Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
OACTTJT8()r>l (jírjA íRVrnn'!
Áframsendist ekki!
eftir Úlfar
■* Þormóðsson
Satt best að segja hélt ég að
Olafur Ragnar Grímsson væri kom-
inn á launaskrá hjá Reiknistofu
bankanna þegar ég sá sögnina að
„áframsenda" prentaða feitu Ietri
framan á umslag sem mér barst á
dögunum frá þeirri stofnun því
snilldaryrði af þessum gæðaflokki
hafði ég hvorki séð né heyrt síðan
ég nennti síðast að orðtaka ræðu
þessa mektarmanns. En þar sem á
umslaginu stóð „Áframsendist
•» ekki“ vissi ég að þessi sending gat
ekki verið frá nefndum Ólafi því
hann þráir ekkert heitar en orðið
hans „áframsendist" um víðan völl.
Auðvitað er nýyrðasmíð af þessu
tagi ekki einvörðungu bundin við
Ólaf Ragnar og næstum því of-
stæki að tengja slíkt beint við hann,
kallgarminn. En því gerði ég það
að þessu sinni að ég hafði fengið
í sama póstburði bréf frá Alþýðu-
bandalaginu hans. Bréf þetta hafði
að geyma orðsendingu, hvatningu
og gíróseðil. Verið var að biðja um
fyrirframáskrift að nýju blaði og
„daglegu símblaði“. Takmarkið var
að safna 2.000 áskrifendum og
( hefja síðan útgáfu að blaði sem
ætti að „kasta sterkum ljósgeislum
inn í íjölmiðlaþokuna og sprengja
þagnarmúra ... túlka pólitísk hita-
mál og skýra ... myndbirtingar í lit
af flokksmönnum eiga að skapa
jákvæð viðhorf í garð starfs á veg-
um Alþýðubandalagsins". Og sím-
blaðið, sem hinir stórhuga „áfram-
hugsuðir" ætluðu einnig (ætla einn-
ig) að gefa út, átti líka að vera
hægt að fá „sent í pósti ef óskað
er. Sérhönnuð póstbréf og símbréf,
. í flokkslitum og með stimplum
* AB-frétta, eru notuð til útsend-
inga“. Þetta er mjög nauðsynlegt
því „viðbrögð við atburðum og út-
spil geta ratað leiðina inn í hina
ýmsu fjölmiðla, niðurklippt og mat-
reidd að þeirra hætti, en síðan birt-
ast að okkar hætti í vikublaði
flokksins eða öðrum Alþýðubanda-
lagsblöðum“.
Mig setur hljóðan, að mínum
hætti, að loknum lestri hvatningar-
bréfs þessa. Hljóður með bréfíð í
kjöltunni rak ég augun í það neðst
á síðunni að flokkurinn hafí komið
sér upp útgáfuþjónustu sem annast
„kostun og framkvæmd í sambandi
við útgáfuverkefnin sem fram-
kvæmdastjóm Alþýðublaðsins fela
útgáfustjóminni" og stóð mig að
því að vera að hugsa hvort ekki
væri hægt að fela útgáfuverkefni
fyrir útgáfuþjónustu af þessu tagi
með einhveijum hætti.
Og ég ákvað að bíða með að
„áframserida" gíróseðilinn og sjá
hversu margir mundu „áfram-
senda“ sinn seðil fullgreiddan en
greiða þess í stað gjaldfallið víxil-
blað sem ég hafði skrifað upp á
fyrir flokkinn og hljóðaði upp á
fímmtíuþúsundkall. Ég þyrfti
áreiðanlega ekki að bíða lengi því
ætlunin var aðeins að safna 2.000
fyrirframáskriftum.
Svo leið ein vika af annarri;
reyndar man ég ekki hvað þær eru
orðnar margar því hvatningarbréf-
ið er ekki dagsett fremur en önnur
sígild verk. Það er að minnsta kosti
orðið það langt um liðið að ég er
búinn að hafa tíma til að sækja
„málþing" „að þeirra hætti" sem
flokkurinn hélt. Þar náði ég niður
á blað nýju orðtaki sem „formaður-
inn“ smíðaði sjálfur og faldi fyrir
fundarmönnum með sínum hætti í
setningunni „það er búið að ríða
þjóðinni slíka skuldabagga“. Ég
hafði líka tíma til þess að komast
að því „að okkar hætti" að flokkur-
inn, sem átti nokkrar krónur til
ráðstöfunar fyrir síðustu kosning-
ar, skuldar nú á annan tug millj-
óna, svo og komst ég að því með
sama hætti að einvörðungu 278
höfðu „áframsent" gíróseðilinn.
