Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 Hlaut 2 Vi árs fang- elsi fyrir grófa til- raun til nauðgunar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt Hilmar Þór Arnarson, 21 árs Reykvíking, til 2 Vi árs fangelsisvistar fyrir að hafa reynt að þröngva 17 ára stúlku til samræðis við sig og beitt til þess harkalegu ofbeldi. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 885 þúsund krón- ur í miska- og skaðabætur. Atburðurinn átti sér stað í Hafn- arfirði aðfaranótt 23. ágúst sl. Stúlk- an þáði ítrekað boð mannsins um að hann æki henni heim, en þau þekktust fyrir. Þegar að heimili hennar kom ruddist hann inn á eftir henni og viðurkenndi -sjálfur, að hann hefði ætlað að hafa mök við hana nauðuga. Hann ýtti henni inn í svefnherbergi, reif utan af henni fötin, barði hana flötum lófa í andiit- ið og sló hana víða um líkamann með belti, svo hún bar mikla áverka eftir. Þá batt hann hana fasta við rúmgaflinn og tróð sokk upp í munn hennar, til að þagga niður í henni. Hann viðurkenndi að hún hefði sýnt stöðuga mótspyrnu og ekki tekist að komast undan fyrr en vinkonur hennar bar að og þær knúðu dyra. Hann neitaði hins vegar beinu sam- ræði og taldist það ekki sannað, en í niðurstöðum dómara kemur fram, að trúverðugt þyki að til þess hafi komið, eins og stúlkan lýsti, þar sem hún hafi frá upphafi verið sjálfri sér samkvæm í framburði sínum. Dómarinn, Þorgerður Erlends- dóttir, settur héraðsdómari, taldi , hæfilega refsingu Hilmars Arnar vera 2Vi árs fangelsi. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhalds- vist hans frá 24. ágúst. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 885 þúsund krónur í miska- og skaða- bætur. Loks var hann dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin réttargæslu- og málsvarn- arlaun skipaðs verjanda, Arnar Clausen, 150 þúsund krónur og sak- sóknarlaun, 80 þúsund krónur, er renna í ríkissjóð. Jólabasar Sjálfsbjargar JÓLABASAR Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra í Reylyavík og ná- grenni, verður haldinn laugar- daginn 5. og sunnudaginn 6. des- ember nk. í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12 í Reykjavík, á 1. hæð, inngangur að vestanverðu. Hefst salan kl. 14.00 og stendur til kl. 18.00 báða dagana. Á basarnum verður mikið úrval af munum á góðu verði, til dæmis fallegar jólaskreytingar, margskon- ar aðrar jólavörur, svo sem útsaum- ur, prjónavörur, púðar, kökur og margt fleira. Einnig verður glæsilegt happdrætti og kaffisala með ijómav- öfflum. Tekið verður á móti basarmunum og kökum frá kl. 9.00-12.00 fyrir hádegi á laugardag 5. desember. (Fréttatilkynning) Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi vígt Heimilið tekur 120 vistmenn Áhersla á kennslu í hesta- mennsku o g hrossarækt - segir Jón Bjarnason vegna ummæla Kristins Hugasonar og Einars Gíslasonar í FRÉTT Morgunblaðsins frá aðalfundi Hrossaræktarsambands íslands nýlega var greint frá ummælum tveggja stjórnarmanna Kynbótabúsins á Hólum, þeirra Kristins Hugasonar og Einars Gíslasonar, þess efnis að þeir teldu starfsmenn Hólabúsins ekki alltaf hafa farið að vilja þeirra í rekstri búsins. í tilefni þessara ummæla hafði Jón Bjarnason skólastjóri Bænda- skólans á Hólum samband við Morgunblaðið og benti á að sam- kvæmt ákvæðum reglugerðar um hrossaræktarbú að Hólum hefði skólastjóri Bændaskólans yfirum- sjón með rekstri hrossaræktarbús- ins og allri starfsemi á þess vegum. Sagði Jón að hann bæri fullt traust til starfsmanna sinna og hann mæti dugnað þeirra, áhuga og metnað fyrir því að byggja upp og skila góðu starfi í öllu því er varðaði hestamennsku og hrossa- rækt á vegum skólans og búsins. Samkvæmt reglugerðinni væru verkefni búsins ekki aðeins „rækt- un úrvals kynbótahrossa" heldur einnig skuli þar „unnið að kennslu í hrossarækt og reiðmennsku, rannsóknum og tilraunum í hrossa- rækt.