Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992"
ipr
Ur veiðifórum
Kristjáns Gíslasonar
__________Bækur_____________
Steinar J. Lúðvíksson
Og áin niðar
Höfundur: Kristján Gíslason
Útgefandi: Forlagið 1992
218 bls.
Stangaveiði er endalaus upp-
spretta frásagna. Hjá veiðimönnum
er frásagnarefnið óþijótandi og
áheyrendur geta látið sér það lynda
að hlýða jáfnvel á sömu veiðisöguna
aftur og aftur því alltaf er hún sögð
með nýjum blæbrigðum eða þá að
stundin og stemmningin eru öðru-
vísi en þegar sagan var sögð síðast.
Jafnvel minnstu atvik og þau sem
sýnast harla ómerkileg í augum
þeirra er ekki stunda veiðiskap,
geta.orðið kveikja að óborganlegri
sögu. Það heyrist studnum að veiði-
menn séu manna lygnastir og sjálf-
sagt er það rétt að veiðisögur eru
oft færðar í stílinn, þótt ekki sé
nema til þess eins að gera þær
skemmtilegri. En hitt held ég að sé
þó sanni nær að velflestir þeirra,
sem stunda veiðiskap, að einhveiju
ráði, hafí lent í margvíslegum ævin-
týrum sem þeir einir skilja sem eiga
sama áhugamál og hafa upplifað
það sem gerist á bökkum veiðiáa
eða vatna.
Með bókinni „Og áin niðar“ leiðir
Kristján Gíslason, sem er í hópi
kunnustu veiðmanna landsins og
einn fremsti fluguhnýtarinn hér-
lendis, áhugafólk um veiðilendur
sínar og opnar þeim sýn í veiðiævin-
týri þau sem hann hefur upplifað.
Þetta er önnur bók Kristjáns um
stangaveiði og er hún eins upp
byggð og hin fyrri. Hann lætur les-
endur hlýða á rabb sitt við ónafn-
greindan frænda sinn sem hann er
að leiða um þá leyndardómsfullu
stigu sem stangveiðin er. Og rétt
eins og frændinn fylgja lesendurnir
Kristjáni þögulir og njóta frásagna
hans og leiðsagnar því viða kemur
Kristján við í bókinni. í aðfaraorðum
sínum segist hann raunar ekki hafa
lent í mörgum ævintýrum í veiði-
skapnum en bendir réttilega á að
fleira sé matur en feitt ket, það
þurfí ekki stórkarlalegar mannraun-
ir til þess að veiðimenn taki til
máls og deili upplifun sinni með
öðrum.
Kristján segir í bók sinni að hann
hafi stundað veiðiskap í hartnær
fímmtíu ár. Hann man því tvenna
tíma og kemur það glögglega fram
í bókinni. Er greinilegt að Kristján
saknar hins liðna þegar veiðmenn
gátu verið meira út af fyrir sig og
voru ekki ofurseldir kapphlaupi um
veiðistaði og veiðileyfi, gátu jafnvel
brugðið sér heim á sveitabæi og
spurt hvort þeir mættu ekki renna.
Nú er það aumur veiðstaður sem
ekki er barinn frá morgni til kvöids
allt veiðitímabilið og samkeppni
milli veiðimanna um veiðistaðina er
óneitanlega orðin töluverð. Segir
Kristján raunar frá slíkum slag í
bók sinni þegar hann og félagi hans
urðu að láta í minni pokann fyrir
fjórhjólavæddum veiðiköppum við
Elliðaárnar. Framkomu á borð við
þá, sem þar er lýst, kallar Kristján
umgengnishelti og er það réttnefni.
Athyglisverð er einnig sú kenning,
sem Kristján drepur á í bókinni, að
hin gífurlega ásókn hafí orðið til
þess að menn freistist til þess að
minnka og minnka þær flugur sem
þeir nota við veiðiskapinn. Sjálfsagt
hafa margir velt því fyrir sér hvern-
ig á þvi standi að fiskarnir séu
hættir að taka eins stórar flugur
og oftast var veitt á hér á árum
áður og er þessi skýring Kristjáns
raunar mjög sennileg.
