítill
þetta sinnið, gott ef það var ekki
kaupstaðarlykt af mér. En sú var
ekki raunin á með hana Láru. Ég
man hana ennþá, heldur hnarreista,
eins og hún jafnan var og einhvern
veginn fannst mér eins og hún hefði
nú ekki mikið álit á þessum tilvon-
andi tengdasyni. Einhvem tíma var
mér sagt að mæður bæra hvað mesta
umhyggju fyrir ráðahag yngsta
bamsins síns og líklega hefur það
vakað fyrir gömlu konunni; henni var
ekki alveg sama um hvers það væri
sem fengi yngstu heimasætuna á
bænum. En síðan hefur mikið vatn
rannið til sjávar og hafí hún Lára
einhvem tíma verið snefsin við mig
í upphafí þá er það löngu liðin tíð.
Við urðum nefnilega mestu ágætis
vinir.
Við Katrín dvöldumst oft að Ketils-
stöðum, bæði að sumarlagi og vetrar-
lagi, þar á meðal fyrstu jólin eftir
að við festum ráð okkar. Þá kynntist
ég Magnúsi fyrst. Hann var einstakur
maður. Dæmigerður íslenskur bóndi,
hæglátur og rólegur, íhaldssamur en
athugull og fylgdist mel með. Vildi
vera sjálfum sér nógur. Ekki svo
mjög ósvipaður Bjarti í Sumarhúsum
að mörgu leyti. Hann tók flestum
hlutum með miklu jafnaðargeði, sama
hvort um var að ræða lán eða ólán.
Þægilegur maður og skemmtilegur
með góða frásagnargáfu. Ég á marg-
ar góðar minningar um hann þegar
við sátum í eldhúsinu á Ketilsstöðum
að kvöldlagi eftir að verkum var lok-
ið. Þá sagði hann frá vertíðum í Vest-
mannaeyjum og öðram skemmtileg-
um uppákomum. Stundum var kon-
íakstár með kaffínu og enn man ég
orðtökin hans þegar honum var boðið
út í bollann: „Það er nú alveg óþarfí,"
eða „Þakka þér fyrir góði“. Alltaf
sama hæglætið. Og svo gat hann
verið hrókur alls fagnaðar; í sam-
I
t
Hjartkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, afi og langafi,
HÖGNI BRYNJÚLFSSON,
lést að morgni 3. desember f St. Jósefsspítala, Hafnarfirði.
Halldóra Bjarnadóttir.
t
Móðursystir mín,
ANNA JÓNASDÓTTIR VELEK,
er látin.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Magnúsdóttir.
t
Faðir okkar og afi,
BJARNI PÉTUR JÓNASSON,
Engihjalla 9,
lést í Borgarspítalanum 3. desember.
Friðjón Bjarnason, Inga Brynjólfsdóttir,
Sigurður Bjarnason, Hilde Stoltz,
Valgeir Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir
og barnabörn.
t
Ástkær móðir mín og systir,
KRISTBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR,
Kirkjustig 1,
Grindavik,
lést 3. desember.
Jóhann Hjaitason,
Jón Ingvar Jóhannsson.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
hallgri'mur georg björnsson,
Reykjavikurvegi 33,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 2. desember.
Margrét Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur S. Hallgrímsson, Svanhildur Leifsdóttir,
Guðbjörn Hallgrfmsson, Hreinn Sumarliðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
kvæmum og á réttarböllum. Þá átti
hann það til að fara upp á svið og
stjóma, bæði hljómsveit og dansi. Það
var hreint ógleymanlegt.
Og jól á Ketilsstöðum vora einstök
jól; það voru jól bændafólks. Ég var
vanur því frá barnæsku að jól gengju
í garð stundvíslega kl. sex á aðfanga-
dag. Þá skyldu allir vera klæddir í
sitt besta skart og klárir að taka á
móti hátíðinni. Þess vegna brá mér
hálfvegis í brún, fyrsta sinn er ég
dvaldi á Ketilsstöðum um jól, að um
fímmleytið á aðfangadag sýndi eng-
inn þess merki að jól væru að ganga
í garð. Ég kunni ekki við að fara og
klæða mig upp á, einn míns liðs, og
beið þess sem verða vildi. Eitthvað
rúmlega fímm kom hún Lára með
vasaljós og bað mig að skreppa upp
í hlíð og tína svolítið af einiberjalyngi
til að skreyta með. Nú var Vest-
mannaeyingurinn ekki klárari en svo
í grasafræði að hann þurfti leiðsögn
um það hvemig einibeijalyng liti út.
