Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 SNJOSLEÐA- GALLAR (FLOTVINNUGALLAR) I Frábær hliföarfatnaöur gegn kulda, bleytu og vindi — léttur, þægilegur. Hægt aö losa fóörið úr þegar hlýnar i veðri. Leitið nánari upplýsinga. Grandagarði 15 Simi 621030 Giafaverð Kertastjakar 3 stærðir f T T Svartír kr. 3.200,- Gylltír kr. 4.500,- ÖlZSSJ Smiðjuvegi 2 - Sími 672110 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið Stuðningsmenn sljóinarinn- ar 29,5%, andstæðingar 51,5% Ekki marktækur munur á afstöðu til stjórnarinnar frá síðustu könnun RÍKISSTJÓRNIN nýtur stuðn- ings 29,5% svarenda í skoðana- könnun, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í lok nóv- ember. Andstæðingar stjórnar- innar eru 51,5% en 19% segjast hlutlausir. Könnunin var gerð eftir að efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar lágu fyrir. Fylgis- hlutföll hafa ekki breytzt mark- tækt frá síðustu könnun Félags- vísindastofnunar í júní, en þá sögðust 28,1% þeirra sem svör- uðu hlynntir stjórninni, 52,8% voru andvígir og 19,1% hlut- lausir. í könnuninni var einnig spurt um fylgi við stjórnmálaflokka og sjást niðurstöðurnar á meðfylgj- andi mynd, ásamt samanburði við síðustu kannanir Félagsvísinda- stofnunar og þingkosningamar árið 1991. Af þeim, sem afstöðu tóku í könnuninni, styðja 10,9% Alþýðuflokkinn, 23% Framsóknar- flokkinn, 32,5% Sjálfstæðisflokk- inn, 19,3% Alþýðubandalagið og stuðningsmenn Kvennalistans eru 13,5%. Er fylgi stjómmálaflokkanna er greint eftir landshlutum, kemur í ljós að Alþýðubandalagið er með jafnast fylgi um allt land; 18,4% í Reykjavík, 20,4% á Reykjanesi og 22,1% á landsbyggðinni en fylgi Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins er hins vegar afar mis- munandi eftir landshlutum. Þann- ig hefur Alþýðuflokkurinn um 14% fylgi í þéttbýlinu en aðeins 4,6% úti á landi. Framsóknarflokkurinn er sterkastur á landsbyggðinni, með 35,9%, 20,4% á Reykjanesi og 12,1% í Reykjavík. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mest fylgi í höf- uðborginni, 39,4%, 34,5% á Reykjanesi og 24,2% á lands- byggðinni. Kvennalisti hefur 15,2% í Reykjavík, 14% á Reykja- nesi og 11% úti á landi. Afstaða til ríkisstjómarinnar var greind eftir stuðningi við flokka. Fylgismenn stjórnarand- stöðuflokkanna em að miklum meirihluta andstæðingar stjómar- innar. Þannig em 77% kvenna- listamanna andvígir stjóminni, 89,7% alþýðubandalagsmanna og 87,8% stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins styðja stjóm- ina flestir dyggilega, eða rúmlega 80%. Hins vegar em 28,4% stuðn- ingsmanna Alþýðuflokksins and- stæðingar stjórnarinnar, en 58,2% Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningar 1991, % þeirra sem taka afstððu 38,6% Vikmörk könnunar i nóvember 1992 26,2% S $ « 5] S 18,9% 15,5% ±2,2% n ±2,9% 37,8% ±3,3% 14,4% - KOSNINGAR 1991 - Júní1991 - Október 1991 - Nóvember 1991 ~ Júni 1992 NÓVEMBER 1992 ±2,4% styðja ríkisstjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Þetta samsvar- ar að nokkm leyti afstöðu alþýðu- flokksmanna til síðustu ríkis- stjómar, en í þeirra hópi vom ævinlega færri stuðningsmenn hennar en í hópi hinna stjómar- flokkanna, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Könnun Félagsvísindastofnunar var framkvæmd 25.-30. nóvem- ber. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu landinu. Svör fengust fra 1079, sem er um 72% svarhlut- fall. Nettósvömn, þ.e. svömn þeg- ar frá upphaflegu úrtaki hafa ver- ið dregnir þeir sem em nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar eða búsettir erlendis, er 73%, sem telst vel viðunandi. Fullnægjandi sam- ræmi er milli skiptingar úrtaksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu að mati Félagsvís- indastofnunar. Því má ætla að úrtakið endurspegli þjóðina, á aldrinum 18-75 ára, nokkuð vel. Er spurt var um fylgi við flokka var spurt fleiri en einnar spuming- ar til að fækka óákveðnum sva- rendum. Fyrst var spurt: „Ef al- þingiskosningar væm haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa?“ Væri svarið „veit ekki“, var spurt aftur: „En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndi kjósa?“ Segðust menn enn ekki vita, var enn spurt: „En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjós- ir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvem annan flokk eða lista?“ Með þessu móti fer hlutfall óákveðinna niður í 5,4%, en 8,4% neituðu að svara. Hvopt mundíp þú segja að þú vænip stuðningsmaöup píkísstjopnapinnap eða andstæöingup? Hlutfall þeirra sem svara Stuðnings- rHlutlausir menn- Andstæðingar —I Afstaða til pikisstjonnapinnap eftir stuðningi við flokka F~l Stuðningsmenn I 1 Andstæðingar I í Hlutlausir K 28f4% 58}2o/0 Fylgi stjórnmálallokka eftir landshlutum 39,4% Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin 2,4% / r ( na.7»/ r n \ C. Nefna ekkiflokk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.