Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 Islenskur arkitekt hlaut heiðursstyrk GUÐMUNDUR Jónsson arkitekt tók í gærkvöldi við heiðursstyrk Arkitektafélags Óslóar. Styrkurinn, sem heitir Carl Michael Egers Legat, er sá stærsti sem Arkitektafélagið veitir og mestur heiður þykir að. Guðmundur Jónsson er nýkominn frá Grænlandi þar sem hann dæmdi um teikningar að Norrænu húsi í höfuðborginni Nuuk. Ár hvert veitir Arkitektafélag Óslóar nokkra styrki til arkitekta. Yfírleitt er heiðursstyrkurinn veitt- ur öldruðum arkitektum sem viður- kenning fyrir langt og farsælt starf. Guðmundur er í hópi hinna yngstu sem styrkinn hafa hlotið og útlend- ingur að auki. Hann hyggst nota Guðmundur Jónsson arkitekt hlaut heiðursstyrk Arkitektafé- lags Óslóar. - styrkinn, sem nemur 20.000 NKR, til að kynna sér japanska bygging- arlist og hvemig Japönum hefur tekist að nýta fomar hefðir í nútíma húsagerðarlist. Undanfarið hefur Guðmundur unnið að uppsetningu mikillar Nor- egssögusýningar og hefur honum boðist að setja upp tvær stórar sýn- ingar til viðbótar. Guðmundur var valinn úr hópi norrænna arkitekta sem dómari í dómnefnd um Nor- rænt hús í Nuuk. Nefndin lauk störfum um helgina og báru þrír ungir Danir, Hammer, Schmidt og Lassen, sigur úr býtum. Sjálfur hefur Guðmundur verið sigursæll og hlotið verðlaun í 28 arkitekta- samkeppnum. Lítið hefur verið byggt eftir þeim teikningum Guð- mundar sem sigrað hafa hér á landi. Á næsta ári verður væntanlega hafist handa við viðbyggingu Amts- bókasafnsins á Akureyri og Guð- mundur vonar að umræða um nýja staðsetningu fyrirhugaðs Tónlistar- húss verði til að sú framkvæmd fái byr undir báða vængi. Teikningar Guðmundar að Kjarvalssafni hafa vakið athygli fagtímarita og verður. fljótlega fjallað um þær í útbreidd- um enskum og japönskum arki- tektablöðum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis, Sigurður Líndal forseti Hins íslenska bók- menntafélags og Pétur J. Thorsteinsson höfundur verksins Utanríkisþjónusta íslands og utanríkismál, en útgáfa þess var kynnt á fréttamannafundi í gær. Pétur J. Thorsteinsson og Hið íslenska bókmenntafélag Þriggja binda ritverk um utanríkismál Islands Hugmyndum vamarliðsins um flugvöll og flugstöð við Hellu og höfn í Þorlákshöfn hafnað á sínum tíma Athugasemd við vinnubrögð Kristins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Kristjáni Þórar- inssyni, stofnvistfræðingi, sem starfar hjá LÍÚ: „í grein sem Kristinn Pétursson, fískverkandi á Bakkafírði, ritaði í Morgunblaðið 3. desember sl. og ber nafnið: Ofveiði skal það heita, notar hann í leyfísleysi og án þess að geta réttra heimilda myndir sem ég hef teiknað upp úr gögnum Al- þjóða hafrannsóknaráðsins. Myndir af þessu tagi geta verið mjög vill- andi ef ekki fylgja með útskýringar á því hvaða mælingar eru á ferð- inni og þeir fyrirvarar sem gera verður um réttmæti mælinganna, en hvort tveggja eru hlutir sem Kristinn Pétursson veit ekkert um, eins og texti hans ber ljóslega með sér. Vegna þessa vil ég taka fram að þessar myndir voru ekki ætlaðar til misnotkunar af því tagi sem Kristinn Pétursson hefur gert sig sekan um, né heldur styðja mynd- irnar eða þau gögn sem þær byggja á þær stóru fullyrðingar og hálf- sannleika sem Kristinn Pétursson viðhefur í grein sinni.