Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 31
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
seei naaMaaaa a fluoAauTgóa
HÍI/IOI3T8A3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992
aiGAJHVIUDflOM
a
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fuiltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Lykill að
aukinni velmegnn
velme
krátt íyrir að fáar alþjóðlegar
stofnanir hafi meiri áhrif á
ilmegun um allan heim en GATT,
almenna samkomulagið um tolla og
viðskipti, er þessu fyrirbæri almennt
sýndur lítill áhugi. Samt gæti það
skipt sköpum varðandi efnahags-
þróun, hér á landi jafnt sem annars
staðar, hvort það samkomulag sem
nú er verið að vinna að nái fram
að ganga.
GATT á, líkt og t.d. Aiþjóða gjald-
eyrissjóðurinn, upptök sín að rekja
til þess andrúmslofts aukinnar al-
þjóðlegrar efnahagssamvinnu, sem
fór að gæta eftir síðari heimsstyij-
öldina. Uppi voru hugmyndir um
viðskiptastofnun, sem hefði það
hlutverk að efla fijáls viðskipti í
heiminum. Undirrituðu 23 þjóðir
almennt samkomulag um tolla og
viðskipti í þeim tilgangi í október
1947. Áformin um viðskiptastofn-
unina fóru skömmu síðar út um
þúfur en eftir stóð almenna sam-
komulagið, sem meðal annars á að
sjá til þess að tollalækkanir verði
ekki bættar upp með viðskiptahindr-
unum. í nokkrum viðræðulotum
hafa aðildarríkin, sem nú telja 108,
ákveðið að samkomulagið nái til æ
fleiri sviða og spannar það nú
stærstan hluta alþjóðlegra við-
skipta. íslendingar gerðust aðilar
að GATT til bráðabirgða árið 1964
en formlega 1967.
Sú viðræðulota GATT, sem nú
er loks að ljúka, hófst í Punta del
Este í Úrúgvæ í október árið 1986.
Viðræðunum var haldið áfram í
Genf, þar sem GATT hefur höfuð-
stöðvar sínar, og varð fljótlega ljóst,
að landbúnaðarmálin yrðu sá mála-
flokkur, sem erfiðast yrði að ná
samkomulagi um, en upphaflega var
stefnt að samkomulagi í desember
1990. Hafa deilur um landbúnað
nú staðið íinnulaust í tvö ár og enn
er sá möguleiki til staðar, að ágrein-
ingurinn verði Úrúgvæ-lotunni allri
að falli, þrátt fyrir að samninga-
menn Evrópubandalagsins og
Bandaríkjastjórnar hafí fyrir
skömmu náð málamiðlun í landbún-
aðarmálum.
Þó að hér og þar í heiminum,
meðal annars hér á landi, hafi menn
haft misjafnar skoðanir á samkomu-
laginu sem nú liggur fyrir hefur
andstaðan hvergi verið eins mikil
og í Frakklandi. Franskir bændur
hafa gripið til mjög harðra aðgerða
gegn samkomulaginu. Auk hefð-
bundinna mótmæla hafa þeir ráðist
á útibú bandarískra fyrirtækja í
Frakklandi og gengið berserksgang
fyrir utan höfuðstöðvar Evrópu-
þingsins í Strassborg. Franska ríkis-
stjómin hefur látið undan kröfum
bændanna og krefst þess að Evrópu-
bandalagið hafni samkomulaginu.
Margt bendir líka til að andstaða
við GATT sé að aukast víðar í Evr-
ópubandalaginu og mætti til að
mynda sex þúsund manna þýsk
sendinefnd til að taka þátt í mót-
mælunum í Strassborg á mánudag.
Formlega setja Frakkar það fyrir
sig að þær aðgerðir sem felast í
.málamiðlun EB og Bandaríkja-
stjómar, fyrst og fremst sú ákvörð-
un að minnka niðurgreiðslur í land-
búnaði um 21%, gangi mun lengra
en þær breytingar sem samþykktar
vom í maí á sameiginlegri landbún-
aðarstefnu bandalagsins. Breyting-
amar þá vora ekki síst gerðar til
að liðka fyrir GATT-samkomulagi
og áttu að mynda hinn formlega
umboðsramma framkvæmdastjórn-
arinnar sem fer með samningamálin
fýrir hönd bandalagsins í GATT-
samningunum.