En allt hafðist það. Klukkan varð sex
á Ketilsstöðum og engin jól virtust
ætlað að ganga í garð. Ég ákvað að
taka því sem yrði, kannski yrðu þetta
jól að enskum sið, haldin daginn eft-
ir. En Vestmannaeyingurinn hafði
gleymt því að til sveita ríkja önnur
lögmál en í þéttbýli, skepnumar
ganga fyrir hvort sem jól eða virkir
dagar. Og við Magnús héldum í fjár-
hús að gefa, rétt um sexleytið og var
það raunar vel við hæfí á þessari
hátíð þegar frelsari okkar kom í heim-
inn í slíkum húsakynnum. En svo
þegar við komum heim frá gegning-
um var allt til reiðu hjá þeim mæðg-
um, við þurftum einungis að þvo
okkur og klæða upp á og svo var
allt klárt. Jól vora raunar haldin í
Dölum vestur, aðeins nokkra seinna
en ég hafði kynnst í minni heima-
byggð. Og helgi jólanna var engu
minni þama; jafnvel meiri ef eitthvað
var.
Ég átti margar heimsóknir vestur
í Dali meðan heilsa og þróttur þeirra
tengdaforeldra minna leyfði að þau
stunduðu búskap. Það var alltaf jafn
ánægjulegt að koma þangað, Siáður
Váx aiitáí svo óskaplega velkominn,
rétt eins og eitthvert stórmenni væri
komið í heimsókn. Og þetta var ekk-
ert einsdæmi með mig, það fengu
allir slíkar viðtökur. Og svo var bara
að taka þátt í lífínu eins og það gekk,
heyja að sumarlagi, stinga út úr fjár-
húsunum að vorlagi, taka í spil að
kvöldlagi, skreppa á réttarball að
hausti.
Hún Lára átti ættir sínar að rekja
austur á Djúpavog. Magnús var aftur
á móti Dalamaður í húð og hár, frá
stórbýlinu í Magnússkógum f
Fæddur 30. janúar 1971
Dáinn 21. nóvember 1992
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
A morgni sunnudagsins 22. nóv-
ember bárust okkur þær hörmulegu
fréttir að Indriði vinur okkar væri
ekki lengur á meðal okkar, því hann
væri dáinn.
Okkar kynni af Indriða byijuðu
árið 1989 í gegnum fyrrverandi
kærasta annarrar okkar. Um það bil
ári seinna vorum við famar að þekkja
hann ágætlega.
Indriði var lffsglaður ungur dreng-
ur. Honum datt allt mögulegt í hug
sem hann vildi að aðrir tækju þátt
í með sér og þá sérstaklega einn vin-
ur hans, hann Finnur. Það kemur
ekki oft fyrir að við vinkonumar
tölum um þá hvom í sínu lagi. Og
oftast ef maður sá annan þeirra, þá
sá maður hinn.
Það skipti Indriða miklu máli að
allir skemmtu sér ef við vorum ein-
hvers staðar saman komin. Það voru
margir leikimir sem við vinkonumar
Hvammssveit. Þau Lára kynntust í
kaupavinnu ef ég man rétt frá að
segja. Eftir það bjuggu þau saman.
Ég minnist þess þegar ég fletti gamla
fjölskyldualbúminu og sá myndir af
þeim frá þessum árum hversu glæsi-
leg þau vora bæði tvö. Og allt fram
á níræðisaldurinn héldu þau reisn
sinni. Ég átti því láni að fagna að
kynnast þeim báðum einkar vel og
hafí tvö hjörtu nokkum tímann sleg-
ið í takt- þá var það hjá þeim. Ekki
svo að skilja að það hafí alltaf verið
einhver ijómablíða þeirra í millum,
það gat stundum kastast í kekki enda
skapfólk bæði tvö. En þau kunnu þá
gullnu lífsins list að virða skoðanir
annarra og sætta sig við að þurfa
ekki alltaf að hafa síðasta orðið.