Því er ekki að neita að bók Krist-
jáns Gíslasonar er misjöfn að gæð-
um. Þegar honum tekst best upp
hafa frásagnir hans yfir sér ljóð-
rænt yfirbragð og af þeim speglast
virðing fyrir náttúrunni, umhverfinu
og veiðiskapnum og minna þær þá
stundum á frásagnir hins kunna
veiðimanns og rithöfundar, Bjöms
Blöndals, sem skildi eftir sig mikið
ritað mál um veiðiskap. Hugleiðing-
ar Kristjáns um umgengni á veiði-
slóðum og atferli bæði fiska og
manna eru líka hinar skemmtileg-
ustu og vel fram settar. Af þeim
geta veiðimenn örugglega dregið
lærdóm. Þá lætur Kristjáni einnig
vel að gera góðlátlegt grín að eigin
veiðiskap. Má sem dæmi nefna kafla
sem heitir „Maddama Karolína" en
þar segir höfundur m.a. frá veiði-
skap sínum í Laxá í Kjós og þegar
Krislján Gíslason
hann setti í beljuhala í afturkastinu.
Það er sennilega besti kafli bókar-
innar. Víðar í bókina nálgast Krist-
ján veiðiskap sinn með hógværri
kímni en stundum er lítillætið svo
mikið að það virkar jafnvel nei-
kvætt á lesandann.
Megin veikleiki þessarar annars
ágætu bókar er sá að stundum
finnst manni Kristján hálfpartinn
teygja iopann og verða mærðarleg-
ur. Þetta á ekki síst við þegar á
bókina líður og kemur að köflum
um veðurfar og draumfarir. Þá virk-
ar kaflinn um fluguhnýtara og ís-
lenskar veiðiflugur dálítið losaraleg-
ur. Þar fer Kristján yfir viðfangsefn-
ið á hálfgerðu hundavaði, sennilega
þó með ráðnum huga. Vel kann þó
að vera að glöggir hnýtarar geti
haft gagn af því, sem þar er sagt,
en einvern veginn fínnst manni að
Kristján hefði betur sleppt þættinum
í þessari bók. Það væri hins vegar
tvímælalaust að því mikill fengur
að Kristján skrifaði bók með mynd-
um og lýsingum af íslenskum veiði-
flugum. Fáir eru fróðari um þau
mál en eimitt hann; fáir hnýtarar
hafa frumsamið jafn margar og
fisknar flugur og hann og snilldar-
handbragð hans við hnýtingar gæti
verið öðrum til eftirbreytni.
Fjölmargar ljósmyndir erii í bók-
inni og eru þær misgóðar. Ástæðan
er sjálfsagt sú að flestar fýrirmynd-
imar hafa sjálfsagt verið litmyndir
en eins og flestir vita hendir það
oft að litmyndir fá á sig dálítið ank-
annalegt yfirbragð þegar búið er
að breyta þeim í svart-hvítar mynd-
ir.
Nýjar bækur
Fyrstu tvær bækur Arbæjarsafns
Bækurnar Söguspegill og Frum-
leg hreinskilni eru komnar út.
Þetta eru fyrstu tvær bækur af
ritum Árbæjarsafns sem gefnar
eru út í samvinnu við Hið ís-
lenska bókmenntafélag, en í
deiglunni er útgáfa fleiri bóka i
tengslum við rannsóknir á vegum
safnsins. I sumar gerðu Árbæjar-
safn og Hið íslenska bókmennta-
félag með sér samning um út-
gáfu á ritum sem unnið verður
að á vegum safnsins.
Ritið, Söguspegill er gefið út í
tilefni af 35 ára afmæli Árbæjar-
safns. Fremst er ávarp forseta ís-
lands, sem minnist þessara tíma-
móta, en bókin geymir 22 greinar
eftir starfsmenn og aðra sem tengj-
ast safninu. Ritstjóri er Helgi M.