Ef Frakkar ætla að koma í veg
fyrir að GATT-samkomulagið taki
gildi, standa þeim tveir kostir til
boða. í fyrsta lagi geta þeir reynt
að fá fleiri aðildarríki til að mynda
bandalag með sér gegn samkomu-
laginu og í öðra lagi geta þeir beitt
neitunarvaldi, líkt og franska þingið
hefur veitt stjóminni h'eimild til.
Það má telja fremur ólíklegt að
Frakkar beiti neitunarvaldi, jafnvel
þó að þeir fái ekki önnur ríki í iið
með sér. Neitunarvaldinu yrði að
beita á ráðherraráðsfundi í EB og,
þá þegar GATT-samkomulagið
verður borið upp í heild sinni til
atkvæða. Það ber að hafa hugfast
að minnihlutastjórn sósialista í
Frakklandi er mjög veik fyrir. Hvert
hneykslismálið á fætur öðru hefur
grafið undan trausti í garð hennar
og sýna kannanir að jafnt ríkis-
stjómin, sem Francois Mitterrand
Frakklandsforseti, eiga undir högg
að sækja. Allt bendir til að stjómin
bíði mikinn ósigur þegar gengið
verður til þingkosninga þar í landi
í febrúar á næsta ári. Það síðasta
sem Pierre Bérégovoy, forsætisráð-
herra Frakklands, hefur þörf fyrir
er að fá jafn sterkan þrýstihóp og
bændur upp á móti sér.
Því miður veltur hins vegar meira
á afstöðu Frakka en afdrif sósíalista
í stjórn landsins. Efnahagslíf heims-
ins hefur verið í miklum öldudal á
síðustu misseram og bendir fátt til
að ástandið fari batnandi á næst-
unni. Helsta vonin sem menn hafa
getað bundið trúss sitt við er GATT-
samkomulag. Þó um fátt annað
hafí verið rætt opinberlega en land-
búnaðarkaflann er með þessu sam-
komulagi verið að auðvelda alþjóða-
viðskipti með fjölmarga aðra vöra-
flokka. Er talið að árlega muni
GATT-samningur þýða aukin við-
skipti í heiminum fyrir allt að 200
milljarða Bandaríkjadollara árlega.
Slík vítamínsprauta gæti orðið til .
að hleypa þeim krafti í efnahagslíf-
ið sem svo sárt er saknað. Það er
því mikill ábyrgðarhluti að fella
þetta samkomulag vegna ágreinings
um niðurgreiðslur í landbúnaði.
Þrátt fyrir að landbúnaður eigi
sér mjög ríka hefð í Frakklandi er
hann einungis um 6% þjóðarfram-
leiðslunnar þar í landi, eða svipað
og t.d. í iðnríkinu Þýskalandi.
Frakkar eiga því jafn mikið undir
GATT-samkomulagi og önnur ríki.
Það sem vakir fyrir ríkisstjórninni
er því líklega fyrst og fremst að
vinna tíma fram yfir kosningar.
Hæstiréttur um bráðabirgðalög á BHMR 1990
Skorti á að farið væri
eftir jafnræðisregluimi
31
HÆSTIRÉTTUR ákvað í gær að félaga í Bandalagi háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna bæri greiðslur 4,5% launahækkunar sem samið var
um 1989. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar felldi hækkunina úr
gildi með bráðabirgðalögum í ágústbyrjun 1990 og höfðað var mál
af hálfu ríkisstarfsmanns í Félagi islenskra náttúrufræðinga, eins
aðildarfélags BHMR, til að láta reyna á lögmæti þessa. í Borgardómi
var ríkið sýknað og ekki talið að brotið væri gegn ákvæðum stjórnar-
skrárinnar. Hæstiréttur klofnaði, meirihlutinn dæmdi ríkið til að borga
4,5% hækkun frá september 1990 til febrúar 1991 að frádregnum
hækkunum sem bráðabirgðalögin kveða á um. Dómurinn vísaði ekki
í einstakar greinar stjórnarskrárinnar en taldi að 5. grein bráðabirgða-
laganna um BHMR færi gegn grundvallarreglu íslenskra laga um jafn-
rétti. Minnihluti Hæstaréttar vildi staðfesta niðurstöðu héraðsdóms
og taldi jafnréttisregluna ekki brotna.
Svokölluð samflotsfélög BHMR
gerðu kjarasamning við fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs í maí
1989 eftir sex vikna verkfall. Daginn
eftir sömdu önnur aðildarfélög
BHMR um sömu býti við ráðherr-
ann. Fyrsta grein samningsins kvað
á um að endurskoða skyldi launa-
kerfi háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna, með það að markmiði að
þeir nytu sambærilegra kjara við
menn í einkageiranum með svipaða
menntun og í hliðstæðum störfum.