Mér vannst einnig tími til þess
að horfa á auglýsingu í sjónvarpinu
um nærbuxnasafn Össurar og fór
að hugsa um það hvort Össur,
Mörður, Magga Bjöss, Kristín
Ólafs, Guðmundur stúdent og fleiri
þeirra trúnaðarmenn Ólafs sem
yfírtóku flokkinn með honum og
settu Þjóðviljann og sóSíalismann
út í hom og undir nýriðna skulda-
bagga yrðu ekki stjómendur og
hugmyndafræðingar hins nýja sím-
blaðs í póstáskrift og fannst það
nógu fyndin tilhugsun til þess að
borga þijú þúsund krónur fyrir-
fram. En þá mundi ég eftir því að
þetta fólk er komið á tvist og bast
og vex nú og dafnar í öðram stjórn-
málaflokkum en Ólafur formaður
og þá jafnframt að ég vissi ekki
einu sinni hveijir em nánustu sam-
starfsmenn Ólafs nú því svo oft
skiptir hann um trúnaðarmenn að
sínum hætti.
Svo var það í síðustu viku að
ég horfði á „áframbirtingu" á nær-
buxnaauglýsingu Össurar og í kjöl-
farið var birt frétt um brotajáms-
verksmiðjuna. Nú mega ekki marg-
ir halda að ég tengi pólitíska tilvist
Ólafs, Össurar, Marðar og Guð-
mundar stúdents við brotajárns-
hauga. Það var klingjandi hinnar
nýju sagnar að „áframsenda“ sem
tengdi þetta allt.
Það var nefnilega verið að
kaupa, selja og „áframselja" brota-
jámsverksmiðjuna.
Reikningslega lítur brotajáms-
reikningsdæmið svona út í mínum
huga eftir frétta„áhorfíð“:
Verksmiðja er byggð fyrir 2.000
milljónir króna.
Lán til uppbyggingar og reksturs
var á annan milljarð, rúmlega
1.000 milljónir.
Svo fór hún á hausinn.
Búnaðarbankinn og Iðnlánasjóð-
ur, sem þjóðin á sjálf, höfðu lánað
ríflega 300 milljónir í þetta ævin-
Úlfar Þormóðsson
„Bið um þessi skilaboð
til „útgáfuþjónustunn-
ar, flokksins og for-
mannsins“ að áfram-
senda mér ekki AB-bréf
fyrr en þeim hefur ver-
ið snarað á móðurmál-
ið, hefja ekki kostnað-
arsama útgáfu en
„áframgreiða“ skuldir
flokksins þegar í stað.“
týri til „að skapa ný atvinnutæki-
færi“. Þes'sar tvær stofnanir keyptu
þrotabúið fyrir rúmar 50 milljónir.
Það fylgdi fréttinni að það hafði
rétt verið fyrir kostnaðinum sem
fylgdi því að þessi nýja verksmiðja
fór yfímm.
Hvað um það. Nú ’á bankinn og
sjóðurinn tveggja milljarða króna
verksmiðju fyrir hönd þjóðarinnar
og greiðir fyrir á að giska 350
milljónir þegar allt er talið; lán og
kaupverð. Þetta er fínn bisness því
með í kaupunum fylgdu meira en
Frá Svíþjóð
„Þetta hlýtur að lagast...“
eftir Magnús Einar
Sigurðsson
Samdráttur, kreppa. Þú lest um
þetta, þú heyrir um þetta í útvarp-
inu, heyrir og sérð þetta í sjónvarp-
inu. Víst er þetta hrikalegt, at-
vinnuleysið eykst dag frá degi, en
samt svo fjarlægt þínu „öryggi".
Þú dæsir og færð þér öísopa og
bíður kvöldmatarins þetta föstu-
dagskvöld.
Lífið er í föstum skorðum, börn-
in vaxa og dafna í leik og starfi,
engin vandamál með þau. Konan
er sátt við sitt, vinna frá morgni
til kvölds, heiman og heima, þetta
14 til 16 tíma á sólarhring. Það
er þér reyndar hulið og þú færð
þér ölsopa um leið og þú reisir þig
»til að flytja þig á milli stóla. Matur-
inn er framreiddur.
Helgin líður átakalaust, þú dund-
ar þér ögn með bömunum á meðan
konan tekur til matinn, þvottinn
og í íbúðinni. Þú ert glaður með
þitt, þú ert „fyrirvinnan". Þú ert
sterkur og sæll karlmaður þegar
þú leggur þig þetta sunnudags-
kvöld.
