Morgunblaðið - 04.12.1992, Blaðsíða 43
HUDAQ
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 4. DESEMBER 1992
43
I
Er megrun söluvara?
eftir Önnu Elísabetu
Ólafsdóttur
Líkamsdýrkun
Það líður varla sá dagur að maður
rekist ekki á auglýsingar eða grein-
ar á síðum dagblaða go tímarita um
megrun. Margir virðast hafa góðar
lausnir á því hvernig best sé að bera
sig að. Það er hægt að fá keypta
ýmsar tegundir af megrunardrykkj-
um, megrunarkúra, jafnvel megrun-
arböð og bakstra eða margs konar
tæki og tól. Offita er mörgum mikið
hugðarefni og getur því verið góð
tekjulind fyrir þá sem telja sig færa
um að selja þjónustu eða meðferð í
megrunarskyni.
I dag er í gangi mikil líkamsdýrk-
un. Utanaðkomandi kröfur um útlit
eru miklar. Tískuheimurinn er snið-
inn fyrir mjög grannholda fólk með
fallegar línur, mjótt mitti, hæfilegar
mjaðmir, enga aukafitu, ekkert slit
eftir barnsburð né annað sem getur
raskað fallegu línunum. Nú er það
svo að einungis mjög fáir hafa þessa
„fallegu" líkamsbyggingu sem er hin
„eina sanna“. Hinir, sem eru í meiri-
hluta, verða óánægðir með sjálfa sig
og líkama sinn, jafnvel þó að þeir í
rauninni líti alveg ljómandi vel út
og séu í kjörþyngd eða lítillega yfir
henni. Ég er með öðrum orðum að
benda á það að margir af þeim sem
„eru í megrun“ hafa ekki þörf fyrir
það, heldur eru að rembast við að
nálgast hina „réttu“ líkamsímynd
sem aðrir, og þá fyrst og fremst
tískuheimurinn, hafa sagt að sé það
fallegasta. Þetta er ekki alltaf auð-
fengið og skapar því auðveldlega
óánægju með útlitið og óþarfa erfið-
leika.
Hver er of feitur?
Hvenær er maður orðinn of feit-
ur, svo feitur að þörf er á megrun?
Það er til nokkuð sem kallast kjör-
þyngd sem er reiknuð út frá hæð,
aldri og kyni og það er eðlilegt að
gera ráð fyrir 10% sveiflum innan
kjörþyngdar. Eigin tilfinning fyrir
réttri þyngd skiptir að sjálfsögðu
miklu máli og ber að taka tillit til
þegar ákvarða skal kjörþyngd ein-
staklings. Til er ákveðin jafna sem
oft er notuð til að reikna út hvort
maður sé of feitur. Jafnan er eftir-
farandi:
Þyngd (kg)
Hæð X hæð (m X m)
Þeir sém þekkja hæð sína og
þyngd geta sett sínar tölur inn í
þessa jöfnu. Ef útkoman er tala
undir 25 er ekki um offitu að ræða.
Ef útkoman er milli 25 og 30 er
talað um að viðkomandi sé of þung-
ur en sé talan komin yfir 30 er um
verulegt offituvandamál að ræða og
ástæða fyrir viðkomandi að skoða
sinn gang. Hér hefur ekkert tillit
verið tekið til aldurs en viðmiðunar-
talan fer hækkandi með aldri, þó eru
allir sem komnir eru yfir 30 taldir
vera orðnir of feitir.
