Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992 Minnispunktar vegna með- ferðar áfengis- og ann- arra ví muefnasj úklinga eftir Tómas Helgason ogÞórarin Tyrfingsson 1. Faglegt mat okkar er, að ekki megi skerða meðferðaraðstöðu SAÁ og vímuefnaskorar geðdeildar Landspítalans frá því sem nú er. 2. Á árinu 1992 (til 10. nóvember) komu 1.865 sjúklingar til afeitrunar og meðferðar á sjúkrahúsið Vog eða í vímuefnaskor geðdeildar Land- spítalans. 3. Rúmlega 80% þessara sjúklinga komu ekki nema einu sinni til sjúkrahúsdvalar. Aðeins 2% sjúkl- inganna komu oftar en þrisvar á árinu. 4. Þeir, sem leita aðstoðar, eru mjög veikir og hafa flestir verið lengi veikir. 5. I sérstakri rannsókn, sem nú er unnið að, kemur fram, að um 75% sjúklinganna hafa aðrar geðtruflan- ir jafnframt, alvarlegastar meðal þeirra sem koma á geðdeildina. Aðeins þriðjungur sjúklinganna hefur leitað afeitrunar fimm sinnum eða oftar á ævinni og aðeins 10% hafa farið í lengri meðferð fimm sinnum eða oftar. 6. Bráðabirgðarannsóknir benda til að góður árangur hafi náðst af meðferðinni, bæði hvað varðar áfengis- og aðra vímuefnaneyslu og til að koma í veg fyrir aðra sjúk- dóma og ótímabær dauðsföll vegna drykkjusýki. Meðferðarmöguleikar Á stofnunum, sem hafa starfs- leyfi heilbrigðisráðherra, eru um 280 rúm ætluð áfengis- og öðrum vímuefnasjúklingum sérstaklega til umönnunar og meðferðar. Til afeitrunar og eiginlegrar meðferðar eru þó ekki nema 151 rúm á stofn- unum SÁÁ og á geðdeild Landspít- alans. Meðferðarrúmin hjá SÁÁ eru 120 og skiptast á milli þriggja staða, 60 eru að Vogi til afeitrunar og skammtímameðferðar í allt að tíu daga, að Staðarfelli eru 30 rúm og í Vík 30, sem ætluð eru til lengri meðferðar og endurhæfíngar, sem stendur í fjórar vikur að meðaltali. Á geðdeild Landspítalans eru sam- tals 31 rúm, 15 í byggingu deildar- innar á Landspítalalóðinni til afeitr- unar og skammtímameðferðar og 16 rúm að Vífilsstöðum til lengri meðferðar og endurhæfíngar, sem stendur í 3-6 vikur. Framhaldsmeð- ferð eftir aféitrun eða lengri með- ferð fer fram í göngudeildum. Stundum er reynt að framkvæma alla meðferðina í göngudeild, en slíkt krefst góðra féiagslegra að- stæðna, sem fæstir sjúklinganna hafa. Meðferð er tvenns konar, annars vegar afeitrun í 10 daga eða skem- ur, hins vegar lengri skipuleg með- ferð í 4-8 vikur. Sú meðferð bygg- ist hjá SÁÁ á fræðslu og hópvinnu með læknum og áfengisráðgjöfum og beinist að alkóhólismanum eða vímuefnamisnotkuninni og fer fram að Vík og Staðarfelli. Á síðastliðnu hausti var gerð sú breyting á skipulagi meðferðar geð- deildarinnar, að þeir sjúklingar, sem P legrand * rqflagnaefni tenglar, rofar o.fl. afsláttur r»; -i í;$ Hj íli Ú ; Vfk t'f rtlf tm & i tf i ii i r i r i i •Tilboflið gilclir úl (lesember! afsláttur BOSCH Halogen kastarar og luktir Lýsum upp í skammdeginu - lýsum upp fyrir jólin! BRÆÐURNIR - — — — — — — — — — Lágmúla 8-9. Sími 38820 — „Þeir sem hafa leitað meðferðar hjá SÁÁ og á áfengismeðferðar- deildum Landspítalans eru mikið veikir bæði af alkóhólisma og öðr- um geðsjúkdómum.“ strax óska lengri meðferðar, eru teknir beint inn á Vífílsstaðadeild- ina. Jafnframt þessari breytingu var meðferðarforminu þar breytt og lögð aukin áhersla á hópvinnu og fræðslu, auk einstaklingsbund- innar meðferðar geðlækna og sál- fræðinga með eða án geðlyfja, að svo miklu leyti sem þörf krefur vegna annarra geðtruflana sjúkl- inganna. Síðan þessi breyting var gerð, hefur aðsókn að deildinni stór- aukist og nýting hennar verið tæp 140% það sem af er þessu ári, þ.e. á deildinni hafa að jafnaði dvalið 22 sjúklingar á hverjum degi í stað 16, sem gert er ráð fyrir. Áður höfðu allir sjúklingar komið fyrst í afeitrun á deildina sem er staðsett á Landspítala. Hún þjónar nú bráðainnlögnum fyrir þá, sem mest eru veikir vegna vímuefnanotkunar og annarra geðsjúkdóma, og