Sigurðsson.
Bókin, Frumleg hreinskilni, er
afrakstur margra ára rannsókna
Helga M. Sigurðssonar, sagn- og
bókmenntafræðings, á verkum Þór-
bergs Þórðarsonar. Bókin fjallar að
meginhluta um árin 1912 til 1924,
eða frá því sjálfsævisaga Þórbergs,
Ofvitinn, skiíur við lesendur og þar
til Bréf til Láru kom út.
Að sögn Margrétar Hallgríms-
dóttur, borgarminjavörður, eru út-
gáfurnar að mestu byggðar á niður-
stöðum rannsókna sem safnið hefur
staðið fyrir og ritaðar af sérfræð-
ingum þess. Reykvíkingafélagið
styrkti útgáfu afmælisritsins, sem
geyir ýmsar áhugaverðar greinar
Hópurinn sem stóð að útgáfu afmælisritsins Söguspegils.
um sögu Reykjavíkur. Huldu Val-
týsdóttur, formanni Menningar-
málanefndar Reykjavíkur var af-
hent' fyrsta eintak af Söguspegli.
Sverrir Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Hins íslenska bók-
menntafélags kveðst ánægður með
þessa samvinnu; ritin komi vel heim
og saman við stefnu félagsins í
útgáfumálum. Sigurður Líndal, for-
seti félagsins segir mikið ánægju-
efni, að samstarfið skuli hafa tek-
ist, einkum þar sem Hið íslenska
bókmenntafélag sé elsta menning-
arstofnun Reykjavíkur, hafi starfað
samfleytt frá 1816. Einnig sagði
Sigurður að grein Lýðs Björnssonar
í Söguspegli „Lækjargata 4“ tengd-
ist sögu Hins íslenska bókmennta-
félags.
Útgefandi er Árbæjarsafn og Hið
íslenska bókmenntafélag. Báðar
bækurnar eru prentaðar í Odda.
Torfi Jónsson hannaði báðar bóka-
kápur og lagði með því grunn að
útliti rita Árbæjarsafns. Söguspeg-
ill er 394 blaðsíður og verð kr.
3.690. Frumleg hreinskilni er 119
blaðsíður og kostar kr. 2.590.
HLJOMBÆR - SKIFAN
o
Kwtnn
NÝÁRS
FAGNAÐUR
Föstudagskvöldiö 1. janúar 1993.
zDa^á/cwí:
FORSÍÐÚSTÚLKUR
Úrslitakeppni og krýning.
nóm, t&iiANn
Húsiö opnaö fyrir matargesti kl. 19.00.
Verö aöeins kr. 6.500.
Gestir skarti sínu fegursta.
BORÐAPANTANIR í SÍMA: 68 71 11
leikur fyrir dansi.
f
TANGO DE TEMPO
leikur fyrir matargesti.
HEIÐRÚN ANNA BJÖRNSDÓTTIR
feguröardrottning syngur.
LOS SVAKA GÆJOS á suörænu nótunum.
SÖNGTRÍÓIÐ GIBB-BRÆÐUR úr Verzlunarskólanum.
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON kynnir og skemmtir.
Fordrykkur völvunnar.
Rjómalöguð sjávarréttasúpa.
Veuve Clicquet kampavínssorbet.
Eldristaðar nautalundir Vikunnar.
Eftirlæti ljósmyndarans.
///jónuuíÁu/:
María Rún Hafliðadóttir, fegurðardrottning íslands 1992,
Unnur Steinson sýningarstúlka, Bragi Þór Ijósmyndari,
Laufey Bjarnadóttir, forsíðustúlka ársins 1991
og Þórarinn Jón Magnússon ritstjóri.
.'j/si/',<><)*//.
S\IJ\ IIWS JÓ\S MÍ\S