Stofnuð var kjarasamanburðarnefnd
til þess arna og sagt í 5. grein samn-
ingsins að lægi ekki fyrir lokaálit
1. júlí 1990 skyldi greitt upp í vænt-
anlega hækkun þannig að menn
færðust að jafnaði upp um einn og
hálfan launaflokk eða 4,5%.
Félagsdómur um 4,5% hækkun
Nefndin hafði ekki lokið störfum
á tilsettum tíma og um miðjan júní
1990 tilkynnti ríkisstjórnin leiðtog-
um BHMR þá ákvörðun að greiða
ekki hækkunina sem 5. grein fjallar
um. Þetta taldi BHMR ólögmætt og
stefndi Ólafi Ragnari Grímssyni þá-
verandi fjármálaráðherra fyrir Fé-
lagsdóm. Dómurinn tók kröfu banda-
lagsins til greina og ákvað seint í
júlí að frá byijun mánaðarins skyldi
borga BHMR fólki 4,5% kauphækk-
un. Þá hófust árangurslausar samn-
ingsumleitanir stjórnvalda og BHMR
manna. Þann 3. ágúst voru svo sett
bráðabirgðalög sem þegar tóku gildi
um það meðal annars að fella brott
5. grein samningsins við BHMR og
þá 15. um að laun bandalagsfólks
fýlgi almennum hækkunum.
Bráðabirgðalögin
í formála að lögunum segir að
eftir ákvarðanir Vinnuveitendasam-
bands íslands og Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna um að
greiða sínum félagsmönnum sömu
hækkun og BHMR fólk fái, og þar
sem samningaviðræður hafi engan
ávöxt borið, beri brýna nauðsyn til
að grípa inn í. Koma verði í veg
fyrir víxlhækkanir Iauna og verðlags
og treysta efnahagsleg markmið sem
aðilar vinnumarkaðar og ríkisstjóm
hafi náð saman um.
í bráðbirgðaíogunum segir að laun
skuli hækka um 2% 1. desember
1990, um 2,5% 1. mars og um 2%
1. júlí 1991. Þá era ákvæði BHMR
samningsins um launahækkanir felld
úr gildi og sagt að samningurinn
gildi með breytingum laganna fram
í september 1991.
Málshöfðun
Félagi í Félagi íslenskra náttúru-
fræðinga höfðaði mál vegna bráða-
birgðalaganna fyrir Borgardómi í
október 1990 og krafðist launa-
hækkunar samkvæmt samningi frá
septemberbyijun. Fyrir dóminn
komu forsætisráðherra og forystu-
menn aðila vinnumarkaðarins og
lögð vora fram ýmis gögn. Ríkið
tefldi fram minnisblaði fjármála-
ráðuneytis um líklega víxlverkun
launa og verðlags í kjölfar 4,5%
hækkunar BHMR og útreikningum
Þjóðhagsstofnunar um hugsanlega
verðbólguþróun yrðu bráðbirgðalög-
in felld úr gildi. BHMR lagði fram
rannsókn Hagfræðistofnunar Há-
skólans um hverfandi áhrif hækkun-
arinnar og skýrslu hagfræðideildar
Seðlabankans um að skynsamleg
túlkun kjarasamninga ASI/VSÍ feli
ekki í sér vá óðaverðbólgu.
Aðalrökin
BHMR benti í upphafi málflutn-
ings í héraði á það meginmarkmið
samninganna að færa kjör félags-
manna til samræmis við kjör sam-
bærilegra starfsmanna í einkageir-
anum. Ríkið svaraði með að segja
bráðabirgðalögin sett til verndar
þjóðarsátt og gegn verðbólgu. Af
hálfu stefnanda, félaga í BHMR, var
því haldið fram að ríkisstjómin hefði
með bráðabirgðalögunum brotið
gegn 2., 28., 67. og 73. greinum
stjórnarskrárinnar. Héraðsdómur
taldi að svo væri ekki og staðfesti
minnihluti Hæstaréttar þá niður-
stöðu með rökum sem sagt verður
frá hér á eftir. Fjármálaráðherra var
sýknaður af kröfu náttúrafræðings-
ins í héraði.
