Morgunblaðið - 04.12.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 04.12.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 SNJOSLEÐA- GALLAR (FLOTVINNUGALLAR) I Frábær hliföarfatnaöur gegn kulda, bleytu og vindi — léttur, þægilegur. Hægt aö losa fóörið úr þegar hlýnar i veðri. Leitið nánari upplýsinga. Grandagarði 15 Simi 621030 Giafaverð Kertastjakar 3 stærðir f T T Svartír kr. 3.200,- Gylltír kr. 4.500,- ÖlZSSJ Smiðjuvegi 2 - Sími 672110 Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið Stuðningsmenn sljóinarinn- ar 29,5%, andstæðingar 51,5% Ekki marktækur munur á afstöðu til stjórnarinnar frá síðustu könnun RÍKISSTJÓRNIN nýtur stuðn- ings 29,5% svarenda í skoðana- könnun, sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í lok nóv- ember. Andstæðingar stjórnar- innar eru 51,5% en 19% segjast hlutlausir. Könnunin var gerð eftir að efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar lágu fyrir. Fylgis- hlutföll hafa ekki breytzt mark- tækt frá síðustu könnun Félags- vísindastofnunar í júní, en þá sögðust 28,1% þeirra sem svör- uðu hlynntir stjórninni, 52,8% voru andvígir og 19,1% hlut- lausir. í könnuninni var einnig spurt um fylgi við stjórnmálaflokka og sjást niðurstöðurnar á meðfylgj- andi mynd, ásamt samanburði við síðustu kannanir Félagsvísinda- stofnunar og þingkosningamar árið 1991. Af þeim, sem afstöðu tóku í könnuninni, styðja 10,9% Alþýðuflokkinn, 23% Framsóknar- flokkinn, 32,5% Sjálfstæðisflokk- inn, 19,3% Alþýðubandalagið og stuðningsmenn Kvennalistans eru 13,5%. Er fylgi stjómmálaflokkanna er greint eftir landshlutum, kemur í ljós að Alþýðubandalagið er með jafnast fylgi um allt land; 18,4% í Reykjavík, 20,4% á Reykjanesi og 22,1% á landsbyggðinni en fylgi Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins er hins vegar afar mis- munandi eftir landshlutum. Þann- ig hefur Alþýðuflokkurinn um 14% fylgi í þéttbýlinu en aðeins 4,6% úti á landi. Framsóknarflokkurinn er sterkastur á landsbyggðinni, með 35,9%, 20,4% á Reykjanesi og 12,1% í Reykjavík. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mest fylgi í höf- uðborginni, 39,4%, 34,5% á Reykjanesi og 24,2% á lands- byggðinni. Kvennalisti hefur 15,2% í Reykjavík, 14% á Reykja- nesi og 11% úti á landi. Afstaða til ríkisstjómarinnar var greind eftir stuðningi við flokka. Fylgismenn stjórnarand- stöðuflokkanna em að miklum meirihluta andstæðingar stjómar- innar. Þannig em 77% kvenna- listamanna andvígir stjóminni, 89,7% alþýðubandalagsmanna og 87,8% stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins styðja stjóm- ina flestir dyggilega, eða rúmlega 80%. Hins vegar em 28,4% stuðn- ingsmanna Alþýðuflokksins and- stæðingar stjórnarinnar, en 58,2% Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningar 1991, % þeirra sem taka afstððu 38,6% Vikmörk könnunar i nóvember 1992 26,2% S $ « 5] S 18,9% 15,5% ±2,2% n ±2,9% 37,8% ±3,3% 14,4% - KOSNINGAR 1991 - Júní1991 - Október 1991 - Nóvember 1991 ~ Júni 1992 NÓVEMBER 1992 ±2,4% styðja ríkisstjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Þetta samsvar- ar að nokkm leyti afstöðu alþýðu- flokksmanna til síðustu ríkis- stjómar, en í þeirra hópi vom ævinlega færri stuðningsmenn hennar en í hópi hinna stjómar- flokkanna, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Könnun Félagsvísindastofnunar var framkvæmd 25.-30. nóvem- ber. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu landinu. Svör fengust fra 1079, sem er um 72% svarhlut- fall. Nettósvömn, þ.e. svömn þeg- ar frá upphaflegu úrtaki hafa ver- ið dregnir þeir sem em nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar eða búsettir erlendis, er 73%, sem telst vel viðunandi. Fullnægjandi sam- ræmi er milli skiptingar úrtaksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu að mati Félagsvís- indastofnunar. Því má ætla að úrtakið endurspegli þjóðina, á aldrinum 18-75 ára, nokkuð vel. Er spurt var um fylgi við flokka var spurt fleiri en einnar spuming- ar til að fækka óákveðnum sva- rendum. Fyrst var spurt: „Ef al- þingiskosningar væm haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa?“ Væri svarið „veit ekki“, var spurt aftur: „En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndi kjósa?“ Segðust menn enn ekki vita, var enn spurt: „En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjós- ir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvem annan flokk eða lista?“ Með þessu móti fer hlutfall óákveðinna niður í 5,4%, en 8,4% neituðu að svara. Hvopt mundíp þú segja að þú vænip stuðningsmaöup píkísstjopnapinnap eða andstæöingup? Hlutfall þeirra sem svara Stuðnings- rHlutlausir menn- Andstæðingar —I Afstaða til pikisstjonnapinnap eftir stuðningi við flokka F~l Stuðningsmenn I 1 Andstæðingar I í Hlutlausir K 28f4% 58}2o/0 Fylgi stjórnmálallokka eftir landshlutum 39,4% Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin 2,4% / r ( na.7»/ r n \ C. Nefna ekkiflokk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.