þeim sem jafnframt eru líkamlega veikir. Auk áðumefndra 31 meðferðar- rúms á geðdeild Landspítalans hef- ur gæsluvistarhælið í Gunnarsholti verið rekið sem hluti deildarinnar fyrir sjúklinga, sem hafa þurft á að halda langtímavist í vímuefna- lausu umhverfí. Þar eiga að vera rúm fyrir 30 manns, en undanfarin tæp tvö ár hefur ekki verið hægt að hafa þar nema 24-26 vegna við- gerða á húsakosti, sem staðið hafa yfír. Á geðdeild Landspítalans fer fram kennsla og þjálfun heilbrigðis- starfsmanna sem gerir sérstakar og meiri kröfur til tíma og þekking- ar starfsfólksins. Um langt árabil hefur verið tölu- verð samvinna á milli stofnana SÁÁ og geðdeildar Landspítalans, sem hefur farið vaxandi á síðustu ámm. Jafnframt hefur skapast nokkur verkaskipting á milli deildanna. Stofnanir SAÁ hafa lagt höfuð- áherslu á meðferð vegna vímuefna- notkunarinnar, en geðdeildin hefur lagt jafna áherslu á meðferð vegna vímuefnanotkunar og meðferð ann- arra geðtruflana, sem sjúklingar hafa verið haldnir. Fjöldi sjúklinga og fjöldi koma í afeitrun og meðferð Vegna tilmæla, sem komu fram á fundi okkar með fjárlaganefnd Alþingis, höfum við athugað sér- staklega hve margir hafa komið í meðferð á ámnum 1991 og 1992 og hve oft hver sjúklingur hefur komið í meðferð. Samtals leituðu 1.852 sjúklingar meðferðar í 2.466 skipti á árinu 1991 og 1.865 sjúk- lingar í 2.364 skipti á yfírstandandi ári. Samtals leituðu 3.145 sjúkling- ar meðferðar í 4.850 skipti á ámn- um 1991 og 1992. Vogur Landspítali 1 t Fjöldi dvala 1763 621 ■ 1 1 1343 372 J 2 153 75 3 25 19 4 6 9 5 2 0 6 1 1 Fjöldi sjúkl. 1530 476 Sjúklingaíjöldi sem komið hefur til afeitrunar og/eða lengri meðferðar á sjúkrahúsið Vog eða dvalardeildir vímuefnaskorar geðdeildar Land- spítalans á árinu 1992, skipt eftir fjölda dvala. Þórarinn Tyrfingsson Af 1.725 sjúklingum, sem komu aðeins einu sinni eða tvisvar á árinu 1991, hafa aðeins 286 komið aftur innan eins árs til afeitmnar eða meðferðar. Einn háttvirtra nefndarmanna sagðist hafa heyrt, að einhver hafí komið 21 sinni í meðferð á þessu ári. Við höfum engan fundið, sem leitað hefur meðferðar á geðdeild Landspítalans eða sjúkrastöðvum SÁÁ, sem komið hefur svo oft í meðferð á þessu ári. Jafnvel þótt einhver hefði komið svo oft, hefði það ekki verið merki um neins kon- ar misnotkun á meðferðaraðstöð- unni, heldur um hversu alvarlega veikur viðkomandi maður sé og að ekki hafí tekist að ráða bót á tmfl- unum hans. Á töflu 1 sést, að lang- flestir sjúklinganna hafa komið að- eins einu sinni. Enginn hefur komið oftar en sex sinnum á hvort sjúkra- húsið um sig. Vilji svo ólíklega til að það hafí verið sami maðiír, sem kom sex sinnum á bæði sjúkrahús- in, er mesti hugsanlegi komufjöldi tólf skipti á árinu. Endurteknar innlagnir sjúklinga em merki um hversu alvarlega þeir eru veikir og að ekki hafí tekist að lækna þá eða að þeir hafí veikst aftur. Þessir sjúklingar þurfa því á frekari aðstoð að halda, en ekki refsingu eða útilokun frá meðferð. Gildir ‘einu hvort um er að ræða sjúklinga með alkóhólisma, krabba- mein eða hjartasjúkdóma af völdum reykinga, gigt eða afleiðingar um- ferðarslysa vegna ógætilegs akst- urs. Þeir þarfnast meiri og betri meðferðar, sem ekki fæst nema með auknum framlögum til rann- sókna og þróunar, en ekki útilokun- ar frá meðferð eins og verða mundi, ef loka þyrfti meðferðardeildinni að Vífílsstöðum ogeinni af meðferðar- stofnunum SÁÁ. Rannsókn á áfengis- sjúklingum, sem leitað hafa meðferðar á geðdeild Landspítalans eða sjúkrahúsinu Vogi Þær bráðabirgðaathuganir, sem farið hafa fram á árangri af með- ferð vegna alkóhólisma og vímu- efnamisnotkunar hér á landi, benda til, að árangur sé ekki lakari en annars staðar gerist bestur. Hins vegar hefur ekki gefíst tækifæri fyrr en á þessu ári til að hefja kerf- isbundna hlutlausa rannsókn á árangri meðferðar. Sú rannsókn, sem nú