Umfjöllun Hæstaréttar
Hæstiréttur breytti þessari
ákvörðun í gær en fjallaði ekki um
fyrrnefnd ákvæði stjórnarskrárinn-
ar. í upphafi dóms réttarins er getið
um þjóðarsáttarsamningana svo-
nefndu milli ASÍ og VSÍ og síðar
fleiri aðila um 9,5% launahækkun í
fímm skrefum frá febrúar 1990 til
september 1991. Félagsmenn
BHMR, um 3% allra launamanna,
áttu ekki hlut að þessum samningum
enda bundnir af gildandi samningi.
Gerð er grein fyrir endurskoðun-
arákvæðum samnings BHMR við rík-
ið og getið um niðurstöðu Félags-
dóms á grandvelli þeirra um að
greiða 4,5% hækkun frá 1. júlí. Þá
segir meirihluti Hæstaréttar að
harkaleg viðbrögð hafi orðið við nið-
urstöðunni, aðilar þjóðarsáttarsamn-
inga hafi krafist sömu hækkunar til
harida félagsmönnum sínum með vís-
un til þeirrar forsendu sáttarinnar
að launaþróun þeirra yrði sú sama
og annarra.
Kristín Guðmundsdóttir formaður sjúkraliða
Ahugamálin víkja
fyrir félagsmálum
KRISTÍN Guðmundsdóttir for-
maður Sjúkraliðafélags íslands
hefur verið mjög í sviðsljósinu
undanfarna daga sökum aðgerða
félagskvenna í kjarabaráttu sinni.
í gær mættu sjúkraliðar til starfa
eftir tveggja sólarhringa aðgerð-
ir. Kristín mætti hins vegar á
samningafundi hjá sáttasenyara
ásamt viðsemjendum klukkan 14
í gær og stóð fundurinn enn á
miðnætti.
Kristín á ættir að rekja til ísafjarð-
ar og undir Eyjafjöll og raunar ólst
hún upp í hópi sex systkina frá 3ja
ára aldri á bænum Miðgrund undir
EyjaQöllum þar til hún flutti til
Reykjavíkur ásamt manni sínum 17
ára gömul.
Kristín er fædd í Reykjavík, dóttir
hjónanna Guðmundar Jóns Ámason-
ar frá ísafírði og Sigríðar K. Jóns-
dóttur frá Miðgrund. Er hún flutti
frá Eyjafjöllum 17 ára átti hún von
á fyrsta barni sínu og manns hennar
Diðriks ísleifssonar og fljótlega varð
Kristin
Guðmundsdóttir
hún útivinn-
andi húsmóðir
í Reykjavík,
fyrst sem
starfsstúlka á
Landspítalan-
um í hálfu
starfi. , Árið
1976 fluttu
hún og maður
hennar til Sví-
þjóðar og
bjuggu þar um
þriggja ára skeið en eftir að þau
komu heim aftur vann hún fyrst á
Hrafnistu í hálfu starfí og síðan hóf
hún sjúkraliðanám sem hún lauk
1982.
Kristín segir að fljótlega eftir að
náminu lauk hafi afskipti hennar af
félagsmálum bytjað. „Eg fékk vinnu
á skurðdeild Landspítalans og varð
brátt aðaltrúnaðarmaður spítalans
fyrir sjúkraliða," segir hún.'Fyrir sex
áram gaf Kristín kost á sér í stjóm
félagsins og endaði þá sem varafor-
maður í stjórn sem Hulda S. Ólafs-
dóttir veitti forstöðu.
„Ég ætlaði ekki að gefa kost á
mér í stjórnina á þessum tíma en
atvikin æxluðust þannig að það varð
úr,“ segjr Kristín. „Ég var í uppstill-
ingarnefnd og að sjálfsögðu ekki við
haéfí að ég gæfi kost á mér. Hinsveg-
ar gekk okkur illa að fá fólk í stjórn-
ina og lagt var hart að mér að gera
það. Eg sagði mig því úr uppstilling-
amefndinni og var kosin.“
Kristín varð síðan formaður Sjúkr-
aliðafélagsins fyrir tveimur árum.