“ HIÐ íslenska bókmenntafélag hefur gefið út ritið Utanríklsþjónustu íslands og utanríkismál eftir Pétur J. Thorsteinsson fyrrverandi sendi- herra. Ritið, sem er í þremur bindum, er gefið út að tilhlutan utanrík- isráðuneytisins í tilefni af 50 ára afmæli utanríkisþjónustu íslands en íslendingar tóku utanríkisþjónustuna í hendur árið 1940. Pétur J. Thorsteinsson hóf ritun sögunnar snemma árs 1988 en árið áður óskaði Matthías Á. Mathiesen þáverandi utanríkisráðherra eftir að hann tæki að sér að safna gögnum, undirbúa og rita bók um íslenska utanríkisþjónustu. í máli Péturs á fréttamannafundi í gær kom fram, að hann hefði fengið aðgang að skjölum utanríkisráðuneytisins við ritun sögunnar og þar eru birt ýmis skjöl sem ekki hafa birst áður. Þar á meðal nefndi Pétur ýmis skjöl sem tengdust varnarsamningnum árið 1951 og um vamarliðið. Til dæmis viðvíkjandi flugvelli og flugstöð sem hugmyndir voru um að byggja við Hellu á Rangárvöllum ásamt höfn í Þorlákshöfn og vegi og olíuleiðslu milli Hellu og Þorlákshafnar. Ekkert varð úr þessum framkvæmdum vegna andstöðu íslenskra stjórn- valda. Pétur sagði að sér þætti merkasti hluti sögu utanríkisþjónustunnar vera saga utanríkisviðskipta fyrsta áratuginn eftir síðari heimsstyijöld. Þau viðskipti hefðu verið á hendi hins opinbera og sú vinna sem utan- ríkisþjónustan lagði þar að mörkum hefði verið gífurleg. Þessi saga væri rakin mjög nákvæmlega í ritinu. í upphafí ritsins eru stuttir þættir um utanríkismálin fyir á öldum, allt frá gerð samnings íslendinga við Ólaf helga Noregskonung. Rakin eru Kirkjugarðar Reykjavíkur Styðja á aðstandendur en ekki fyrirtæki - segir Olafur Skúlason biskup ÁGREININGUR hefur verið um verðlagningu á útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. í kjölfar umleitana einkaað- ila í útfararþjónustu hefur Verslunarráð Islands komist að þeirri niðurstöðu að reglum um fijálsa samkeppni sé ekki fullnægt. Ekki hafi verið farið að tilmælum Verðlagsstofnunar frá því í maí síðast- liðnum, um að gjaldtöku beri að haga í samræmi við raunverulegan kostnað við útfararþjónustu, auk þess sem haldið er fram, að starf- semi sú er kirkjugarðarnir hafa stundað um árabil, samræmist ekki lögum um kirkjugarða frá 1963. Samkvæmt óskum umbjóðenda sinna, Líkkistuvinnustofu Eyvindar Ámasonar og Útfararþjónustunnar hf., hefur Verslunarráð að undan- förnu unnið að því „að allir bjóðend- ur sitji við sama borð,“ eins og seg- ir í fréttatilkynningu frá ráðinu. Meginásteytingarsteinamir eru þeir, að Verslunarráð telur að kirkjugörðunum beri að taka greiðslu í samræmi við raunveruleg- an kostnað af útfararþjónustu, og sé því ekki niðurgreidd af mörkuð- um tekjustofnum frá almennu skattfé og niðurfellingu beinna skatta, og einnig, að kirkjugörðun- um sé aðeins heimilt samkvæmt Kirkjugarðslögunum frá 1963 að niðurgreiða af opinberu fé kostnað við grafartöku og líkhús, en ekki aðra útfararþjónustu. Kemur síðar- nefnda atriðið fram ( svari dóms- og kirkjumálaráðuneytisins við fyr- irspum Verslunarráðs um túlkun laganna. Hyggur á málaferli við kirkjugarðana Að sögn Davíðs Ósvaldssonar, forstjóra Líkkistuvinnustofu Ey-. vindar Ámasonar, hefur fyrirtækið orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum skattalegs aðstöðumunar og niðurgreiðslna. „Verðmunurinn sem af þessu hefur hlotist hefur verið allt að 40 þúsundum króna,“ sagði Davíð. „Það hefur á vissan hátt verið reynt að koma mér út á kaldan klakann af ákveðnum mönn- um.“ Davíð kvaðst hyggja á málaferli vegna óréttmæíra viðskiptahátta, og mætti vænta höfðunar slíks skaðabótamáls við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma eftir nokkra mánuði. „Síðustu verð- hækkanir kirkjugarðanna eru bara dropi í hafið,“ sagði hann. Nýtt lagafrumvarp gæti jafnað ágreininginn Herra Ólafur Skúlason, biskup og æðsti yfírmaður kirkjugarðanna, sagði tilganginn með stofnun garð- anna hafa verið að stuðla að ódýrum útfömm. „Að aðstöðunni í Foss- vogi, sem og öllum öðrum kirkjum borgarinnar, líkgeymslunni og kistulagningarkapellunni, hafa allir aðilar jafnan aðgang, einkaaðilar sem og kirkjugarðarnir. Hitt er annað, að útfararþjónusta Kirkju- garða Reykjavíkur hefur ekki verið aðskilin fjárhagslega, nema hvað varðar líkkistuverkstæðið. Þá er náttúrulega óvefengjanlegt að hluti af hinum almennu kirkjugarðs- gjöldum hefur farið til að standa straum af útfararþjónustu að nokkru leyti.