er unnið að, hefur aðallega þríþættan tilgang: 1. Rannsókn á drykkjuvenjum alkó- hólista og áhrifum þeirra á hvenær leitað er meðferðar og tengsl drykkjuvenja við árangur meðferð- ar. 2. Rannsókn á hvaða aðrar geð- greiningar en vímuefnafíkn sjúkl- ingamir hafa. 3. Þýðingu annarra geðgreininga fyrir árangur meðferðar. Til þátttöku í rannsókninni var boðið um 120 sjúklingum, sem fyrst komu á árinu á afeitrunardeild geð- deildarinnar, og jafnmörgum sem fyrst komu á meðferðardeildina að Vífilsstöðum. Á sjúkrahús SÁÁ að Vogi var tekið úrtak eftir slembi- tölum þar til náð var álíka miklum fjölda sjúklinga. Þetta úrták, sem er nálægt ‘/6 hluta sjúklinganna, sem komu á sjúkrahúsið á tímabil- inu, á að sýna nokkuð rétta mynd af hópnum, sem þangað kom. í þessari rannsókn fengust einnig upplýsingar frá sjúklingum um hve Tómas Helgason oft á ævinni þeir hefðu farið í afeitr- un eða skylda meðferð, 10 daga eða skemur, og hve oft þeir hefðu farið í lengri meðferð, í 3-6 vikur. Tæp 10% þessara 360 sjúklinga voru að koma í fyrsta sinn á ævinni, en tæp 18% hafa leitað afeitrunar tíu sinnum eða oftar. Sjúklingar, sem eru að koma í 1.-3. sinn til afeitrunar, telja sig hafa fundið til fyrstu einkenna áfengissýkinnar að meðaltáli 12-13 árum fyrir komuna á þessu ári. Helmingur alls sjúkl- ingahópsins telur sig hafa átt við áfengissýki að stríða í meira en 15 ár. A hinn bóginn kom í ljós, að tæp 40% sjúklinganna hafa aldrei farið í lengri meðferð (3-4 vikur), og aðeins 10% hafa farið fímm sinnum eða oftar í slíka meðferð. Rúmlega 75% sjúklinganna hafa eða hafa haft aðrar geðtruflanir auk alkóhólismans, alvarlegastar hjá sjúklingum sem komu á aðra hvora deild vímuefnaskorar geðdeildar Landspítalans. Innan við tvö pró- sent sjúklinganna höfðu eingöngu notað önnur vímuefni en áfengi. Lokaorð Af því sem hér hefur verið sagt ætti að vera ljóst, að þeir sem hafa leitað meðferðar hjá SÁÁ og á áfengismeðferðardeildum Landspít- alans eru mikið veikir bæði af alkó- hólisma og öðrum geðsjúkdómum. Flestir eru búnir að hafa einkenni um alkóhólisma í mörg ár áður en þeir koma í afeitrun eða lengri meðferð. Meiri hluti sjúklinganna kemur aðeins til afeitrunar og skammtímameðferðar, sem er lífs- nauðsynleg, en í mörgum tilvikum ófullnægjandi til að ná bata. í þeim hópi, sem leita oftar meðferðar, eru margir með aðrar alvarlegar geð- truflanir sem þurfa á umfangsmik- illi geðlæknisaðstoð að halda, auk meðferðar vegna fíknarinnar. Tæp 40% þeirra, sem komu til afeitrunar og/eða í lengri meðferð á fyrri hluta þessa á'rs, höfðu aldrei farið í lengri meðferð, 3-6 vikna, vegna alkóhólisma. Þetta bendir til að skortur sé á slíkri meðferðarað- stöðu. Aðeins 10% sjúklinganna höfðu farið oftar en fjórum sinnum í slíka meðferð á ævinni. Það bend- ir til gagnsemi meðferðarinnar og/eða þess, að þeir sem ekki nái bata fljótlega, komist ekki til frek- ari meðferðar. Af framanskráðu ætti að vera ljóst, að síst eru of mörg rúm til meðferðar alkóhólista og annarra vímuefnasjúklinga á landinu, og að meiri hluti þeirra er jafnframt með aðra geðkvilla. Verði meðferðarað- staðan minnkuð, eykst álagið á aðra og dýrári þjónustuþætti, fjöldi „geðfatlaðra í reiðileysi" eykst og lífslíkur sjúklinganna minnka. í greinargerð stjórnarnefndar Ríkisspítalanna til íjárlaganefndar Alþingis segir, að á fundi nefndar- innar með heilbrigðisráðherra þann 29. október 1992 hafi komið fram, að ekkert faglegt mat liggi til grundvallar fyrirhuguðum breyt- ingum á þjónustu við vímuefna- sjúklinga. Það er hins vegar faglegt mat okkar á grundvelli áratuga reynslu og þess sem hér hefur ver- ið sagt, að ekki beri að ráðast í þessar breytingar. Tómas Helgason er prófessor og forstöðulæknir geðdeildar Landspítalans, ogÞórarinn Tyrfingsson er formaður SÁÁ og yfirlæknir sjúkrahúss SÁÁ að Vogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.