Aðspurð um hvemig henni hafí fund-
ist að vera í sviðsljósinu undanfama
daga segir Kristín að það hafí oft
verið afskaplega þreytandi. „En á
hitt ber að líta að hafí þetta verið
félaginu til framdráttar og ég getað
kynnt málstað okkar með þessum
hætti er slíkt af hinu góða,“ segir
hún. „Ég tel að þessar aðgerðir okk-
ar hafi fyrst og fremst sýnt hina
miklu samstöðu sem er meðal sjúkr-
aliða um að bæta kjör sín.“
Hvað áhugamálin varðar segir
Kristín að þau verði að víkja fyrir
félagsmálunum. Sem stendur er hún
í hálfu starfi sem sjúkraliði á Land-
spítalanum og hálfu starfí sem for-
maður félagsins en það sé oft á tíðum
mun meira. Þau hjónin eiga þijú
böm á aldrinum 18-25 ára og aðeins
það yngsta er enn heima. „Ég hef
ávallt verið mikill náttúraunnandi og
það hefur verið mitt aðaláhugamál.
Hinsvegar hef ég ekki fundið mikinn
tíma til að sinna því á undanförnum
árum,“ segir Kristín.
Rétturinn vísar til þess álits for-
ystumanna í stjórnmálum, úr röðum
vinnuveitenda og launamanna, að
grípa yrði til bráðabirgðalaga til að
koma í veg fyrir víxlhækkanir launa
og verðlags eftir félagsdóminn.
Greint er frá því sem að framan er
rakið um bráðabirgðalögin. Sagt ’að
með þeim hafí launahækkun sem
Félagsdómur hafði dæmt samflots-
fólki verið tekin af því frá fýrsta
september og tilteknar hækkanir í
samræmi við þjóðarsáttarsamninga
látnar koma í staðinn. Þessu hafí
samflotsfélög ekki viljað una og talið
að bráðbirgðalögin brytu gegn
stjómarskránni.
„Dómstólar eiga úrskurðarvald
um hvort almenn lög samrýmist
ákvæðum stjórnarskrár og hvort þau
hafi orðið til á stjómskipulegan hátt.
Eðlisrök leiða til að hið sama gildi
um bráðbirgðalög,“ segir næst í dómi
Hæstaréttar. Síðan segir að ekkert
liggi fyrir um í hvaða mæli niður-
staða endurskoðunar, og röðunar í
launaflokka BHMR hefði leitt til
raunhækkunar á launum félags-
manna, hefði hún haft eðlilegan
framgang. Með niðurstöðu Félags-
dóms hafi ábyrgð ríkissjóðs á starfs-
lokum kjarasamanburðarnefndar
orðið virk. Laun allra hafí því hækk-
að um 4,5% og þannig greidd í júlí
og ágúst. Hækkunin sem viðurkennd
hafí verið með dómi hafí komið til á
sérstakan hátt og ekki byggst á 15.
grein kjarasamningsins um almenn-
ar hækkanir. Ekkert liggi heldur
fyrir um að aðilar þjóðarsáttarsamn-
inga hafi ekki getað fengið launa-
hækkanir á gildistíma þeirra með
tilfærslum milli flokka.
Að þessu athuguðu fær Hæstirétt-
ur ekki séð að aðrir hafi, samkvæmt
almennu ákvæði þjóðarsáttar um
forsendur hennar, átt rétt til al-
mennrar hækkunar á grunni ákvörð-
unar Félagsdóms. Bent er á hve lít-
ill hluti launamanna sé í BHMR og
sagt að félagsmenn samflotsfélag-
anna hafí þurft að þola skerðingu á
áunnum réttindum sem félagar ann-
arra stéttarfélaga hafí ekki þurft að
þola.
Jafnræðisreglan brotin
Rétturinn segir álit Hagfræði-
stofnunar um óveraleg áhrif 4,5%
hækkunar til BHMR félaga einna
óhrakið. Samflotsfélög BHMR hafi
haft sama rétt og skyldur og önnur
stéttarfélög í kjarasamningum. Lög-
gjafinn hafí ríkan rétt haft til að
standa vörð um efnahagsmarkmið
ríkisstjórnar og aðila vinnumarkað-
ar.
Síðan segir orðrétt í dómi Hæsta-
réttar: „Hins vegar verður að haga
almennri lagasetningu í samræmi við
þá jafnræðisreglu sem hér á við og
víða er byggt á í stjórnarskrá ís-
lands, meðal annars í ákvæðum
hennar um álÖgur á þegnana' og
skerðingu réttinda þeirra ef til þess
þarf að koma. Þegar ríkjandi aðstæð-
ur við setningu bráðabirgðalaganna
eru metnar í heild þykir á það hafa
skort að þessi regla hafí verið virt
og urðu þau því ekki skuldbindandi
gagnvart áfrýjanda að því er varðaði
þá 4,5% launahækkun sem hún hafði
þá þegar öðlast."