Baráttan við aukakílóin
Hvaða möguleika hafa þeir ein-
staklingar sem eru orðnir of feitir
til að berjast við vandann? Því miður
er það oft ýmist í ökkla eða eyra
hjá þessum einstaklingum. Þolin-
mæðina brestur skyndilega og gripið
er til skyndimegrunar. Hver skyldi
svo árangur skyndimegrunarkúra
vera? Til að byrja með er hann oft-
ast góður vegna þess að eingöngu
er litið á tölurnar á vigtinni. En til
lengri tíma litið horfir málið oftast
öðruvísi við. í þessum ströngu megr-
unarkúrum lærir fólk ekkert nýtt
varðandi mataræði og líður sjaldnast
vel, bæði vegna hungurtilfinningar
og svo verður það oft einnig útund-
an, má ekki smakka á þvi sem hinir
eru að borða, þarf jafnvel að elda
fyrir fjölskylduna en situr svo eitt
með fóðrið sitt úti í horni. Þetta vill
enginn maður þurfa að gera þótt
margir hafi reyndar gert þetta oft
og eru jafnvel að gera enn þann dag
í dag. Er megruninni lýkur þurrkar
maður svitann af enninu, dauðfeginn
að megruninni sé nú loksins lokið.
Þá er bara að byija aftur á gamla
mataræðinu.
Sem betur fer er fólk eitthvað
farið að átta sig á að þetta geti
ekki verið rátta aðferðin. Það getur
ekki gengið til lengdar að vera eins
og jójó í þyngd. Það nýjasta nú eru
því lífstílsbreytingar. Sennilega fær-
umst við miklu nær „réttri“ aðferð
en enn sem fyrr er oft stutt í öfgarn-
ar. Þær lífstílsbreytingar sem fólki
er talin trú um að þurfi að gera eru
oft svo miklar að erfitt er að koma
þeim við miðað við núverandi að-
stæður. Venjum einstaklinga, sem
þeir hafa skapað sér frá barnsaldri,
verður ekki kollvarpað á einni nóttu.
Það tekur tíma að gera breytingar
og þær verða líka að vera þannig
að einstaklingurinn sé sáttur við þær
og eigi auðvelt með að aðlaga sig
þeim, en ekki að nýi lífsstíllinn kosti
mikinn tíma, vinnu og peninga,
þannig að aukið stress og álag fylgi
í kjölfarið!
Lögreglan lét til skarar skríða
milli kl. 6 og 7 í gærmorgun, en þá
hafði hún fylgst með mönnunum um
nokkurt skeið. Þeir eru allir úr
Reykjavík, en höfðu leigt hluta verk-
smiðjuhúsnæðis í Hafnarfírði.
Þegar lögreglan réðst til atlögu
við bruggverksmiðjuna voru menn-
irnir önnum kafnir við iðju sína.
Þeir höfðu eimað 26 lítra af landa,
voru með 200 lítra af gambra og
zt'ifo % ...alltaftilað
^aatviimu
Anna Elísabet Ólafsdóttir
„í gegnum starf mitt
sem næringarfræðing-
ur hef ég uppgötvað að
vanþekking á næring-
armálum er ótrúlega
mikil. Fræðsla í þeim
málum er því afar mik-
ilvægur þáttur fyrir of
feita einstaklinga sem
eru í stöðugri baráttu
við aukakíló.“
Fræðsla
I gegnum starf mitt sem næring-
arfræðingur hef ég uppgötvað að
vanþekking á næringarmálum er
ótrúlega mikil. Fræðsla í þeim mál-
um er því afar mikilvægur þáttur
fyrir of feita einstaklinga sem eru S
stöðugri baráttu við aukakíló. Þessi
fræðsla ein og sér er oft ekki nægj-
anleg, því þó að þekkingin aukist
skortir oft framkvæmdina. Fræðsla
og aðstoð fleiri heilbrigðisstétta get-
ur því verið nauðsynlegur hlekkur.
Það að öðlast sjálfstraust til að taka
á málunum er nauðsynlegt, en það
er hlutur sem of feita einstaklinga
skortir oft. Þá má ekki gleyma gildi
hreyfinga, en regluleg líkamsþjálfun
eykur ekki bara líkamsbrennslu
heldur einnig kraft, vellíðan og lífs-
gleði.
Á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera-
gerði er nú í gangi mikið uppbygg-
ingarstarf og endurskipulagning.