“ Sagði Jón að á síðustu árum hafi undirbúningur, uppbygging og framkvæmd kennslunnar í hrossarækt og hestamennsku notið forgangs, enda aðsókn að því námi verið mikil. Hafi því áherslur í kynbótastarfinu orðið að víkja um tíma fyrir eflingu þessara þátta og hafi stjórnarmenn sýnt þessum tímabundnu áherslubreytingu full- an skilning. Ennfremur kom fram hjá Jóni að mikill vilji væri fyrir því að efla hlut rannsókna í verk- efnum búsins. Þá benti Jón á að engar sérstak- ar fjárveitingar væru til kynbóta- starfsins og væri það algjörlega háð almennum fjárveitingum til skólans og kæmi það því endanlega í hlut skólastjóra að vega öll þessi verkefni saman. Að síðustu vildi hann nota tækifærið og þakka öll- um þeim íjölmörgu hrossarækt- endum, reiðmönnum og velunnur- um íslenska hestsins fyrir marg- háttaðan stuðning og hvatningu við uppbyggingu þess starfs sem unnið væri að á Hólum í þágu hrossaræktar og hestamennsku í landinu. Þess má svo geta að Jón er formaður stjómar Hólabúsins en með honum í stjórn eru Einar Gíslason og Kristinn Hugason, eins og áður kom fram. Margt fallegra muna verður á jólabasar Sjálfsbjargar sem haldinn verður um helgina. MorgunblaðioA'aldimar Knstinsson Nemendur og kennarar í hestamennsku og hrossarækt, þeir Magnús Lárusson, Eyjólfur Isólfsson og Egill Þórarinsson hylltir að lokinni vel heppnaðri sýningu sem haldin var fyrir um ári síðan. Bændaskólinn á Hólum 3M Tannlæknavörur Hjúkrunarheimilið Eir við Gagnveg í Grafarvogi var vígt s.l. þriðjudag. Fullbúið tekur heimilið 120 vistmenn en í síðari áfanga er fyrirhugað að byggja 40 hjúkr- unaríbúðir austan við aðalhúsið og verður innangengt milli þeirra. Heimilið er 7.135 fermetrar að VIÐ GERUM BÍLINN ÞINN KLÁRAN FYRIR VETURINN Nú verður honum ekkert að vanbúnaði BIFREWM 0G LANDBÚNAÐARVÉIM HF. Vinsamlega hringið og pantið tíma í skoðun. Stuttur biðtími. Við bjóðum einnig réttingar og bílamálun. Suðurlandsbraut 14 108 Reyklavík Síml 68 12 00 Beinn sími é verkstæöi 3 97 60 lada Mmmmm Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Skúlason biskup vigði Hjúkrunarheimilið Eir og meðal þeirra sem fluttu ávörp voru þeir Markús Örtl Antonsson borgarstjóri, Páll Gislason stjórnarformaður heimilisins og Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra. I máli ráðherra kom meðal annars fram að ríkið mun tryggja rekstrarkostnað heimilisins. stærð á fjórum hæðum og er kostnaður áætlaður 833,9 miHjón- ir en vegna hagstæðra tilboða er talið að hann kunni að verða lægri. Stofnfundur Sjálfseignarstofnun- arinnar Eir var haldinn 31. ágúst 1990 og framkvæmdir við byggingu heimilisins hófust um svipað leyti. Aðilar áð stofnuninni eru Reykjavík- urborg, Seltjamameskaupstaður, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Samtök blindra og blindravinir, Félag aðstandenda alzheimersjúklinga, Sjálfseignarstofnunin Skjól og Sjó- mannadagurinn í Reykjavík og Hafn- arfírði. Við hönnun og byggingu hjúkmn- arheimilisins hefur verið stuðst við reynslu, sem fengist hefur af rekstri annarra heimila fyrir aldraða, til dæmis Umönnunar- og hjúkmnar- heimilisins Skjóls við Kleppsveg og heimilum Hrafnistu í Hafnarfirði og í Reykjavík. Hjúkrunarheimilið Eir mun starfa í þremur deildum. í mót- tökudeild verða 24 rými og þar mun fara fram skoðun, greining og endur- hæfing. Að dvöl þar lokinni ræðst hvort vistmaður telst fær um að hverfa á ný til síns fyrra heimilils. Þessi deild er nýmæli á hjúkmnar- heimili hér á landi og með starfsemi hennar þykir sýnt að fleiri aldraðir geti dvalið hér á eigin heimili og notið þar heimaþjónustu og hjúkmn- ar. Önnur deild verður tvískipt og er annar hlutinn ætlaður fólki með heilabilun en hinn sjúkum blindum. Báðir hlutar þessarar deildar verða innréttaðir þannig að heimilismenn komist um án erfiðleika. Þriðja deild- in verður heimili aldraðra sjúklinga. Skipulag heimilisins miðast við að heimilisfólki líði vel um leið og fyllstu hagkvæmni er gætt án þess að geng- ið sé á gæði þjónustunnar, segir í frétt frá stjóm félagsins. Þar segir einnig að stofnun og rekstur hjúkr- unarheimila sé þjóðhagslega hag- kvæmur og samkvæmt nýlegum at- hugunum kosti vist á hjúkmnarheim- ili innan við einn þriðja miðað við sjúkrahúsvist. Sigurbjöm Bjömsson sérfræðingur í öldmnarlækningum hefur verið ráðinn yfirlæknir í hluta- starfi og Bima Svavarsdóttir ráðinn hjúkmnarforstjóri. Stjóm Eirar skipa Páll Gíslason formaður, Sigurður H. Guðmundsson og er hann jafnframt formaður bygg- ingamefndar, Petrea Jónsdóttir, Helga Einarsdóttir, Pétur A. Maack, Halldór S. Rafnar og Pétur Sigurðs- son. Gréta Guðmundsdóttir er skirf- stofustjóri. Halldór Guðmundsson arkitekt, Teiknistofunni Ármúla 6 hefur hann- að og annast yfimmsjón byggingar- innar og verkfræðiþjónustu annaðist Verkfræðistofa VSÓ, Borgartúni 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.