Tilgangur laganna girti fyrir
framtíðarhækkanir
Vegna tilgangs bráðbirgðalag-
anna, að koma í veg fyrir víxlhækk-
anir og verðbólgu, segir Hæstiréttur
félagsmanninn í BHMR hafa þurft
að sætta sig við að girt væri fyrir
almennar framtíðarhækkanir sam-
kvæmt 15. grein samningsins. Setn-
ingu bráðabirgðalaganna er í Hæsta-
rétti jafnað til uppsagnar samnings-
ins með gildi frá 1. nóvember. Því
fellst rétturinn á að BHMR fólk hafí
þurft að sætta sig við hækkanir sam-
kvæmt lögunum á móti þegar feng-
inni hækkun, jafnóðum og þær féllu
til eftir 1. nóvember 1990.
Niðurstaða málsins er því sú að
fallist var á kröfu BHMR um 4,5%
hækkun á laun félagsmannsins í
september, október, nóvember, des-
ember og janúar, að frádregnum
hækkunum sem þegar hefðu verið
greiddar. Þar var um að ræða 2,5%
hækkun í desemberbyrjun. Við
hækkanir þessar, að upphæð 22.600
krónur í tilviki félagsmannsins sem
málið höfðaði, leggjast dráttarvextir
til greiðsludags. Málskostnaður
dæmdist á ríkissjóð.
Minnihlutinn vildi sýkna
ríkissjóð
Minnihluti Hæstaréttar lýsti þeirri
skoðun að kröfur BHMR styddust
ekki við stjórnarskrána. Var 2. grein
stjómarskrárinnar ekki talin útiloka
almenna lagasetningu um kjör fé-
lagsmanna BHMR eftir 1. september
1990. Talið var að löggjafarvaldið
væri ekki með bráðabirgðalögunum
að færa sig inn á svið dómsvaldsins
eftir þann dag. Minnihlutinn taldi
að 28. grein stjórnarskrárinnar um
að brýna nauðsyn þurfi að bera til
setningar bráðabirgðalaga hefði ekki
verið brotin. Minnihlutinn tók ekki
afstöðu til þess hvort krafan í málinu
væri eign í skilningi 67. greinar
stjómarskrárinnar. Þó var bent á í.
sératkvæðinu að í bráðabirgðalögun-
um hefði falist almenn takmörkun
eignarréttar ef svo væri. Brytu lögin
því ekki gegn þessari grein. Loks
taldi minnihluti réttarins að 73. grein
stjórnarskrárinnar um félagafrelsi
ætti ekki við í málinu.
Jafnréttisregla íslensks réttar
kemur næst til umfjöllunar minni-
hlutans. Talið er að jafnrétti sem lög
vernda megi afmarka með hliðsjón
af þeim hagsmunum sem í húfí eru,
tilgangi mismununar og rökum fyrir
henni og því hversu mikil mismunun-
in er. Niðurstaða minnihlutans er að
ekki hafi verið um ólögmæta mis-
munun að ræða.
Mál BHMR dæmdu hæstaréttar-
dómaramir Guðrún Erlendsdóttir,
Hjörtur Torfason og Hrafn Braga-
son, Freyr Ófeigsson dómstjóri og
Stefán Már Stefánsson prófessor. I
minnihluta voru Þór Vilhjálmsson
hæstaréttardómari og Sveinn
Snorrason hæstaréttarlögmaður.
Málið sótti Viðar Már Matthíason
hæstaréttarlögmaður fyrir hönd
áfrýjanda en fyrir ríkissjóð flutti
málið Gunnlaugur Claessen ríkislög-
maður.
Niðurstaðan veldur
ekki keðjuverkun
- segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
„ÖÐRUM kjarasamningum er ekki stefnt í hættu, niðurstaða Hæstarétt-
ar veldur ekki keðjuverkun," segir Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra. „Þótt meirihluti réttarins fallist á rétt BHMR fólks til 4,5% launa-
hækkunar koma lögbundnar hækkanir til frádráttar." Friðrik segir það
fara eftir túlkun á niðurstöðu Hæstaréttar hvort háskólamenntaðir ríkis-
starfsmenn hljóti bráðlega greiðslur frá september 1990 fram til febr-
úar árið eftir eða til marsmánaðar. Þann fyrsta mars hækkuðu Iaun
um 2,2% og auk desemberhækkunar var komið yfir þau 4,5% sem ekki
var heimilt að taka af háskólamönnum.