Þú flettir blaðinu um leið og þú
skóflar í þig komflögunum og það
era samskonar efnahagsfréttir og
vanalega í blaðinú þennan mánu-
Idagsmorgun. Þú morgunropar um
leið og þú leggur frá þér blaðið,
klappar börnunum á kollinn og
kyssir konuna á kinnina þar sem
hún er að koma bömunum af stað
í skólann. Þér fmnst hún kannski
örlítið afundin, áttar þig bara ekki
á því að hún á að vera mætt á
sama tíma og þú.
Þegar þú heilsar vinnufélögun-
um eru viðbrögðin öðravísi. Menn
era hljóðir og stjórinn kemur til
þín og ert þú þá líka með bréf í
höndunum. Vegna starfsaldurs he-
furðu þijá mánuði upp á að hlaupa.
Þig setur hljóðan og veist ekki þitt
ijúkandi ráð. Allt fer á fleygiferð
í huga þér. Hvað er til ráða? Að
lokum segirðu við sjálfan þig, þetta
hlýtur að lagast, ég nefni ekkert
heima.
Næsta dag er skrifað um fyrir-
tæki þitt í blaðinu og þú sest niður
með ijölskyldunni. Þið komist að
því að fjárhagslega verður þetta
ekki svo erfítt, a.m.k. ekki fyrsta
árið, atvinnuleysisbæturnar eru
það háar og þú færð líka að „vita“
að konan er með svipuð launakjör
og þú, en bömin spyija þig af
hveiju þú fáir þér ekki bara vinnu
í öðra fyrirtæki. Þessa þrjá mánuði
lætur þú eins og ekkert sé, enn
ertu „fyrirvinnan".
Svo byijar það. Atvinnuleysið er
orðið þitt hlutskipti. Þú tekur þessu
af karlmennsku til að byija með.
Sinnir þínu stimpilkorti, ferð á
vinnumiðlunarskrifstofuna reglu-
bundið, ræðir við félagana um
ástandið, mænir göturnar og kann-
ar verðlagið.
Tíminn bara líður og þú lest í
fagblaðinu að það verði erfitt fýrir
atvinnulausa félaga sem orðnir era
40 ára að komast aftur inn í brans-
ann. Tíminn bara líður og þú verður
stjómsamari og stjómsamari heima
fyrir. Allt í einu áttar þú þig á því
að bömin eru nú ekki öll þar sem
þau era séð og konan er ótrúlega
hirðulaus. Þú vekur athygli á þessu
oftar og oftar, dag út og dag inn.
Tíminn líður og það byijar að
renna upp fyrir þér að þú ert einskis
virði. Nafn þitt er ekki einu sinni
nothæft á venjulegan afborgunar-
víxil.
Tíminn líður, bara líður og þú
verður hljóðari og hljóðari, þú ferð
ekki úr húsi ótilneyddur og þá helst
ekki fyrr en farið er að skyggja.
Konan og börnin gera allt til að
létta þér lífíð, þau læðast um og
era þér blíð. Þú ert ekki einu sinni
beðinn um að vaska upp.
Þú sem varst svo sterkur og
stoltur.
Tíminn bara líður og í síðasta
sinn tekurðu á honum stóra þínum
og gengur lengra og lengra út í
kalt, svart vatnið.
Svona getur það verið. Miklir
erfiðleikar heija nú á sænska þjóð-
félagið og samfara þeim hefur at-
vinnuleysi aukist gífurlega. Þessir
erfíðleikar hófust fyrir alvöra árið
1989 og hefa farið stigversnandi
síðan. Ef marka má spádóma fjöl-
margra hagfræðinga mun ástandið
halda áfram að versna allt til árs-
ins 1994.
Atvinnuleysi er mikið böl, bæði
fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið
í heild. Hið opinbera reynir að
draga úr atvinnuleysinu með ýmsu
móti. Miklu fjármagni er veitt til
svokallaðrar vinnumarkaðsmennt-
unar. Þar er atvinnulausum gefinn
kostur á raunhæfri menntun af
ýmsum toga á launum. Séu þeir
sem stunda slíkt nám ekki taldir
með er atvinnuleysi um 7% í Sví-
þjóð í dag, séu þeir hins vegar tald-
ir með er það um 10%. Atvinnuleys-
20.000.000 kg af brotajárni.