Þau Lára og Magnús settu upp bú
að Ketilsstöðum í Hvammssveit í
Dölum í árdaga sinna samvista. Ekki
vora efnin mikil, landið erfítt og að
miklu leyti í órækt þegar þau tóku
við því, húsakynni allt önnur en þau
sem tíðkast nú á dögum. Og fyrstu
árin voru erfið, það sögðu þau mér
bæði. Við nútímabörnin, sem höfum
vanist því að fá flesta hluti upp í
hendumar án sérstaks átaks eða erf-
iðis, eigum erfítt með að skilja þá
baráttu sem kynslóðin á undan okkur
mátti heyja þegar e.t.v. var enginn
matur í búri þegar átti að hafa kvöld-
mat og fólk lagðist til svefns án þess
að vita hvort nokkuð rættist úr með
föng til næsta dags. Þetta var oftar
en ekki áhyggjuefni þeirra sem ólu
okkur upp. En harðfylgi og þraut-
seigja þessa fólks var með eindæm-
um, ekki hvað síst í Dölum vestur,
og fímm bömum komu þau Magnús
og Lára til manns, Halldóri, Ingu,
Þór, Steinunni og Katrínu.
Þau Lára og Magnús urðu fyrir
því áfalli á frumbýlingsáram sínum
að missa allt sitt í eldsvoða. Nær
engu varð bjargað, þó tókst að bjarga
heimilisorgelinu ásamt fjölskyldu-
myndum og fleira smávegís. Magnús
ætlaði sér til Reykjavíkur skömmu
eftir þann atburð til að bjarga aðför.g-
um í nýt+ hÚS; ekki skyldi nú gefist
upp. Þá vildi ekki betur til en svo að
flugvélin brotlenti á Hvammsfírði og
mátti hann teljast heppinn að sleppa
lifandi úr þeim ósköpum. Frásögn
Magnúsar af þessum atburði birtist
í bókinni Lífsreynsla sem út kom
fyrir þremur áram. En suður komst
hann á endanum og nýtt hús var
reist að Ketilsstöðum.
Mörg ár liðu og þá endurtók sagan
sig. Aftur brann á Ketilsstöðum. Að
þessu sinni tókst ekki einu sinni að
bjarga orgelinu, orgelinu sem ég og
fleiri höfðum átt svo góðar minningar
um, sérstaklega frá jólum þegar
fóram á til að horfa á þá vinina keppa
með Arbæjarliðinu Fylki.
Núna í byijun þessa árs varð sam-
bandið á milli okkar ekki eins mikið
og áður. En alltaf þegar við hittum
hann, var hann hress og skammaði
okkur oft fyrir að koma ekki á Fylkis-
leiki og hvað þá að hafa ekki sam-
band við hann. Daginn áður en hann
fór til Möltu hittum við hann og
kvöddum en núna erum við að kveðja
hann í síðasta skiptið.
Það fyrsta sem maður hugsar eft-
ir svona fréttir er hve ósanngjöm
örlögin eru. Við trúum því samt að
þeir deyji ungir sem guðirnir elska
og að hans bíði annað og mikilvæg-
ara hlutverk á öðrum stað. Þó að
hann sé ekki á meðal okkar hér á
jörðu þá er minning hans ávallt með-
al okkar og hann mun fylgjast með
okkur.
Við viljum biðja Guð um að styrkja
fjölskyldu hans, unnustu og vini á
þessum erfíða tíma en munum að
hann verður ávallt með okkur.
Hulda Bjarnadóttir
og Díana Guðjónsdóttir.
Þegar við fáum fréttir af svipleg-
um atburðum verðum við slegin en
þegar atburðirnir færast nær okkur
er sorgin þung og söknuðurinn mik-
ill. Ungur og lífsglaður maður er
horfinn af sjónarsviðinu. Gamall fé-
lagi minn Indriði Einarsson er látinn.
Ég kynntist Indriða fyrst í Lang-
holtsskóla en síðan lágu leiðir okkar
saman á sviði íþróttanna. Það var
sama hvaða íþrótt Indriði reyndi fyr-
ir sér í, það sáu það allir að hæfíleik-
Magnús settist og spilaði jólasál-
mana. Og að þessu sinni var ekki
hugsað að endurreisn Ketilsstaða í
Hvammssveit. Gömlu hjónin flutu
búferlum til Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu í Breiðholtinu allt til þess er
þau urðu að hverfa þaðan vegna van-
heilsu og elli.
Það var ekki síður gott að sækja
þau heim bæði tvö í Breiðholti en var
vestur í Dölum. Ég hafði það fyrir
fastan sið að hringja í hana Lára
þegar von var á mér í bæinn og segja:
„Jæja Lára mín, ég er að koma í
bæinn, farðu að setja upp kjötsúp-
una.“ Hún Lára kunni nefnilega þá
list að elda kjötsúpu á þann hátt sem
enginn maður hefur nokkurn tíma
kunnað og mun aldrei kunna. Það
var einstakur matur.