Friðrik segir að um 3.200 manns
í aðildarfélögum BHMR hafí starfað
hjá ríkinu á þessum tíma. Því megi
giska á að ríkið þurfí á næstu dögum
eða vikum að borga þessu fólki milli
100 og 150 milljónir króna alls. Gera
megi ráð fyrir að hver og einn fái
fímmtung mánaðarlauna sinna í um-
slagi frá fjármálaráðuneytinu þegar
útreikningi lýkur að viðbættum drátt-
arvöxtum. Þetta þýðir að sögn ráð-
herrans 4,5% ofan á laun september-
mánaðar 1990, 4,77% á laun október
og nóvember, 2,22% eftir lögbundna
hækkun í desember, janúar og jafn-
vel febrúar.
„Hér era menn byijaðir að reikna
og það getur tekið einhveija daga eða
vikur,“ segir Friðrik. „Eftir stendur
að ríkisstjómin gat sett bráðabirgða-
lögin, einungis ákvæði þeirra um
BHMR eru talin brot á grundvallar-
reglu um jafnrétti. Þau verða þess
vegna leiðrétt, en það er túlkunaratr-
iði sem ekki hefur verið tekin afstaða
til í ráðuneytinu hvort leiðréttingin
taki til fimm eða sex mánaða."
Opnað fyrir að kjarasamn-
ingnrinn sé kominn í gildi
- að sögn Páls Halldórssonar formanns BHMF,
Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna segist hvorki telja dóm Hæstaréttar sérstakan sigur né ósigur
fyrir BHMR. Hins vegar virðist með dómnum vera opnað fyrir, að kjara-
samningur BHMR og ríkisins sé aftur kominn í gildi.
„Það er gott að héraðsdómnum er
hrandið og það er einnig jákvætt áð
í dómnum eru löggjafanum settar
ákveðnar skorður um lagasetningu.
Loks tel ég að dómurinn opni ákveðna
möguleika á að nýta ákveðnar grein-
ar frá kjarasamningi BHMR og ríkis-
ins, þannig að því leyti til er þarna
um ákveðinn sigur að ræða. Þetta er
hins vegar ekki skýr dómur, og það
er slæmt ef menn þurfa að lenda í
átökum út af því hvemig eigi að túlka
dóma,“ sagði Páll.
Hann sagði, að dómurinn tæki ekki
á málsástæðum sem uppi hefðu verið,
svo sem hvort bráðabirgðalögin brytu
í bága við stjórnarskrá, heldur væri
aðeins fjallað um jafnræðisreglu. „En
það er ljóst að dómurinn telur að við
setningu bráðabirgðalaganna hafí
verið gengið of langt. Það er einnig
merkilegt hvað dæmdur er hár máls-
kostnaður á ríkið sem gefur til kynna
að dómurinn telji það vera í vondum
málum.
Það sem hins vegar kemur á móti
er að þeir taka áhrif 15. greinar kja-
rasamningsins út [sem fjallar um að
aðilar geti krafíst breytinga á samn-
ingi yrðu almennar hækkanir á launa-
kjöram annarra Iaunþega], a.m.k.
meðan á þjóðarsáttartímabilinu
stendur. Það þýðir hins vegar ekki
að greinin gildi ekki núna. Þeir segja
einnig að líta megi á setningu bráða-
birgðalaganna sem uppsögn á sarni^-
ingi. Þegar þetta tvennt er skoðað’í
ljósi 12. greinar samningsréttarlaga
um að farið skuli eftir samningi, sem
fallinn er úr gildi, þar til nýr hafi
verið gerðir, þá held ég að þetta gefí
til kynna að þessar greinar samnings-
ins hafí vaknað aftur til lífsins," sagði
Páll.
En félagar í BHMR hafa ekki feng-
ið launahækkanir sem fólust í al-
mennu kjarasamningunum sem gerð-
ir voru sl. vetur. Þar er um að ræða
1,7% launahækkun og orlofsuppbót.
Páll sagði aðspurður, að í dómnum
kæmi skýrt fram að ríkisstjórnin, sem
setti bráðabirgðalögin, hefði farið út
fyrir sínar heimildir. „Við höfum túlk-
að bráðabirgðalögin sem valdníðslu
og þessi dómur staðfestir það éflf.i
frekar," sagði Páll Halldórsson.