Eitt af því sem mikil vinna hefur
verið lögð í er einmitt meðferð og
námskeið fyrir fólk sem á við mikla
offitu að etja. Meðferðin tekur 4
vikur og er bæði hóp- og einstakl-
ingsstarf. Á þeim fjórum vikum sem
dvalið er á heilsustofnuninni er lögð
áhersla á fræðslu. Næringarfræðsla
er mikil, auk fræðslu og meðferðar
sálfræðings. Á dvalartíma er farið
markvisst í gegnum líkamsrækt af
ýmsu tagi, lögð rík áhersla á úti-
vist, enda er heilsustofnunin í fallegu
umhverfi. Þá eru kenndar mat-
reiðsluaðferðir og hópurinn fær
tækifæri til að elda sjálfur. Læknis-
og hjúkrunareftirlit er allan dvalar-
tímann. Fyrir þá einstaklinga sem
hafa önnur sérstök vandamál, eins
og t.d. vöðvabólgu, er á staðnum
góð þjónusta nuddara og sjúkraþjálf-
arfa.
Á Heilsustofnun NLFÍ, eða sem
áður hét Heilsuhælið, er á boðstólum
fæði úr jurtaríki sem ræktað er á
lífrænan hátt og er sem minnst unn-
ið. Boðið er upp á grænmeti, kom-
vörur, brauð, ávexti, mjólk og mjólk-
urafurðir og nú orðið einnig fisk.
Það er því alrangt, sem svo margir
halda fram, „að verið sé að beita
fólki eingöngu á gras“ í Hveragerði.
Lokaorð
Þó offita sé stórt vandamál ákveð-
ins hóps í þjóðfélaginu, þá er fjöldi
þeirra sem eru í stöðugri megrun
allt of mikill. Þeir einstaklingar sem
hafa fengið tölu lægri en 25 í jöfn-
unni hér að framn ættu strax að
hætta að hugsa um megrun en
leggja áherslu á hollt og gott fæði
og líkamsrækt sem þeim fellur vel
í geð hvort sem það er sund, ganga,
tækjasalir eða annað. Síðast en ekki
síst ættu þessir einstaklingar að líta
jákvæðum augum á líkama sinn og
sætta sig við eigið útlit sem er alveg
jafn gott og ekki síður heilbrigt en
sú líkamsbygging sem tískublöðin
sækjast eftir.
Höfundur er matvæla- og
næringarfræðingurog starfar á
Heilsustofnun NLFÍ íHveragerði.
Hafnarfjörður
Þrír bruggarar
gripnir við iðju sína
LÖGREGLAN í Hafnarfirði greip þijá bruggara við iðju sína í verk-
smiðjuhúsnæði þar í bæ á miðvikudag. Mennirnir höfðu lagt í 200 lítra,
full tunna var í suðu og 26 lítrar af landa voru tilbúnir.
Skíðasamfestingar
full tunna var í suðu. Þá fann lög-
reglan mikið af brugghráefni, til
dæmis 100 kíló af sykri. Einnig var
lagt hald á bruggtækin.
Mennirnir þrír sögðu að þetta
væri í fyrsta sinn sem þeir reyndu
brugg. Lögreglan gerði húsleit
heima hjá þeim og fundust þá tvær
hasspípur og viðurkenndu þeir hass-
neyslu. Engin fíkniefni fundust við
leitina.
Verð kr.
S-XL. Verð kr. 6.980, -8-16.
Póstsendum. 5% staðgreiðsluafsláttur.
»hummel^
SPORTBÚÐIN
ÁRMÚLA 40 • SÍMAR 813555, 813655.
Í5Í
s <
ui (0
to L.
Ul L
□o
ÞRÍHJÓL
VERÐ FRÁ 3.500,-
MONGOOSE
VERÐ FRÁ 19.900,-
STIGA - SLEÐAR
VERÐ FRÁ 5.900,-
RAICHLE - SKÓR
VERÐÁÐUR 21 .700,
VERÐ NÚ 13.900,-
GÆÐA SPORTFATNAÐUR
OG MARGT FLEIRA
MEÐ ALLT AÐ 80%
AFSLÆTTI
CAP
G.Á.PÉTURSSON HF.
NÚTlÐINNI, FAXAFENI 14
SÍMI 68 55 80