Þau Magnús og Lára vora trúuð
þótt þau flíkuðu sjaldan skoðunum
sínum í trúmálum. Eftir slysið í
Hvammsfírði, þegar Magnús kíkti inn
fyrir dauðans dyr, efaðist hann aldrei
um líf eftir þetta líf. Og trúin hennar
Lára hefur líklega verið eitthvað í
ætt við það sem við köllum barnatrú.
En hún Lára var feiknarlegur heim-
spekingur og flestar okkar viðræður
helguðust af slíku. Einhveiju sinni
hafði ég orð á því að ákveðinn mað-
ur, sem ég þekkti, væri ákaflega leið-
inlegur. Þá sagði hún Lára þessi
fleygu orð: „Veistu það Geiri minn,
að ef manni fínnst einhver maður
leiðinlegur, þá er það vegna þess að
maður er svo leiðinlegur sjálfur." Ég
hef oft hugsað um þessi orð hennar
Lára minnar og alltaf fundið meiri
og meiri sannleika í þeim. Svona var
það með flest sem hún sagði, það var
vel ígrundað og þess virði að taka
eftir því.
Ég sagði hér að framan að hjörtu
þeirra Lára og Magnúsar hefðu sleg-
ið í takt. Það voru orð að sönnu.
Ekki leið nema vika frá því að Lára
kvaddi og þar til Magnús var allur.
Spegilmynd af lífí þeirra: saiRhent
jafnt í lífí ssm uauða; borin saman
tii grafar. Fátt endurspeglar jafnvel
samheldni þeirra.
Þau eiga góða heimavon, vinir
mínir þau Magnús og Lára frá Ketils-
stöðum, það veit ég. Ef guð lofar þá
taka þau á móti mér hinum megin á
sinn sérstaka hátt, þannig að maður
fínnur að maður er einstaklega vel-
kominn.
„Sæll góði!“ segir Magnús á sinn
yfirlætislausa hátt.
„Blessaður Geiri minn,“ segir hún
Lára með sínum hvella, glaðlega og
smitandi hlátri, „segðu mér nú ein-
hveijar fréttir." Og svo fáum við
okkur kjötsúpu.
Sigurgeir Jónsson.
ar hans vora miklir. Þegar maður
lítur til baka og hugsar um þá tíma
sem Indriði var á vegi manns þá
kemur ætíð upp í hugann brosið
breiða sem Indriði bjó yfír. Alltaf var
stutt í gleðina sem við viljum öll búa
yfír. Sviplegur atburður hefur átt sér
stað, atburður sem ég mun seint
gleyma, en minningin er góð um Ijúf-
an dreng. Ég vil þakka Indriða fyrir
þá tíma sem við áttum saman, stund-
ir sem munu geymast í huga mér
um ókomin ár. Fjölskyldu, unnustu
og vinum vil ég senda mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Gunnar Sverrisson.
Þegar félagi okkar Indriði Einars-
son hætti fyrir nokkram áram að
leika með okkur körfuknattleik var
missirinn mikill því Indriði var geysi-
lega mikið efni og góður félagi. En
við áttum aldrei von á því að söknuð-
urinn myndi breytast í sorg. Ungur
og lífsglaður maður er horfínn okkur.
Indriði Einarsson byrjaði ungur
að árum að leika með IR í körfu-
knattleik. Alltaf lagði hann hart að
sér og var mikill keppnismaður, jafnt
innan vallar sem utan. Indriði var
mjög hæfileikaríkur á sviði íþrótta
en það kom að því að hann þurfti
að velja og valdi hann knattspyrn-
una. J»ar vann hann marga glæsilega
sigra með félagsliði sínu og einnig
með íslenska landsliðinu. En sigram-
ir vora ekki bara inná leikvellinum.
Með skemmtilegri og gleðilegri fram-
komu sinni vann hann hjörtu okkar
hinna og veitti okkur mikla ánægju
að fá að kynnast honum. Við viljum
þakka Indriða fyrir þau ár sem hann
spilaði undir okkar merki. Fjölskyldu,
unnustu og vinum viljum við veita
okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi
minningin lifa um góðan dreng.
Félagar úr Körfuknatt-
leiksdeild ÍR.
Kveðjuorð
Indriði Einarsson