Niðurstaðan er sú að einhveijir,
Landsbankinn (þjóðin), ríkissjóður
(þjóðin), verkalýðurinn (þjóðin) og
fleiri og fleiri brot af þjóðinni, virð-
ast vera að tapa meira en 700
milljónum króna á ævintýrinu öllu
því þeim hefur einungis verið boðn-
ar 100 til 300 milljónir króna fyrir |
verksmiðjuna og lagerinn og hrá-
efnið. Þetta verður tapið og meira
til ef verksmiðjan verður „áfram- (
seld“. Tap þjóðarinnar, altso; tap
allra nema ...
Það er það! (
Það eru nefnilega allir og allt
að tapa:
Móðurmálið tapar reisninni og
þjóðinni.
Flokksmenn tapa sósíalismanum.
Sósíalisminn tapaði málgagninu.
Fólkið tapar vinnunni og pening-
unum sínum.
Þjóðin tapar sjálfri sér og landinu.
Allir tapa nema ...
Nú ætla ég að hætta þessu og
„áframskrifa" ekki meira en rétt
nægi til þess að þetta „útspil geti
ratað leiðina inn í hina ýmsu fjöl-
miðla“ og til þess að þetta sé „mat-
reitt að þeirra hætti“ og án þess
að mikil „kostun“ verði af. g
Bið um þessi skilaboð til „útgáfu- '
þjónustunnar, flokksins og form-
annsins" að áframsenda mér ekki /
AB-bréf fyrr en þeim hefur verið '
snarað á móðurmálið, hefja ekki
kostnaðarsama útgáfu en „áfram- |
greiða“ skuldir flokksins þegar í
stað og sinna stjómmálum á með-
an, m.a. með því að koma í veg
fyrir „áframsölu“ á þjóðareignum
svo þjóðin hætti að „áframtapa“.
Það er nefnilega kominn tími til
þess að þeir tapi þessir „nema“,
og þeir era rækilega skilgreindir í
sósíalísku fræðunum ef þú ert bú-
inn að gleyma því, flokksi.
Þegar að þessu hefur verið unn-
ið og árangur farinn að sýna sig
má „áframhugsa" útgáfumál
hreyfíngarinnar, jafnvel í flokkslit-
um, ef þið þá „áframvitið" hvernig
hann er á litinn, flokkurinn.
Höfundur er fyrrverandi
formaður sljómar Útgáfufélags
ÞjóðvHjans.
isbætur frá menn í 300 starfsdaga
og í 450 starfsdaga séu þeir orðnir ^
55 ára og nema þær 90% af launum
en þó að hámarki 564 sænskar
krónur á dag.
Vinnumarkaðsmenntun þýðir í
flestum tilvikum að fólk endurnýjar
rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Við
venjulegar kringumstæður hefur
þetta kerfí í raun þýtt að atvinnu-
leysi hefur verið óverulegt. Nú er
staðan hins vegar sú að þetta kerfi
auk annarra aðgerða, m.a. atvinnu-
bótavinnu, annar ekki eftirspurn.
Margir hafa því glatað rétti sín-
um til atvinnuleysisbóta eða sjá
fram á það. Þá blasir við að leita
þarf á náðir félagsmálastofnana og
þar getur verið erfítt að fá liðsinni ,
og fáist það er það ekki í líkingu *
við atvinnuleysisbætur. Þess er
jafnframt krafíst hinn atvinnulausi .
losi sig fyrst við bílinn og eigið
húsnæði ef viðkomandi stofnun tel-
ur það óþarflega flott. (
Já, atvinnuleysið er mikið böl.
Auk hins efnahagslega vanda sem
fólk stendur frammi fyrir eru hin
andlegu og félagslegu áhrif afar
nærgöngul og leika margan grátt,
svo grátt að ekki er öllum gefíð
að rísa undir því.
Ef til vill er það erfíðarara fyrir
Svía en marga aðra að mæta því
mótlæti sem yfir þá dynur. Þeir
hafa um langa hríð búið við mikið
efnahagslegt og félagslegt öryggi,
heilu kynslóðimar hafa aldrei
kynnst mótlæti af þessum toga.
Framundan era óvissutímar,
stjórnmálamenn telja að lausn
vandans felist í aðild Svíþjóðar að
Evrópubandalaginu en meirihluti <
þjóðarinnar er á móti aðild, ef
marka má skoðanakannanir. Hvað
framtíðin ber í skauti sér mun í
tíminn leiða I ljós. Hitt er ljóst að
Svíar eiga við mikla erfíðleika að
etja um þessar mundir, meiri en !
elstu menn muna.
Höfundur er prentari og starfar
í Svíþjóð.