“ Biskup kvaðst vera þeirrar skoð- unar að útfararþjónusta eigi að vera niðurgreidd að hluta af kirkju- garðsgjöldunum. „Það á ekki að skipta nokkru máli hver annast útförina. Þetta er aðstoð við að- standendur, en ekki til að styrka einhver fyrirtæki," sagði hann. „í frumvarpi, sem hefur verið tilbúið nokkuð lengi og Þorsteinn Pálsson hefur fullan hug á að leggja fram, um greftranir, kirkjugarða, lík- brennslu og fleira, er tekið á þeim óvissuþáttum sem nú valda okkur erfiðleikum. Allir aðilar sem stunda útfararþjónustu stæðu þá jafnrétt- háir, því það eru aðstandendumir sem ættu að fá þennan stuðning." Málið er nú í höndum ráðuneytisins Guðmundur Sigurðsson, við- skiptafræðingur hjá Verðlagsstofn- un, kvað verðlagsstjóra í júní síðast- liðnum hafa verið falið að gera full- trúum kirkjugarða Reykjavíkur grein fyrir því, að óheimilt væri að nýta skatttekjur til að greiða niður kostnað við útfararþjónustu í því skyni að bæta samkeppnisstöðu. „Það hefur hins vegar hvergi komið fram af hálfu Verðlagsráðs að kirkjugörðunum sé gert að hækka verð fyrir útfararþjónustu. Þá hefur stofnunin gert grein fyrir því að fyrst verðið er hækkað má gera ráð fyrir því að aukatekjur myndist, sem landsmenn hljóta að eiga rétt á að njóta góðs af, annað hvort í formi lægri kirkjugarðsgjalda eða að fénu sé varið til annarra nota í þágu almennings," sagði Guðmund- ur. samskipti íslands við Bretland, Frakkland, Bandaríkin og Rússland á 19. öld, sögð saga landhelgismáls- ins allt frá 17. öld, saga ræðismanna er rakin frá árinu 1810, og fjallað er sérstaklega um meðferð utanrík- ismála frá 1918 til 1940 en um þann þátt utanríkismálasögu landsins hef- ur lítið verið fjallað. Á tímabilinu frá 1940 til 1971 eru raktir ítarlega mikilvægir þættir utanríkismálanna, þar á meðal varnarmál, landhelgis- mál, viðskiptamál, flugmál, norræn samvinna og þátttaka Islands í Sam- einuðu þjóðunum, Atlantshafs- bandalaginu og öðrum milliríkjasam- tökum. Ýmsir þættir utanríkismál- anna eru raktir til ársloka 1990. Á fréttamannafundinum sagði Sigurður Líndal forseti Hins íslenska bókmenntafélags að verk Péturs væri umfangsmesta fræðirit sem gefíð væri út á þessu ári. Það væri undirstöðuverk, því yfirlitsrit á borð við það hefði aldrei áður verið skrif- að um íslensku utanríkisþjónustuna. Pétur J. Thorsteinsson lét af störf- um í utanríkisþjónustuinni í desem- ber 1987 eftir nærri 44 ára embætt- isferil þar. Hann var m.a. sendiherra í Moskvu, Bonn, París og Washing- ton og ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins um tíma. Ritið Utanríkisþjónusta íslands og utanríkismál er 1.430 blaðsíður að stærð. Almennt verð er 11.850 krónur en félagsmenn Hins íslenska bókmenntafélags fá 20% afslátt. Listiðnað- arsýning í Kringlimni 12 LISTAMENN efna til listiðn- aðarsýningar í Kringlunni um helgina. Listamennirnir verða á staðnum, sýna verk sín og vinnu- brögð við listmunagerðina. Á sýningunni eru skartgripir, postulín, glermunir, leirmunir, hlut- ur úr tré, verk unnin með spjald- vefnaði og vatnslitamyndir. Sýningin, sem er sölusýning, stendur föstudag, laugardag og sunnudag. Á laugardaginn er opið í Kringlunni til kl. 18 og á sunnu- daginn er opið frá kl. 13 til 17. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.