Rannsóknatengt framhalds-
nám við Háskóla íslands
eftirHelga
Valdimarsson
Flestar deildir Háskóla íslands
eru að byggja upp framhaldsnám,
sem hefur það markmið að þjálfa
stúdenta til sjálfstæðra vísinda- og
nýsköpunarstarfa. Svona nám gerir
kröfu um nána samvinnu stúdents
og kennara, stúdentinn þarf að læra
að leysa rannsóknarviðfangsefni í
samvinnu við kennara.
Veralegur hluti af vísindafram-
lagi kennara við erlenda háskóla
tengist handleiðslu stúdenta í rann-
sóknatengdu íramhaldsnámi. Oft
starfa kennari og sérfræðingur
saman að leiðbeiningu stúdents í
slíku námi. Háskóli íslands hefur
til þessa haft litla burði til að ann-
ast þjálfun stúdenta í rannsókna-
tengdu framhaldsnámi. Flestir vís-
indamenn sem starfa á íslandi hafa
því þurft að leita til erlendra há-
skóla til þess að afla sér menntunar
og reynslu til vísindastarfa. Þeir
útheijar sem snúa heim hafa gjarn-
an notið þjálfunar við mjög góðar
erlendar vísindastofnanir, og Há-
skóli íslands er þar af leiðandi lík-
lega alþjóðlegri stofnun en margir
mun stærri háskólar í nágranna-
löndunum.
Á hinn bóginn verður ekki séð
hvernig Háskóli íslands getur á full-
nægjandi hátt gegnt hlutverki sínu
sem miðstöð nýsköpunar fyrir ís-
lenskt þjóðfélag meðan hann skortir
þær starfseiningar sem eru megin-
uppspretta nýrrar þekkingar í há-
skólum, þ.e. nemendur sem vinna
að rannsóknaverkefnum undir
handleiðslu kennara. Þess vegna
hefur nú verið mörkuð sú stefna
að byggja upp og efla slíkt nám við
Háskóla íslands án þess þó að draga
úr samvinnu íslendinga við erlendar
vísindastofnanir að þessu leyti. Það
rannsóknatengda framhaldsnám,
sem byggja á upp við háskólann
verður því að einhveiju leyti viðbót
við þá þjálfun sem íslendingar fá í
dag til nýsköpunar- og þróunar-
„Enginn vafi er á því að
rannsóknatengt fram-
haldsnám við Háskóla
Islands mun auka ný-
sköpunarvirkni í þjóðfé-
laginu, og jafnframt
mun það stuðla að því
að verandi vísindamenn
takist á við þau við-
fangsefni sem brýnt er
að leysa hérlendis.“
starfa. Jafnframt er líklegt að rann-
sóknatengt nám við Háskóla íslands
verði til þess að efla tengsl skólans
við erlendar vísindastofnanir og
gera þau markvissari.
Enginn vafi er á því að rann-
sóknatengt framhaldsnám við Há-
skóla íslands’mun auka nýsköpun-
arvirkni í þjóðfélaginu, og jafnframt
mun það stuðla að því að verandi
vísindamenn takist á við þau við-
fangsefni sem brýnt er að leysa
hérlendis. Einnig er líklegt að ís-
lenskir rannsóknamenn, sem hefja
feril sinn með því að vinna að við-
fangsefnum sem við blasa hérlend-
is, muni L mörgum tilvikum geta
haldið áfram að vinna að sömu eða
hliðstæðum verkefnum, þegar þeir
halda áfram námi við erlendar
stofnanir.
Síðast en ekki síst er uppbygging
á rannsóknatengdu framhaldsnámi
líkleg til að stuðla að aukinni sam-
virkni milli Háskóla íslands og
Rannsóknastofnana atvinnuveg-
anna og tengja þar með háskólann
ennþá betur við atvinnulífið í land-
inu. Samvinnan getur annars vegar
falist í því að stúdentar í framhalds-
námi fái að njóta aðstöðu og reynslu
sem er til staðar í þessum stofnun-
um, og hins vegar kynnu einhverjir
starfsmenn stofnananna að vilja
ljúka framhaldsnámi.
' ^jláskóli íslands hefur nú markað
skýra stefnu um uppbyggingu á
Helgi Valdimarsson
framhaldsnámi til nýsköpunar-
starfa. Flestar deildir Háskólans
hafa jafnframt gert þróunar- og
kostnaðaráætlun um þetta fram-
haldsnám og háskólaráð hefur sett
um það sérstakar reglur.
Höfundur erforseti læknndeildar
og formaður vísindanefndar
Háskóla fslands.